Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÆSTIRÉTTUR þyngdi í gær refs- ingu manns sem framdi vopnað rán í Árbæjarapóteki í febrúar 2005 og dæmdi hann í eins árs fangelsi án skilorðs. Í héraði fékk ákærði 9 mánuði af tólf á skilorði. Að mati Hæstaréttar var brotið það alvar- legt að ekki var tilefni til að skil- orðsbinda refsinguna. Ákærði ját- aði að hafa framið ránið í félagi við annan mann sem fékk átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Árni Kolbeinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson og Haraldur Henrysson fyrrverandi hæstarétt- ardómari. Verjandi ákærða var Hilmar Ingimundarson hrl. og sækjandi Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari hjá ríkissaksóknara. Eins árs fangelsi fyrir vopnað rán BORGARRÁÐ samþykkti í gær út- hlutun hesthúsalóða í Almannadal á Hólmsheiði til Hestamannafélags- ins Fáks. Gert er ráð fyrir að hægt verði að hýsa allt að 1.400 hross á svæðinu. Borgarráð gerði svohljóð- andi bókun í tilefni úthlutunar- innar: „Borgarráð óskar reykvísku hestafólki velfarnaðar við upp- byggingu nýrrar hesthúsabyggðar á Hólmsheiði og þakkar Hesta- mannafélaginu Fáki áralangt far- sælt samstarf til eflingar útivistar í borginni.“ Auk hesthúsanna gerir skipulag ráð fyrir að á svæðinu í Almannadal verði reiðskemma og félagsheimili, gæðingavöllur með áhorf- endasvæði, skeiðbraut ásamt tamn- ingagerði, sameiginlegum hring- gerðum og gestagerði við reiðskemmu auk beitarhólfs í Hólmsheiði, segir í fréttatilkynn- ingu. Fákur fær hesthúsalóðir VINNUMÁLASTOFNUN hefur samkvæmt breytingum sem tekið hafa gildi á lögum um frjáls- an atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evr- ópska efnahagssvæðisins og atvinnuréttindi útlend- inga, veitt heimild til þess að samkeyra upplýsingar stofnunarinnar, Útlendingastofnunar, lögreglu og skattyfirvalda í þeim tilgangi að kanna hvort at- vinnurekendur sem ráðið hafa útlendinga til starfa hafi farið að lögunum. „Við höfum þegar átt samráð við skattyfirvöld um þetta og erum að setja saman vinnuhóp til þess að ná utan um þessa samkeyrslu,“ sagði Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofn- unar, á blaðamannafundi í gær, en þar voru kynntar nýjar verklagsreglur og rafrænt skráningarkerfi vegna lagabreytinganna. Gissur sagði að atvinnurekendum sem réðu út- lendinga frá einu af hinum nýju aðildarríkjum ESB til starfa bæri að tilkynna Vinnumálastofnun um ráðninguna innan tíu daga og gera grein fyrir ráðn- ingarkjörum. Búið væri að hanna nýtt tölvukerfi til þess að halda utan um þetta. Stofnunin myndi fara yfir þá ráðningarsamninga sem bærust og kanna hvort þar væri vísað í gildandi kjarasamninga. Leit- að yrði til stéttarfélaga, yrði til að mynda talin þörf á að skoða hvað tiltekinn einstaklingur með ákveð- inn starfsaldur ætti að fá í laun. „Framkvæmd kjarasamninga er á höndum aðila vinnumarkaðar- ins og við teljum ekki að það sé verið að fela okkur hana héðan í frá. Við erum að uppfylla skráning- arskyldu, hafa eftirlit með því að þetta komi til skráningar og svo að bregðast við ef það gerist ekki,“ sagði Gissur. Hægt væri að komast að því hvort ekki væri allt með felldu með því að fara yfir ábendingar eða með samkeyrslu upplýsinga, sem nú væri heimilt samkvæmt annarri grein nýju