Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 31
MINNINGAR
og hlusta í amstri dagsins. Og það
hefur svo sannarlega verið bæði okk-
ur krökkunum og þeim fullorðnu hæli
og styrkur.
Líf Líneyjar var ekki alltaf neinn
dans á rósum, hún missti manninn
sinn snemma og heilsunni hafði hrak-
að mikið síðustu ár. Samt lét hún
heilsubresti ekki buga sig og brosti
og bauð okkur velkomin öllum stund-
um.
Líney var stór og mikill karakter,
ung í anda og aldrei langt í húmorinn.
Hún kenndi okkur krökkunum m.a.
að gretta okkur og fela sleikjóa í vös-
unum fyrir árvökulum augum for-
eldra okkar og skammaðist sín ekk-
ert fyrir það.
Ég veit ekki hvar Líney er núna en
hún trúði því að hún færi til Einars,
ömmu Ellu, afa Páls og allra hinna
sem hún hefur þurft að sjá á eftir í
gegnum tíðina. Því vona ég og bið
þess að það sé satt og núna líði henni
vel lausri við alla líkamlega kvilla. Í
huganum þakka ég Líneyju fyrir allt
og Guði fyrir að hafa fengið að kynn-
ast þessari frábæru frænku minni.
Það er enginn eins og Líney. Hvíl í
friði, elsku frænka, við sjáumst hin-
um megin.
Hildur Halldórsdóttir.
Mér finnst það alltaf jafn fjar-
stæðukennt og skrítið þegar einhver
nákominn manni kveður þessa jarð-
vist til þess að halda áfram ferðalagi
sínu til betri staða. Það er sérstak-
lega skrítið þegar kallið að handan
kemur snögglega og maður kemst að
raun um að manneskjur sem maður
heldur að séu eilífar eru dauðlegar
rétt eins við öll hin.
Líney ömmusystir mín hefur núna
haldið áfram ferð sinni. Hún var
svona fastur liður ef svo má að orði
komast, alltaf til staðar, alltaf partur
af heildarmyndinni. Mínar fyrstu
minningar um Líneyju eru af Báru-
götunni, sitjandi úti í horni með
prakkaralegt glott á andlitinu, prjóna
í hendi og kaffi í krús. Einhverra
hluta vegna þykir mér setningin
„áttu ekki góða kjaftasögu handa
mér“ henta þessari minningu sérlega
vel.
Ég man líka hvað Líney átti gott
með að kitla mig, veit þó ekki hvernig
það var með önnur börn í fjölskyld-
unni. Það var í rauninni nóg fyrir
hana að stíga inn í herbergi, munda
hendurnar og segja gilligilligill, án
þess þó að koma við mig, þá sprakk
ég úr hlátri. Engum öðrum hefur tek-
ist þetta, og það sem henni gat fund-
ist þetta skemmtilegt.
Hún var líka svo skemmtilega
stríðin, alltaf glettin og ávallt var
stutt í grínið. Að minnsta kosti eins
og ég kynntist henni. Hún var mjög
góð kona og gjafmild. Aldrei neitt til
sparað þegar komið var í heimsókn
og eru ófáar minningarnar um að
koma rúllandi út af Bárugötunni eftir
ótrúlegt súkkulaðiát og gott spjall.
Svona mætti lengi telja, enda eru
minningarnar um Líneyju frænku
fjöldamargar og ber að þakka fyrir
þær.
Söknuðurinn er sár. En til þess að
geta metið gleðina að sönnu þarf
maður að hafa upplifað sorgina. Í
þessum sára söknuði eftir góðri konu
er einnig gleði að finna. Gleði yfir því
að hafa þekkt hana, þótt vænt um
hana og eiga um hana minningar.
Einn af föstu punktunum í lífinu er
horfinn af sjónarsviðinu en Líney
verður áfram fastur punktur í hjört-
um okkar sem eftir sitjum.
Nú veit ég að sumarið sefur
í sál hvers einasta manns.
