Morgunblaðið - 26.04.2006, Side 42
42 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Strákurinn Gedge hefur sam-ið mörg af fallegustu lögumrokksögunnar. Þú máttmótmæla mér ef þú vilt en
ég hef rétt fyrir mér og þú hefur
rangt fyrir þér!“
Svo sagði John heitinn Peel um
lagasmíðar David Gedge en útvarps-
maðurinn goðsagnakenndi var einn
þeirra sem féllu kylliflatir fyrir
töframætti Wedding Present. Og
hver getur láð honum það, allt frá
fyrstu smáskífunni, „Go Out and Get
‘Em Boy“ (1985) mátti vel heyra að
hér var engin venjuleg sveit á ferð-
inni. Geipigrípandi og melódískt gít-
arrokk í anda Smiths og ástartextar
Gedge einkar mergjaðir. Oftast voru
söguhetjurnar í þeim þrjár, Hann
sjálfur, stelpan sem var farin frá
honum og svo „hinn gaurinn“. Besta
dæmið um þetta er lagið „Give My
Love To Kevin“ af fyrstu breiðskífu
sveitarinnar, George Best. Þar segir
m.a.: „ Oh he buys you pretty things/
And what does your mother think?/I
just can’t bear to imagine you shar-
ing a bed with him“.
Wedding Present átti svo eftir að
treysta sig í sessi sem ein albesta ný-
rokksveit Breta með snilldarskífum
á borð við Bizzaro (1989) og sér-
staklega Seamonsters (1991). Með
þeirri plötu sýndi Gedge að hann
hafði lítinn áhuga á endurteknum
formúlum, en sjálfur Steve Albini
sneri tökkum á þeirri plötu. Hljómur
Wedding Present fór svo nokkuð
víða á seinni tíma plötum eins og
Watusi, Saturnalia og Mini og þeim
fjölmörgu smáskífum sem út komu
reglulega, ávallt vel troðnar af
b-hliðar lögum sem hvergi var að
finna annars staðar. Árið 1997 lagði
Gedge sveitina svo niður og stofnaði
Cinerama ásamt unnustu sinni. Tón-
listin þar dró áhrif frá gamalli kvik-
myndatónlist og barrokkpoppi
Bacharachs og þrjár breiðskífur
hafa komið út undir þessu nafni.
Í fyrra endurreisti Gedge hins
vegar Wedding Present og platan
Take Fountain, sem er afturhvarf til
hrárra gítarrokks, var gefin út.
Sveitin hefur túrað talsvert í kjölfar-
ið og heldur nú í langan Evróputúr
sem er (loksins) að skila henni til Ís-
lands. Í maí kemur líka út platan
Search for Paradise: Singles 2004–5
þar sem síðustu smáskífum, b-hlið-
um og aukaefni er safnað saman.
Feiminn
– Jæja, Ísland bara?
„Já. Ég hlakka mikið til. Allir
segja að þetta sé mjög sérstakt og ég
ætlað að passa mig að taka mynda-
vélina mína með,“ svarar Gedge og
hlær létt, nokkuð óöruggur að heyra.
Ég átti ekki von á að hann yrði svona
feiminn þó að það bráði reyndar af
honum jafnt og þétt þetta korter
sem við ræddumst við.
„Umboðskonan okkar býr í Berlín
og hún er í sambandi við fólkið í
Singapore Sling og þannig var þessu
landað einhvern veginn,“ heldur
hann áfram.
Blaðamaður fullvissar Gedge um
að hann eigi sér þónokkra aðdáendur
hér á landi.
„Já … það er gott að heyra. Mað-
ur er alltaf dálítið óöruggur með ný
lönd og nýja staði. Maður hefur ekki
hugmynd um hvort einhver mætir
eða ekki.“
– Segðu mér nú aðeins frá ástæð-
unni fyrir því að Wedding Present
var sett í gang á ný.
„Ja … ég vissi alltaf að ég kæmi
einhvern tíma aftur að Wedding
Present. Ég varð að stofna Ciner-
ama á sínum tíma, einfaldlega til að
gera eitthvað nýtt. Ég var orðinn
leiður á hinu. En svo hóf Cinerama
að færast í áttina að Wedding
Present jafnt og þétt. Take Fountain
átti upprunalega að vera fjórða
Cineramaplatan. Þegar við vorum á
dögunum í BBC að taka upp efni fyr-
ir einn þáttinn þar sem Cinerama
kom einn af upptökumönnunum til
mín og sagði: „David, hvern ertu að
reyna að gabba? Þetta er The Wedd-
ing Present.“
– Þú fórst til Seattle á sínum tíma
til að semja Take Fountain, var það
ekki?
„Jú, en ég fór til Seattle til að búa
þar. Ég og kærastan mín til fjórtán
ára vorum þá nýhætt saman. Þetta
var árið 2002 (Gedge býr núna í Suð-
ur-Englandi en er upprunalega frá
Leeds). Ég sá að það var engin
ástæða fyrir mig lengur að búa í
Leeds. Atvinna mín væri þannig að
ég gæti búið hvar sem væri. Ég
þyrfti bara kassagítar, penna og
nokkur blöð. Og jafnvel aðgang að
nettengingu. Ég varð a.m.k. að koma
mér á einhvern nýjan stað og hreinsa
hausinn aðeins. Þar rakst ég á gaml-
an félaga, Steve Fisk, sem hafði tek-
ið upp Watusi og hann samþykkti að
vinna með mér að nýju plötunni.“
Einfalt
– Það var óneitanlega djarft útspil
á sínum tíma fyrir enska nýbylgju-
sveit að ráða Steve Albini til starfa
sem upptökumann …
„Já, það var það svo sannarlega
(hlær löngum, afslöppuðum hlátri).
