Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólafur Sigur-geirsson fæddist í Reykjavík 22. nóv- ember 1948. Hann lést á heimili sínu, Boðagranda 8, fimmtudaginn 27. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Steinunn Hall- dórsdóttir, f. 24. júní 1909, d. 30. mars 1970, og Sig- urgeir Guðmundur Guðmundsson, f. 16. júní 1903, d. 30. september 1959. Systur Ólafs eru; María Magnúsdóttir (kjörsystir), fædd 30. apríl 1936, d. 20. desem- ber 1996, Guðfinna Magnúsdóttir (hálfsystir), f. 25. október 1941, d. 30. mars 1942, og Særún Sigur- geirsdóttir, f. 14. maí 1947. Ólafur var kvæntur Heiðrúnu Þóru Gunnarsdóttur, f. 3. október 1954. Börn þeirra eru Þór, f. 19. maí 1983, og Grettir, f. 10. janúar 1989. Stjúpdóttir Ólafs er Elín Hrönn Sigurjónsdóttir, f. 5. júlí 1976, búsett í Svíþjóð. Fyrir átti Ólafur soninn Elmar, f. 13. mars 1976, með Sigrúnu Benedikts- dóttur. Sambýliskona Ólafs var Guðrún Jóhannsdóttir, f. 3. nóv- ember 1967. Ólafur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1968 og lagaprófi frá Háskóla Ís- lands árið 1976. Hann starfaði sem fulltrúi hjá borgarfógetaemb- ættinu frá 1976 til 1988. Hann var hér- aðsdómslögmaður hjá Lögmönnum Skeifunni 17 frá 1988 til 1990, sjálf- stætt starfandi hér- aðsdómslögmaður frá 1990 og hæsta- réttarlögmaður frá 1999. Meðal verk- efna Ólafs var að annast hagsmuna- gæslu fyrir íslenska ríkið í þjóðlendumálum frá upp- hafi, þ.e. 1999. Hann var formað- ur Lyftingasambands Íslands frá 1977 til 1980 og formaður Kraft- lyftingasambands Íslands frá 1984 til 1986. Ólafur var um ára- bil í hreindýranefnd Skotveiði- félagsins og hann var ritstjóri Sleðafrétta fyrir Landssamband vélsleðamanna frá 1989 til 1990. Árið 1969 varð Ólafur Íslands- meistari í 3. þyngdarflokki í glímu, í sveitaglímu með KR 1970–1973, lyftingum 1976 og kraftlyftingum 1973 og 1983. Hann hlaut bronsverðlaun á Norðurlandameistaramóti í kraft- lyftingum 1977 og 1980 og setti auk þess mörg Íslandsmet í kraft- lyftingum. Útför Ólafs verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Það var á fimmtudaginn var, fyrsta hlýja sumardaginn okkar, að Heiðrún mágkona mín kom til mín með þær fréttir að Óli bróðir væri látinn. Mér fannst draga fyrir sólu og gat ekki strax áttað mig á því hvort þetta væri virkilega satt. Hugsanirnar helltust yfir mig eins og kemur fyrir alla í þessari stöðu. Við vorum bæði ung þegar við misstum foreldra okkar og höfum því í gegnum árin bjargað okkur á eigin spýtur. Það er kannski ekki hægt að segja að við höfum alltaf verið mjög samrýnd systkini, en þó voru mjög sterkar taugar á milli okkar og ef á þurfti að halda vorum við ávallt til staðar hvort fyrir annað. Óli var mikill félagsmála- og útilífs- maður í eðli sínu. Einu sinni hringdi hann í mig og bauð mér í snjósleða- ferð upp í Kerlingarfjöll. Hann gaf mér 15 mínútur til að ákveða mig og ég lét slag standa og sé ekki eftir því. Við lögðum upp frá Þingvöllum. Ég var á sleða með Óla og Lilja dóttir mín sem þá var um þriggja til fjögurra ára var á milli okkar og Heiðrún var með Þór litlu yngri á öðrum sleða. Veðrið var yndislegt en