Eitt einasta augnablik getur
brætt ísinn frá brjósti hans,
svo fjötrar af huganum hrökkva
sem hismi sé feykt á bál,
uns sérhver sorg öðlast vængi
og sérhver gleði fær mál.
(Tómas Guðm.)
Þakka þér, Líney frænka, fyrir
samveruna. Megi Almættið lýsa þér á
ferð þinni og gefa þér frið.
Þín litla frænka,
Kristjana Pálsdóttir yngri.
Líney Pálsdóttir var systir hennar
ömmu minnar en þar sem hún átti
ekki börn sjálf varð hún önnur amma
okkar, við urðum barnabörnin henn-
ar. Ef ég ætti að lýsa henni í einu orði
væri það líklegast örlæti, hún vildi
alltaf gefa allt en vildi aldrei neitt frá
neinum.
Ég og hún áttum í sérstöku sam-
bandi, hún skildi mig alveg og ég
skildi hana og ég fór mjög oft þangað,
dró stundum vini mína með, þar sem
kókið og nammið beið okkar.
Hún var alltaf með Stöð 2, og það
var svo rosalega flott í okkar fjöl-
skyldu, en það er einmitt með eftir-
minnilegustu hlutunum við hana. Oft
og tíðum fórum við saman á Bárugöt-
una og Fannafoldina á seinni árum,
fjölskyldan saman, og horfðum lengi
vel á myndir sem var bara hægt að
sjá hjá henni, ég mun aldrei gleyma
því.
Hún var vön að segja að við ættum
ekki að syrgja hana, heldur fagna því
að hún væri nú hinum megin. Hún
trúði mjög mikið á yfirnáttúruleg öfl,
þar sem vinkona hennar er miðill og
hún sagðist hafa haft sínar skyggni-
gáfur. Hún var gift manni að nafni
Einar. Ég hitti hann aldrei, en hann
dó áður en ég fæddist.
Hann var allt lífið hennar og við
huggum okkur við það að núna eru
þau saman hinum megin, ásamt
börnunum, þar sem bakverkir og
ónýt lungu eru ekki til.
Líney mín, ég sakna þín ógurlega,
elska þig og hlakka til að sjá þig.
Haukur Hannes.
Á æskuheimili mínu var alltaf talað
með hlýju og virðingu um heimilið á
Bárugötu 21. Þar réðu húsum Elín og
Páll, húsið var eins konar stórfjöl-
skylduhús og enn í dag eru afkom-
endur þeirra búsettir í húsinu. Þar
uxu úr grasi dæturnar Kristjana og
Líney en móðursystir mín hún Veiga
kom þangað sem starfsstúlka um það
leyti sem Líney fæddist. Einhvern
veginn æxlaðist það svo að frænka
mín ílengdist á heimilinu, mér eru
minnisstæðar sem barni heimsókn-
irnar á Bárugötuna, höfðinglegar
móttökurnar sem einhvern veginn
tilheyrðu húsinu.
Mörgum árum seinna flutti ég í ná-
grennið og kynntist ég þá Líneyju,
sem eftir að hafa misst Einar, eig-
inmann sinn, hafði flutt aftur á Báru-
götuna. Og sagan endurtók sig, alltaf
var tekið á móti börnum mínum opn-
um örmum, hvenær dags sem var.
Málin rædd yfir góðgjörðum og kött-
unum klappað. Nú hafa þær báðar
kvatt þennan heim, Veiga í hárri elli í
nóvember sl. og Líney nú.
Þrátt fyrir langvarandi og marg-
vísleg veikindi Líneyjar þá var alltaf
svo skemmtilegt að hitta hana, þar
ríkti frásagnargleðin, hún hafði skoð-
anir á öllu, orðheppin og kankvís.
Hún hafði þennan sérstaka gálga-
húmor til að bera sem maður ann-
aðhvort elskaði eða bara áttaði sig
ekki á. Ég naut gestrisninnar og
húmorsins í hvert skipti sem ég kom
á Bárugötuna, en ég kom þar reglu-
lega um árabil. Líney var listhneigð-
ur skörungur sem örlögin leyfðu ekki
að njóta sín sem skyldi, henni hefði
farist vel úr hendi að stjórna stóru
barnmörgu heimili, en enginn má
sköpum renna. Umhyggju hennar
fyrir velferð sinna nánustu ættingja
og vina var við brugðið. Missir þeirra
er mikill og snöggur, en það er viss
huggun að við vitum að Líney trúði
staðfastlega að líf væri að loknu
þessu og þar biði hennar Einar.
