Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 37
fyrir fagurkera á öllum aldri lifun 1  íslenskt í öndvegi  hlýlegt fjölskylduheimili  íslensk hönnun í útrás  puntað upp á páskaborðið  litríkt og lystaukandi  að hanna fyrir börn lifun tímarit um heimili og lífsstíl – 04 2006 Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu á morgun MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 37 HÆSTIRÉTTUR þeirra lögfræðinga sem hafa starfað á þessum sviðum. Þeir sem það hafa gert, svo annasöm sem þessi störf ein- att eru, hafa sjaldnast varið miklum tíma í hliðarstörf. Vilji menn það sem þeir kalla fjölbreytilega kosti, hvað svo sem það nánar þýðir, ættu þeir að láta sér duga að fjölbreytnin komi fram í því, að dómarar hafi starfs- reynslu af mismunandi sviðum, þegar þeir ráðast til starfa í réttinum. Af þeirri athugun á umsögnum Hæstaréttar eftir lagabreytinguna 1998, sem að framan er lýst, sést að það virðist mjög fara eftir atvikum hverju sinni hvernig umsögn er hag- að. Þá vekur sérstaka athygli munur á áherslum á tiltekin atriði af hlut- rænum toga milli umsagna, þótt ljóst sé að ekkert hafi breyst frá því fyrri umsögn var gefin. Liggur nærri að ætla að persónuleg afstaða til ein- stakra dómaraefna kunni hér að hafa haft megináhrif, hvort sem það er til að raða umsækjanda ofarlega á blað eða skipa honum neðar en efni standa til. Augljósast í þessu efni er fráhvarf- ið í umsögninni 2004 frá árinu áður í að telja kunnáttu í réttarfari og reynslu af sjálfstæðum rekstri lög- mannsstofu skipta meginmáli við val á milli umsækjenda. Er engin tilraun gerð í umsögninni 2004 til að skýra hvers vegna þetta skipti ekki sama máli þá og árið á undan. V. Það er álit mitt að allir umsækjend- urnir fjórir sem nú sækja um dómara- embætti í Hæstarétti uppfylli skilyrði 1.–7. töluliða 2. mgr. og 3. mgr. 4. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla til að skipa megi þá í embætti. Þá tel ég þá alla uppfylla kröfur um hæfni til að gegna embættinu, sbr. 8. tölulið 2. mgr. sömu greinar. Ég fellst ekki á að réttmætt sé að raða umsækjendunum í hæfnisröð með þeim hætti sem gert er í umsögn meirihluta réttarins og mun því ekki gera það. Í tilefni af nið- urröðun meirihlutans á umsækjend- um hlýt ég þó að benda á að nú er um- sækjendunum Hjördísi Björk Hákonardóttur og Sigríði Ingv- arsdóttur skipað jafnt í niðurröðun réttarins, þó að greinarmunur hafi verið gerður á þessum umsækjendum í umsögninni 5. febrúar 2001. Ekki er gerð nein grein fyrir hvað valdið hafi þessum sinnaskiptum. Ég tel einnig rétt, eins og á stendur, að taka fram að ekki séu efni til að skipa Þorgeiri Inga Njálssyni héraðsdómara að baki öðrum umsækjendum. Hann hefur að mínum dómi sýnt sig með dómstörf- um sínum í að vera afar vel hæfur til að gegna dómarastarfi við Hæstarétt Íslands.“ Úr umsögn Ólafs Barkar Þorvaldssonar Ólafur Börkur Þorvaldsson tekur fram í upphafi að hann telji að allir umsækjendur uppfylli öll þau hæfn- isskilyrði sem lögin áskilja en segir síðan í öðrum kafla: „Ég geri ekki efnislegar athuga- semdir við upptalningu meirihluta dómara á starfsferli umsækjenda. Hins vegar er mér ekki unnt að standa að öðrum hlutum álits meiri- hluta dómara. Ég tel óvarlegt af umsagnaraðila að bera saman umsækjendur með þeim hætti sem meirihluti dómara gerir í áliti sínu. Er sú aðferð sem við- höfð er hjá meirihlutanum að mínu áliti ekki eins sanngjörn og ætla mætti við fyrstu sýn. Um það atriði leyfi ég mér að vísa til rökstuðnings míns sem fram kemur í umsögn minni til yðar 17. september 2004. Ég hef í þeirri umsögn lýst þeirri skoðun minni að ég telji hæpið af um- sagnaraðila um störf dómara við Hæstarétt að raða umsækjendum í sérstaka röð, þótt lög banni ekki ber- um orðum að svo sé gert. Hlýtur röð- un þeirra umsækjenda, sem hæfir teljast til embættis, að lyktum eink- um að ráðast af sjónarmiðum sem heyra undir veitingarvaldið en ekki umsagnaraðilann. Um þessi atriði er ég þannig sammála hæstaréttardóm- aranum Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Þrátt fyrir að ég telji eins og áður greinir ekki rétt af umsagnaraðila að raða umsækjendum í sérstaka röð eftir hæfni, þá hefur meirihlutinn gert það líkt og í síðustu umsögn. Ég tel hlutverk mitt hvorki vera að gagn- rýna umsögn meirihlutans sérstak- lega né að taka efnislega afstöðu til hvers og eins atriðis sem fram kemur í áliti hæstaréttardómarans Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Fram hjá þeirri staðreynd verður þó ekki litið, að meirihluti dómara hefur ákveðið að raða umsækjendum niður. Þá er jafn- framt ljóst að einn dómari gagnrýnir í umsögn sinni með rökstuddum og ít- arlegum hætti þá aðferð og niður- stöðu sem þannig hefur verið fengin. Ég tel því óhjákvæmilegt, eins og hér háttar til, að gera eftirfarandi at- hugasemd við aðgreiningu umsækj- enda úr röðum héraðsdómara í um- sögn meirihlutans. Við þá röðun er skírskotað til þeirrar myndar sem meirihlutinn kveðst hafa fengið af hæfni umsækjendanna með því að fjalla um dómsmál sem þeir hafa leyst úr. Þá er jafnframt notuð sú mæli- stika að líta til tilgreindra sjö atriða varðandi nám, starfsferil og fræði- störf umsækjendanna, án þess að gerð sé grein fyrir innbyrðis vægi þeirra atriða, sem þó er sagt vera mis- munandi. Fræðileg vinna héraðsdómara kemur einkum fram í dómum þeirra og vel saminn dómur krefst iðulega djúprar og góðrar lögfræðikunnáttu. Í ljósi þeirrar myndar sem ég hef fengið af störfum umræddra umsækj- enda, sem allir gegna sama starfinu, tek ég undir þau sjónarmið sem fram koma í V. kafla umsagnar hæstarétt- ardómarans Jóns Steinars Gunn- laugssonar, hvað þá varðar. Ég tel hins vegar ekki ástæðu til að fjalla að öðru leyti um mat mitt á hæfni hvers og eins umsækjanda. Þá tel ég heldur ekki rétt af mér að láta í ljós, með beinum eða óbeinum hætti, persónulegt álit mitt á því hvaða sjón- armið veitingarvaldið ætti að leggja til grundvallar vali sínu milli þessara fjögurra hæfu umsækjenda.“ TENGLAR .............................................. www.mbl.is/itarefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.