Morgunblaðið - 30.03.2006, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 30.03.2006, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ingin frá tólf ára til þrettán ára mjúk því eiginmaður hennar, hann Rúnar, tók við okkur í unglingadeildinni. Og þá var þetta bara allt í stakasta lagi að hætta að vera barn. Það var ekk- ert launungarmál og sá hver mann- eskja sem hitti Rúnar að maðurinn hafði augu í höfðinu og hæfileika til að hlusta á og sjá inn í sálarhirslur. Hann kenndi okkur móðurmálið og var næmari á unglinga en við áttum að venjast af fullorðnu fólki. Þar með áttum við ekki bara góðan kennara heldur líka góðan vin sem líka var alltaf í góðu skapi. Rúnar var yf- irkennari skólans og á skrifstofu hans var djúp og dularfull þögn í loftinu sem var laust við að vera helgidómur yfirboðara og bækur úti um allt. Síðastliðið haust, áratugum síðar, sáum við Rúnar í sjónvarpinu svara fyrir hönd skólayfirvalda vegna hins versta máls sem saga Hafnarfjarðar geymir. Þar sýndi hann enn og aftur hve mikill höfðingi hann var í skólanum og mannlífinu. Við gömlu nemendurnir hans Rún- ars úr J-bekknum, árg. ’62, sendum Dóru, okkar góða kennara, og börn- um þeirra, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. J-bekkurinn. Kveðja frá 12 ára B árið 1964–1965 B-bekkingar hafa aldrei efast um hve lánsamir þeir voru að fá Rúnar Brynjólfsson sem kennara. Hann var bæði kennari og félagi og gerði námið að samfelldum leik og skemmtun. Hann kom á ýmsum nýj- ungum s.s. hópavinnu þar sem hóp- arnir sýndu afrakstur vinnunnar í máli og myndum eða tilbúnum leik- ritum. Hann lagði mikla áherslu á tjáningu og flutning af ýmsu tagi enda mikill áhugamaður um íslenskt mál. Rúnar bar sig ætíð vel og var sú besta fyrirmynd sem nokkur nem- andi getur hugsað sér. Það sýndi hann ekki síst í þeim lífsgildum sem hann hafði tileinkað sér. Hæfileikar hans og áhugamál nýttust okkur vel. Rúnar skapaði sterkan félagsanda innan bekkjarins og kenndi okkur leiki sem allur bekkurinn tók þátt í. Við munum líka gönguferðirnar, hjólatúrana og útileguna í 12 ára bekk sem hann fór í með okkur, en slíkt var ekki venja á þeim tíma. Þegar Rúnar réð sig að Öldutúns- skóla 1964 voru góð ráð dýr því ekki gátum við hugsað okkur að fá annan kennara síðasta veturinn í barna- skóla. Rúnar lét undan þrábeiðni okkar og kenndi okkur þennan síð- asta vetur fyrir hádegi en eftir há- sumarið á sínum vegum og reyndist hann mér jafn vel þar og annars staðar. Síðast sá ég Rúnar í sjónvarpi þar sem hann ræddi við fréttamann um kynferðisbrotamál sem kastaði ljót- um bletti á okkar samfélag. Ég var stoltur af Rúnari í þessu viðtali. Hann kom fram af æðruleysi og við- urkenndi vanmátt okkar allra þegar svona mál koma upp. Mættu aðrir taka viðbrögð hans sér til fyrir- myndar. Leiðir okkar Rúnars hafa ekki legið saman í mörg ár og það var ekki fyrr en í lok síðasta árs sem ég heyrði að hann væri alvarlega sjúk- ur. Það kom engu að síður sem reið- arslag að heyra að hann væri fallinn frá. Hugur minn er nú með ástvinum Rúnars sem eflaust töldu að þau myndu njóta hans lengur. Ég veit að minningin um góðan föður, góðan eiginmann og góðan dreng mun hjálpa þeim í sorginni. Kristinn Þorsteinsson. Rúnar er farinn heim. Þannig taka skátar um allan heim til orða þegar félagar falla frá. Rúnar Brynjólfsson