Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 35
FRÉTTIR
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum
1, Selfossi, þriðjudaginn 2. maí 2006 kl. 10:00 á eftirfarandi
eignum:
Austurey lóð (sumarhús) fastanr. 220-6123, Bláskógabyggð, þingl.
eig. Sigurður Ingi Tómasson, gerðarbeiðendur Tollstjóraembættið
og Tryggingamiðstöðin hf.
Bankavegur 6, fastanr. 218-5547, Selfossi, þingl. eig. Einar Valur
Oddsson og Steinunn Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Sveitarfélagið
Árborg.
Birkibraut 2, fastanr. 226-2155, Bláskógabyggð, þingl. eig. Urðarfell
ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið.
Borgarheiði 10 H, fnr. 220-9906, Hveragerði, ehl. gerðarþola, þingl.
eig. Sigurbjörg Pálína Pálsdóttir, gerðarbeiðandi Tónlistarskóli Árnes-
inga.
Egilsbraut 30, fastanr. 221-2183, Ölfusi, þingl. eig. Margrét Bára Magn-
úsdóttir, gerðarbeiðendur Gunnar Sigurbjörn Auðunsson, Húsasmiðj-
an hf. og Íbúðalánasjóður.
Eyjasel 3, fastanr. 219-9567, sveitarfél. Árborg, þingl. eig. Salóme
Huld Gunnarsdóttir og Guðmundur Lárus Arason, gerðarbeiðendur
Dagsbrún hf og Íbúðalánasjóður.
Eyrarbraut 21, 01-0101, fastanr. 219-9787, sveitarfél. Árborg, þingl.
eig. Dvergsmíð ehf., gerðarbeiðandi Sveitarfélagið Árborg.
Eyrargata 21 (Bólstaður), fastanr. 220-0060, Eyrarbakka, þingl. eig.
Emil Ragnarsson, gerðarbeiðandi Sparisjóðurinn á Suðurlandi.
Eyrargata 53a, fastanr. 220-0123 og 220-0124, Eyrarbakka, ásamt
vélum, tækjum og áhöldum, þingl. eig. Ísfold ehf., gerðarbeiðendur
Byggðastofnun, Íslandsbanki hf., Sveitarfélagið Árborg og Sýslumað-
urinn á Selfossi.
Gljúfurárholt lóð 172345, Ölfusi, þingl. eig. Gljúfurbyggð ehf., gerðar-
beiðandi Sýslumaðurinn á Selfossi.
Gróðurmörk 5, fastanr. 221-0209, Hveragerði, þingl. eig. Skógarsel
ehf., gerðarbeiðandi Hveragerðisbær.
Heiðarbrún 96, fastanr. 221-0339, Hveragerði, þingl. eig. Guðrún
Guðmundsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Lífeyrissjóður
Suðurlands.
Hveramörk 4, fastanr. 221-0532, Hveragerði, ehl. gerðarþola, þingl.
eig. Fjölnir Þorgeirsson, gerðarbeiðandi Húsasmiðjan hf.
Ingólfshvoll, jörð, landnr. 171-743, Ölfusi, þingl. eig. Gljúfurbyggð
ehf., gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Kópavogi.
Klettagljúfur 10, fastanr. 227-1074, Ölfusi, þingl. eig. Örn Karlsson,
gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Kópavogi.
Klettagljúfur 12, landnr. 193045, Ölfusi, þingl. eig. Viðskiptanetið
hf., gerðarbeiðandi 365 - prentmiðlar ehf.
Lindarskógur 6-8, fastanr. 221-9163, Bláskógabyggð, þingl. eig. Ásvél-
ar ehf., gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Selfossi og Vátryggingafé-
lag Íslands hf.
Lækur 2, lóð 176778, fastanr. 221-1796 - auk rekstrartækja, Ölfusi,
þingl. eig. Plastmótun ehf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Sveit-
arfélagið Ölfus.
Miðengi Laufás, fastanr. 220-7801, Grímsnes- og Grafningshreppi,
ehl. gerðarþola, þingl. eig. Arnór Guðbjartsson, gerðarbeiðendur
Sparisjóður Rvíkur og nágr., útibú og Tollstjóraembættið.
