Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 121. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Námsbækur undir kodda Námsmenn sitja nú sveittir við próflesturinn | Daglegt líf 24 Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Djásnið prófað á kappakstursbraut  Reynslu- akstur á BMW 520d Íþróttir | Sverrir Björnsson til Gummersbach  Lebron James líktist Jordan ALLS eru í dag um 1.500 manns að störf- um við virkjunarframkvæmdirnar á vinnu- svæði Kárahnjúkavirkjunar. Því til viðbót- ar er talið að nálægt 200 manns séu við störf utan virkjunarsvæðisins sem tengj- ast framkvæmdunum, skv. upplýsingum Sigurðar Arnalds, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar um Kárahnjúkavirkjun. Þá vinna í dag nálægt 1.600 manns við byggingu álvers Alcoa Fjarðaáls í Reyð- arfirði. Nálægt 600 starfsmenn hafa unnið að stækkun Norðuráls á Grundartanga að undanförnu. Alls eru því hátt í 4.000 manns að störfum við stóriðju- og virkjanafram- kvæmdir um þessar mundir. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hátt í fjögur þúsund við stórfram- kvæmdir ÁSTANDIÐ á vinnumarkaði hefur ekki verið betra um langt skeið. Starfandi fólki á vinnumarkaðin- um fjölgaði alls um 7.700 á fyrsta fjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra, eða úr 155.800 í 163.500 starfandi einstaklinga. Þessar upplýsingar koma fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Á vinnumarkaðinum voru 167.500 manns að meðaltali og jafngildir það 81,1% atvinnuþátt- töku, sem fer stöðugt vaxandi en hún var 79,8% á sama tíma í fyrra. janúar, febrúar og mars voru gefin út 2.469 atvinnuleyfi handa útlend- ingum. Önnur skýring er sú að verulega hefur dregið úr atvinnuleysi, sem var 2,4% á fyrsta fjórðungi þessa árs, samanborið við 3% í fyrra. Skv. skrám vinnumiðlana var atvinnu- leysi í marsmánuði 1,3% og hefur ekki verið jafn lítið frá því um mitt ár 2001. ,,Það er nánast hver hönd sem getur unnið með starf,“ segir Giss- ur og bendir á að fjölga muni um- talsvert á vinnumarkaðinum í þess- um mánuði og næsta þegar skóla- nemar koma til sumarstarfa. fyrstu mánuðum ársins miðað við seinustu ár og ekki einhlítar skýr- ingar á henni. Fjölgun útlendinga á vinnumarkaði á Íslandi að undan- förnu skýrir aðeins að hluta til þessa aukningu en í mánuðunum Þetta er að öllum líkindum meiri fjölgun starfandi fólks á þessum árstíma en dæmi eru um í seinni tíð. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu- málastofnunar, segir hér um óvenju mikla fjölgun að ræða á LÖGREGLAN í Reykjavík heldur á morgun, laugardag, uppboð á hlutum sem endað hafa uppi í óskilamunadeild lögreglunnar. Í óskilamunageymslunni kennir margra grasa og má þar meðal annars finna um 240 reiðhjól, jóla- svein með lausan haus, sófahorn, boxpúða, golfsett, sjónvörp, hljómflutningstæki, loftpressu, verkfæri, dekk, skíði, tölvur og margt fleira. Að sögn Steinþórs Hilmarssonar, lögregluþjóns, er meginþorri þessara hluta þýfi sem gert hefur verið upptækt eða hlutir sem fundist hafa á víða- vangi. Má þykja líklegt að á boð- stólum verði eitthvað við allra hæfi. Uppboðið hefst kl. 13.30 stundvíslega og fer fram í portinu á bakvið Borgartún 7. Morgunblaðið/Júlíus Boxpúði og jólasveinn með lausan haus á uppboði Brussel. AFP. | Nú þegar sumarið er að koma og sólin fer að hella geislum