var skáti. Hann gegndi mörgum trúnaðar- störfum í skátafélaginu Hraunbúum í Hafnarfirði. Nú síðast í allnokkur ár sem Gildismeistari St. Georgsgildisins í Hafnarfirði. Rúnar var góður skáti og skemmtilegur félagi. Síðast í októ- ber 2005 var hann í forsvari fyrir stórskemmtilegum vináttudegi St. Georgsgildanna. Rúnars er sárt saknað úr skátafjölskyldunni. Fjölskyldu hans, skátafélaginu Hraunbúum og St. Georgsgildinu í Hafnarfirði eru færðar einlægar samúðarkveðjur frá St. Georgsgild- unum á Íslandi. Elín Richards landsgildismeistari. Kveðja frá Skátakórnum Tendraðu lítið skátaljós, láttu það lýsa þér, láttu það efla andans eld og allt sem göfugt er. Þá verður litla ljósið þitt ljómandi stjarna skær, lýsir lýð, alla tíð nær og fjær. (H. T.) Rúnar vinur okkar Bryn tendraði sitt skátaljós snemma og lét það lýsa sér – og okkur. Hann var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Bros- mildur, glaðvær skáti, leiðtogi og framkvæmdamaður sem dreifði í kringum sig hlátri og gleði. Rúnar var einn af þeim sem stofn- uðu Skátakórinn í upphafi og hefur undanfarinn áratug verið ómissandi hluti hópsins. Undarfarið hefur Rún- ar ekki geta verið virkur í starfi kórsins sökum veikinda. Hann var þó aldrei langt undan og reglulega fengum við fréttir af Rúnari þar sem hann barðist við sjúkdóminn með bjartsýnina og æðruleysið að vopni. Fyrir síðustu jól kíktum við í heim- sókn til Rúnars og sungum með hon- um eins og okkar er siður og lifir sú minning með okkur nú. Rúnar var reisulegur maður, brosmildur, beinn í baki og með þetta blik í auga sem fær menn til að skera sig úr í stórum hópi. Hann var fæddur veislustjóri og virtist eiga ótæmandi brunn sagna og brandara sem hann gladdi samferðamenn sína með ár eftir ár. Nú er Rúni Bryn farinn heim, eins og við skátar segjum. Við kórfélag- arnir vottum fjölskyldu Rúnars okk- ar dýpstu samúð, þökkum frábær ár með einstökum skátavini og munum gera okkar besta til að bera bjart- sýni hans áfram. Hjónin Dóra og Rúnar kenndu okkur í J-bekknum, árgangi ’62, í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði, það sem við þurftum að læra og vel það, en það var ekki mikið meira sem við þurftum að vita, áður en náttúran og við sjálf rákum okkur með aðstoð ættingja, vina, skólafólks og yfir- valda, út í lífið sem oft á tíðum reyndist ekki jafn þolinmótt eða með jafn djúpa mannþekkingu og Dóra og Rúnar. Við vorum svo lánsöm og heppin að fá eiginkonu Rúnars, Dóru, sem umsjónarkennarann okk- ar í sjö ára bekk, og þegar tíminn leyfði okkur ekki annað en að verða þrettán ára, sama hvað við hefðum streist á móti, því það þýddi að við misstum Dóru sem umsjónarkenn- ara okkar, varð breytingin og lend- degi var hann í Öldutúnsskóla. Þann vetur óskaði a.m.k. einn nemandi þess ef ekki allir í bekknum að þessi vetur tæki aldrei enda því það var allt svo skemmtilegt. Ekki liðu mörg ár þar til það frétt- ist að Rúnar hefði eignast frábæra konu og gladdi það okkur mjög enda reyndust þau Dóra með afbrigðum samhent hjón. B-bekkurinn sem taldi 32 nem- endur þegar flestir voru kom saman síðastliðinn vetur ásamt sínum frá- bæra kennara og naut þess að vera saman og rifja upp gamlar minning- ar og endurnýja tengslin. Rúnar var hrókur alls fagnaðar eins og ávallt og sagði gamansögur sem hann heimfærði upp á sjálfan sig og kitlaði