Morgunblaðið - 30.03.2006, Page 48

Morgunblaðið - 30.03.2006, Page 48
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn FYRSTA JÓLALAG ÁRSINS AÐ HUGSA SÉR, ÞAÐ ERU AÐEINS ÞRJÁR STUTTAR VIKUR Í JÓL MIKIÐ Á ÉG EFTIR AÐ VERÐA LEIÐUR Á ÞESSU LAGI HEFUR MOLDVARPA BROSAÐ TIL ÞÍN? PABBI, SÓLIN ER AÐ SETJAST OG KLUKKAN ER EKKI NEMA ÞRJÚ! KLUKKAN ER EKKI ÞRJÚ, ÚRIÐ ÞITT ER BARA STOPP STOPPAR TÍMINN EKKI ÞEGAR ÚRIÐ STOPPAR? NEI! ÉG HEFÐI STUTT ÞAÐ FÚLT, ÉG ÆTLAÐI AÐ VERÐA RÍKUR Á ÞESSARI HUGMYND ÁÐUR EN ÞÚ GETUR LÆRT AÐ ÞEKKJA AÐRA... ...ÞÁ VERÐUR ÞÚ FYRST AÐ LÆRA AÐ ÞEKKJA SJÁLFAN ÞIG KOMDU SÆLL, ÉG HEITI EDDI ÞAÐ ER EKKI SANN- GJARNT AÐ BENJI HAFI FENGIÐ STJÖRNU MEÐ NAFNINU SÍNU Á GANGSTÉTT AF HVERJU Á ÉG EKKI EITTHVAÐ Á EINHVERRI GANGSTÉTT? ÞÚ SKILUR EITTHVAÐ EFTIR Á GANG- STÉTTINNI Á HVERJUM DEGI ...OG ÞAÐ LÍTUR ENGAN VEGINN ÚT EINS OG STJARNA ÞÚ LÍTUR SJÁLF VEL ÚT. MIKIÐ ER ORÐIÐ LANGT SÍÐAN LÍTUR HVERFIÐ ÖÐRUVÍSI ÚT EFTIR ÁRS FJARVERU? NEI! EKKI NEMA HVAÐ HÚSIN VIRÐAST LÍTIL ...JÁ, MIÐAÐ VIÐ OKKAR HVERFI MIKIÐ ER FJÖLSKYLDAN YKKAR FALLEG TÍGURINN GETUR EKKI MEITT NEINN, NÚNA EN HVAR ER KONAN SEM ÖSKRAÐI? ÉG ER HÉRNA HÚN ER HEIL Á HÚFI VERÐ AÐ LÁTAST EKKI ÞEKKJA HANA KRAVEN BJARGAÐI LÍFI MÍNU Dagbók Í dag er fimmtudagur 30. mars, 89. dagur ársins 2006 Víkverji dagsinshefur heldur óskemmtilega sögu að segja. Dag nokkurn nýlega keyrði hann fram á kött sem lá í dauðateygjunum á miðri götu í Hlíða- hjalla í Kópavogi. Keyrt hafði verið yfir greyið og bílstjórinn sem verknaðinn framdi hafði greini- lega keyrt í burtu. Víkverja krossbrá og stöðvaði bifreið sína og reyndi að gefa að- vífandi bílstjórum merki um að hringja í lögregluna. Víkverji hafði í það sinnið nefnilega skilið sinn síma eftir heima. Margir keyrðu framhjá en enginn tók upp símann fyrr en leigubílstjóri kom að og hann tók upp símtæki sitt og lét Víkverja vita að hann myndi hringja. Þar sem Víkverji var dauð- hræddur um að keyrt yrði yfir köttinn aftur var hann þó kyrr þangað til hann sá að lögreglan var að koma. Ekki treysti Víkverji sér til að fjarlæga köttinn af götunni þar sem hann var hræddur um að meiða hann enn meira en orðið var. Þó var honum orðið ljóst áður en lögregla kom að kötturinn var dauður. Talsverð umferð var þenn- an dag og mátti furðu sæta að bíl- um á hraðferð skyldi ekki ekið yfir köttinn að nýju. Ein- ungis tveimur dögum eftir þetta óskemmti- lega atvik vildi ekki betur til en svo að Víkverji var að keyra eftir Breiðholtsbraut- inni og sá aftur dauð- an kött á götunni. Víkverji á afar sjaldan leið um Breiðholts- brautina og verður að viðurkenna að hann undrast ekki að keyrt skuli yfir kött eða tvo á þeirri götu miðað við umferðarþunga. Gríðarleg umferð var þennan dag og Víkverji hafði engin tök á að stöðva bifreiðina þó að hann hefði gjarnan viljað sýna kett- inum þá virðingu að fjarlægja hann af götunni. x x x Kettir eru sjálfstæðar skepnur ogvilja gjarnan vera úti. Þó getur Víkverji ekki annað en velt fyrir sér hvort kattareigendur hljóti ekki að þurfa að reyna að halda þeim inni við á meðan mest umferð er um götur borgarinnar. Bílstjóri sem keyrir yfir kött hlýtur einnig að vera skyldugur til að huga að kettinum og láta svo lögreglu vita eða koma honum til réttra aðila. Brotalamir virðast vera á því. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is          Borgarleikhúsið | Eftirvænting og einbeiting skín úr andliti litlu ballerín- unnar í Dansskóla Guðbjargar Björgvins, en í fyrrakvöld frumsýndu dans- nemar skólans ballettinn Coppelíu í Borgarleikhúsinu. Dansararnir voru á aldrinum 4–20 ára, og allir gerðu þeir sitt besta og stóðu sig vel. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í tjútjúpilsi með hnút í hári MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Því að ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, að eigi verði það kunnugt og komi í ljós .(Lúk. 8, 17.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.