Morgunblaðið - 26.04.2006, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 26.04.2006, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 25 lægri skatthlutföllum sem nálgast nú það sem lagt var af stað með þegar staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp, sem þá var almenn samstaða um. Skattbreytingar á næsta ári auka kaupmátt og draga þannig úr þörf fyrir launa- breytingar. Með því skapast meira svigrúm til að hækka lægstu laun eins og nú er unnið að án þess að þær breytingar hafi víðtækari áhrif. Það er því ekki skynsamlegt að snúa af þessari leið.“ Halldór gagnrýndi viðskipta- bankana fyrir að hafa farið of geyst á íbúðalánamarkaði, en aukning íbúðalána væri meðal þess sem gagnrýnt hefði verið. Hann sagði breytingar á íbúða- lánakerfinu sem stjórnvöld beittu sér fyrir hafa verið tímabærar, og þær hefðu komið heimilunum vel. „Hins vegar fóru bankarnir að mínu mati of geyst í hlutina sem varð til þess að halda mikilli einkaneyslu uppi með lánum. Hér þurfa bæði einstaklingar og lána- stofnanir að sýna meiri varkárni og fyrirhyggju,“ sagði Halldór. Ekki hálfdrættingar á við Svía Önnur atriði sem gagnrýnd hafa verið eru m.a. einkavæðing ríkisfyrirtækja, fjárfesting í orku- framleiðslu og stóriðju, og fjár- festingar Íslendinga erlendis. Halldór sagði þessi atriði öll hluta af þeirri leið sem ríkisstjórnin hefði markað í efnahagsmálum, og mikilvægt væri að halda áfram á þeirri braut. Það væri til vitnis um þessa efnahagsstefnu að 25 þúsund störf hefðu orðið til hér á landi frá árinu 1995. Halldór sagði einkavæðingu rík- isfyrirtækja hafa skilað árangri, þau fyrirtæki sem hefðu verið einkavædd hefðu mörg hver verið drifkrafturinn í efnahagslífinu. Fjárfestingar í orkuframleiðslu og stóriðju hefðu skapað mikinn fjölda fjölbreyttra og vel launaðra starfa og bætt efnahagslega af- komu fólks, fyrirtækja og hins op- inbera. Fjárfestingar Íslendinga erlendis væru fullkomlega eðlileg- ar, og næmu ekki nema um þriðj- ungi af landsframleiðslu, á sama tíma og Danir væru með um 50% og Svíar með um 60%. gætt í fjármálum ríkisins og stefnubreytingar ekki þörf fresta mikilvægum dum á næstunni Morgunblaðið/Eyþór rnin er sökuð um aðhaldsleysi er nær daglega kallað eftir ákvörðunum um ný út- rímsson forsætisráðherra á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í gær. ðtryggðar ð auknum ækkuðu í nnfremur gnstekju- verðbæt- raunvexti, rður því er meiri,“ rinn“ af stað er yngjandi, llar aðrar ka verið erðbólgan markmið r forsend- örðunum. dir aukin um sér- l þess að máttartap. Auknar launahækkanir fóðra síðan verðbólguvæntingar og ýta undir verðbólguna sjálfa. Þetta er gamli vítahringurinn, sem hélt raunveru- legum framförum á Íslandi í gísl- ingu á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Verðbólgan verður ekki hamin og henni verður ekki náð niður nema með samræmdum aðgerðum á sviði hagstjórnar,“ sagði Ingi- mundur. Það væri brennandi verk- efni nú, og forsenda þess að halda jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Ingimundur gagnrýndi Reykja- víkurborg fyrir að ganga á undan öðrum sveitarfélögum og hækka laun starfsmanna. Hann sagði að því miður væri það ekki svo að kostnaðarauki borgarinnar vegna þessa rynni beint til þeirra sem lægst hefðu launin, hinar miklu hækkanir í samningum borgarinn- ar hefðu farið beint upp svo til all- an