Morgunblaðið - 30.03.2006, Síða 36

Morgunblaðið - 30.03.2006, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólafur Aðal-steinn Jónsson fæddist á Stað í Súgandafirði 11. október 1932. Hann lést á Landspítalan- um Fossvogi 18. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Vigdís Þjóð- bjarnardóttir, f. 6. júní 1910, d. 31. mars 2003, og Jón Kristinn Ólafsson, f. 21. feb. 1903, d. 16. okt. 1976, sem lengst af bjuggu á Grund í Reyk- hólasveit í Austur-Barðastrand- arsýslu. Ólafur var elstur fjög- urra systkina. Hin eru Indriði, f. 1934, d. 1989, Lárus, f. 1935 og Dröfn, f. 1940. Ólafur kvæntist 15. okt. 1960 2003, Viktor Árni, f. 18. mars. 1986 og Jóhanna Sigrún, f. 13. okt 1990. Ólafur vann öll algeng sveita- störf á sumrin til 1951, eftir það vann hann hjá Landnámi ríkisins á Reykhólum á sumrin en var sjómaður á togurum Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar á vetrum. Hann var búsettur í Reykjavík frá 1956. Hann var tollvörður í Reykjavík frá 1. apríl 1957, varð- stjóri var hann frá 1969. Um nokkurra ára skeið var hann rit- ari í samtökum norræna toll- starfsmanna. Hann var í stjórn Knattspyrnufélags Fram 1962–68 og formaður handknattleiks- deildar félagsins 1968–76. Hann var í stjórn HSÍ í nokkur ár. Hann var í fulltrúaráði fram- sóknarfélaganna í Reykjavík frá 1978. Ólafur sat um árabil í stjórn BSRB og gegndi þar ýms- um trúnaðarstörfum, núna sein- ast í stjórn starfsendurmenntun- arsjóðs. Alla sína tíð tók hann mikinn þátt í störfum Átthaga- félags Barðstrendinga. Útför Ólafs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Sigrúnu Bjarnadótt- ur, f. 11. feb. 1936. Synir þeirra eru: a) Jón Kristinn, f. 17. jan. 1960. Kona hans er Sóley Sverrisdótt- ir, f. 18. sept. 1962. Börn þeirra eru Sig- ríður G. Halldórs- dóttir, f. 20. sept. 1979, Ólöf María, f. 28. júlí 1993 og Ólaf- ur Aðalsteinn, f. 28. feb. 1996. b) Bjarni Þór, f. 19. júní 1961. Hann kvæntist 1985 Sjöfn Finnbjörnsdóttur, f. 15. júlí 1964. Þau slitu samvistum. Unn- usta Bjarna er Maureen Hindr- ichs. Börn Bjarna og Sjafnar eru Karl Arnar, f. 9. jan. 1983, dóttir hans og Þóreyjar Bjarkar Þór- isdóttur er Sara Björk, f. 3. júlí Elsku pabbi. Ein fyrsta minning mín er frá því að þú keyrðir mig til Lilju á Grund til sumardvalar. Á þessum árum var þetta talsvert ferðalag. Ekki var nú dvölin hjá mér löng hjá Lilju. Næsta sterka minning mín er þegar sjónin var að fara hjá þér og þú varst heima blindur, það var erfiður tími fyrir ykkur mömmu, þó að við Bjarni höf- um verið það vitlausir að við skildum ekki alvöru málsins. En ég man að við bræðurnir vorum í sveit hjá Ingu frænku og Herði þegar mamma hringdi frá Danmörku og sagði okk- ur að það hefði tekist að bjarga smá- sjón á öðru auganu. Önnur minning er þegar við bjugg- um í Eyjum og peyinn fæddist og ég hringdi í ykkur til að biðja þig um leyfi um að fá að nefna peyjann Ólaf Aðalstein. Þá sagði mamma að þú hefðir varla snert gólfið það kvöld. Það eru ógleymanlegar stundir sem við fjölskyldan áttum með þér og mömmu á ferðalagi okkar um Vestfirðina í fyrrasumar. Þú varst sem alfræðibók þegar við fórum um Barðaströndina og Reykhólasveit, sagðir okkur