hláturtaugarnar eins og svo oft áður. B-bekkurinn vill þakka Rúnari allt sem hann hefur kennt okkur, vináttu hans og félagsskap. Dóru, Pálínu Margréti og Guð- rúnu Brynju sendum við innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa þær og veita þeim styrk í sorginni. Góður vinur og félagi hefur kvatt þennan heim. Um leið og hans er sárt saknað koma hlýjar og gefandi minningar upp í hugann. Minningar frá samstarfsárum í Öldutúnsskóla, við blaðaútgáfu Fjarðarpósts og Fjarðarfrétta og samverustundir í leik og starfi. Á seinni árum var samgangur af ýmsum ástæðum minni en áður en þrátt fyrir það var traust vinátta ætíð til staðar. Kæri Rúnar. Drenglyndi þitt og ríkur vilji þinn til að leysa allra vanda er greypt í huga okkar og hjarta. Fyrir það þökkum við þér við leiðarlok. Kæra Dóra, Pálína Margrét og Guðrún Brynja. Megi algóður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Minning um góðan dreng mun ávallt lifa. Erna og Ellert. Nú þegar við kveðjum Rúnar Brynjólfsson, fv. framkvæmdastjóra í Skjóli, langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Þegar sex landssamtök stóðu að stofnun hjúkrunarheimilis Skjóls ár- ið 1985 var það eitt af fyrstu verkum stjórnar að ráða mann sem fram- kvæmdastjóra heimilisins. Fyrir val- inu varð Rúnar Brynjólfsson þá yf- irkennari í Hafnarfirði. Hann gegndi því starfi í tæp 20 ár eða allt þar til hann óskaði að láta af störfum fyrir tveimur árum. Eftir það sá hann um ýmis sérverkefni fyrir heimilið með- an kraftar og heilsa entust. Rúnar var hlýr og notalegur stjórnandi, reglusamur og jákvæður í leik og starfi. Honum var annt um orlofshúsin sem hjúkrunarheimilin, Skjól og Eir eiga í Grímsnesi. Hann lagði mikla áherslu á að þar væri allt í sem besta ásigkomulagi enda hefur starfsfólk heimilanna notið þess að vera þar í fríum. Hér með eru hon- um færðar þakkir okkar stjórnar- manna fyrir góð kynni og farsæl störf þessa fyrstu tvo áratugi heim- ilisins. Í hugann koma ýmis atvik þar sem ræktarsemi Rúnars kom vel fram. Þau hjónin sýndu okkur Lísu vinsemd á 60 ára afmælum okkar beggja með nærveru sinni og eru sérstakar þakkir færðar fyrir þær stundir. Konu hans og fjölskyldu sendum við innilegar samúðarkveðjur. Böðvar Pálsson. Ég var staddur erlendis þegar mér bárust þær sorglegu fréttir að vinur minn og samstarfsmaður til fjölda ára væri allur. Hann hafði um nokkurt skeið átt við vanheilsu að stríða en maður hafði vonað að hann næði að yfirstíga þá erfiðleika. Okk- ar kynni hófust haustið 1959 þegar hann kom til starfa við Barnaskóla Hafnarfjarðar en þar starfaði ég líka. Eftir það lágu leiðir okkar sam- an um nær 30 ár. Mér urðu snemma ljósir mannkostir Rúnars. Sumarið 1962 fékk ég hann sem aðstoðar- mann minn í unglingavinnunni í Krýsuvík. Haustið 1964 var Rúnar ráðinn í hálft starf við Öldutúnsskóla og 1965 sem yfirkennari við skólann og því starfi gegndi hann til 1987 er hann hvarf til annarra starfa. Í 22 ár störfuðum við saman að stjórnun Öldutúnsskóla. Rúnar átti ekki lítinn þátt í þeim svip sem skólinn setti á skólamál hér á landi á þessum árum ásamt öllu því ágæta fólki sem okkur tókst að ráða til starfa. Á góðri stundu þegar við rifjuðum upp starf- ið þá kom í ljós að a.m.k. 36 kenn- arar, sem störfuðu við Öldutúns- skóla, frá þessum árum hefðu sest í stól stjórnenda í