Morgunblaðið - 26.04.2006, Page 15

Morgunblaðið - 26.04.2006, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 15 ERLENT KJARNAKLJÚFUR í sovésku kjarnorkuveri í Tsjernobyl í Úkraínu sprakk 26. apríl 1986 og gríðarstórt geislavirkt ský barst yfir norðanvert landið, Hvíta-Rússland, vestanvert Rússland og stórt svæði í Norður- Evrópu. Tveimur áratugum eftir þetta versta kjarnorkuslys sögunnar er enn deilt um afleiðingar þess. Sameinuðu þjóðirnar skýrðu frá því í fréttatilkynningu í september að nær 60 manns hefðu þegar dáið og áætlað væri að um 4.000 manns myndu deyja af völdum geislameng- unarinnar í Úkraínu, Hvíta- Rússlandi og Rússlandi. Talan var síðar hækkuð í 9.000 til samræmis við niðurstöðu 600 síðna skýrslu um afleiðingar slyssins. Umhverfisverndarhreyfingar hafa gagnrýnt þetta mat stofnana Sam- einuðu þjóðanna og segja þær van- meta afleiðingar kjarnorkuslyssins stórlega. Grænfriðungar birtu í vik- unni sem leið skýrslu þar sem því var spáð að manntjónið yrði nær 100.000 í allri Evrópu. „Í skýrslu Grænfriðunga er horft til allrar Evrópu en í skýrslu okkar er aðeins fjallað um þau svæði sem urðu verst úti í löndunum þremur þar sem mengunin var mest,“ sagði talsmaður Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar (WHO). Tveir breskir kjarnorkuvís- indamenn birtu nýlega skýrslu þar sem þeir spáðu því að 30.000-60.000 manns myndu deyja úr krabbameini af völdum Tsjernobyl-slyssins. Þeir gagnrýndu stofnanir Sameinuðu þjóðanna fyrir að einblína á Úkraínu, Hvíta-Rússland og Rússland og sögðu að rúmur helmingur geisla- mengunarinnar hefði borist til ann- arra Evrópulanda, meðal annars Sví- þjóðar og Bretlands. Óska eftir aðstoð Fréttavefur breska ríkisútvarps- ins BBC hafði eftir bandaríska pró- fessornum Tim Mousseau, sem hefur rannsakað afleiðingar slyssins í sjö ár, að rannsóknir á afleiðingum kjarnorkuárása Bandaríkjahers á Japan árið 1945 sýndu að 20 ár væru ekki nægur tími til að fá fulla yfirsýn yfir afleiðingar stórfelldrar geisla- mengunar. Liðið gætu tveir, þrír eða jafnvel fjórir áratugir til viðbótar þar til afleiðingar slyssins lægju fyr- ir. Tsjernobyl-slysið olli 400 sinnum meiri geislamengun en kjarn- orkusprengjan sem varpað var á Hiroshima. Nær 800.000 hektarar af ræktarlandi eru enn ónothæfir vegna mengunarinnar og um fimm milljónir manna búa á svæðum sem menguðust í Hvíta-Rússlandi, Úkr- aínu og Rússlandi. Viktor Jústsjenkó, forseti Úkr- aínu, skoraði á dögunum á auðug- ustu þjóðir heims að hlaupa undir bagga með Úkraínumönnum vegna kostnaðarins af hreinsunarstarfinu. Hann sagði að kostnaðurinn til þessa næmi sem samsvarar 1.100 millj- örðum króna og yrði líklega um 12.000 milljarðar fyrir árið 2015. Afleiðingar Tsjernobyl- slyssins enn mjög á reiki AP Þess verður minnst með mótmælum víða um heim í dag að 20 ár eru liðin frá slysinu í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu í Úkraínu. Suður-kóreskir and- stæðingar kjarnorkuvera minnast hér slyssins á mótmælafundi í Seoul. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.