öll bæjarnöfnin og ýms- ar sögur um íbúana. Þessar stundir sem við áttum seinasta sumar eru enn dýrmætari núna en ella. Þú varst sérstaklega natinn við barnabörnin og í ófá skiptin fóruð þið mamma að horfa á eitthvert barnabarnið keppa, hvort sem það var í handbolta, fimleikum, sundi eða einhverju öðru. Núna seinast fyrir tæpum mánuði komuð þið að horfa á Ólöfu Maríu á sínu fyrsta karatemóti. Takk fyrir allt. Jón Kristinn Ólafsson. Kæri Óli, mig langar að setja orð á blað til að minnast kynna okkar og þakka fyrir þær stundir sem ég og fjölskylda mín áttum með þér og Sig- rúnu. Þegar ég kom inn í fjölskylduna fyrir 22 árum, sem unnusta Jóns sonar ykkar og síðar sem eiginkona hans, fannst mér þú vera hlédrægur og ekki hafa þig mikið í frammi en sú skoðun breyttist fljótt þegar ég kynntist þér. Þú varst ötull í þeim málum sem hugur þinn stefndi til og góður fylgismaður þess sem þú vald- ir að sinna. Þið hjónin hafið alltaf verið góð heim að sækja og ófá skipt- in hefur þú bjargað mér um bækur sem ég hef þurft að nota í skólanum. Það var alltaf mitt fyrsta verk að hringja eða koma við hjá ykkur til að gá hvort þú ættir einhverja bók sem mig vantaði. Oftast gátum við fundið eitthvað sem ég gat notað. Það var eins ef ég þurfti að finna gögn í blöð- unum, þá varst þú boðinn og búinn að fylgjast með blaðagreinum og fréttum sem þú safnaðir saman fyrir mig, þessi hjálp var mér ómetanleg. Þú hafðir alltaf trú á þínu fólki og hvattir það, sem sýnir sig í áhuga þínum á áhugamálum barna- barnanna. Þau voru ófá mótin og sýningarnar sem þið hjónin mættuð á til að fylgjast með og uppörva þau og var þetta þeim ómetanlegt. Eins langar mig að minnast sum- arfríanna sem við fórum í en það voru góðir tímar. Síðasta fríið sem við fórum í var í sumar þegar við fór- um um Vestfirðina en þangað hafði ég aldrei komið áður. Það er ómet- anlegt að hafa farið þessa ferð með ykkur Sigrúnu síðastliðið sumar og vera með kunnáttumann með sér því þarna eru svo margir áhugaverðir staðir til að skoða. Þegar heim var komið sannfærðumst við um að þetta væri bara byrjunin og að við ættum eftir að fara margar ferðir um Vest- firðina. Því miður verður þú bara með okkur í anda í þeim ferðum en við búum að þeirri vitneskju sem þú miðlaðir til okkar í þeirri ferð. Óli ég vil þakka þér góða viðkynn- ingu og allan þann stuðning sem þú hefur sýnt okkur þann tíma sem við áttum með þér. Megi Guð fylgja þér. Kær kveðja, þín tengdadóttir Sóley. Elsku afi, þú varst fábær afi og það verður erfitt að lifa án þín, en við deyjum öll einhvern tímann og þinn tími var greinilega kominn. Ég á allt- af eftir að muna eftir þér í hjartanu mínu og mun aldrei gleyma þér, ég veit að þú átt eftir að fylgjast með okkur. Þú komst á fyrsta karatemót- ið mitt og komst held ég líka á öll sundmótin mín, það var gaman að þú gast komið. Það var alltaf svo mikil gleði í kringum þig. Ég á eftir að sakna þín. Hér er ljóð handa þér afi sem ég bjó til: Ég mun alltaf muna eftir þér, þú varst alltaf svo góður mér. Ég mun alltaf minnast þín og þú munt alltaf minnast mín. Ég mun alltaf minnast þín í hjarta mínu og þú munt alltaf minnast mín í hjarta þínu. Ég veit þú vakir yfir okkur þó við séum allnokkur. Kær kveðja, elsku afi minn. Ólöf María Jónsdóttir. Elsku afi. Þú varst mjög góður afi. Ég mun alltaf sakna þín, afi minn, og ég mun alltaf muna eftir þér. Afi, þú og amma voru með okkur þegar við fórum Vestfirðina og Kjöl og það fannst okkur mjög gaman. Afi, við munum alltaf heita það sama, þótt þú sért dáinn. Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð, og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldu- nautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Ólafur Aðalsteinn (Óli Steini). Jafnaldri og góður vinur Ólafur Aðalsteinn Jónsson er fallinn frá. Kallið kom snöggt og lauk fljótt – lík- lega í anda Ólafs að þurfa ekki að glíma við erfið veikindi um lengri tíma. Það hefði ekki verið honum að skapi. Á yngri árum hófust kynni okkar og traust vinátta, sem entist til ævi- loka. Ekki spillti fyrir að hann var í ættmennahópi tengdafólks míns og var einkar frændrækinn. Ættir sínar átti hann m.a. að rekja til Breiða- fjarðarbyggða, alinn upp í Reykhóla- sveit með sterk ættartengsl við Vest- ureyjar á Breiðafirði. Hann var mikill Breiðfirðingur og unni sínum heimaslóðum. Ólafur var greindur, skýr í hugsun og afar fróður um menn og málefni, aldrei skoðanalaus og skjótur til ráða. Við fyrstu sýn gat hann virst hrjúfur á yfirborðinu, en engum duldist sem kynntist að í honum bjó hjartahlýja, var ávallt hreinskiptinn og þægilegur viðmælandi. Ólafur var félagssinnaður og starfaði í ýmsum félögum. Þar var hann virkur vel og jafnan í forystu- sveit. Í áratugi stóð hann í forsvari fyrir Bridgedeild Barðstrendinga- félagsins og sinnti því af miklum áhuga og dugnaði. Sú hugaríþrótt var hans áhugamál, sem veitti hon- um mikla ánægju. Ávallt drengileg- ur, hress og fljótur til sagna við spilaborðið þrátt fyrir að búa við skerta sjón allt frá æsku. Röggsam- ur var hann við allt, sem laut að stjórn, og reglusemi var honum í blóð borin. Við sem nutum þess að spila í þessum hópi, sem Ólafur var í forsvari fyrir, söknum spilafélaga og vinar. Það kom vel í ljós þegar frétt- ist um andlát hans. Ég veit að ég má mæla fyrir hönd þessa hóps og þakka honum margra ára samveru og trausta og góða stjórn. Að leiðarlokum þakka ég Ólafi langa og góða vináttu. Það er sökn- uður í huga. Við hjónin vottum eftirlifandi eig- inkonu, börnum og vandamönnum einlæga samúð. Blessuð sé minning hans. Leifur Kr. Jóhannesson. Það var í hinni árlegu „Veiðiferð“ okkar stelpnanna hans Óla sem við heyrðum að hann væri dáinn. Við þessa fregn rifjaðist upp ansi margt frá þeim góðu árum sem Óli var for- maður handknattleiksdeildar Fram 1969–1976. Það má segja að Óli hafi byrjað með stæl, enda tók hann við góðu búi, fimm Íslandsmeistaratitlar hjá yngri flokkunum 1969 og meist- araflokkar karla og kvenna unnu tvöfalt á Íslandsmeistaramótinu 1970. Þetta var upphafið að nýju gullald- artímabili mfl. kvenna og ekki að ástæðulausu að Óli var okkar og við stelpurnar hans. Óli passaði vel upp á okkur, mætti á æfingar og í alla leiki hvort sem þeir voru spilaðir á Húsavík eða á höfuðborgarsvæðinu. Á æfingum var hann oft í hlutverki barnapíunnar, börnin bættust smátt og smátt í