Morgunblaðið - 30.03.2006, Side 37

Morgunblaðið - 30.03.2006, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 37 MINNINGAR og borgarmálin. Góðar kveðjur eru sendar fjölskyldu hans frá sam- starfsmönnum hans, í Fram og Framsóknarflokknum, á kveðju- stund. Blessuð sé minning Ólafs A. Jóns- sonar. Alfreð Þorsteinsson. Ólafur Aðalsteinn Jónsson toll- vörður er látinn. Ólafur var félagi í Hjartaheill, landssamtökum hjarta- sjúklinga, og tók virkan þátt í starfi samtakanna með ýmsum hætti. Ólafur var fulltrúi á landsþingum, hann átti sæti í nefndum samtak- anna og var oft til hans leitað. Ólafur var þekktur fyrir frísklega framgöngu og höfðu hugmyndir hans mikið vægi enda ævinlega sett- ar fram á skýran og hnitmiðaðan hátt. Í mörg undanfarin ár tók Ólafur þátt í gönguferðum hjartasjúklinga í hverri viku og var ævinlega ánægju- legt að vera í návist hans. Ólafur var tollvörður að ævistarfi og var starfsferill hans hjá tollinum afar farsæll. Vegna sjónskerðingar þurfti Ólaf- ur að ganga með öflug gleraugu en aldrei kom það fram að hann væri hindraður af þeim sökum. Glaðværð hans og lífsgleði var eft- irtektarverð og er hans saknað fyrir góða mannkosti og góða nærveru. Stjórn og starfsmenn Hjartaheilla senda innilegar samúðarkveðjur til eiginkonu hans, barna og annarra ástvina. Fyrir hönd Hjartaheilla, lands- samtaka hjartasjúklinga, Vilhjálmur B. Vilhjálmsson formaður. Ásgeir Þór Árnason framkvæmdastjóri. Kveðja frá Barðstrendingafélaginu Ein af styrku stoðum Barðstrend- ingafélagsins í Reykjavík síðustu áratugina, Ólafur A. Jónsson, er fall- in frá. Óli fluttist ungur til Reykjavíkur vestan úr Reykhólasveit þar sem hann hafði alist upp. Fyrir vestan hafði hann alist upp í anda ung- mennafélagsandans og fylgdi sá andi honum alltaf. Eftir að Óli kom suður gekk hann fljótlega í Barðstrend- ingafélagið og var þekkt nafn innan þess eftir það. Óli var ekki einn af þeim sem unnu sín verk í hljóði, það gustaði af hon- um og fólk vissi líka hvar það hafði hann. Hann gekk hreint til verks og var óhræddur við að taka erfiðar ákvarðanir og standa með þeim, barðist fyrir því sem þurfti en hlust- aði jafnframt á rök og skoðanir ann- arra. Nokkrum sinnum þurfti hann að skera á hnúta innan félagsins en hann hafði kjark til þess og gerði það með ágætum. Það var því ekki alltaf hljóðlátt í kringum Óla. Hann lét sig allt sem varðaði heill félagsins varða. Hann var í stjórn félagsins í áratugi, tók þátt í starfi allra deilda og má segja að hann hafi verið í forystu- sveit félagsins í áratugi. Fyrir störf hans fyrir Barðstrendingafélagið var hann heiðraður með gullmerki þess. Það er ekki ónýtt fyrir félag að eiga félaga eins og Óla, tilbúinn í hvað sem er, fróður, skemmtinn fjör- maður og ekki hvað síst ósérhlífinn hugsjónamaður. Ef hann tók þátt í einhverju eða tók eitthvað að sér var það gert alveg, hann var ekki að þaka þátt í neinu af hálfum hug. Það eru svona menn sem hafa byggt upp mörg þau félög sem starfað hafa síð- ustu áratugi, menn sem voru tilbúnir til að berjast, menn sem voru ósér- hlífnir, menn sem höfðu eitthvað að segja. Fyrir átthagafélögin voru það menn sem aldrei breyttu hjartslætti sínum, hann sló alltaf í takt við átt- hagana. Þannig var Óli, hann flutti aldrei alveg suður, hluti af honum sló alltaf í takt við Reykhólasveitina. Fyrir hönd allra sem hafa starfað með Ólafi A. Jónssyni í Barðstrend- ingafélaginu sendi ég fjölskyldu hans mínar innilegustu samúðar- kveðjur og þakka honum fyrir öll hans störf í þágu félagsins. Daníel Hansen. Kveðja frá Perluvinum Við félagar Ólafs úr gönguhóp sem nefna sig Perluvini sendum kveðjur með þessum línum og þakkir fyrir frábæra samveru hans á gönguleið- um okkar undanfarin