um 20° frost, alveg logn og stjörnubjartur himinn og það stirndi á snjóinn í tunglskininu á leið- inni uppeftir. Þetta er eitthvað sem ég gleymi aldrei. Fleiri góðar minningar geymi ég í hjarta mínu, útilegu sem við fjölskyldurnar fórum í Þórsmörk til að minnast 80 ára afmælis móður okkar, samverustundir á gamlárs- kvöld í gegnum árin og svo þegar eitt- hvað var um að vera hjá fjölskyldunni. Mér segir svo hugur að Óla hafi ekki alltaf liðið vel síðustu mánuðina, en hann var þannig gerður að hann þurfti aldrei að leita til annarra með hjálp, hann taldi sig hafa stjórn á sín- um málum. Ég vona svo innilega að allir hans erfiðleikar séu að baki og að hann sé í góðum höndum foreldra okkar. Með þessum orðum kveð ég þig, kæri bróðir. Elsku Heiðrún, Grettir, Þór, Elm- ar og Elín Hrönn, ég bið góðan guð að styrkja ykkur og vera með ykkur. Særún Sigurgeirsdóttir. Fornsögurnar, hetjurnar, víking- arnir, boðskapur Hávamála, máttur og megin sérhvers manns, aldrei að víkja, Ísland, uppruni þjóðarinnar, saga hennar og væntumþykja í henn- ar garð, staðhættir, gróður – og veð- urfar á landinu, hvers konar veiði- skapur, vélsleða- og fjórhjólaferðir, siglingar, kraftasport, KR, lögfræði. Þetta eru nokkur orð sem mér koma í hug þegar ég minnist míns góða vin- ar, Ólafs Sigurgeirssonar, sem burt- kallaður var úr þessum heimi alltof fljótt. Óli, eins og hann jafnan var nefnd- ur af þeim, sem þekktu hann vel, missti foreldra sína ungur að árum og mótaði það mjög skapgerð hans og lífsviðhorf. Ungur að árum var hann sendur í sveit og var vistin þar miður góð. Hann þurfti því fljótt að standa á eigin fótum. Til þess að sigrast á þeim erfiðleikum, sem lífsgangan getur óneitanlega boðið upp á, ákvað hann snemma að rækta musteri sálarinnar, líkamann, verða sterkur og því betur en ella í stakk búinn að takast á við lífsins þrautir. Snemma varð Óli hug- fanginn af þjóðaríþróttinni fornu, glímunni, og keppti nokkur ár í henni fyrir KR. Samhliða fór hann að leggja stund á lyftingar sem áttu síðan hug hans allt þar til yfir lauk. Keppti hann í þeirri íþrótt um margra ára skeið með ágætum árangri. Eftir að hann hætti keppni sinnti hann ýmsum fé- lagsstörfum fyrir Kraftlyftingasam- bandið sem naut í ríkum mæli mik- illar reynslu hans og þekkingar á þessu sviði. Ég kynntist Óla árið 1975 eftir að ég hóf lyftingaæfingar í Sænska frystihúsinu. Óli var forvígismaður þess að stofnuð var lyftingadeild KR á sínum tíma og gekk ég fljótlega til liðs við félagið fyrir áeggjan hans og keppti fyrir það í fjögur ár. Upphófst þar vinátta okkar sem stóð til hinstu stundar. Árin í lyftingunum eru mér ógleymanleg enda margir litríkir kar- akterar í sportinu á þeim tíma. Óli hafði forgöngu um að koma húsnæði undir lyftingadeildina við Þvottalaug- arnar í Laugardal og unnum við og fé- lagar okkar í deildinni hörðum hönd- um við að endurreisa hús þar á lóðinni sem síðan varð æfingahúsnæði deild- arinnar um margra ára skeið. Var eldmóður hans og atorka okkur hin- um hvatning til dáða. Síðar átti hann frumkvæði að því að hús það, sem nú er kennt við Sporthúsið, var reist í Frostaskjólinu, en félagi sínu unni hann heitt alla tíð. Eftir nám í MR og lagadeild HÍ hóf Óli störf hjá Borgarfógetaembættinu. Er mér minnisstætt hve góð vinátta tókst strax með honum og Þorsteini heitnum Thorarensen borgarfógeta. Er Óli kynnti mig fyrir þessum gagn- merka manni hafði Þorsteinn á orði: „Þeir, sem eru vinir Ólafs Sigurgeirs- sonar, eru vinir mínir.