Morgunblaðið - 30.03.2006, Page 41

Morgunblaðið - 30.03.2006, Page 41
1961 er Rúnar þar framarlega í flokki sem þjálfari og stjórnarmað- ur. Félagið stendur í þakkarskuld við Rúnar fyrir hans mörgu óeigin- gjörnu störf í þess þágu, sérstaklega við uppbyggingu yngri flokka félags- ins á erfiðum tímum þegar félagið var að vakna af löngum Þyrnirós- arsvefni. Á kveðjustund sendum við eigin- konu og fjölskyldu innilegar samúð- arkveðjur. Knattspyrnufélagið Haukar. Við Rúnar Brynjólfsson kynnt- umst að marki, þegar hann hóf vinnu inni á Hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir u.þ.b. tveimur tugum ára. Und- ir hans stjórn var vissulega gott að vinna, alltaf jafn þægilegt og gott að leita til hans og oft var hann fljótur að leysa hin flóknustu mál. Fljótlega þróaðist kunningsskap- urinn með þeim hætti að farið var að hugsa um að gera eitthvað skemmti- legt saman utan vinnutíma og var þá fyrst hugað að ferðalögum, helst bæði utan- sem innanlands og átti þá að taka maka með. Fyrsta ferðin var farin til Skot- lands og var sú ferð farin í lok nóv- ember 1990 og tókst svo vel að ákveðið var að halda áfram á þessari braut, en ákveðið að beina athyglinni að því að skoða eigið land betur. Farnar voru fimm ferðir í allt, þrjár í vesturveg og tvær til austurs og tók- ust allar þessar ferðir með sóma, ekki síst fyrir tilstilli Rúnars og Dóru, sem alltaf voru foringjarnir sem leiddu hópinn. Í fyrstu innanlandsferðinni var far- ið austur í Djúpavogshrepp, sem nú heitir, og þar skoðaðar æskuslóðir þeirra tveggja, sem undir þetta rita. Okkur er það ferskt í minni hversu gaman var að sýna ferðafélögunum okkar æskuslóðir og með hve mikilli virðingu og natni þau gengu um hús forfeðra okkar, sem engan veginn voru orðnar nýtískulegar byggingar, en hlýjar og notalegar að koma inn í að sumarlagi, en margt, svo sem hreinlætisaðstaða og eldunaraðstaða nokkuð forneskjulegt fyrir nútíma fólk. Þau Rúnar, Dóra, Árni og Sig- rún voru ekki að finna að neinu, held- ur féllu svo yndislega inn í þetta allt og umgengust húsið hennar ömmu í Fossgerði af svo mikilli virðingu og natni. Þarna áttum við nokkra afar notalega daga saman. Svona voru allar hinar ferðirnar, stýrt og stjórnað af kennurunum, einkum og sér í lagi Rúnari, sem allt- af var aðalforinginn, en honum virt- ist alveg í blóð borið að stjórna og stýra ferðum sem þessum og það með þeim hætti að það tók eiginlega enginn eftir því hver stjórnaði, það var bara alltaf kallað á Rúnar, ef eitthvað vafamál var. Í einni þessari ferð var farið vestur á Ísafjörð og þaðan út í Vigur og sú ferð, sem far- in var í skjóli fjölmenns ættarmóts frá Bolungarvík, var alveg ógleym- anlega skemmtileg. Á tímabili komu fjórir samstarfs- félagar úr Skjóli saman með reglu- legu millibili, þeirra á meðal Rúnar, og spiluðu bridge með miklum til- þrifum heima hjá hver öðrum og var þá oft glatt á hjalla. Ekki má svo gleyma því, að þegar ég undirritaður ákvað að halda upp á 50 ára afmælið mitt þá var fyrsta hugsunin sú að leita til Rúnars, hvernig hann myndi skipuleggja svona veislu og ekki brugðust góð ráð kennarans í því efni og ómæld hjálpsemi á allan hátt, enda varð þetta fínasta veisla og skemmtilegt kvöld. Kæri Rúnar, komið er að kveðju- stund og á stundu sem þessari er margs að minnast og margt