Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Franskar konur fitna ekki erfullyrðing sem hefur duniðá Íslendingum undanfarnar vikur. Þar er verið að vísa til að metsölubókin Franskar konur fitna ekki sé komin út í íslenskri þýð- ingu. Höfundur bókarinnar Mireille Guiliana er frönsk kona sem hefur búið í Bandaríkjunum í nokkra áratugi. Hún kynntist Bandaríkj- unum fyrst þegar hún fór þangað skiptinemi í eitt ár sem unglingur og sneri heim til Frakklands tíu kílóum þyngri. Þegar hún stígur á franska grundu á ný fær hún held- ur óblíðar móttökur frá föður sín- um sem, í staðinn fyrir að bjóða hana velkomna, segir hana líta út eins og kartöflupoka. Við heim- komuna fer hún að skammast sín fyrir þyngdina, því allir eru jú grannir í Frakklandi, og leitar til læknis sem gefur henni ráð um hvernig hún á að létta sig. Út frá þessum ráðum er bókin skrifuð.    Bókin hefur verið markaðssettum heim allan sem ekki- megrunarbók sem getur breytt hvernig þú hugsar og lifir. (Er það ekki markmið allra megrunar- bóka?) Kveikt er von hjá konum um að þarna sé lausnin á aukakílóunum komin og hún sé eitthvað öðruvísi en í öðrum bókum. En svo er í raun ekki, þótt bókin sé sett öðruvísi fram en bækur af svipuðu sauða- húsi segir hún nákvæmlega það sama; borða minna, hreyfa sig meira. Hún fjallar ekki um ákveðna og öfgafulla megrunarkúra, mælir reyndar mjög gegn þeim, heldur fjallar hún um almenna skynsemi. Lífshætti sem við vitum að við eig- um að fara eftir en gerum yfirleitt ekki. Að sögn Mireille er ástæðan fyrir því að franskar konur eru svona grannar sú að þær borða oft en lítið á dag, gefa sér tíma til að borða, borða ekki ruslfæði, elda heima einu sinni á dag og snæða ekki á hlaupum eða fyrir framan sjónvarpið, drekka nóg vatn og borða sætindi í hófi og þá aðeins ekta súkkulaði (einn mola með kaffibollanum). Þær taka stigann í staðinn fyrir lyftuna, fara út að labba og verða ástfangnar því ástin er víst grennandi. Áberandi er að hún ýtir ekki undir að konur stundi öfgafulla líkamsrækt heldur hafi gaman af því að fara út að labba og hjóla og annað sem krefst ekki mik- ils svita því franskar konur hafa víst ekki gaman af því að svitna. Mireille setur nokkuð út áBandaríkjamenn fyrir græðgi og að þeir kunni ekki að njóta gæðafæðu. Ekki hafa allir Bandaríkjamenn tekið vel í það og segir einn gagnrýnandi bókarinnar að kvenmenn í Frakklandi þori augljóslega ekki að fitna vegna þess að útlitskröfur karlmanna þar í landi til kvenna séu svo miklar og það komi augljóslega fram í bókinni. Gagnrýnandanum finnst hún vera að segja nákvæmlega það sem allir vita; að allt er gott í hófi. Honum finnst Mireille ekki hæf til að fullyrða um að franskar konur fitni ekki því hún byggi bókina sína á reynslu og viðhorfi lítils hóps heldri kvenna. En Mireille sjálf er forstjóri virts víninnflutnings- fyrirtækis í Bandaríkjunum og þarf ekki að hafa áhyggjur af aurunum. Hún getur keypt dýrt hráefni, eytt tveimur klukkutímum í hádegismat og borðað eins oft og hún vill á veit- ingahúsum.    Eins og flestar lífsstílsbækurhefur Franskar konur fitna ekki setið ofarlega á metsölulistum víða um heim, m.a í 1. sæti á met- sölulista New York Times, og virð- ist ætla að verða vinsæl hér á landi einnig en hún trónir nú á met- sölulista JPV og er í öðru sæti á metsölulista Eymundsson. Bókin hefur fengið fleiri góða dóma en slæma og er fagnað sem bók sem hvetur konur ekki til skyndilausna heldur sem bók sem hvetur konur til að breyta um lífsstíl og njóta lystisemda lífsins án sektarkenndar og grennast samt. Markmið Mireille er gott og blessað. Fullyrðingar um franskar konur ’Þótt bókin sé sett öðru-vísi fram en bækur af svipuðu sauðahúsi segir hún nákvæmlega það sama; borða minna, hreyfa sig meira.‘ ingveldur@mbl.is AF LISTUM Ingveldur Geirsdóttir FYRIR tuttugu árum var sópran- söngkonan Elín Ósk Óskarsdóttir kölluð heim frá söngnámi á Ítalíu til að fara með titilhlutverkið í óperunni Tosca í uppfærslu Þjóðleikhússins. Og þannig hófst glæstur söngferill hennar sem skartar fjölmörgum inn- lendum sem erlendum óperuhlut- verkum. Á morgun mun Elín halda upp á tuttugu ára söngferil sinn með söngafmælistónleikum í Langholts- kirkju ásamt Óperukór Hafn- arfjarðar og stjórnandanum Kurt Kopecky. Gestir tónleikanna verða félagar úr Karlakórnum Stefni og auk þess einsöngvararnir Bergþór Pálsson, Jóhann Friðgeir Valdi- marsson, Kjartan Ólafsson og Þor- geir J. Andrésson. „Ég er að fá til liðs við mig þá söngvara og leikara sem ég hef starfað með í gegnum þessi tuttugu ár,“ segir Elín en hún er auk þess stjórnandi og stofnandi Óperukórs Hafnarfjarðar. Ógleymanleg lafði Makbeð „Þegar ég var þriggja ára gaf ég þá yfirlýsingu í stofunni heima að ég skyldi verða söngkona.