Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 49 DAGBÓK 80ÁRA afmæli. Í dag, 30. mars, eráttræð Guðrún Ingibjörg Krist- mannsdóttir. Hún verður að heiman í dag en laugardagskvöldið 1. apríl ætlar hún að hafa heitt á könnunni í Menn- ingarverstöðinni Hólmaröst á Stokks- eyri. Vonast hún til að sjá sem flesta ættingja og vini og má búast við söng og gleðskap frá kl. 20 til 23. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Íslandsmótið. Norður ♠1082 ♥ÁG42 ♦Á54 ♣K86 Suður ♠ÁKD73 ♥K5 ♦D7 ♣Á943 Suður spilar sex spaða og fær út trompfjarka. Hvernig er best að vinna úr þessu? Undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni fór fram á Hótel Loftleið- um um síðustu helgi – 40 sveita mót, þar sem markmiðið var að þrengja hópinn niður í tólf lið til að keppa til úr- slita um páskana. Spilið að ofan kom upp í þriðju umferð og allmörg pör keyrðu í sex spaða, sem er hörð slemma, en ekki vonlaus. Vandinn er kannski mest sá að velja leið, því ýmislegt kemur til greina. Hugsanlega mætti komast hjá því að gefa laufslag með því að svína hjarta- gosa og spila tígli að drottningu, en hitt er sennilega betra að gefa slag á lauf og treysta á 3-3 legu eða trompun í blindum með tíunni. Heppnist það má reyna við tólfta slaginn með svíningu eða þvingun. Svona var allt spilið: Norður ♠1082 ♥ÁG42 ♦Á54 ♣K86 Vestur Austur ♠G4 ♠965 ♥D93 ♥10876 ♦KG82 ♦10976 ♣G1075 ♣D2 Suður ♠ÁKD73 ♥K5 ♦D7 ♣Á943 Það má ekki dúkka lauf, þar eð aust- ur á tvílit og þriðja trompið. En það gengur að spila tveimur efstu og þriðja laufinu, því þá verður hægt að stinga það fjórða með tromptíu. Tólfti slag- urinn skilar sér sjálfkrafa hvaða leið sem valin er í framhaldinu. Einföld svíning dugar, en það mætti líka spila upp á þvingun eða trompa hjarta- drottninguna niður þriðju. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c6 4. e4 dxe4 5. Rxe4 Bb4+ 6. Bd2 Dxd4 7. Bxb4 Dxe4+ 8. Be2 Ra6 9. Bd6 e5 10. Rf3 Bg4 11. 0–0 0–0–0 12. b4 Rf6 13. He1 Bxf3 14. Bxf3 Dxc4 15. Hxe5 Rxb4 16. He7 Rbd5 17. Hc1 Dh4 18. g3 Dh3 19. Bxd5 Hxd6 20. Db3 Rd7 21. Bg2 Dh6 22. Hb1 b6 23. Da3 a5 24. Bh3 c5 25. Bg4 Df6 Staðan kom upp á opna alþjóðlega Reykjavíkurmótinu sem lauk fyrir skömmu í skákmiðstöðinni í Faxafeni 12. Stigahæsti keppandi mótsins og heims- meistari unglinga, Azerinn Shakhriyar Mamedyarov (2.709), hafði hvítt gegn rússneska stórmeistaranum Pavel Tregubov (2.556). 26. Hxd7! Hxd7 27. Hd1 Hhd8 28. Da4 og svartur gafst upp þar sem hann tapar óumflýjanlega manni. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Gljúfrin þrjú í Yangtze-fljóti í Kína HAFA skal það sem sannara reyn- ist. Í Velvakanda laugardaginn 25. mars sl. finnur Margrét Jónsdóttir á Akranesi sig knúna til að gera athugasemdir við ferðir Heims- ferða til Kína þar sem m.a. er far- ið í siglingu um Gljúfrin þrjú á ánni Yangtze. Margrét telur þetta hina mestu firru þar sem þessi gljúfur séu ekki lengur til, þau séu komin undir uppistöðulón fyrir virkjunina í fljótinu og ásakar ferðaskrifstofuna fyrir „að selja það sem ekki er til“ og „hreinlega ljúga að fólki“. Þetta eru stór orð. Ég harma mjög að kona sem segist tvisvar hafa ferðast til Kína skuli ekki fá betri upplýsingar um land og þjóð en raun ber vitni. En þar sem mannlegt er að skjátlast þá skal ég upplýsa Margréti og aðra um staðreyndir málsins: Við Yangtze-fljót, sem er lengsta fljót í Kína, eiga sér stað gífurlega miklar og mjög umdeild- ar stíflu- og