leikmannahópinn og ekki kom annað til greina en að taka þau með á æfingar, það var oft spurning hvort væru fleiri að leik á sviðinu í Höllinni eða leikmennirnir á æfingu á gólfinu. Óli var mikill félagi okkar, hann var eiginlega meiri pabbi en formaður. Hann var naskur á að fylgjast með hvernig okkur liði í prí- vatlífinu, var alltaf meðvitaður um ef eitthvað bjátaði á og svo kom auðvit- að ekkert annað til greina hjá honum en að þær sem ólofaðar voru ættu bara að skoða strákana í Fram, ekk- ert að vera að kíkja á önnur félög! Þetta gekk svosem misjafnlega vel eftir en hann gerði sitt besta í þessu eins og öðru er hann tók sér fyrir hendur. Óli hvatti okkur til að taka meiri ábyrgð, vildi að við ættum okk- ar fulltrúa í stjórn deildarinnar sem og varð og þar var samstarfið við hann ekki síðra en á leikvellinum. Hann virti óskir okkar og þegar kom að þátttöku í Evrópukeppnunum 1970, 1975 og 1976 stóð hann eins og klettur að baki, þótt við værum auð- vitað ekki alltaf sammála og oft skammaði hann okkur hressilega þegar við áttum það skilið. Hann ól okkur vel upp og vorum við kannske ekki alveg þær stilltustu á þessum árum, en árangurinn lét ekki á sér standa. Óli var mikill Framari, mikill og góður maður með hlýja nærveru, sem kvaddi allt of snemma. Á kveðjustundu er okkur efst í huga söknuður og þakklæti, við vilj- um þakka Óla fyrir að vera okkar ekki bara á formannsárunum heldur æ síðan, fyrir góðar og skemmtilegar samverustundir, hann kenndi okkur margt sem reyndist okkur gott vega- nesti, ekki bara á handboltavellinum heldur líka í lífsbaráttunni og við er- um vissar um að honum þótti heldur ekki leiðinlegt að starfa með okkur. Blessuð sé minning Ólafs Aðal- steins Jónssonar, takk fyrir allt. Kæru Sigrún, Jón Kristinn, Bjarni Þór og fjölskyldur, okkar dýpsta samúð. Kveðja meistaraflokkur kvenna í Fram 1969–1976. Við kveðjum í dag góðan dreng, Ólaf Aðalstein Jónsson tollvörð. Þrátt fyrir að Ólafur væri Framari féll hann vel í hádegisverðarhópinn sem aðallega er skipaður Valsmönn- um. Í rúm fjörutíu ár hefur þessi hópur komið saman til þess að létta sér lundina og breyta til frá daglegu amstri. Óli tók alltaf virkan þátt í umræðunni og varð eins og aðrir að venja sig við stríðnina sem henni fylgir. Óli varð mjög ötull stjórnar- maður hjá handknattleiksdeild Fram, þó ekki væri hann keppnis- maður og unni sínu félagi mjög. Hann var formaður deildarinnar á tímabilinu 1970 til 1976 og var óþreytandi að sækja æfingar og keppnir til þess að styðja sitt fólk og þá voru gjarnan strákarnir hans, þeir Jón Kristinn og Bjarni Þór, með í för. Óli hreinlega geislaði af áhuga og fann ánægjuna í því að láta gott af sér leiða fyrir unga sem eldri kepp- endur. Seinna meir þegar golfbakt- erían tók að herja alvarlega á félaga í hádegisselskapnum og keppni var haldin innan hópsins eða út á við var Óli hinn sjálfsagði mótstjóri. Óli var hinn röggsami stjórnandi og hefði mátt halda að þar væri alvanur kylf- ingur. Óli var hreinskiptinn og heiðarleg- ur og jafnan var stutt í græskulaust gaman, þegar sá gállinn var á hon- um, já Óli var sannur vinur. Við söknum góðs vinar og sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Sigrúnar