Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 39 MINNINGAR ✝ Haukur Krist-ófersson fæddist á Selfossi 27. sept- ember 1979. Hann lést á Selfossi 19. mars síðastliðinn. Móðir hans er Sig- ríður Herdís Leós- dóttir, f. 7. júní 1950, og faðir hans var Valgeir Kristófer Hauksson, f. 22. júní 1948, d. 17. febrúar 1990. Systkini Hauks eru: 1) Rannveig Brynja Sverrisdótt- ir, f. 16. júní 1970, gift Birni Heið- bergi Hilmarssyni, f. 26. júlí 1965, synir þeirra eru Hilmar Freyr, f. 28. apríl 1987, og Sverrir Leó, f. 4. ágúst 1996. 2) Katrín Ingibjörg Kristófersdóttir, f. 8. apríl 1982, sambýlis- maður Birgir Guð- mundsson, f. 13. febrúar 1976, barn þeirra er Brynja Björk, f. 5. janúar 2005. 3) Leó Krist- ófersson, f. 11. des- ember 1983. Haukur ólst upp á Selfossi og gekk í barnaskólann þar til 12 ára aldurs en lauk barnaskólaprófi frá Barnaskóla Bárð- dælinga og fór síðan í Stórutjarna- skóla í Ljósavatnsskarði. Útför Hauks verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 11. Elsku sonur minn. Og því varð allt svo hljótt við helregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirra yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullna augnabliki. (Tómas Guðm.) Þín elskandi móðir Sigríður Herdís Leósdóttir. Lítill fugl sem flýgur til himins. Minnir okkur á eilífðina. Lækurinn sem líður niður hlíðina. Minnir okkur á sannleikann. Blómin springa út fyrir þig. Þytur trjánna segir þér frá leyndardómi lífsins. Að lifa er að finna til. Að gráta yfir vegvilltum fugli, eða visnuðu laufi. Að gleðjast yfir útsprungnu blómi, eða lífgandi dögg. Að lifa er að finna til. (Halla Jónsdóttir.) Elsku Haukur, að ég skuli vera að skrifa minningargrein um þig nú. Það hafa ótal minningar komið upp í hugann síðustu daga, minn- ingar um yndislegan dreng, dreng sem öllum vildi vel en var sjálfum sér verstur. Minningar um ferðir í hesthúsið, minningar um frábæra Evrópureisu og minningar þar sem þú sast og spilaðir á gítarinn. Þú varst svo mikill náttúruunn- andi og dýravinur. Börn sóttu í góða nærveru þína og þú gafst þér alltaf tíma fyrir smáfólkið. Settist oft nið- ur með gítarinn kenndir þeim að spila og samdir með þeim lög. Frændur þínir dáðu þig og þú varst þeim alltaf mjög góður. Aldrei hallaðir þú á nokkurn mann en fannst mannkosti í öllum. Þú varst svo trúaður og fannst oft styrk í trúnni. Þér fannst guð hafa gert stórkostlegt kraftaverk þar sem náttúran var og varst svo oft hugtekinn af fegurðinni allt í kring- um þig. Þér fannst fólk oft gleyma að líta í kringum sig og gleyma að meta lífið og tilveruna að verðleik- um. Sagt er að sumir hafi sinn djöful að draga og það má með sanni segja að þú hafi dregið fíkniefnadjöfulinn á eftir þér. Það ætlar sér enginn að verða „fíkill“ þegar hann verður stór en það að prófa einu sinni getur haft afleiðingar sem ekki eru fyr- irsjáanlegar. Þú ætlaðir þér svo margt og fannst frið þinn í trúnni, oft náðir þú góðum edrú tíma á milli með hjálp trúarinnar og góðra manna. En það var eins og fíkniefnapúkinn sæti alltaf á öxlinni og þegar brot kom í sálina var hann fljótur að hvísla. Síðustu vikur voru okkur öllum erfiðar, þú náðir þeim hæðum í neyslunni sem þú hafði aldrei náð fyrr og að lokum gafst líkaminn upp. Þú fannst það sjálfur að nú hafðir þú náð botninum og varst að reyna að komast inn á Byrgið aftur en þar hafði þú átt gott heimili og náð góðum tíma edrú á milli. Það var huggun harmi gegn að þú skildir við á heimili vinar þíns, vinar í raun, vinar sem skildi hvað þú varst að ganga í gegnum, vinar sem sagði þér ekki það sem þú vildir heyra heldur það sem þú