Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 21 MINNSTAÐUR AUSTURLAND Djúpivogur | Ýmislegt er það sem fuglarnir leggja sér til goggs. Það sýndi og sannaði þessi silfurmáfur í flæðarmálinu í Djúpavogshöfn þeg- ar hann kokgleypti vænan kross- fisk. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Krossfiskur í matinn Neskaupstaður | Framkvæmdir við nýbyggingu og endurbyggingu eldri hluta Fjórðungssjúkrahúss- ins í Neskaupstað (FSN) ganga vel. Að sögn Valdimars O. Her- mannssonar, rekstrarstjóra Heil- brigðisstofnunar Austurlands/ FSN, eru allir verkþættir ríflega á áætlun í heild. „Til dæmis er múrverki innan- húss nær lokið“ segir Valdimar. „Þá er byrjað að mála þriðju hæð og setja upp ofna.Vinna við pípu- lagnir, raflagnir og loftræstingu er í góðum gangi en umtalsverðar breytingar eru gerðar innanhúss á eldri byggingu sjúkrahússins ásamt nýbyggingu að norðan- verðu, sem er alls á fjórum hæð- um, þar sem verður m.a. nýr inn- gangur og anddyri, lyftuhús, setustofur og fundaherbergi.“ Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Ný- og endurbyggt Framkvæmdir við Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað ganga vel. Framkvæmdir ganga vel hjá Fjórðungssjúkrahúsinu Vesterålen í heimsókn | 16 manna sendinefnd frá Vesterålen í Norður-Noregi hefur verið á ferð- inni á Austurlandi undanfarna daga. Kom hún að tilhlutan ferðamálaráðs Vesterålen, Markaðsstofu Austur- lands og Menningarráðs Austur- lands og auk almennrar kynningar á Austurlandi horfa menn til þess hvernig megi nýta söfn og menning- arviðburði betur í tengslum við nátt- úruupplifun, til að laða að ferða- menn. Vesterålen er eyjaklasi norðan við Lófóten nyrst í Noregi. Þar hefur verið hlúð talsvert að menningar- málum og leitað út á við eftir sam- starfi. Atvinnuvegir þar eru áþekkir og á Austurlandi, þar er langt á milli staða og unga fólkið flytur í burtu og kemur oft á tíðum ekki aftur. Svæðið þótti því fýsilegt til samstarfs og segir Signý Ormarsdóttir, menning- arfulltrúi Austurlands, að eitt af því sem menningarsamstarf geti leitt af sér sé að fá unga fólkið heim til verk- efna eða veru og sé það einn helsti tilgangur samstarfsins við Vesterå- len. Norðurnorski blaðamaðurinn, rit- höfundurinn og ljósmyndarinn Alf Oxem kom með sendinefndinni og ferðast um fjórðunginn fram á helgina. Hans hlutverk er að taka viðtöl og ljósmyndir á Austurlandi og kynna í fjölmiðlum. www.vestreg.no/kultur/ www.vol.no www.oxem.no    Tengslanet innan fiskeldis | Nú stendur yfir á Egilsstöðum ráðstefn- an „Innovation and networking in aquaculture“ á vegum Þróunarfélags Austurlands og verkefnisstjórnar i2i. Ráðstefnan fjallar um nýsköpun og hagnýtingu tengslaneta innan fisk- eldis. Hún hófst á miðvikudag og lýk- ur í dag. „Integrate to innovate“ (i2i) verkefnið er samstarfsverkefni innan Norðurslóðaáætlunarinnar og unnið með fagaðilum frá Skotlandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Markmið verk- efnisins er að búa til samskiptavett- vang fyrir fyrirtæki, háskóla og op- inberar stofnanir til eflingar á nýsköpunarstarfi. Verkefnið hófst formlega í byrjun árs 2005 og stendur fram til loka árs 2007. Auk fjölmargra fagaðila frá aðildarlöndunum 5 sem standa að i2i verkefninu taka mörg af fremstu fiskeldisfyrirtækjum og rannsóknarstofnunum innan fiskeldis þátt í ráðstefnunni. ♦♦♦ Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg Grilla›u í kvöld! F í t o n / S Í A Fiesta Blue Ember 59.900 kr. Fiesta Gusto Cabinett 23.900 kr. Fiesta Gusto 38040 13.900 kr. G R IL L I‹ S E N T HEIM SAMAN SE T T O G T IL B Ú I‹ Hjá ESSO fæst úrval gasgrilla á sjó›heitu ver›i. fiú getur fengi› grillið sent heim án endurgjalds, samansett og tilbúi› til notkunar. Au›veldara getur fla› ekki veri›. Grilla›u me› ESSO í sumar! *Bo›i› er upp á heimsendingu samdægurs á höfu›borgarsvæ›inu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.