Móeiður og fjölskylda.
Elsku Líney. Ég mun aldrei
gleyma þér og ég sakna þín. Mér
þykir mjög mikið vænt um þig og
viltu passa Snotru fyrir mig, því hún
dó á sumardaginn fyrsta, það var
keyrt yfir hana. En hafðu bara gam-
an loks þegar þú hittir manninn þinn,
mömmu þína og pabba og fleiri fjöl-
skyldumeðlimi aftur. Halt þú líka
partý eins og þú sagðir okkur að gera
og skemmtu þér.
Bið að heilsa öllum.
Þín
Helena.
Gengið hefur þú lífsins veginn
gefið birtu og yl
gleðjast munu þau hinum megin
er gengur þú þeirra til.
Líney. Nafnið þitt er greypt í huga
minn og hjarta. Aldrei áður hefur
mér þótt jafn erfitt að kveðja nokkra
manneskju, þú varst mamman sem
ég leitaði að allt mitt líf, við gátum
talað um allt milli himins og jarðar,
oft gátum við hlegið saman og haft
gaman af lífsins uppákomum.
Þú varst sú manneskja hér í þessu
jarðlífi, af þeim sem ég hef kynnst,
sem hafðir óeigingjarnasta hjartalag
varst hreinlyndust, skörp, skemmti-
leg, ákveðin, þrjóskust, mesti dýra-
og mannvinur, elskaðir allt sköpunar-
verk guðs í náttúrunni, og ekki síður
lífið eftir dauðann, alltaf beiðstu eftir
að hitta þinn heittelskaða eiginmann
aftur og börnin þín.
Þú efaðist aldrei, þar varst þú mér
svo mikil hvatning, sagðir það guðs-
gjöf að skynja lífið á þann hátt sem ég
geri.
Ég veit að ég á að samgleðjast þér,
elsku Líney mín, og geri það líka, og
þó þú hafir yfirgefið þinn veika lík-
ama þá munt þú áfram fylgjast með
ættingjum þínum sem voru þér svo
kærir.
Systir þín sem þú sagðir mér svo
margar skemmtisögur af, hvernig þú
gast látið hana gera alla hluti, bara
með því að kalla á ferfættu vini þína
hundana, sem þú aflaðir þér hér og
þar. Þú gast endalaust hlegið að
kjánaskapnum í henni að vera hrædd
við hunda, en það eru fáir sem eru
eins óttalausir og þú varst, við hunda
af öllum stærðum og gerðum, þú
hleyptir dýrunum þínum og annarra
nær þér en mannfólkinu, kannski
vegna þess að þau gerðu enga kröfu
um að gera neitt fyrir þig, en það
reyndum við sem stóðum þér nærri
svo oft við illan leik, því þú vildir bara
fá að gefa, en ekkert að þiggja.
Það besta sem þú gafst mér var
þegar þú sagðir: „Ég elska þig,
skinnið mitt, þótt þú sért svona skrít-
in.“ Svo skríktir þú því það var þér
svo erfitt að tjá tilfinningar í orðum.
„Ég elska þig líka,“ sagði ég. Þá
heyrðist: „O, sei, sei, kjáninn þinn.“
En þú vissir það svo sem.
Hér í jarðríki er enginn sem hefir
komist jafn langt inn fyrir skelina
mína og þekkir mig jafn vel og þú
gerðir, fyrir utan Ómar minn, sem þú
náðir svo vel að sjá út líka. Þú sást
hann betur út en ég þegar hann var
að stríða okkur, og varst alltaf svo kát
yfir því hvernig þér tókst upp með að
stríða honum með uppsetningunni á
innstungunni í herberginu, svipurinn
á drengnum þá er ógleymanlegur.