launastigann, og tímaspursmál hvenær það gerðist líka hjá öðrum sveitarfélögum. Erfitt væri fyrir fyrirtæki í landinu að keppa við sveitarfélögin ef þau færu á undan með miklum umframhækkunum, og fyrirtækin gætu staðið frammi fyrir því að verða að keppa við hið opinbera um hæft starfsfólk, jafnvel þó reksturinn stæði ekki undir launa- hækkununum. „Þá reyna þau fyrirtæki, sem það geta, að velta kostnaðarauk- anum út í verðlagið og hinar ný- fengnu og rausnarlegu launa- hækkanir verða að engu. Skuldir heimilanna hækka og rekstur fyr- irtækja gengur úr skorðum og flestir verða verr settir eftir en áð- ur. Umræða um ESB og evru þegar illa árar Ingimundur sagði marga beina sjónum sínum að evrunni og Evr- ópusambandinu (ESB), og sagði skiptar skoðanir á því innan at- vinnulífsins hvort taka ætti upp evruna, eða ganga í sambandið. „Það er óneitanlega athyglis- vert, að umræða um evru og ESB skuli jafnan skjótast upp, þegar við stöndum frammi fyrir efna- hagsvanda; vanda, sem við höfum sjálf komið okkur í með röngum ákvörðunum, bíræfni, athafnaleysi eða ónógu samráði. Ráðaleysi í stjórn efnahags- og kjaramála má ekki verða ástæða fyrir upptöku evru eða aðild að ESB. Þá væri illa komið,“ sagði Ingimundur. við áður st í sessi Morgunblaðið/Eyþór Ingimundur Sigurpálsson var end- urkjörinn formaður Samtaka at- vinnulífsins á aðalfundi SA í gær. Quentin Peel, fréttastjórierlendra frétta hjá Fin-ancial Times, er staddurhér á landi en hann flutti erindi á aðalfundi Sam- taka atvinnulífsins þar sem hann ræddi um alþjóðavæðingu og mögu- legan afturkipp sem hann segir að geti átt sér stað fari þjóðir ekki var- lega á næstunni. Í samtali við Morgunblaðið segir Quentin að margar jákvæðar hliðar séu á alþjóðavæðingunni og hverju hún hafi skilað þegar litið sé til hag- vaxtar og hagsældar, þá bæði á Vesturlöndum, og nefnir hann þá Ísland sérstaklega þar sem áhrifin séu greinileg, en einnig í löndum eins og Kína og Indlandi, þar sem lífsgæði hafi aukist gríðarlega. „En hættan er sú að við munum koma til með að sjá bakslag hvað al- þjóðavæðinguna varðar. Við sjáum að í Bandaríkjunum er að koma upp andstaða við Kína og í Evrópu er pólitíska umræðan í Frakklandi verndarsinnuð og andsnúin frekari stækkun Evrópusambandsins. Að sumu leyti eru skilaboðin því þau að stjórnmálamenn verði að skilja óör- yggið sem fólk finnur til gagnvart alþjóðavæðingunni og þeir þurfa að reyna að svara þessu óöryggi með betri stefnumótun. Hlutirnir gætu breyst hratt ef við förum ekki var- lega. Við gætum endað uppi með raunverulegan ágreining, t.d. milli Bandaríkjanna og Kína, ef eitthvað fer úrskeiðis.“ Quentin segir því að fyrir stjórn- málamenn sé freistingin sú að taka upp verndarstefnu en hann segir hættu á að það gæti stoppað það hagvaxtarferli sem átt hafi sér stað. Hann segir að fyrir Ísland sé þó erfitt að horfa tilbaka þar sem hag- kerfið sé svo opið og smátt. „Þið hafið séð mikinn hagvöxt síðustu tíu árin en nú sjáið þið spá- kaupmennskufjármagn og að verið er að veðja á fall krónunnar, svo það eru tvær hliðar á alþjóðavæðing- unni.