Morgunblaðið - 07.04.2006, Síða 29

Morgunblaðið - 07.04.2006, Síða 29
MENNING „Er ég eina manneskjan í heiminum sem veit að popp er bragðlaust? Eina leiðin til að fá popp til að bragðast öðruvísi en loft er að setja haug af salti og smjöri á það. Af hverju tekur fólk ekki bara klípu af smjöri og stráir salti yfir, og étur það í staðinn?“ Blog.is Þinn eigin fyrirtækjafulltrúi Greiðsluþjónusta – frí fyrsta árið Frítt greiðslukort fyrsta árið Sérstakur sparnaðarreikningur, þrepaskiptur, óbundinn með hærri innlánsvöxtum SPH innkaupakort þér að kostnaðarlausu Afsláttur á lántökugjaldi Sérstök bílalán á betri kjörum Vildarþjónusta fyrirtækja Vildarþjónusta fyrirtækja Í meira en 100 ár höfum við aðstoðað fyrirtæki við fjármálin. Við leggjum áherslu á langtímasamband og sérhæfðar lausnir sem taka mið af sérstökum aðstæðum og starfsumhverfi viðskiptavina okkar. Leyfðu okkur að aðstoða þig og nýttu tímann í annað. SPH – fyrir þig og fyrirtækið! AR G U S 06 -0 05 2 Alltaf að vinna? TÍMINN flýgur. Fyrrum eldspræki víbrahörpuleikarinn frá því er djass- inn var enn „tónlist unga fólksins“ (a.m.k. smekkvísari hluta þess) rúnn- aði sjöunda tuginn fyrir þegar þrem- ur árum, og telst Gunnar Reynir Sveinsson nú meðal elztu og virtustu tónskálda lýðveldisins. Hann er jafn- framt með þeim afkastamestu, kannski sérstaklega innan greina sönglaga og kórverka, og hermdu kunnugir mér á fjölsóttu útgáfu- tónleikunum á laugardag að „heil gomma“ af seinni afurðum hans lægi enn lítt eða ekkert flutt. Það var því löngu tími til kominn að grynnka eitthvað á skúffubingn- um með varanlegum hætti, og myndarlegt framtak hjá stjórnanda Kammerkórs Suðurlands og Smekk- leysu í samvinnu við Tónverkamið- stöðina að hrinda diski dagsins í framkvæmd. Verður vonandi brátt framhald á því, enda hafa vinsældir fyrri og kunnari verka Gunnars, er sveiflast yfir breiðan stílskala þó að persónueinkennin haldist ávallt skýr, þegar staðfest traust jarðsamband hans við íslenzka þjóðarsál. Eitt vanmetnasta en um leið ótví- ræðasta fangamark snilldar er hið að virðist ofureinfalda sönglag sem loðir við minnið eins og ástleitin igla – t.d. Maður hefur nú, Hættur að frelsa heiminn eða (aðeins útfærðara) Elín Helena – en leynir illþyrmilega á sér við nánari athugun, ekki sízt ef mað- ur reynir sjálfur að gera annað eins. Sá galdur gekk aftur ljósum logum á þessum tónleikum. Fyrst í flutningi átta kvenna úr KS á Ef ég gæti flog- ið, en síðar í meðferð Önnu Sigríðar Helgadóttur á hinu þjóðsálmlæga Yfir hverri eykt á jörðu og Hall- veigar Rúnarsdóttur á glettunni spozku Til hinnar heittelskuðu. Fjöl- margt fleira bar á góma er rúmið leyfir ekki að tíunda, en meðal ann- arra hápunkta mætti kannski nefna Til Máríu er Hrólfur Sæmundsson söng, Þeir sem eiga allt fyrir bland- aðan kór og Hommega Django Rein- hardt er Símon Ívarsson lék á gítar. Fjarvera prentaðrar tónleikaskrár auðveldaði að vísu ekki yfirsýn, auk þess sem nokkur atriði slæddust með sem ekki voru á diskinum. Né heldur kom alltaf skýrt fram hvað væri frumflutt. Vonandi verður betur frá slíku gengið við næsta tækifæri, enda illafsakanlegt hjá ábyrgri sögu- þjóð að skilja jafnmikilvæg atriði eft- ir í lausu lofti, sérstaklega þegar einn merkasti og ástsælasti tónhöfundur eldri kynslóðar á í hlut. Hættur að frelsa heiminn TÓNLIST Þjóðmenningarhúsið Verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Hall- veig Rúnarsdóttir sópran, Anna Sigríður Helgadóttir mezzosópran, Hrólfur Sæ- mundsson barýton og Símon Ívarsson gítar, ásamt Kára Þormar píanó og fé- lögum úr Kammerkór Suðurlands u. stj. Hilmars Arnar Agnarssonar. Laugardag- inn 1. apríl kl. 15. Útgáfutónleikar Ríkarður Ö. Pálsson MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 29 Innihaldið skiptir máli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.