Börnin mín tvö yngstu kölluðu þig
ömmu, þú varst þeim besta amma í
heimi því þú varst vinur sem gast
hlustað, fyrirgefið og gefið góð ráð.
Söknuður þeirra er mikill. Síðasta
kveðjustundin okkar er mér svo dýr-
mæt, við föðmuðumst og þökkuðum
hvor annarri fyrir páskaeggin. Ég
bað þig að sitja kyrra inni þegar ég
fór. Þú hlýddir því auðvitað ekki held-
ur stóðst á tröppunum og veifaðir
mér. Eitthvað brast innra með mér,
ég hugsaði: Vonandi er þetta ekki í
síðasta sinn sem ég sé þig svona, en
sú varð raunin. Ég gleðst fyrir þína
hönd að hafa lokið jarðlífinu, þakka
þér allt! Sjáumst. Þitt ljós mun skína
áfram hér.
Ástkæra Líney, ljúfan mín,
þú lýsir sem stjarna skær.
Ætíð mun ég minnast þín
meðan hjartað slær.
Vinur minn þú varst í raun
veittir skjól í byl,
þerraðir tár og tókst ei laun
þín trú mér veitti yl.
Nú ertu flutt og farin frá mér
í ferðalagið langa.
Elsku Líney, ég þakka þér,
þú lést blómin anga.
(Ásta Svendsen.)
Þín vinkona,
Bíbí.
Fleiri minningargreinar um
Líney Arndísi Pálsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru: Hannes
Pálsson, Magnús H. Skarphéð-
insson, Hólmfríður Kolka Zophon-
íasdóttir, Böðvar Guðmundsson,
Bjarni Halldórsson og skólasystur
úr handavinnukennaradeild Kenn-
araháskóla Íslands.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
JÓN ÞÓRARINN SIGURJÓNSSON,
áður til heimilis
á Grundarstíg 3,
Reykjavík,
lést á Vífilsstöðum mánudaginn 10. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Hjartans þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát hans.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Vífilsstaða fyrir frábæra umönnun
og kærleika.
Guð blessi ykkur öll.
Margrét Jónsdóttir,
Valdís Jónsdóttir, Ólafur Sigurðsson,
Sigurjón Jónsson, Ásta Árnadóttir,
Elín Jónsdóttir, Karl K. Bjarnason,
Guðlaug Jónsdóttir, Jón S. Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar,
SÓLVEIG HERMANNSDÓTTIR,
Dollý,
Fróðasundi 10a,
Akureyri,
sem lést sunnudaginn 16. apríl, verður jarðsungin
frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 27. apríl
kl. 13.30.
Þórunn Gunnarsdóttir, Hermundur Jóhannesson,
Ólafur Gunnarsson, Kristín Antonsdóttir,
Jóhanna M. Gunnarsdóttir, Kristján Þorkelsson,
Guðrún E. Gunnarsdóttir, Jón Ingi Cesarsson,
Anna Dóra Gunnarsdóttir, Eiríkur Kristinsson,
ömmu- og langömmubörn.
Elskulegur faðir minn,
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON
prentari,
Tjarnarbóli 14,
Seltjarnarnesi,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 28. apríl kl. 13.00.
Gústaf Guðmundsson
og aðrir aðstandendur.
Við þökkum heilshugar þá virðingu, þakklæti og
kærleika sem sýnd var
MAGNEU ÞORKELSDÓTTUR
þegar hún kvaddi og alla samúð sem við nutum.
Sá Guð sem hún þjónaði og þakkaði allt gleðji og
blessi alla sem hún minnist í þakkarhug.
Sigurbjörn Einarsson og fjölskylda.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ANNA EGGERTSDÓTTIR
frá Steðja,
Álakvísl 27,
verður jarðsungin frá Digraneskirkju föstudaginn
28. apríl kl. 15.00.
Jóhann Bergsveinsson, Súsanna Magnúsdóttir,
Eggert Bergsveinsson, Anna Högnadóttir,
Kristmundur Bergsveinsson,
Margrét Bergsveinsdóttir, Birgir Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.