virkjanaframkvæmdir, sem hafa vakið heimsathygli. Talið er að um tvær milljónir manna þurfi að yfirgefa heimili sín og fjöldinn allur af menningar- og náttúruminjum fari undir vatn þegar upp er staðið. Þar með er talinn verulegur hluti hinna þriggja fallegu gljúfra, ef fer sem horfir, en það er ekki áætlað fyrr en 2009. Vatnið mun þá hækka töluvert en gljúfrin munu ekki fara algjörlega í kaf að sögn þar- lendra sérfræðinga. Þess vegna er enn hægt að berja þessi nátt- úruundur augum, gljúfrin Xiling, Wu og Qutang, – og vonandi verð- ur það sem lengst, og ég fullvissa Margréti um að það verður ekki farið um á „kafbát“ heldur á glæsilegu fjögurra stjörnu fljóta- skipi. Hinir fjölmörgu ánægðu sér- ferðafarþegar Heimsferða vita að við bjóðum eingöngu upp á vand- aðar, góðar og fræðandi sérferðir og við leggjum okkur í framkróka um að viðhalda þeirri stefnu. Með vinsemd, f.h. Heimsferða, Ása María Valdimarsdóttir, fararstjóri og framleiðslustjóri sér- ferða hjá Heimsferðum. Svart kortaveski týndist Á LAUGARDAGSMORGUN sl. tapaðist svart kortaveski utan við verslunina Föndra við Dalveg í Kópavogi. Í veskinu voru öll greiðslukort ásamt ökuskírteini og fleiri persónulegum kortum. Kort- in nýtast að sjálfsögðu engum nema eigandanum, sem nú er „hálfhandalaus“ án þeirra. Langar mig því að höfða til samvisku þess sem veskið fann og biðja hann að skila því til lögreglunnar í Kópa- vogi eða í næsta banka. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÍKringlunni næstkomandi föstudag fer framíslandsmót iðnnema „Gerðu betur“. „Viðhöldum keppni í níu iðngreinum og fáumkeppendur frá 11 framhaldsskólum víðs- vegar að af landinu, alls 72 keppendur, sem er mikil aukning frá í fyrra, þegar keppendur voru 50,“ segir Erling Erlingsson, framkvæmdastjóri Iðnmenntar, sem stendur fyrir mótinu, en skipu- lagning og framkvæmd er í höndum Menntar. Keppt er í trésmíði, pípulagningum, málaraiðn, snyrtifræði, hársnyrtingu, múrsmíði, dúklagn- ingum, málmsuðu og rafvirkjun. Á mótinu keppa iðnnemar 22 ára og yngri. „Með þessu viljum við vekja athygli á starfs- námi og þeim möguleikum sem í slíku námi fel- ast. Þetta er tækifæri fyrir börn og fullorðna að sjá iðnaðarmenn að störfum, og sérstaklega kjör- ið fyirr grunnskólanemendur að koma og sjá handtökin,“ segir Erling. „Iðnmenntun á síður en svo undir högg að sækja, en engu að síður er þörf fyrir fleiri iðnnema. Mikill skortur er á faglærð- um iðnaðarmönnum eins og sést á því að nú er svo komið að flytja þarf inn til landsins iðn- aðarmenn til ýmissa starfa. Það er líka gott að vekja athygli á því að hægt er að fara í fjöl- brauta- eða iðnskóla og læra þar iðn eða starf, og síðan bæta við námi á seinni stigum ef menn kjósa frekar að stefna á stúdentspróf til háskóla- náms.“ Keppnin hefur verið í örri þróun frá fyrir fimm árum þegar fyrst var kept í málmsuðu, og stækk- að með hverju árinu. Ár frá ári hafa bæst við fleiri keppnisgreinar en í fyrra fór keppnin fram í Smáralind, við ágætar vinsældir. „Með því að halda keppnina í verslunarmiðstöð gerum við fleirum kleift að fylgjast með keppninni, og um leið fá skólarnir sem taka þátt að kynna sig og sitt námsframboð. Á föstudag leggjum við undir okkur allt laust gólfpláss í Kringlunni og keppt á ýmsum stöðum í verslunarmiðstöðinni.