“ Elín segist svo hafa orðið staðráðin þegar hún heyrði, ellefu ára gömul, aríuna „Nessun dorma“ úr óperunni Turandot, sungna af stórtenórnum Pavarotti. „Ég sat í sófanum heima fyrir austan á Hvolsvelli og grét af hrifningu. Þá var ég alveg viss um að ég ætlaði mér að verða óperu- söngkona.“ Þau eru mörg hlutverkin sem Elín hefur brugðið sér í á ferlinum og kveðst hún afar lukkuleg með þau öll. Hún segir þó að hlutverk hennar sem lafði Makbeð í óperunni Makbeð sem Íslenska óperan setti upp í ársbyrjun 2003 standi upp úr. „Það er stærsta og kröfuharðasta hlutverk sem ég hef tekist á við og þetta var mjög þroskandi tímabil,“ segir Elín en hún hlaut afar mikið lof fyrir túlkun sína í verkinu, meðal annars í einu virtasta óperutímariti í heimi, Opera Now, þar sem segir að hún hafi skapað virkilega eftir- minnilega lafði Makbeð. Ítalskar aríur Heilmikið er á döfinni sem endra- nær hjá söngkonunni og stendur til hjá henni að syngja inn á fjóra geisladiska. Einn þeirra er vænt- anlegur um næstu jól en þar syngur hún aríur með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Kurt Kopecky. Í haust mun hún svo syngja inn á disk við undirleik Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara ásamt strengjasveit og þar verða eingöngu leikin íslensk lög í útsetningu Atla Heimis Sveinssonar. Svo eru einnig væntanlegir frá henni diskar með kirkjutónlist annars vegar og hins vegar með léttklassískri ítalskri tón- list. Þar fyrir utan mun hún syngja í óperuverki og á fjölmörgum tón- leikum hér heima og erlendis. Á efnisskrá söngafmælistónleik- anna á morgun verða flutt ýmis verk sem Elín hefur sungið á ferlinum auk annarra verka. Þarna verður fluttur rjóminn af ítölskum óperum að sögn Elínar, bæði í flutningi kórs og einsöngvara. Einnig verða fluttar senur úr óperunum Galdralofti, Þrymskviðu eftir Jón Ásgeirsson. Tónleikarnir verða sem fyrr segir í Langholtskirkju á morgun og hefj- ast klukkan 16. Tónlist | Söngafmæliskonsert í Langholtskirkju á morgun – ýmsir samstarfsmenn fagna með Elínu Ósk Starf sópran- söngkonunnar Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn 20 ár eru liðin frá fyrsta óperuhlutverki Elínar Óskar Óskarsdóttur, sem kölluð var heim í það frá námi á Ítalíu. STUTTVERKAHÁTÍÐIN Margt smátt verður haldin í kvöld á Litla sviði Borgarleikhússins. Á hátíðinni sýna átta aðildarfélög Bandalags ís- lenskra leikfélaga þrettán stuttverk sem vel flest eru samin af leik- skáldum innan raða þess. Þetta er í þriðja sinn sem Margt smátt er haldin í samvinnu við Borgarleikhúsið en hún sýnir þá grósku sem er í íslensku áhugaleik- húshreyfingunni í ritun styttri leik- verka. Frá upphafi hefur mark- miðið með hátíðinni verið að vekja athygli á því frumkvöðlastarfi sem unnið er í íslenskum áhugaleik- húsum í ritun og flutningi styttri verka. Stuttverkahátíðin hefst kl. 19 og miðaverð er 1.000 kr. Fjölbreytt leikverk Þau verk sem sýnd verða eru: Kratavar eftir Sigurð H. Pálsson – Hugleikur Það er frítt að tala í GSM hjá guði eftir Pétur R. Pétursson – Leik- félag Mosfellssveitar Súsanna baðar sig eftir Lárus Húnfjörð– Leikfélag Hafnarfjarðar Dagur í lífi Mörthu Ernstdóttur eftir Sverrir Friðriksson – Frey- vangsleikhúsið Bara innihaldið eftir Sævar Sig- urgeirsson– Leikfélag Rangæinga Geirþrúður svarar fyrir sig eftir Margaret Atwood og Shakespeare – Leikfélag Selfoss Morð fyrir fullu húsi eftir Lárus Húnfjörð– Leikfélag Hafnarfjarðar Aðgerð eftir Guðjón Þorstein Pálm- arsson– Leikfélag Kópavogs Í öruggum heimi eftir Júlíu Hann- am– Hugleikur Afi brenndur eftir Odd Bjarna Þor- kelsson – Leikfélag Kópavogs Friðardúfan eftir Unni Guttorms- dóttur– Leikfélagið Sýnir Maður er nefndur eftir Birgi Sig- urðsson og Pétur R. Pétursson – Leikfélag Mosfellsbæjar Hannyrðir eftir Sigurð H. Pálsson – Hugleikur Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Leikfélagið Sýnir sýndi Konuna frá Nam Xuang á Stuttverkahátíð í fyrra en mætir nú með Friðardúfuna. Verk frá þrettán hópum verða sýnd. Leiklist | Stuttverkahátíð í Borgarleikhúsinu Þrettán stutt leikverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.