og allrar fjölskyldunnar. Fyrir hönd félaga í FÍGP, Halldór Einarsson, Hermann Gunnarsson. Góður vinur og félagi Ólafur A. Jónsson er fallinn frá. Því miður varð ekki af fyrirhuguðum fundi okkar, sem við sammæltumst um að efna til þegar við hittumst í tengslum við sextíu ára afmæli Tollvarðafélags Ís- lands um miðjan desember síðastlið- inn. Ólafur hafði þá sent mér skrif um sögulegar rætur félagsins og ég hafði áhuga á að fræðast frekar af honum og heyra mat hans á líðandi stundu og vangaveltur um framtíð- ina. Ólafur var sérlega íhugull mað- ur, skarpgreindur og glöggur á stefnur og strauma. Hann var óend- anlega áhugasamur um pólitíkina og hafði hann lengi verið virkur innan Framsóknarflokksins. Á vettvangi BSRB nutum við krafta Ólafs um langan tíma. Hann var fulltrúi toll- varða í ýmsum nefndum og ráðum og sat um langt árabil í stjórn heildar- samtakanna. Þar kynntist ég Ólafi vel og lærði að meta kosti hans. Hann reyndist BSRB sérlega holl- ráður og er óhætt að segja að jafnan hafi menn lagt við hlustir þegar Ólaf- ur lagði til málanna í erfiðum úr- lausnarefnum. Um leið og ég þakka Ólafi A. Jónssyni samfylgdina, og allt það sem hann hefur unnið í þágu BSRB, votta ég fjölskyldu hans sam- úð á erfiðri stundu. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Ólafur A. Jónsson, fyrrverandi tollvörður, var í forystusveit Knatt- spyrnufélagsins Fram á árunum 1962–76 og gegndi m.a. formennsku í handknattleiksdeild félagsins á miklu blómaskeiði kvennaliðs Fram, sem var nær ósigrandi um langt ára- bil. Umhyggja Ólafs fyrir kvenna- handboltanum var einstök, en góður árangur í íþróttum skapast gjarnan, þegar keppnisfólk, þjálfarar og for- ystumenn ná vel saman. Ólafur A. Jónsson lét hlut sinn ekki eftir liggja til að þessi árangur næðist. Munu margir minnast dugn- aðar og elju Ólafs á þessum árum, en auk starfa sinna fyrir Fram átti Ólaf- ur sæti í stjórn Handknattleikssam- bands Íslands. En áhugamál Ólafs lágu víðar. Hann var í hópi forystumanna op- inberra starfsmanna og sat í stjórn BSRB. Sömuleiðis var hann virkur í stjórnmálastarfi framsóknarmanna í Reykjavík. Blandaðist engum hugur um, að Ólafur hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og hikaði ekki við að segja forystumönnum flokksins til syndanna, ef svo bar undir. En þrátt fyrir afdráttarlausar skoðanir var hann þó alltaf tilbúinn til rökræðna og nálgast viðfangsefn- in úr annarri átt. Þannig náðum við Ólafur oft saman í sameiginlegum bíltúrum upp í Breiðholt eftir stormasama fundi. Þannig var Ólaf- ur. Gat verið harður í horn að taka, en alltaf tilbúinn að mætast á miðri leið. Sá, sem þessar línur ritar, á marg- ar góðar endurminningar um sam- starf við Ólaf, bæði um íþróttamálin ÓLAFUR AÐALSTEINN JÓNSSON Ástkær bróðir minn , frændi og vinur, GUÐMUNDUR KARL GUÐMUNDSSON frá Syðra Hóli, lést á heimili sínu, Birkihólum 16, Selfossi, aðfara- nótt mánudagsins 27. mars. Jarðarförin fer fram frá Ásólfsskálakirkju föstu- daginn 31. mars kl. 13.00 Sigurjón B. Guðmundsson og synir, Auðunn Óskar Jónasson, Ingibjörg Guðmundsdóttir og frændsystkini.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.