þurftir að heyra. Þeir sem ekki þekkja fíkinefna- heiminn vita ekki og skilja ekki hvernig sá heimur er, kannski sem betur fer. Þú talaðir um að þessi heimur færi harðnandi og þú varst hræddur við þennan heim. Hjá þér, Drottinn leita ég hælis … því að þú ert von mín, þú, Drottinn, ert athvarf mitt frá æsku (Úr 71. sálmi.) En þú áttir líka annan heim, heim þar sem þið vinirnir lofsunguð drottin og trúðuð á allt það góða í þessu lífi og lífinu sem tæki við þeg- ar þessari jarðvist væri lokið. Elsku Siggi, takk fyrir að vera vinur Hauks í raun. Guðmundur í Byrginu, haltu áfram þínu góða starfi. Aron, Jóhannes og aðrir í Hvítasunnusöfnuðinum, þið hafið í gegnum árin verið helsta stoð Hauks og hafið reynst honum ómet- anlegir vinir. Far í Guðs nafni, kæri Haukur. Þín systir Brynja og fjölskylda. Kæri Haukur. Ég brást illa við þegar ég frétti að þú værir farinn. Var eins og í mér slitnaði strengur. Yfir tárin rís samt tær gleði minn- inganna. Ég var elsta barnabarnið í föð- urfjölskyldunni þinni og eini strák- urinn áður en þú fæddist. Mikið var ég stoltur að eignast lítinn frænda og nafna. Þú varst glaðvært og kraftmikið barn og hafðir yndi af dýrum og tónlist eins og foreldrar þínir báðir. Svo kraftmikill varstu að varla þurftirðu meira svigrúm en svo að litið væri af þér í eitt augna- blik til þess að takast á hendur ótrú- legustu langferðalög á þríhjóli um heimabyggðina Selfoss. Eitt sinn vorum við saman í Hús- dýragarðinum sem þá var trúlega nýlega opnaður. Við stóðum saman við selatjörnina og fylgdumst af áhuga með þessum skemmtilegu dýrum. Svo mikill var spenningur- inn að skyndilega varstu búinn að komast innfyrir grindverkið og ég hélt helst að þú værir á leið út í tjörnina að leika þér við selina þeg- ar ég náði til þín. Heimurinn reyndist þér harður á köflum. Og það þarf kjark til að vera glaðbeittur í hörðum heimi. Hann áttirðu í ríkum mæli, en ekki ótakmörkuðum frekar en aðrir menn. Þegar kjarkinn þraut hrökkl- aðistu stundum yfir í heim eitursins. Sá heimur veitir engum manni skjól, og sér í lagi ekki ljúflingi eins og þér. En alltaf virtistu finna kjark til að snúa til baka. Þegar við hittumst í síðasta sinn í fyrrasumar gengum við saman út í Skerjafjörð og Nauthólsvík og nut- um kvöldblíðunnar. Við ræddum um heima og geima. Og eins og oft áður snerist umræðan upp í trúmál. Trú- in var þér hjartfólgið haldreipi. Og þótt ég ræktaði trúna minna en þú og væri á köflum fullur efasemda áttirðu samt alltaf umburðarlyndi og þolinmæði til að hlusta og velta vöngum yfir ólíkum skoðunum. Það hjálpaði mér til að styrkjast í minni trú. Eitt sem hefur oft vafist fyrir mér í lífinu er að taka hrósi. Ég minnist þess að á þessari göngu okkar gafstu mér hrós. Því fylgdi sú ein- lægni og ljúfleiki sem alltaf ein- kenndi þig. Þitt hrós var betra en flest annað og veitti mér mikla gleði. Á þessari göngu okkar mættum við einstaka manni. Þú kastaðir gjarnan kveðju á þetta ókunna fólk og bættir svo við ósk um Guðs blessun til handa viðkomandi. Ég þóttist sjá svolítinn kátínuglampa í augunum á þér meðan þú fylgdist með til að vita hvort eða hvernig viðbrögð þú fengir. Og út frá því veltirðu fyrir þér líðan viðkomandi. Þegar ég hugsa til baka er þessi einfalda svipmynd um svo margt lýsandi fyrir þig. Í kveðjunni var kurteisi og í blessunaróskinni vænt- umþykja. Í hinu óvænta var kímnin og í forvitninni umhyggja. Megi al- góður Guð blessa og styrkja móður þína og systkini. Ég mun sakna þín og sækja kjark í minningu þína svo lengi sem ég lifi. Farðu sæll og blessaður. Bið að heilsa. Þinn frændi, Haukur Kristófer. Ég fékk þær