Miðholt 11, fastanr. 227-5944, Bláskógabyggð, þingl. eig. Jörfagrund
ehf., gerðarbeiðandi Bláskógabyggð.
Miðholt 13, fastanr. 227-6361, Bláskógabyggð, þingl. eig. Jörfagrund
ehf., gerðarbeiðandi Bláskógabyggð.
Miðholt 15, fastanr. 227-5961, Bláskógabyggð, þingl. eig. Jörfagrund
ehf., gerðarbeiðandi Bláskógabyggð.
Miðholt 17, fastanr. 227-5994, Bláskógabyggð, þingl. eig. Jörfagrund
ehf., gerðarbeiðandi Bláskógabyggð.
Miðholt 19, fastanr. 227-5995, Bláskógabyggð, þingl. eig. Jörfagrund
ehf., gerðarbeiðandi Bláskógabyggð.
Miðholt 9, fastanr. 227-6370, Bláskógabyggð, þingl. eig. Jörfagrund
ehf., gerðarbeiðandi Bláskógabyggð.
Minni-Borg, landnr. 168263, Grímsnes- og Grafningshreppi, þingl.
eig. Hólmar Bragi Pálsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Selfossi.
Minni-Mástunga lóð 1-5, fastanr. 227-0647, Skeiða- og Gnúpverja-
hreppi, þingl. eig. Hótelfélagið Skyggnir ehf., gerðarbeiðandi Hitaveit-
ufélag Gnúpverja ehf.
Mýrarkot J-Gata 1, fastanr. 223-6360, Grímsnes- og Grafningshreppi,
þingl. eig. Anna Guðjónsdóttir, gerðarbeiðandi Grímsnes- og Grafn-
ingshreppur.
Réttarholt lóð 180313, fastanr. 220-2516, Skeiða- og Gnúpverjahreppi,
þingl. eig. Heiði rekstrarfélag ehf., gerðarbeiðendur Skeiða- og Gnúp-
verjahreppur og Sýslumaðurinn á Selfossi.
Sambyggð 4, fastanr. 221-2687, Ölfusi, ehl. gerðarþola skv. þingl.
kaupsamningi, Uthai Huiphimai, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður.
Smiðjustígur 17c, fastanr. 224-8410, Hrunamannahreppi, þingl. eig.
Sólveig Hallgrímsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður.
Starmói 2, fastanr. 226-7096, sveitarfél. Árborg, ehl. gerðarþola skv.
þingl. kaupsamningi, Þórhallur V. Einarsson, gerðarbeiðandi Snæland
Grímsson ehf.
Stekkjarvað 16, fastanr. 220-0432, Eyrarbakka, þingl. eig. Guðmundur
Hreinn Emilsson og Emil Ragnarsson, gerðarbeiðandi Sveitarfélagið
Árborg.
Strandgata 11, 165743, fastanr. 219-9790, Stokkseyri, ehl. gerðarþola
skv. þingl. kaupsamningi, Guðlaugur R. Ásgeirsson, gerðarbeiðandi
Íbúðalánasjóður.
Tröllhólar 3, fastanr. 225-1156, Selfossi, þingl. eig. Sigurður Ágúst
Rúnarsson og Lára Ólafsdóttir, gerðarbeiðandi Sveitarfélagið Árborg.
Valhallars. Nyrðri 12, 170808, fastanr. 220-9411, Bláskógabyggð,
talin eign gerðarþola, Fjársýsla ríkisins, ríkisfjárh., gerðarbeiðandi
Bláskógabyggð.
Þerneyjarsund 24, fastanr. 220-7493, Grímsnes- og Grafningshreppi,
talin eign gerðarþola, Guðmundur Þorvar Jónasson, gerðarbeiðendur
Gildi - lífeyrissjóður og Sýslumaðurinn í Kópavogi.
Þóristún 13, fastanr. 218-7679, Sveitarfélaginu Árborg, þingl. eig.
Einar Smári Einarsson, gerðarbeiðandi Sveitarfélagið Árborg.