lag- anna. Gissur benti á að undirstrikað hefði verið þegar málið var í meðförum Alþingis að slík samkeyrsla ætti aðeins að eiga við í undantekningartilfellum, en yrði ekki reglubundin. Fram kom hjá Unni Sverr- isdóttur, forstöðumanni stjórnsýslusviðs Vinnu- málastofnunar, á fundinum, að upplýsingar yrðu ekki samkeyrðar nema sterkur grunur léki á um að pottur væri brotinn. Fengjust upplýsingar um að brotið væri gegn lögum væri hægt að leita til aðila vinnumarkaðarins. Virtist vera um stórfellt brot að ræða væri hægt að kæra það samtímis til lögreglu. Sagði Unnur að örfá slík mál hefðu komið upp en þau væru á byrjunarstigi. Straumur undanfarin ár Gissur sagði marga spyrja hvort fólk myndi streyma hingað í atvinnuleit, nú þegar orðið væri auðveldara að koma hingað. Benti Gissur á að und- anfarin tvö til þrjú ár hefði fólk streymt hingað til lands, ekki síst frá hinum nýju aðildarríkjum ESB. Sú þróun hefði einkum átt sér stað eftir að skjala- kröfum var aflétt og verklagi breytt í fyrrahaust. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru tíma- bundin atvinnuleyfi sem veitt voru einstaklingum frá nýjum ESB ríkjum 638 talsins í september í fyrra, 361 í október og 327 í nóvember. Í júní voru þau hins vegar 65, 252 í júlí og 270 í ágúst. „Auðvitað getum við ekki sagt fyrir um það hvort menn komi hingað í stórum stíl að leita sér að vinnu. Það er ekki ólíklegt að eitthvað meira verði um það. En flæðið hefur verið mjög mikið undanfarið og það verður eðlilega ekki endalaust, heldur ræðst af ástandi á vinnumarkaði,“ sagði Gissur. Enn væri talsverð eft- irspurn eftir vinnuafli og mjög lítið atvinnuleysi. Gissur sagði aðspurður að hlutfall útlendinga væri orðið mjög hátt hér á landi og ef til vill hærra en menn áttuðu sig á, en það væri nú nálægt 7% á vinnumarkaði. Nýju lögin um frjálsa för vinnuafls frá hinum nýju aðildarríkjum ESB hafi í för með sér að hert verði enn frekar á takmörkunum á kom- um vinnuafls frá löndum utan Evrópska efnahags- svæðisins. Mikil eftirspurn sé eftir því í þessum hópi að sækja atvinnu hingað til lands og hafi um 500 manns verið synjað um atvinnuleyfi frá því í september í fyrra. Nýtt verklag hjá Vinnumálastofnun vegna laga um atvinnuréttindi útlendinga Hægt að samkeyra upp- lýsingar milli stofnana Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is KANNSKI hefur það verið útsýnið af þaki annarrar hæðar Morg- unblaðshússins við Kringluna sem heillaði þetta tjaldspar, en svo mik- ið er víst að það hefur tekið sér bólfestu á flötinni umhverfis hana en undanfarnar þrjár vikur hefur parið dvalið fyrir utan skrifstofur blaðsins á þriðju hæð. Óformlegur blaðafulltrúi þeirra hjóna sagði í samtali við Morgunblaðið að karl- inn goggaði oft í rúðuna þegar starfsmenn kæmu úr lyftu hússins á leið sinni til vinnu og væri mjög áhugasamur um starfsemina inn- anhúss. Fulltrúinn taldi einnig lík- legt að tjaldsfrúin hefði verpt eggj- um á flötina sem er í kringum hæðina, þar sem hún hefði ekki hreyft sig mikið frá einum staðn- um, en vildi þó ekki staðfesta það að svo stöddu. Fulltrúinn sagði ennfremur að fuglaáhugamenn blaðsins hefðu tekið þessum nýju íbúum fagnandi: „Þó má segja að fuglarnir hafi sterkar taugar til eins starfsmannsins þar sem karl- inn syngur fyrir utan skrifstofu hans reglulega. Lá því beinast við að nefna fuglinn eftir honum og þekkjast því hjónin nú sem Styrmir og frú.