“ Quentin segir að honum finnist Ísland heillandi smáheimur í al- þjóðavæðingunni. „Fyrir mér er alveg greinilegt að alþjóðavæðingin hefur verið frábær fyrir Ísland, hún þýðir að land- fræðileg lega landsins skiptir allt í einu ekki máli, þið getið tileinkað ykkur þekkingarsamfélagið og auk- ið verulega hagsæld ykkar með því að taka þátt á stærri markaði. En að stjórna þessu ferli og útskýra það fyrir fólki getur verið erfitt. Ég held að þið munið vissulega þurfa að ræða hvort hagkerfið hafi verið of opið en ég held að ef snúa ætti ferlinu við væri það óviturlegt og líklega ekki mögulegt. Og ef til vill hefur hagvöxtur verið of mikill á Ís- landi undanfarið, þótt ég sé ekki viss.“ Ísland í erlendum fjölmiðlum Mikið hefur verið rætt um Ísland og íslenska hagkerfið í erlendum fjölmiðlum og þar er Financial Tim- es engin undantekning. Quentin segir ástæðuna vera að fréttir af spákaupmennsku á Íslandi hafi vakið athygli ritstjórnar. „Við viljum vita af hverju þetta hefur verið að eiga sér stað. Við beinum sjónum okkar hingað nú vegna þess að margir fjárfestar hafa gert það. Á liðnum árum hefur umfjöllun aðallega átt sér stað vegna þess að Íslendingar hafa fjárfest í Bretlandi og Danmörku.“ Quentin segist ekki telja að um- fjöllun fjölmiðla hafi hrundið af stað falli krónunnar og hlutabréfa. Hann segir að augljóslega hafi Ís- land verið áfangastaður fyrir svo- kölluð „carry trade“ þar sem spá- kaupmenn notfæra sér vaxtamun á milli landa. „Mikið af þessu fjármagni hefur verið fært hingað til lands án tillits til þess hvað er að eiga sér stað í hagkerfinu. Þetta eru ekki fjárfest- ingar í atvinnugreinum hagkerf- isins. Það sem þið viljið eru fjár- festingar til frambúðar en í raun er þetta bara spákaupmennsku- fjármagn og það er alltaf hættu- legt.“ Quentin segist telja að huga þurfi betur að reglum hvað fjármagns- flutninga og spákaupmennsku varðar, hann segist hlynntur því að einhvers konar skattur verði settur á fjármagnsflæði milli landa. „Magn fjármagns sem fer milli landa er orðið svo gríðarlegt að slíkar reglur gætu orðið til þess að lítil hagkerfi eins og Ísland búi við meiri stöðugleika. Þótt þið hafið haft hag af slíku fjármagni í ein- hvern tíma eruð þið núna að sjá nei- kvæðu hliðarnar sem þessu geta fylgt.“ Lítil áhrif seðlabanka Quentin segir stóru spurninguna vera hversu mikið sjálfstæði seðla- bankar hafi í dag miðað við alla þá spákaupmennsku sem fram fari. „Eitt vandamál hér á landi er hversu lítil raunveruleg áhrif Seðlabanki Íslands hefur á hag- kerfið, miðað við það sem ætla mætti. Hann hækkar stýrivexti í rúmlega 11%, en það hefur ekki nægjanleg áhrif. Í fyrsta lagi vegna þess að bankar og svo fyrirtæki lána og fá lánað fjármagn erlendis og eru því ekki undir áhrifum frá stýrivöxtum og svo í annan stað vegna þess að vöxtum á fast- eignalánum er enn stýrt svo það stöðvar ekki fasteignahækk- anirnar.“ Spurður um upptöku evru á Ís- landi segir Quentin ólíklegt að hægt verði að taka upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið. „Mér finnst mun áhugaverðari umræðan um hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Ég skil vel að alþjóðavæðingin valdi vissri óvissu en á sama tíma held ég að vegna allra þessara fjármagns- flutninga og spákaupmennsku sé lausnin fyrir lítil hagkerfi ef til vill að ganga í myntbandalag. Og tal- andi um lítil áhrif seðlabanka nú til dags, ýta þau rök undir upptöku evru. En þetta er stór ákvörðun fyrir ykkur og umræðan þarf að fara fram.“ Morgunblaðið/Ásdís Quentin Peel, fréttastjóri hjá Financial Times. Alþjóðavæðingin frábær fyrir Ísland Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.