Þúfa, landnr. 171830, Ölfusi, þingl. eig. Jarðeignir ríkisins, gerðarbeið-
andi Sveitarfélagið Ölfus.
Sýslumaðurinn á Selfossi,
25. apríl 2006.
Gunnar Örn Jónsson, fulltrúi.
Raðauglýsingar 569 1100
KENNARASAMBAND Íslands,
Þroskaþjálfafélag Íslands og Rann-
sóknarstofnun Kennaraháskóla Ís-
lands undirrituðu nýverið samstarfs-
samning um útgáfur veftímaritsins
Netlu. Rannsóknarstofnun KHÍ hef-
ur gefið ritið út frá árinu 2002 en
Kennarasambandið og Þroskaþjálfa-
félagið koma héðan í frá að útgáfunni
með því að leggja til hvort sinn rit-
nefndarfulltrúann. Þess er vænst að
tenging Netlu við félög þeirra stétta
sem hljóta menntun sína í Kenn-
araháskólanum verði til þess að auka
framgang ritsins og efla skólamála-
umræðu í samfélaginu í heild, segir í
fréttatilkynningu.
Í Netlu birtast ritrýndar fræði-
greinar, greinar af almennari toga,
erindi, frásagnir af þróunarstarfi,
umræðugreinar, hugleiðingar, pistl-
ar, viðtöl, ritfregnir og dómar. Kost-
ir vefmiðils eru nýttir eftir föngum
og geta höfundar meðal annars birt
vefi, hljóðdæmi og myndskeið. Þá
geta höfundar einnig birt drög og
hugmyndir að efni.
Ritstjórn skipa Ingvar Sigurgeirs-
son, prófessor við KHÍ, ritstjóri,
Torfi Hjartarson, lektor við KHÍ,
Þórunn Blöndal, lektor við KHÍ, Sig-
ríður Rut Hilmarsdóttir, frá Þroska-
þjálfafélagi Íslands og Kristín Elfa
Guðnadóttir, frá KÍ.
Á myndinni eru Eiríkur Jónsson,
KÍ, Gretar L. Marinósson, RKHÍ og
Sigríður Rut Hilmarsdóttir, Þroska-
þjálfafélagi Íslands.
Samstarfssamningur
um útgáfu veftímarits
Í 20 ár hefur Gula línan aðstoðað
fólk sem stendur í framkvæmdum
við að finna upplýsingar um vörur
og þjónustu. Árlega svarar Gula lín-
an um 500.000 fyrirspurnum af því
tagi.
Nú hefur Gula línan ákveðið að
auka við þjónustuna með því að
hefja útgáfu á mánaðarblaði í dag-
blaðsformi sem dreift er ókeypis inn
á 70.000 heimili á höfuðborgar-
svæðinu. Markmiðið er eftir sem áð-
ur að aðstoða framkvæmdamenn og
-konur við að kaupa vörur og þjón-
ustu, segir í frétt frá fyrirtækinu.
Efni fyrsta blaðsins er helgað
framkvæmdum við húsið. Í blaðinu
eru góð ráð og upplýsingar til þeirra
sem nota sumarbyrjun í að lagfæra
húsið að innan og utan. Efni blaðs-
ins, ráðleggingar og upplýsingar,
verður aðgengilegt á vef Gulu lín-
unnar (www.gulalinan.is) og upplýs-
ingar um vörur og þjónustu sem á
þarf að halda við framkvæmdir er
hægt að nálgast í upplýsingasíma
Gulu línunnar í síma 1444. Þannig
verða þessir þrír miðlar, blaðið, sím-
inn og vefurinn að samþættri þjón-
ustu sem styður við bakið á fram-
kvæmdafólki.
Samstarfsaðilar Miðlunar ehf. við
útgáfu Lífstílsblaðs Gulu línunnar
eru Árvakur hf., sem annast prent-
un, Dagsbrún hf. (Pósthúsið) sem
annast dreifingu og Fröken ehf.
sem annast efnisvinnslu í blaðið.
Í næsta blaði er ætlunin að fjalla
um pallinn, grillið, heita pottinn,
gróðurinn, garðinn og lífsnautnirnar
sem fylgja því að eiga stund í garð-
inum.