að þakka, ekki síst þegar öðlingur eins og þú kveður, en ekki er nokkur vafi á því að þú heldur áfram að fylgjast með okkur og leiðbeina eftir bestu getu frá þeim heimi sem þú tilheyrir nú og er það vel. Guð geymi þig, kæri vinur, og bestu þakkir fyrir allt. Hugheilar samúðarkveðjur til þinnar ágætu konu og dætra, Dóru, Pálínu Margrétar og Guðrúnar Brynju svo og annarra í fjölskyld- unni. Sveinn og Stefanía. Við kveðjum nú vin okkar Rúnar Brynjólfsson framkvæmdastjóra Skjóls um langt skeið. Rúnar varð ungur skáti í skátafélaginu Hraunbúum í Hafnarfirði. Hann varð strax mjög virkur í skátastarf- inu og voru honum falin stöðugt fleiri og vandasamari verkefni í þágu skátastarfs í Hafnarfirði. Við minn- umst forystu hans oft á skátamótum í Krýsuvík, sem haldin eru ár hvert, með miklum glæsibrag. Uppbygging og rekstur skátafélags er fjölþætt og erfitt starf. Rúnar var félagsforingi í mörg ár og undir hans forystu dafn- aði skátastarfið hjá Hraunbúum, enda mikils metið af bæjarbúum og sveitarstjórninni. Það var bæði skemmtilegt og fróðlegt að kynnast hinni miklu reynslu og yfirsýn hans á sviði skátastarfs. Þaðan verður hans sárt saknað. Eftir langt og far- sælt starf sem kennari í Hafnarfirði, réð hann sig til að taka við starfi fyr- ir gamla fólkið sem framkvæmda- stjóri á nýju heimili fyrir sjúka aldr- aða á Skjóli í Reykjavík. Þar reyndist hann sá sami í viðmóti og áður við ungmennin. Aldrei var svo naumur tími að ekki væri hægt að leysa málin bæði við aðstandendur og vistmenn. Ég hef verið í stjórn Skjóls þar til síðasta ár og hafði því góða aðstöðu til að meta hið þýðing- armikla starf sem þar var unnið án þess að spyrja um aðstöðu hans. Það er með miklum söknuði, sem ég kveð hinn mikla virka, fjölhæfa skáta og farsæla framkvæmdastjóra Skjóls og flyt aðstandendum míns góða vin- ar innilegar samúðarkveðjur. Páll Gíslason. Kveðja frá Hraunbúum Rúnar Brynjólfsson, fyrrverandi félagsforingi Hraunbúa, er kvaddur i dag og er söknuður í hugum Hraunbúa. Rúnar starfaði i skátafélaginu Hraunbúum í áratugi og var virkur félagi til hinstu stundar. Hann gegndi margvíslegum trúnaðarstörf- um innan félagsins, var meðal ann- ars félagsforingi Hraunbúa árin 1970 til 1972. Rúnar var skáti af lífi og sál, hann studdi skátahugsjónina af einlægni. Á vettvangi Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði og St. Georgsgildisins var hann ávallt í fararbroddi. Útilíf og störf með hressum skátum áttu vel við hann, hann var kraftmikill og drífandi og náði vel til yngri sem eldri skáta. Varla er hægt að hafa tölu á þeim vormótum sem hann undirbjó eða stóð að með einhverj- um hætti. Fyrir um áratug kom hann aftur til starfa innan ungliðadeildar skátafélagsins, nú sem ylfingafor- ingi ásamt Herði Zophaníassyni og kom brátt á daginn að þeir félagar höfðu engu gleymt. Rúnar var einn af forystumönnum um nýbyggingu Hraunbyrgis, skáta- heimilis Hraunbúa og var hann þar, að öðrum ólöstuðum, fremstur með- al jafningja. Hraunbúar eiga Rúnari mikið að þakka. Hann var í meira en hálfa öld sannur máttarstólpi skátastarfsins í Hafnarfirði, ávallt hvetjandi og upp- örvandi. Skátafélagið Hraunbúar þakkar Rúnari samfylgdina og óskar honum góðrar ferðar. Fjölskyldu hans sendum við samúðarkveðjur. Rúnar Brynjólfsson er farinn heim, í guðs