sínum yfir fólk og fénað, fara margir að huga að sólarolíunni. Hjá einni stofnun Evrópu- sambandsins hefur verið vakin athygli á því, að þær flokkunarreglur, sem nú eru notaðar um sólarvörn olíunnar, séu vill- andi og jafnvel beinlínis hættulegar. Gregor Kreuzhuber, sem fer með ýmis mál tengd iðnaðarframleiðslu, sagði, að á sólarolíuflöskum væri gefinn upp styrk- leiki sólarvarnarinnar en það, sem ekki segði, væri, að hann gilti aðeins um UVB- geisla, sem valda sólbruna, en ekki um UVA-geisla, sem einnig geta haft áhrif á ónæmiskerfið, skaðað húðina og valdið húðkrabbameini. Auglýsingar um að ein- hver olía byrgði alveg fyrir geisla sól- arinnar væri út í hött. Kreuzhuber sagði, að besta vörnin væri að vera ekki of mik- ið í sól og sérstaklega skyldu foreldrar ungra barna fara varlega og láta þau ekki vera of ber í sterku sólskininu. Villandi sólarvörn ÞEGAR Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, kom til fund- ar við starfsmenn við vinnumiðl- unina á Selfossi í gær, stóð svo á að þar var aðeins einn karlmaður á atvinnuleysisskrá. Gissur segir að menn hafi keppst við að finna manninum starf og var hann kom- inn í vinnu örskömmu síðar. Þetta er kannski lítið dæmi um hvað at- vinnuástandið er ótrúlega gott, segir Gissur. Einn á skrá og fékk strax vinnu Starfandi fólki fjölgaði um 7.700 á milli ára Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is London. AP, AFP. | Fyrstu úrslit í sveitarstjórnar- kosningunum í Bretlandi sýndu, að Verka- mannaflokkurinn var að tapa fylgi og Íhalds- flokkurinn að bæta við sig. Var það aðallega miðað við niðurstöðu í fremur smáum kjördæm- um en ekki var að vænta úrslita frá kjördæm- unum á Lundúnasvæðinu fyrr en nokkuð væri liðið á nótt. Allar spár hnigu þó að því, að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Verka- mannaflokkurinn hefðu fengið skell í sveitar- stjórnarkosningunum í gær. Var kjörsóknin góð eftir því sem gerist í Bretlandi, líklega um 40% á móti 30% síðast, og var besta sumardeginum til þessa þakkað það. Kosið var í 176 sveitarstjórnum, um 4.361 sæti af alls 19.579, og í öllum 32 sveitarfélögunum í London. Blair og kona hans, Cherie, kusu snemma og svo var líka um David Cameron, leiðtoga Íhaldsflokksins, og konu hans, Sam- önthu. Talið var, að kjósendur myndu nota tækifærið til að refsa Tony Blair og Verkamannaflokknum fyrir ýmis hneykslismál, Íraksstríðið og fleira og hafi það gengið eftir, til dæmis að hann hafi tapað á bilinu 200 til 400 sætum eins og spáð var, er lík- legt, að Blair neyðist til að ákveða hvenær hann muni standa upp úr forsætisráðherrastólnum. Mikið í húfi fyrir Cameron Fyrir Cameron og Íhaldsflokkinn voru kosn- ingarnar mjög mikilvægar. Mörg flokkssystkin hans hafa verið dálítið efins um það hvert hann er fara með flokkinn og því mun gengi hans í gær gera annað tveggja, að treysta Cameron sem leiðtoga eða auka enn á þann kurr, sem verið hef- ur innan flokksins. Þá var þess beðið með eft- irvæntingu hvernig Breska þjóðernissinna- flokknum, sem amast við útlendingum, myndi vegna. Kannanir hafa sýnt aukið fylgi við hann og sérstaklega sums staðar í London. Fyrstu úrslit bentu til fylgis- taps Verkamannaflokksins Reuters Tony Blair og Cherie, eiginkona hans, er þau komu á kjörstað í gærmorgun. Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.