Lífstílsblað Gulu línunn-
ar hefur göngu sína
STEINBJÖRN Logason vann ljósmynda-
samkeppni sem haldin var á vegum Ice-
land Express, í tilefni af því að þá kom
til landsins fyrsta af þremur nýjum vél-
um sem Iceland Express er að taka í
notkun.
Áhugafólki um flug og ljósmyndun
var boðið að taka þátt í samkeppni um
bestu ljósmyndina af vélinni. Höfundur
kallar verðlaunamyndina „Leggðu hana
svo bara á þakið“ og hlýtur hann ferð
fyrir tvo með Iceland Express að laun-
um.
Vann ljósmynda-
samkeppni
ÍSLANDSMEISTARAKEPPNI í ökuleikni framhaldsskóla fór
fram sl. laugadag en það er Brautin – bindindisfélag öku-
manna sem stóð fyrir keppninni í samstarfi við Sjóvá, Og-
Vodafone og Heklu. Fór keppnin fram á bílastæði höfuð-
stöðva Sjóvár og tóku 12 nemendur úr sjö skólum þátt.
Ekið var í gegnum fjórar þrautabrautir sem settar höfðu
verið upp. Tími keppenda var mældur og fyrir hverja villu
sem gerð var í brautinni bættust 10 sekúndur við tímann.
Einnig þurftu keppendur að svara nokkrum spurningum um
umferðina og bættust 5 sekúndur við heildartímann fyrir
hvert rangt svar. Í kvennaflokki fór Erla Steinþórsdóttir,
nemandi Verkmenntaskólans á Akureyri, með sigur af hólmi
og hlaut hún 635 refsistig. Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Menntaskólanum í Kópavogi, var í öðru sæti með 670 refsistig
og Alma Jónsdóttir, Flensborgarskóla, var í því þriðja með
716 stig.
Í karlaflokki sigraði Kristinn Arnar Svavarsson, Mennta-
skólanum í Reykjavík, eftir hörkuspennandi keppni. Hann
hlaut 444 refsistig, fjórum minna en skólabróðir hans, Pálmar
Sæmundsson, sem hlaut 448. Í þriðja sæti lenti Kristian
Cornelisson, nemandi við Verkmenntaskólann á Akureyri, en
hann hlaut 478 refsistig. Einnig var keppt í liðakeppni og þar
hlaut Menntaskólinn í Reykjavík flest stig, 446.
Kristinn Arnar Svavarsson, nemandi í MR, við stýrið.
Nemar kepptu í ökuleikni
Í TILEFNI af alþjóðlegum
degi hugverkaréttar í dag,
miðvikudag, býður Einka-
leyfastofan til kynningar í
húsnæði sínu að Skúlagötu
63, Reykjavík frá kl. 13 til 15.
Þar verður hægt að fræðast
um Espacenet gagnabanka
einkaleyfa, Upplýsingasetur
um einkaleyfi á Íslandi, Al-
þjóðasamning á sviði vöru-
merkja (TLT) ásamt Nauð-
ungarleyfi vegna útflutnings
lyfja til þróunarríkja og ríkja
sem stríða við alvarlegan
heilbrigðisvanda. Frekari
upplýsingar má finna á
heimasíðu Einkaleyfastof-
unnar www.einkaleyfastof-
an.is. Allir velkomnir.
Alþjóðlegur
dagur hug-
verkaréttar
HÚNAKÓRINN í
Reykjavík heldur vor-
tónleika í Laugarnes-
kirkju á morgun,
fimmtudag, kl. 20.
Stjórnandi er Eiríkur
Grímsson. Undirleikari
er Pavel Manasek. Dag-
skráin á tónleikunum er
fjölbreytt. Jóna Fanney
Svavarsdóttir og Erlend-
ur Elvarsson syngja ein-
söng og tvísöng. Úr röð-
um kórfélaga koma fram
Grétar Jónsson og Vil-
hjálmur Pálmason. Einn-
ig syngur Karlakór
Húnakórsins. Miðasala
við innganginn. Allir eru
velkomnir.
Vortónleikar
Húnakórsins