friði. Guðvarður B. F. Ólafsson, félagsforingi Hraunbúa. Eitt sinn skáti, ávallt skáti. Rúnar Brynjólfsson vinur minn er farinn heim, eins og við skátar köll- um það. Á þessum tímamótum hvarflar hugurinn víða og minningar um samskipti okkar og vináttu hrannast upp, allt frá því ég naut leiðsagnar hans fyrst í Vinnuskólan- um í Krýsuvík. Mótunarárin í skát- unum einkenndust af áhyggjuleysi unglingsáranna, útivist og gleði. Áhugasvið okkar voru nátengd og ótrúlega margt brallað. Við fyrstu búskaparár og barnauppeldi skildu leiðir í skátunum um tíma, en sann- arlega var það unnið upp er leitað var til okkar vegna 50. vormóts Hraunbúa og annað tímabil í starfi okkar fyrir Hraunbúa hófst. Fyrst með inngöngu í félagsskap eldri skáta, St. Georgsgildið, og síðan við umsjón með byggingu nýs Hraun- byrgis. Þar nýttust allir helstu kostir Rúnars til fullnustu, hæfileikinn til að hrífa fólk með sér til starfa, fest- an og þolinmæðin, og ekki skemmdi virðing annarra fyrir honum, þegar leita þurfti til Hafnarfjarðarbæjar varðandi bygginguna. Einnig var frábært að fá að starfa með félögum okkar Herði Zóphaníassyni, Alberti Kristinssyni og Bessa Þorsteinssyni í byggingarnefnd hússins. Margt var gert til fjáröflunar og styrkingar starfi eldri skátanna, m.a. haldin ófá djasskvöld, „Jass fyr- ir alla“, þjóðakvöld og aðrar uppá- komur og stofnaður skátakór, sem starfar enn. Í öllu þessu var Rúnar potturinn og pannan, síungur og hlífði sér hvergi. Ósérhlífnari manni hef ég aldrei kynnst. Ógleymanleg er samveran í veiði, ferðalögum, tón- leikum, vinnu við skátaskálann við Hvaleyrarvatn og víðar, þar sem kímni hans, góð nærvera og glað- værð smitaði ávallt alla. Snemma tvinnuðust leiðir Rúnars, Dóru og okkar Fríðu saman í gegn- um skátastarfið, vesturbæinn og Öldutúnsskóla, okkur til ánægju. Kæri vinur, á kveðjustund þökk- um við Fríða og fjölskylda okkar ógleymanlega tíma mér þér, sem við minnumst með þakklæti og vissu um endurfund. Elsku Dóra og fjöl- skylda, hugurinn er hjá ykkur þessa dagana og biðjum við algóðan guð að styrkja ykkur á erfiðum stundum. Hreiðar Sigurjónsson. Það var fyrir 14 árum að nokkrir félagar og vinir úr Knattspyrnu- félaginu Haukum komu saman og stofnuðu veiðiklúbbinn „Haukur á stöng“. Rúnar Brynjólfsson var einn þessara félaga. Á þessu 14 ára tíma- bili hafa menn hist reglulega sumar jafnt sem vetur og átt saman góðar stundir hér heima sem og erlendis. Rúnar var þeirrar náttúru að rekast vel í hópi félaga, ávallt glaðvær og alltaf var stutt í gamansemina. Hann var slyngur veiðimaður, þaulsetinn og þolinmóður. Hann hafði ekki að- eins gaman af að gleðjast í góðum vinahópi, heldur ekki síður að njóta kyrrðar og fegurðar íslenskrar nátt- úru, því sannur náttúrumaður var hann fram í fingurgóma. Það var síðla sumars á sl. ári er hópurinn var við veiðar langt inni á miðhálendi að við urðum þess varir að ekki var allt með felldu. Þá var Rúnar orðinn veikur af þeim sjúk- dómi sem síðar lagði hann að velli, ekki sá fyrsti, því tveimur árum áður hafði sami sjúkdómur hrifsað til sín stofnanda veiðiklúbbsins, Guðbjart Jónsson. Aðrir meðlimir hafa ekki farið varhluta af heljartökum þessa vágests. Í dag erum við betur með- vitaðir um mikilvægi þess að njóta hverrar stundar sem gefst, því eng- inn veit sína ævina fyrr en öll