sorglegu fréttir 19. mars að frændi minn Haukur væri látinn, ég féll saman við fréttirnar. Þessi yndislegi strákur sem ég leit á sem litla bróður minn var virkilega dáinn, ég vildi ekki trúa því. Af hverju hann? Hann Haukur var yndislegur drengur, svo hjartahlýr og kær- leiksríkur, það var alveg sama hvað var að hjá mér, hann alltaf tilbúinn að hjálpa. Fyrir níu árum var ég djúpt sokkin í neyslu, ég var allslaus og ákvað að fara til Selfoss því mig langaði svo að hitta ættingja mína, ég þorði ekki heim til foreldra minna af skömm. Þá ákvað ég að fara til Siggu Dísu frænku því hún reyndist mér alltaf vel og þau tóku vel á móti mér. Mér leið alveg hörmulega, en þá sagði Haukur, þessi elska, við mig: „Benna mín, veistu að þú munt ávallt eiga sama- stað á mínu heimili, sama hvað.“ Þessi orð lýsa Hauki vel og hjálpuðu mér svo mikið því mér fannst ég hvergi velkomin. Við Haukur áttum margar góðar og dýrmætar stundir saman, við vorum náin og gátum talað opin- skátt og innilega saman. Haukur, þessi yndislegi drengur, mun ávallt eiga stóran stað í mínu hjarta. Ég gerði hvað ég gat til að hjálpa hon- um að verða edrú, sagði honum frá öllu sem ég gerði og hvað virkaði fyrir mig og stundum hélt ég að hann næði því, en það brást því mið- ur og hann féll á ný, já þessi fíkn- isjúkdómur sem við börðumst við hafði hann undir því miður. Haukur bjó nokkrum sinnum hjá okkur Agli í 12 spora húsinu og hann var alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum þar inni og breiddi út boðskap trúar og kær- leika, það geislaði af honum góð- mennskan. Hann eyddi mörgum stundum inni á heimili okkar og stundum spilaði hann tímunum saman við litla frænda sinn. Hann elskaði að vera í kringum börn. Elsku Haukur, ég sakna nú þegar samverustundanna okkar og græt af söknuði og sorg en ég hugga mig við að ég veit að þú ert nú kominn í dýrðina til Jesú og Guðs sem þú elskaðir svo heitt og ég er viss um að hann pabbi þinn hefur tekið vel á móti þér. Elsku Sigga Dísa, Katrín, Leó og Brynja, megi Guð vera með ykkur á þessum erfiða tíma. Kveðja Benedikta. Að vera frænka einhvers er ósköp hverdagslegt í sjálfu sér. En það var öðruvísi að vera frænka hans Hauks og reyndar systkina hans líka. Maður varð eitthvað svo mik- ilvægur, svo fullorðin. Ég vildi óska að til hefði verið frænkuhandbók til að fara eftir, til að segja mér hvað ég hefði getað gert til að auðvelda honum lífið. Því það var Hauki ekki alltaf auðvelt. Haukur fann styrk og skjól hjá Guði sínum. Mér reynist það erfitt að réttlæta það fyrir sjálfri mér að ég og mínar gjörðir hefðu ekki skipt baráttuna hans Hauks við lífið neinu máli. Og kannski eins gott því auðvitað skipt- ir það máli. Við eigum að hjálpa þó við séum ekki beðin um það og styðja hvert annað eins og kostur er. Haukur trúði á það og það góða í heiminum. Hann vildi öllum vel og þótti vænt um fólk. Þvílíkir mann- kostir. Ég ætla að reyna taka hann frænda minn mér til fyrirmyndar. Guð geymi þig, kæri Haukur. Hekla frænka. Elsku vinur okkar. Það er leitt að þú skulir vera farinn frá okkur. Þú varst alltaf svo hress og kátur. Við munum sakna allra góðu samveru- stundanna og alls þess sem vinahóp- urinn brallaði í gegnum tíðina. Við brosum í gegnum tárin þegar við hugsum um gömlu góðu dagana. Við söknum þín sárt og hugsum til þín. Við vonum að þú hafir það gott á þeim stað sem þú ert á núna. Við vottum fjölskyldu þinni sam- úð og biðjum Guð að styðja þau í gegnum þessa erfiðu tíma. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkrafur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Þínir vinir, Helga Bettý og Marý. Minningin um Hauk nær til æskuáranna þar sem fjölskyldan bjó í næsta húsi í Dalenginu. Við syst- urnar og þau systkinin erum öll á sama aldri. Þegar við hugsum til baka sjáum við Hauk, með hvítu slöngulokkana sína og glettnisbros- ið, svo undurfagurt barn. Mörg voru prakkarastrikin og stendur þá helst upp úr „sundferð“ okkar systra með Hauki og Katrínu að Tröllapolli sem var skautasvell á veturna en meiri drullupollur á sumrin. Þar svöml- uðum við í sundfötum og sokkum, hæstánægð með uppátækið, en ekki er hægt að segja það sama um mæður okkar. Haukur og Kristín Arna hjóluðu á þríhjólum alla leið að Ölfusárbrúnni þriggja ára gömul og gerðu þau það aftur og aftur þrátt fyrir að hafa verið sótt af for- eldrum sínum. Minningarnar frá unglings- og fullorðinsárum, munu einnig hlýja okkur um hjartarætur um ókomna framtíð þegar við hugsum til Hauks. Þó margt hafi verið brallað skemmtilegt getur lífið líka verið sárt. Fjölskyldan varð fyrir áfalli þegar þau misstu föður og eigin- mann, en hann lést af slysförum. Skiljanlega setti svo mikið áfall, snemma á lífsleiðinni, sitt mark á Hauk sem og aðra fjölskyldumeð- limi. Sigga Dísa mamma Hauks hef- ur alltaf haldið vel utan um börnin sín enda með eindæmum dugleg og góð manneskja. Þrátt fyrir það átti Haukur ekki alltaf góða daga, barð- ist við fíkn en trúfestin veitti honum styrk því ávallt hafði hann góðan Guð að leiðarljósi. Fjölskyldan studdi hann af alefli með kærleik sínum og ástúð. Elsku Sigga Dísa, Brynja, Katrín, Leó og fjölskylda, ykkur sem mest líða vottum við innilega samúð en erfitt er að sefa sorgina þegar svo ungur drengur lætur lífið. Við hugs- um til ykkar og biðjum almættið að veita ykkur styrk. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú, þó ævin sem elding þjóti, Guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást, – vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur – síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Svala og Kristín Arna. Elskulegi vinur, nú hefur þú yf- irgefið heim þennan og okkur hin, fyrr en við hefðum viljað. Þú munt alltaf eiga þinn stað í hjörtum okkar og þær eru margar minningarnar sem eigum um þig og koma nú upp í huga okkar og fá okkur til að brosa í gegnum tárin. Við minnumst þess hve góður og traustur vinur þú varst og hve reiðubúinn þú varst til að styðja við þá sem á þurftu að halda og þú unnir. Trúum við að þú sért nú á öruggum og góðum stað þar sem vel fari um þig. Þannig varðveitum við minningarnar um Hauk vin okkar í huga okkar að ei- lífu. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og visku til að greina þar á milli. (Æðruleysisbænin.) Viljum við votta mömmu hans, systkinum hans og öðrum aðstand- endum samúð okkar. Megi Guð blessa og varðveita alla þá sem misst hafa og syrgja þennan góða dreng. Kveðja frá vinum. Hannes, Soffía, Haraldur, Hartmann og Steinunn. Straumvatnið rann í bjartri breiðu. Botnmöl og söngur og geislakast! Og þú varst staddur aleinn í eyðu milli alls sem þú vissir tryggt og fast. Langt var í bakkann sem beið þín og lága brekkuna fjær. Nú stóð ekkert kjurt! Þú horfðir á vatnið, á hófana gráa og himinn og jörð tóku að streyma burt. (Hannes Pétursson.) Blessuð sé minning þín, Haukur. Katla, Sigurjón og Páll Þór. HAUKUR KRISTÓFERSSON Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GEIR U. FENGER, Lynghaga 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 28. mars. Pétur U. Fenger, Sigrún Guðmundsdóttir Fenger, Anna Kristín Fenger, Herjólfur Guðjónsson, Ida Hildur Fenger, Skafti Jóhannsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.