skólakerfinu, m.a. ráðuneytisstjóri menntamála og rektor Kennaraháskóla Íslands. Það var engin furða að þessi öflugi hópur lyfti grettistaki með okkur Rúnari í mótun Öldutúnsskóla. Rúnar var einstakur félagsmála- maður og laðaði fram krafta og hug- kvæmni þeirra sem hann starfaði með. Það var einstakt hvað hann gat laðað fram frábært leikverk hjá nemendum sínum og virkjað alla. Á kveðjustund er margs að minn- ast og margs að sakna. Ég sendi Dóru og dætrunum innilegustu sam- úðarkveðjur. Haukur Helgason. Mig langar í örfáum orðum að kveðja góðan mann, sem ég var svo heppinn að fá að kynnast. Kynni okkar hófust þegar ég flutti inn á heimili hans og Dóru á Krosseyr- arveginum, þar sem mér var tekið með opnum örmum sem einum af fjölskyldunni. Mannkosti Rúnars þarf vart að fjölyrða um, en hann var með eindæmum ljúfur, hógvær og óeigingjarn maður, sem ávallt var til staðar fyrir vini og fjölskyldu og bú- inn og boðinn til aðstoðar. Síðast þegar ég hitti Rúnar bar hann sig vel að vanda og gerði held- ur lítið úr veikindum sínum og því var það mikið áfall fyrir mig þegar ég frétti af andláti hans. Mér finnst ég ekki hafa náð að kveðja þennan góða vin almennilega og vil ég því nota þessa stuttu minningargrein til að þakka fyrir ógleymanleg kynni og allt sem hann gerði fyrir mig á þeim tíu árum sem leiðir okkar lágu sam- an. Elsku Dóra, Pálína og Guðrún, stórt skarð hefur verið höggvið í líf ykkar við fráfall Rúnars og votta ég ykkur mína dýpstu samúð. Valur Guðjón Valsson. RÚNAR BRYNJÓLFSSON Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR PÁLSDÓTTUR, Seljahlíð, áður til heimilis í Drápuhlíð 19. Svanhildur Jóhannesdóttir, Einar Nielsen, Bjarni Jóhannesson, Ásta Jóhannsdóttir, Jón Hermannsson, Jóhannes Jónsson, Hermann Jónsson, Ragnhildur Sigurðardóttir, Bjarni Jóhannes Jóhannesson, Sveinbjörg Gunnarsdóttir, Guðni Páll Nielsen, Anna Svava Þórðardóttir, Einar Leif Nielsen, Guðríður Svana Bjarnadóttir, Högni Stefán Þorgeirsson, Hanna Heiður Bjarnadóttir, Kjartan Antonsson og barnabarnabörn. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR GUÐMUNDSSON fyrrum bóndi frá Króki, verður jarðsunginn frá Kálfholtskirkju, Ásahreppi, laugardaginn 1. apríl kl. 14.00. Ingólfur Magnússon, Þorbjörg Fjóla Sigurðardóttir, Hólmfríður Hjartardóttir, Ólafur Sigfússon, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR MARÍNÓ ÁSGRÍMSSON, Hjallaseli 55, áður til heimilis í Hólmgarði 27, verður jarðsunginn frá Kirkju óháða safnaðarins föstudaginn 31. mars kl. 14.00. Emilía Benedikta Helgadóttir, Helgi Guðmundsson, Anný Helgadóttir, Örn Guðmundsson, Esther Sigurðardóttir, Ásgrímur Guðmundsson, Svava Jakobsdóttir, Guðrún Björg Guðmundsdóttir, Gísli Sváfnisson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem veittu okkur stuðning og hlýju við fráfall og útför unnusta míns, föður, sonar, fóstursonar, bróður og vinar, JÓNS HALLDÓRS HARÐARSONAR. Sérstakar alúðarþakkir fá læknar og annað hjúkrunarfólk sem annaðist Nonna í veikindum sínum. Auður Ólafsdóttir, Hörður Sverrisson, Sigríður Jónsdóttir, Magnús Stefánsson, börn hins látna, systkini, tengdafjölskylda og aðrir aðstandendur.  Fleiri minningargreinar um Rún- ar Brynjólfsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Bára Friðriksdóttir og Óalfur Mixa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.