er. Ágæti félagi og vinur, við þökkum þér allar ánægjustundirnar, farðu í friði og skilaðu kveðju til Badda. Sendum eiginkonu og dætrum inni- legustu samúðarkveðjur okkar. Veiðifélagið „Haukur á stöng“. Ekki var ég hár í loftinu þegar ég hitti Rúnar fyrst. Ég var sjö ára og í joð-bekknum hennar Dóru, eigin- konu Rúnars. Þótt hann kenndi okk- ur ekki fyrstu árin og hefði nóg á sinni könnu sem yfirkennari, þá gaf hann sér jafnan tíma til að spjalla við bekkinn hennar Dóru og koma á skólaskemmtanir. Rúnar var skóla- maður í bestu merkingu þess orðs. Hann bar hag nemenda og skólans alltaf fyrir brjósti og tók öllum vel sem knúðu á hans dyr. Í Öldutúns- skóla voru margir merkir kennarar, Rúnar sómdi sér vel í þeim hópi. Minningarnar eru margar, Rúnar að kenna okkur íslensku, Rúnar með bekknum í útilegu á bökkum Kaldár, Rúnar að stjórna uppsetningu á leik- riti fyrir jólin, og svo mætti áfram telja. Alltaf var Rúnar í miðju hóps- ins. Þegar ég lauk námi í Öldutúns- skóla útvegaði Rúnar mér vinnu það MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 41 MINNINGAR Elskuleg móðir mín og systir, AÐALHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR frá Hraunsási, síðast til heimilis á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Reykholtskirkju laugardaginn 1. apríl kl. 11.00. Sigurður Jónsson, Erlingur Jóhannesson. Ástkær eiginmaður minn, HENNING NIELSEN rafvirki, Dalsgerði 3, Akureyri, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Seli fimmtu- daginn 23. mars, verður jarðsunginn frá Höfða- kapellu föstudaginn 31. mars kl. 13:30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarkort Vinarhandarinnar, félags aðstandenda vistmanna á Seli. Ragnheiður Valgarðsdóttir, Valgarður Stefánsson, Guðfinna Guðvarðardóttir, Ingibjörg Guðrún Haraldsdóttir, Sigurður Klausen, Ragnheiður Haraldsdóttir, Veturliði Rúnar Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUÐMUNDUR ÁGÚST JÓNSSON símsmíðameistari, Bankastræti 14, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 20. mars, verður jarðsunginn frá Fríkirkj- unni í Reykjavík fimmtudaginn 30. mars kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Karitas heimahjúkrun. Hanna Zoëga Sveinsdóttir, Sveinn Guðmundsson, Fanney Birna Ásmundsdóttir, Jón Valur Guðmundsson, Brynjólfur Jósep Guðmundsson, Anna Dora Trauelsen, Gunnar Sigurður Guðmundsson, Norma Souza, Hanna Signy Guðmundsdóttir, Haraldur Agnar Bjarnason og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐLAUGUR BJÖRGVIN ÞÓRÐARSON kaupmaður, Suðurgötu 36, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði þriðjudaginn 28. mars síðastliðinn. Jarðarförin auglýst síðar. Sjöfn Lára Janusdóttir, Janus Friðrik Guðlaugsson, Sigrún Edda Knútsdóttir, Kristinn Guðlaugsson, Hanna Ragnarsdóttir, Brynhildur Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, dóttur og systur, GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Kirkjubraut 58, Akranesi. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og lækna á 14G og 13B á LSH, lyflækningadeild SHA og heimaaðhlynningu. V. Stefán Hólmsteinsson, Sigríður Ólöf Valdimarsdóttir, Ólafur Lárus Gylfason, Hólmsteinn Þór Valdimarsson, Sigríður Skarphéðinsdóttir, Lárus Rúnar Guðmundsson, Dagný Ósk Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.