Morgunblaðið - 30.03.2006, Page 33

Morgunblaðið - 30.03.2006, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 33 UMRÆÐAN Lifun er tímarit um heimili, lífsstíl og fallega hönnun Meðal efnis í næsta blaði: • litríkt og leikandi • hugvitsamleg hönnun • gult og glaðlegt • að laga húsnæðið að fjölskyldunni • páskafreistingar Lifun er dreift í 60.000 eintökum og 4. tölublað 2006 kemur út laugardaginn 8. apríl næstkomandi. Panta þarf auglýsingar fyrir kl. 16 þriðjudaginn 4. apríl Auglýsingar: Sif Þorsteinsdóttir, sími 569 1254, sif@mbl.is Í GÆR, 29. mars, greip ófag- lært starfsfólk til aðgerða á nokkrum hjúkrunar- og dval- arheimilum, sem rekin eru af sjálfseignarstofnunum, til að vekja athygli á kröfum sínum um bætt launakjör. Fer starfsfólkið fram á að laun þess verði sam- bærileg við þau laun sem sveit- arfélög greiða fyrir samkonar störf. Launamunur starfsfólks hjá sveitarfélögum og þessum sjálfseignarstofnunum er um 20%. Forstöðumenn þessara heim- ila hafa lýst yfir skilningi á kröf- um starfsfólksins. Þessi hópur launafólks hefur setið eftir á meðan sveitarfélög hafa bætt kjör starfsfólks með lægstu laun- in. Ríkið hefur hins vegar setið hjá og hafnað því að taka upp gildandi kjarasamninga. For- stöðumenn heimilanna hafa rætt þessi mál bæði við fjármála- ráðherra og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra auk þess að vekja athygli þeirra á þróun mála og ástandinu á heimilunum. Rétt er að benda á að grunn- urinn að greiðslu ríkisins til hjúkrunar- og dvalarheimila, daggjöld, byggist m.a. á gildandi kjarasamningum. Það er ekki nema fjármálaráðuneytið heimili endurskoðun á samningum, sem þessi heimili geta lagfært laun ófaglærðs starfsfólks. Á meðan þetta ástand varir er mikil óvissa um framtíð rekstrar þessara heimila. Skortur hefur verið á starfsfólki, rúmum hefur verið lokað, og ekki bætir úr skák verði þessum heimilum gert ókleift að keppa á jafnréttis- grundvelli á vinnumarkaðnum. Það er von stjórna og stjórn- enda hjúkrunar- og dvalarheim- ila að úr rætist sem allra fyrst. Hvernig eru umönnunar- störf metin? Jóhann Árnason, framkvæmdastjóri Sunnuhlíð Sveinn H. Skúlason, forstjóri Hrafnistuheimilanna og Vífilsstaða Guðrún Gísladóttir, forstjóri Grundar og Áss Hrefna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Skógarbæjar FYRRUM samkennarar mínir við lagadeild Háskóla Íslands, þar sem ég var stundakennari, aðjúnkt, lektor og dósent til níu ára, þeir Björn Þ. Guðmundsson og Sigurður Líndal, finna sig knúna til að senda mér og Háskólanum í Reykja- vík tóninn á síðum Morgunblaðsins. Til- efnið er að ég hef á op- inberum vettvangi látið í ljós skoðanir mínar á túlkun Héraðsdóms Reykjavíkur á hugtak- inu lán í skilningi 43. gr. ársreikningalaga í dómi er féll nýverið. Nánar tiltekið þeirri niður- stöðu dómsins að hvorki óformbundnar lánveitingar né við- skiptalán teljist lán í skilningi fyrrgreinds ákvæðis. Í grein Sig- urðar er látið að því liggja að fræðafundur sem Háskólinn í Reykjavík stóð að í kjölfar dómsins hafi verið áróðurs- fundur. Á þessum fundi höfðum ég og samkennari minn, Stefán Svavars- son, dósent við viðskiptadeild, verið fengin til að halda framsögu. Það hlýtur að þýða að við Stefán séum undirróðursmenn. Í niðurlagi greinar Björns er að finna staðhæfingu um að rektor Háskólans í Reykjavík hafi rekið „undirsáta sína fram í sviðs- ljósið til að minna á tilvist sína“ vegna þess að skólann langi til að „sýnast alvöruháskóli“. Háskólafólk þarf að taka þátt í opinberri umræðu Það hefur samfélagslegt gildi að fræðimenn og háskólar séu reiðubún- ir að taka þátt og standi fyrir op- inberri umræðu um málefni þar sem reynir á flókin fræðileg álitaefni og þörf er á skýringum. Háskólamenn eru að jafnaði í þeirri stöðu að þeir hafa engra sérstakra hagsmuna að gæta, svo sem viðskiptahagsmuna, og eiga því hægara um vik að tjá sig um viðkvæm og umdeild mál. Dómar, bæði héraðsdómar og hæstarétt- ardómar, geta verið slík mál. Í því til- viki er hér um ræðir er ljóst að fjöl- miðlar og þá væntan- lega almenningur sýndu umræddum héraðsdómi mikinn áhuga. Sakborn- ingar sjálfir og lögmenn þeirra hafa ekki vikið sér undan fjölmiðlaum- ræðu. M.a. hlutuðust