“ Hafa tekið sér bólfestu á þaki Morgunblaðshússins Morgunblaðið/Eyþór Eins og sjá má er Styrmir mjög áhugasamur um ljósmyndarann hinum megin glersins. Frú hans fylgist spennt með í öruggri fjarlægð. BRASILÍSK kona tapaði dómsmáli gegn erótíska dansstaðnum Óðali í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þeg- ar staðurinn var sýknaður af kröfum hennar vegna starfsloka hennar. Hafði hún uppi kröfur vegna launa- greiðslna, orlofs og innborgunar inn á flugmiða, alls 435 þúsund krónur. Stúlkan kom til landsins í septem- ber 2003 ásamt tveim öðrum bras- ilískum stúlkum til að dansa á Óðali og tók atvinnuleyfi hennar til 20. desember að framlengingu meðtal- inni. Í byrjun desember samdist að- ilum um áframhaldandi störf hennar á staðnum. Gerður var tímabundinn ráðningarsamningur til 20. mars 2004 og áttu laun hennar að vera 150 þúsund kr. á mánuði. Í stefnu segir að henni hafi skyndilega verið sagt upp og átt að dansa í síðasta skipti 10. janúar 2004 og daginn eftir að vera farin út úr íbúð sem hún dvaldi í á vegum Óðals. Stefndi, Austurvöll- ur ehf., sagði að 5. desember 2003 hefði stúlkan skipt um skoðun og ætlað að fara burt fyrir jólin. Þetta hefði komið sér afar illa fyrir staðinn og úr hefði orðið að hún hefði sam- þykkt að dansa fram yfir áramót. 12. janúar hefði verið gengið frá loka- uppgjöri launa sem hún hefði und- irritað án fyrirvara og réttarsam- bandi þeirra því lokið þann dag. Dómurinn taldi ekki að stúlkunni hefði tekist að sanna að starfslok hennar hefðu orðið fyrir það að hún hefði verið rekin eða að henni hefði verið meinað að efna ráðningar- samning við staðinn frá 1. desember 2003 að sínu leyti með því að rækja vinnuskyldu sína. Ekki var heldur talið hafa verið sýnt fram á að samið hefði verið um að staðurinn kostaði flugferðir stúlkunnar. Málið dæmdi Sigurður H. Stefáns- son héraðsdómari. Lögmaður stúlk- unnar var Lára V. Júlíusdóttir hrl. og fyrir stefnda flutti málið Halldór Helgi Backman hrl. Óðal sýknað af kröfum nektar- dansmeyjar HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gærdóm héraðsdóms um að sýkna bæriíslenska ríkið af tæplega 6 milljóna króna skaðabótakröfum Árna Hannessonar sem sagðist hafa orð- ið fyrir líkamsárás við Þjóðleik- húskjallarann í ágúst 1999. Engin vitni voru að meintri árás og synj- aði bótanefnd dómsmálaráðuneyt- isins kröfum Árna þar sem ekki var sannað að áverkar hans hefðu leitt af hegningarlagabroti. Krafðist hann ógildingar niðurstöðu nefnd- arinnar en bæði dómstig hafa nú staðfest niðurstöðu nefndarinnar. Hæstiréttur tók undir með hér- aðsdómi um að Árni væri einn til frásagnar um málsatvik og gætti nokkurs ósamræmis í frásögnum hans þar um. Þá hefði ekkert komið fram sem styddi staðhæfingar hans um líkamsárás, ef frá eru taldir þeir áverkar, sem hann hlaut. Var því fallist á þá niðurstöðu bóta- nefndar að ekki væri unnt að slá því föstu að tjón hans hefði leitt af refsiverðri háttsemi. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Kristinn Hall- grímsson hrl. flutti málið fyrir Árna og Óskar Thorarensen hrl. fyrir ríkið. Fékk ekki bætur vegna meintrar líkamsárásar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.