ár. Ólafur mætti í fyrstu göngu þessa hóps í janúar 1999 og stundaði göng- una ávallt síðan. Það voru hjarta- sjúklingar í endurhæfingu sem hófu að ganga á laugardögum og hafa margir haldið því áfram þó fáir þeirra mættu jafn vel og Ólafur, enda var hann þar í forystusveit og jafnan tilbúinn að leiða hópinn á nýj- ar slóðir. Hópurinn hefur mætt við Perluna klukkan 11 á laugardagsmorgnum, síðan gengið víðs vegar á Reykjavík- ursvæðinu í klukkutíma og sest að súpu í Perlunni á eftir. Á þessum gönguferðum var gott að eiga Ólaf að samferðamanni, því margt er rætt jafnt á göngunni sem og við súpudiskinn. Ólafur var mjög fróður um menn og málefni og ekki síður landið og söguna. Þá var ekki ónýtt að eiga við hann spjall um handbolta þar sem ekki var komið að tómum kofunum. Heimahagarnir við Breiðafjörðinn voru honum mjög hugleiknir og hann kunni margar sögur að segja okkur þaðan og víðar af Vestfjörðum. Hann hafði líka mikið yndi af því að ræða við menn um pólitík og urðu oft skemmtileg skoðanaskipti og jafnvel hnútuköst á þeim vettvangi þó í mesta bróðerni væri, en Ólafur vissi vel hvað hann vildi í þessum efnum og var tilbúinn að verja mál- staðinn og sína menn. Við vottum Sigrúnu og eftirlifandi ættingjum samúð okkar og söknum vinar í stað. Fyrir hönd Perluvina Rúrik Kristjánsson. Þegar mér báust spurnir af því að Ólafur væri látinn runnu gegnum hugann minningar um samskipti og samverustundir með Óla. Ég kynnt- ist honum fljótlega eftir að ég hóf störf í tollgæslunni en það var fyrir 32 árum. Hann hóf hins vegar störf á þeim vettvangi 1956 ef ég man rétt. Er ég kynntist honum hafði hann um skeið unnið við eftirlit með tollfrjáls- um forðageymslum skipafélaganna og sinnti því uns hann fór á eftirlaun fyrir fáum árum. Óli var mikill félagsmálamaður og hafði ýmsa fjöruna sopið í þeim efn- um. Kann ég vart að nefna allt er hann áorkaði í þeim efnum um æv- ina. Mér eru þó minnisstæðust störf hann fyrir Tollvarðafélagið. Ég man ekki þau fáu skipti er hann lét sig vanta á fundi og önnur tilefni á veg- um félagsins. Hann var ritari félags- ins um fjögurra ára skeið er ég gegndi formennsku. Hann varð svo um árabil fulltrúi Tollvarðafélagsins í stjórn BSRB og gat sér þar gott orð svo sem að líkum lætur. Öðrum fé- lagsmálum sinnti Óli og varð ýmsum tíðrætt um hvernig hann kæmist yfir það allt saman. Hann var framsókn- armaður að stjórnmálaskoðun og lét að sér kveða á þeim vettvangi. Hann starfaði í íþróttahreyfingunni og með Barðstrendingum en þar var hann upprunninn. Óli var afdráttarlaus í skoðunum og málafylgju. Hann átti gott með að koma fyrir sig orði og flutti marga skörulega ræðuna á ýmsum vett- vangi. Hann var og óhræddur að viðra skoðanir sínar þar sem það átti við, þótt þær féllu ekki alltaf í kramið hjá öllum viðstöddum. Ég hitti Óla síðast á 70 ára afmæl- ishátíð Tollvarðafélagsins. Þar lét hann sig að sjálfsögðu ekki vanta og lék við hvern sinn fingur. Formaður BSRB minntist í ræðu á hátíðinni með hlýju starfa Óla í þágu BSRB. Fannst mér og fleirum viðeigandi sannmæli um þenna ágæta dreng. Ég hef verið beðinn að færa kveðj- ur frá félögum okkar Óla í tollgæsl- unni með hugheilu þakklæti fyrir störf hans í þágu tollvarða. Að lokum votta ég aðstandendum samúð vegna fráfalls þessa mæta manns. Hans mun lengi minnst og saknað sárlega. Guð veri með ykkur. Sveinbjörn Guðmundsson, aðaldeildarstjóri í tollgæslu. ✝ Þórarinn IngiÞorsteinsson fæddist í Reykjavík 24. febrúar 1930. Hann lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi í Foss- vogi 23. mars síðastliðinn. Þórar- inn Ingi, eða Ingi eins og hann var oft- ast nefndur, var einkasonur hjón- anna Þorsteins Þór- arinssonar vélstjóra og konu hans Þóru