“ Keppni hefst kl. 10 og lýkur kl. 16 í flestum keppnisgreinum. Valgerður Sverrisdóttir, ráð- herra iðnaðarmála, veitir sigurvegurum síðan verðlaun við hatíðlega athöfn kl. 18, á Blómatorgi Kringlunnar, jarðhæð. Auk verðlaunapenings fá sigurvegarar gjafir frá fyrirtækjum sem versla með iðnaðarvörur í hverri grein. Iðmennt er sjálfseignarstofnun sem sett var á laggirnar af Sambandi iðnmenntaskóla, og starf- ar sem hagsmunasamtök 15 skóla á landinu sem sinna starfsmenntun. Auk hagsmunagæslu er Iðnmennt umræðuvettvangur og stuðlar að kynn- ingarstarfi á iðnmenntun. Aðalstarfsemi Ið- menntar er þó útgáfa kennslubóka undir nafni út- gáfunnar Iðnú, og er það eina útgáfan sem sinnir kennsluefni til starfsmenntar á Íslandi, auk þess að gefa út almennt námsefni. Nánari upplýsingar um keppnina og Iðnmennt má finna á slóðinni www.idnu.is Iðnmenntun | Keppt í níu iðngreinum á árlegu Íslandsmóti, „Gerðu betur“ á föstudag Íslandsmót iðnnema í Kringlunni  Erling Erlingsson fæddist í Reykjavík 1962. Hann lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum við Sund 1989, kandidatsprófi í bókmenntum frá Há- skólanum í Árósum 1988 og viðskipta- menntun frá Versl- unarháskólanum í Árós- um 1990. Erling hefur lengst af starfað við bókaútgáfu og -verslun, en hann hefur verið framkvæmdastjóri Iðnú frá ársbyrjun 2004. Erling á tvö börn. Í smíðum Af sérstökum ástæðum er til sölu mjög falleg 115 fm íbúð á efstu hæð í fjölbýlishúsi í Sóltúni. Upplýsingar í síma 699 8280 Ásnum – Hraunbæ 119 – Sími 567 7776 Bolir úr ull/silki og ull/bómull Mikið úrval 25% afsláttur til 2. apríl Ný sending af PETIPINO barnafatnaði www.thinghol t . is Stórt lagerhúsnæði óskast Leitum að 3-5 þúsund fermetra lagerhúnæði, miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, til leigu eða kaups fyrir traustan aðila. Allar nánari upplýsingar veitir Þórarinn Kópsson. Sveinn Guðmundsson hdl., lögg. fasteignasali Borgartún 20, 105 Reykjavík • thingholt@thingholt.is Sími 590 9500 Kjartan Kópsson Sveinn Guðmundsson Þorbjörn Þ. Pálsson Sigríður Sigmundsdóttir Þórarinn Kópsson Í 30 ÁR JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér bókina Íslands óbeisluð öfl eftir svissneska ljósmyndarann Max Schmid. Bókin kemur út á fjórum tungumálum: Ís- lensku, ensku, þýsku og frönsku. Eldur og ís, hverir og fossar, iða- grænir vellir og svartir sandar, ótamin jökulfljót og hrikalegar klettastrendur, miðnætursól og langir skuggar, álfar, tröll og sögur og svo auðvitað fisk- urinn – þetta er Ísland, eyjan sem kennd er við andstæður en líka við frelsi víðáttunnar og tign. Íslands óbeisluð öfl er prýdd 250 ljósmyndum eftir Max Schmid, hver annarri stórkostlegri. Þar er ljósmynd- ari á ferð sem er mikill Íslandsvinur og gjörþekkir landið. Hann kemur okk- ur sífellt á óvart með undurfögrum og dulúðugum myndum af íslenskri nátt- úru sem, að hans eigin sögn, bera þess vitni að í þessu nánast ósnortna landi geta menn ennþá fengið útrás fyrir ævintýraþrá sína. Max Schmid, sem fæddist í Winterthur í Sviss 1945, er lands- lagsljósmyndari og mikill náttúruunn- andi. Hann kýs helst að starfa á af- skekktum stöðum, hefur ferðast mikið um framandi lönd og staðið fyrir mörgum ljósmyndaleiðöngrum. Með kynngimögnuðum ljósmyndum, sem birst hafa í yfir tuttugu ljósmyndabók- um, tímaritum og á dagatölum, hefur hann skapað sér sess meðal fremstu ljósmyndara nútímans. Íslands óbeisluð öfl er í stóru broti og er 225 blaðsíður. Leiðbeinandi út- söluverð er einungis 3.980 kr. Nýjar bækur Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.