Ég dýrkaði Pixies á þessum tíma og
geri enn. Mér finnst það vera ein
besta rokksveit sem nokkru sinni
hefur starfað. En ég var sérstaklega
hrifin af Surfer Rosa og þessum
rosalega hljóm sem er í henni. Ein-
hverra hluta vegna fannst mér eins
og mín sveit þyrfti á þessu að halda
líka (hlær). Ég á í dálítið erfiðu sam-
bandi við fyrstu plöturnar okkar
hvað hljóminn varðar. Mér finnst
hann svona la la en hann gæti verið
miklu betri.“
– Og þið byrjuðuð á því að láta
Albini endurvinna „Brassneck“
(fyrsta lagið á Bizzaro) …
„Já. Það var svona prufa. Okkur
langaði til að gefa lagið út aftur þar
sem við urðum fyrir dulitlum von-
brigðum með hvernig það hljómaði á
plötunni. Það er mikið rætt um Alb-
ini og snilligáfu hans og mér finnst
hún liggja í því hversu hreint og
beint hann gengur til verka. Það er
engin leyndardómur í gangi og hann
myndi í raun teljast sem frekar
íhaldssamur upptökumaður. Styrkur
hans felst fyrst og fremst í því að
draga fram það besta úr þeim sem
hann er að vinna með.“
– Þú ert í miklum metum sem
textasmiður hjá mörgum. Sumir
halda því fram að einungis Morr-
issey kunni þá list betur að komast
að kjarna málsins í ástarsamböndum
og flækjunum í kringum þau. Hvað
segirðu um þetta?
„(Hlær hátt) Jú, jú …fólk kemur
stundum til mín og tilkynnir mér
þetta. Mér líður alltaf eins og hálf-
gerðum svikara því að það eina sem
ég geri er að fylgjast með. Fylgjast
með því hvernig fólk talar saman, af
hverju það segir ákveðna hluti,
hvernig það segir þá o.s.frv. Ég hef
alltaf verið mjög áhugasamur um
þessa hluti, sérstaklega hvernig
sambönd haga sér. Þetta er allt frek-
ar einfalt; þetta eru samtöl, litlar
sögur. Að mínu viti eru þetta svip-
aðir textar og t.d. textarnir við gömu
Motown-lögin. Mjög einfaldar lýs-
ingar á togstreitunni sem getur verið
í sambandi karls og konu.“
Tónlist | The Wedding Present spilar á Grand rokki annað kvöld
Ástarþríhyrningurinn eilífi
Fáir hafa fangað angist
ástarinnar jafn vel – og
jafn oft – í popplaga-
textum og David
Gedge, leiðtogi The
Wedding Present. Ekki
spillir heldur ómót-
stæðilegt nýbylgju-
rokkið sem textunum
fylgir. Arnar Eggert
Thoroddsen ræddi við
Gedge vegna hingað-
komu hans og sveitar
hans á morgun.
Í fyrra endurreisti Gedge Wedding Present og platan Take Fountain, sem er afturhvarf til hrárra gítarrokks, var gefin út.
arnart@mbl.is
Það er Singapore Sling sem hitar
upp á Grand rokki á morgun en
forsala á tónleikana fer fram í
verslun 12 Tóna. Húsið verður opn-
að klukkan níu og um tíuleytið
stígur fyrri sveit á svið.
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
N ý t t í b í ó
Sýnd með íslensku og ensku tali
eee
V.J.V Topp5.is
eee
H.J. Mbl
eee
J.Þ.B. Blaðið
The Hills Have Eyes kl. 8 og 10.10 B.i. 16 ára
When a Stranger Calls kl.10 B.i. 16 ára
Ice Age 2 m/ensku tali kl. 6 og 8
Ísöld 2 m/íslensku tali kl. 6
Þeir heppnu
deyja fyrstir...
HROTTALEGASTA MYND ÁRSINS
Stranglega bönnuð
innan 16 ára - dyraverðir við salinn!
Óhugnanlegasta
mynd ársins !!!
Hvað sem
þú gerir
ekki
svara í
símann
Fór beint á
toppinn í USA
The Hills Have Eyes kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára
The Hills Have Eyes Lúxus kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára
When a Stranger Calls kl. 8 og 10 B.i. 16 ára
Ice Age 2 m/ensku tali kl. 4, 6, 8 og 10
Ísöld 2 m/íslensku tali kl. 4 og 6
Date Movie kl. 4, 6 og 10 B.i. 14 ára
Vinsælasta myndin á Íslandi í dag
Mögnuð endurgerð af
Wes Craven
klassíkinni frá 1977
eee
Ó.Ö.H. - DV
„Þetta er fáránlega ógeðsleg
mynd og alls ekki fyrir viðkæma“
Ó.Ö.H. - DV
„Mun betri og harðari
en frummyndin“
Ó.Ö.H. - DV
„Það er sena í þessari mynd sem
erfitt er að sitja í gegnum og ég
er viss um að margir eiga eftir að
vera sjokkeraðir við að sjá hana“
Ó.Ö.H. - DV