Einarsdóttur, húsmóður og saumakonu. Ingi kvæntist 6. september 1955 Fjólu Þorvaldsdóttur, f. 1. nóvem- ber 1931. Sonur þeirra er Þor- steinn Skúli, tölvufræðingur, f. 28. júlí 1960. Ingi ólst upp í Reykjavík, en meðal annars um fimm ára skeið aðalframkvæmdastjóri fyrir upp- byggingu og rekstri stærsta iðn- fyrirtækisins í Tansaníu á þeim tíma. Hann var einnig aðalræðis- maður Íslands í Nairobí í Kenýa er hann bjó þar. Ingi fluttist síðan aftur til Eng- lands þar sem hann hafði aðsetur síðustu árin. Sonur Inga og Yunie Kalule sem ættuð er frá Úganda en býr í Lond- on er Ingi Lúðvík Tómas, f. 11. febrúar 1984. Ingi var virkur félagi í reglu frí- múrara ytra og ennfremur í Rot- ary-hreyfingunni. Ingi var þekktur frjálsíþrótta- maður á sinni tíð og keppti í mörg ár undir merkjum KR og átti sæti í landsliðinu sem grindahlaupari. Hann var m.a. í hinu fræga sig- urliði Íslands, sem sigraði Dani og Norðmenn samtímis 28. og 29. júní 1951. Þá var Ingi í hópi þeirra, er fyrstir lögðu stund á körfuknatt- leik hér á landi. Útför Inga verður gerð frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og síðan prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Ingi fékkst við marg- víslegan atvinnu- rekstur um ævina hér á landi og erlend- is. Hann stofnaði ásamt föður sínum verslunina Everest og kom einnig að rekstri prjónastofu á Akranesi og nagla- verksmiðju í Borgar- nesi áður en fjölskyldan flutti ut- an. Hann bjó fyrst í Englandi um árabil þar sem hann fékkst við ým- is viðskipti, en fluttist síðan til Afr- íku, þar sem hann bjó meðal ann- ars í Tansaníu, á Mauritius og í Nairobí í Kenýa. Hann fékkst þar við margvíslega starfsemi og var Hann var alltaf vaskur maður hann Ingi Þorsteinsson. Ekki vílaði hann heldur hlutina fyrir sér. Þegar kippt var stoðunum undan fyrirtæki því, sem átti að sjá honum og fjöl- skyldu hans fyrir lifibrauði, tók hann sig til og fluttist til útlanda með allt sitt nánasta fólk, ekki bara konuna og barnið, heldur fylgdu þau líka einkasyni sínum foreldrar hans. Þetta var seint á sjöunda áratug síð- ustu aldar. Síðan hefur starfsvett- vangur Inga mestanpart verið á er- lendri grundu, oft í framandi umhverfi. Einstakur aðlögunareigin- leiki hans, glaðsinna lund, hlýtt hjartalag og góð framkoma gerði honum þetta mögulegt. Ekki var það alltaf auðvelt, á stundum erfitt, en alltaf var bjartsýnin í fyrirrúmi og hugarfarið jákvætt. Keppnisskap gamla íþróttamannsins óbilandi. Meðan Ingi bjó í Kenýa áttum við Steinunn þess einu sinni kost að heimsækja hann. Þá var hann reynd- ar orðinn einn þar eftir af sínu fólki, en móttökurnar voru engu að síður höfðinglegar. Heimili hans stóð okk- ur opið, og af kostgæfni skipulagði hann dvöl okkar, svo að við gætum notið hins bezta, sem til boða stóð í gistilandi hans. Og ekki vöfðust fyrir honum reddingarnar, þegar eitthvað virtist ætla að fara úrskeiðis. Hann vissi nákvæmlega, hvað gera þurfti, og hann naut þess að geta greitt götu annarra. Ekki var það síður ánægjulegt að fá Inga og fjölskyldu hans í heim- sókn en að sækja þau heim. Það var eins og hann liti á það sem skyldu sína, þegar hann var gestkomandi, að fylla hús vina sinna glaðværu lífi. Ekki sízt fyrir þetta verður Ingi Þor- steinsson fjölskyldu minni minnis- stæður. Við Steinunn og fjölskyldan send- um vinum okkar Fjólu, Þorsteini og Elínu og öðrum ástvinum Inga ein- lægar samúðarkveðjur. Hörður Einarsson. Hörður Einarsson. Það var óvænt að heyra um andlát Inga Þorsteinssonar vinar míns að- eins 77 ára að aldri. Leiðir okkar höfðu reyndar ekki legið saman um skeið, en ég vissi ekki að hann hefði verið sjúkur og á sjúkrahúsi hér heima. Við Ingi kynntumst í Afríku þegar við bjuggum þar báðir en um það leyti