þeir sjálfir til um birt- ingu ákæru í fjölmiðlum ásamt eigin skýringum. Þegar dómur fellur í slíku máli er eðlilegt að umræða fari fram. Það kann hins vegar að eiga sér eðlilegar skýringar að Björn hafi tamið sér að tjá sig ekki um hér- aðsdóma en hann, eins og Sigurður, voru iðulega skipaðir varadómarar í Hæstarétti vegna stöðu sinnar sem prófessorar við lagadeild HÍ. Það getur skýrt að menn í þess- um stöðum hafi talið að þeir þyrftu að gæta sömu varkárni og dómarar í op- inberri umræðu um dómsmál. Til- koma fleiri háskóla með nýjum laga- deildum og öðrum áherslum á sviði kennslu og rannsókna hefur e.t.v. leitt til virkari opinberrar umræðu háskólakennara í lögfræði. Það er framþróun. Athugasemdir Sigurðar og Björns minna á gagnrýni sem lagadeild Há- skóla Íslands mátti sæta fyrir stuttu vegna fræðafundar sem deildin stóð fyrir um lagaheimildir fyrir endur- ákæru þar sem annar framsögu- manna var erlendur sérfræðingur sem vann skýrslu fyrir Baug. Laga- deild Háskóla Íslands var umsvifa- laust skipað í lið og deildarforseti hennar þurfti að svara fyrir fundinn og umgjörð hans. Það er undarlegt að það virðist enginn mega opna munn- inn og ræða nokkurn skapaðan hlut, er tengist svokölluðu Baugsmáli, án þess að honum sé umsvifalaust skip- að í lið og sakaður um að skoðanir hans litist af tengslum hans við aðila í öðru hvoru liðinu. Á að hefta tjáningar- og skoðanafrelsi háskólamanna? Sumir hafa gefið í skyn að skoðanir mínar á umræddum héraðsdómi og það að ég láti þær í ljós opinberlega litist af því að ég er samstarfsmaður Sigurðar Tómasar Magnússonar sak- sóknara í málinu, auk þess sem bæði fyrrum saksóknari og lögmaður að- alvitnisins í málinu hafi unnið á sama vinnustað og ég, þ.e. Háskólanum í Reykjavík. Ég þekki líka báða hér- aðsdómarana í málinu frá því ég vann í Héraðsdómi Reykjavíkur og síðar Dómstólaráði. Einnig þekki ég tvo verjendur í umræddu máli. Öðrum leiðbeindi ég við skrif lokaritgerðar við lagadeild HÍ en með hinum sit ég í stjórn Lögfræðingafélags Íslands. Allt er þetta ágætt fólk sem ég hef átt gott samstarf við og haft ánægju af samskiptum við. Má ég kannski ekki hafa skoðun á dómum af því að ég þekki iðulega dómarana og lögmenn- ina sem fluttu málið? Ég get ekki fall- ist á að tjáningar- og skoðanafrelsi mitt sé heft vegna fólks sem ég hef unnið með og þeirra verkefna sem það kýs að fást við. Ekki viljum við yfirfæra vanhæfisreglur um dómara og stjórnsýslu yfir á fræðimenn og háskóla. Mikilvægi þess að prófessorar sýni gott fordæmi Mikilvægt er að háskólum og fræðimönnum séu ekki send þau skilaboð að þeim sé ekki óhætt að taka þátt í opinberri umræðu. Skrif prófessoranna eru því dapurleg. Hnýtt er í mig fyrir að hafa tjáð mig um refsimál! Björn virðist telja að ég eigi ekki að tjá mig um sérrefsi- ákvæði á mínu sérsviði, þ.e. félaga- rétti, þar sem ég hafi hvorki sérþekk- ingu á refsirétti né opinberu réttar- fari. Ég er ósammála þessari skoðun. Viðurlagaákvæði ársreikningalaga og hlutafélagalaga eru einmitt viðfangs- efni fræðimanna á sviði hluta- félagaréttar þar sem iðulega koma til skoðunar dómar sem snúast um refsi- ábyrgð stjórnenda og endurskoðenda almenningshlutafélaga vegna brota á sérrefsilöggjöf. Með sömu rökum mætti sérfræðingur í skattarétti ekki hafa skoðun á skattarefsimáli og sér- fræðingur á sviði samkeppnisréttar ekki tjá sig um túlkun viðurlaga- ákvæða í samkeppnislöggjöf. Skrifum prófessoranna virðist fremur ætlað að drepa niður fræði- lega umræðu um mál sem er ofarlega á baugi en að hvetja til faglegrar um- ræðu um lögfræðileg álitaefni. Mér finnst að gera megi þá kröfu til pró- fessora við hvaða háskóla sem er, einnig þeirra sem látið hafa af störf- um, að þeir rökstyðji með fræðilegum og málefnalegum hætti skoðanir sín- ar á ummælum mínum um lög- fræðilegar forsendur umrædds dóms. Dylgjur og þöggun fræðilegrar um- ræðu er engum til sóma, háskólafólki síst af öllu. Fræðileg umræða barin niður Áslaug Björgvinsdóttir svarar Birni Þ. Guðmundssyni og Sigurði Líndal ’Hnýtt er í migfyrir að hafa tjáð mig um refsimál!‘ Áslaug Björgvinsdóttir Höfundur er dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.