var hann að flytja frá Máritíus til Nairobi í Kenía þar sem ég bjó þá. Ingi var ákaflega elskulegur maður og hjálpsamur auk þess að vera rausnarlegur gestgjafi og hafði gam- an af samskiptum við fólk. Því var sérstök ánægja að umgangast Inga og konu hans, Fjólu. Þau komu sér vel fyrir í borginni og Ingi rak þaðan fyrirtæki sín í framleiðslu, ráðgjöf og flutningaþjónustu. Hann var ræðis- maður Íslands í Kenía og leysti hvers manns vanda af stakri prýði. Hann gerði gott í kring um sig, eins og einhver orðaði það svo vel á okkar ylhýra máli þegar minnst var annars manns. Við héldum síðan sambandi og hittumst af og til þegar hann kom til Íslands eftir að ég flutti heim, og eins síðar eftir að Ingi flutti til Bretlands og hóf starf þar fyrir íslenskt hug- búnaðarfyrirtæki. Þó að ég hafi misst sjónar á Inga síðari árin er mér söknuður í huga þegar ég nú kveð hann að ferðalok- um. Ég votta Fjólu og Þorsteini sam- úð mína og bið þeim blessunar. Minningin um Inga hlýjar okkur vin- um ykkar. Sigurður Jónsson. Á mínum ungdómsárum voru það mikil forréttindi fyrir okkur strák- ana í vesturbænum að geta sótt gamla Melavöllinn, leika þar og sparka, og umgangast margar af þeim frægu hetjum sem fylktu liði þeirra frjálsíþróttamanna sem gerðu garðinn frægan á gullaldarárum frjálsra íþrótta. Í hópi þessara manna var Ingi Þorsteinsson, glæsilegur ungur maður, hávaxinn, ljóshærður, léttur í spori, spengilegur og glaðvær. Ekki var verra að Ingi var KR-ingur og nágranni minn í Skjólunum. Ef ég man rétt var hann ágætur spretthlaupari og langstökkvari en fyrst og fremst gat hann sér orð sem grindahlaupari, landsliðsmaður og Íslandsmethafi. Ingi var formaður Frjálsíþróttasambands Íslands 1962–65. Þegar keppnisferli Inga lauk flutt- ist hann snemma til útlanda og dvaldist þar lengstum, einkum í Níg- eríu og var kjörinn ræðismaður Ís- lands þar í landi. En Ingi kom oft heim, hringdi gjarnan og spjallaði, við heilsuðumst og göntuðumst á gangstéttinni í Fax- askjólinu, og alltaf var sama birtan og glaðværðin í fari hans. Minntist gamalla daga, fylgdist með gangi mála og var þakklátur fyrir árin sín í íþróttunum og sínu gamla félagi. Það var fyrir hans hvatningu að haldið var upp á hina frægu sigra, í knattspyrnunni á móti Svíum, og í frjálsum gegn Dönum og Norð- mönnum, fagran júnídag 1952, á hálfrar aldar afmæli þessa merka sigurdags í íslenskum íþróttum. Snögglegt fráfall Inga Þorsteins- sonar eru mér sorgarfréttir. Per- sónulega og í nafni íþróttahreyfing- arinnar kveð ég þennan höfðingja, góðan dreng og skemmtilegan sam- ferðamann og sendi konu hans og að- standendum samúðar- og saknaðar- kveðjur. Ellert B. Schram. ÞÓRARINN INGI ÞORSTEINSSON Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og bróðir, SVAVAR EIRÍKSSON, Stóragerði 10, Akureyri, sem lést föstudaginn 24. mars, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 3.apríl kl. 13.30. Birna Sigurbjörnsdóttir, Berglind Svavarsdóttir, Friðfinnur Hermannsson, Hildigunnur Svavarsdóttir, Ögmundur H. Knútsson, Anna Margrét Svavarsdóttir, Örvar Þór Jónsson, Sveinn Svavarsson, Sigyn Sigvarðardóttir, barnabörn og systkini. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRETA MARÍA JÓHANNSDÓTTIR frá Skógarkoti í Þingvallasveit, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, lést á Landspítala við Hringbraut miðvikudaginn 29. mars. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 7. apríl og hefst athöfnin kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartavernd. Jóhann Birgisson, Hanna Dóra Birgisdóttir, Þórður S. Óskarsson, Ólína Birgisdóttir, Páll Gunnar Pálsson, Greta María Birgisdóttir, Gunnar Lúðvíksson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.