“ Starf sitt hjá borgarfógeta í tólf ár rækti Óli af miklum dugnaði, kunnáttu og alúð. Er því lauk hóf hann feril sem lög- maður, fyrst á lögmannsstofu, en stuttu síðar sem sjálfstætt starfandi lögmaður og við það starfaði hann til dauðadags. Það voru ýmsir sem höfðu ekki trú á að Óli, sem fremur var þekktur fyrir líkamlegt atgervi en andlegt, gæti spjarað sig á þeim vett- vangi. Ekki færu saman vöðvar og vit. Þá spádóma afsannaði Óli rækilega enda hafði hann yfir góðum gáfum að búa og mikilli skynsemi. Í starfi sínu var hann rökfastur og fylginn sér en umfram allt hreinskiptinn og heiðar- legur. Honum voru falin ýmis vanda- söm verkefni. Má þar nefna meðferð óbyggðamála svonefndra sem honum var treyst fyrir af hálfu íslenska rík- isins. Þar var hann á heimavelli enda leitun að manni sem þekkti landið og sögu þess jafnvel og hann. Svo sem gefur að skilja er slíkur starfi ekki til vinsælda fallinn hjá landeigendum og var Óli því í upphafi litinn hornauga af þeim. Með framkomu sinni ávann hann sér þó fljótlega virðingu þeirra og vinsemd enda þótt skoðanamunur á ágreiningsefninu væri uppi. Það var allt annar handleggur. Ferðalög um landið og útivist var stór hluti af lífi Óla. Leið honum best þegar hann var kominn „út fyrir mal- bikið“ eins og hann orðaði það. „Mal- biksplanta“ var orð sem hann notaði yfir þann, sem sá ekkert líf fyrir utan borgarmörkin, en það var ofar hans skilningi. Það voru ófáar veiðiferðirn- ar sem við vinirnir fórum á Laxár- dalsheiðina og allar jafnánægjulegar. Í þeim var rætt um allt milli himins og jarðar, leyst mörg þjóð- og heimsmál, lögfræðileg vandamál brotin til mergjar, sögur sagðar og gamanmál höfð í frammi. Vart var hægt að hugsa sér skemmtilegri ferðafélaga en Óla. „Þetta er lífið,“ voru orð sem hann hafði oftsinnis uppi í ferðum okkar. Við hjónin stofnuðum félagsskap, Fishermannafélagið, sem um árarað- ir hefur farið árlega upp á heiðina. Var Óli þar hrókur alls fagnaðar. Verður hans þar sárt saknað. Hið sama á við um félagana af „Asíunni“ en þar var oft glatt á hjalla yfir hádeg- isverði. Þá mun „Hamraborgin“ ekki framar verða hafin upp af hárri raust í boðum okkar hjóna. Ótímabært andlát Óla er mér þungt í skauti og með honum hverfur drjúgur hluti úr tilveru minni.Við átt- um eftir að gera svo ótal margt sam- an. Á dauða mínum átti ég von en ekki að þessi sterki maður, þessi klettur, safnaðist til feðra sinna svo fljótt sem raunin varð. Góðar minningar um stórbrotinn mann, sem engum var lík- ur, munu þó varðveitast í hugskoti mínu um ókomna tíð. Þökk fyrir sam- fylgdina, Óli minn. Elsku Heiðrún, Elín, Þór, Grettir, Elmar, Hulda, Særún og Guðrún. Ykkur votta ég innilega samúð mína. Helgi I. Jónsson. Elsku Óli minn. Með ást þinni kenndir þú mér að elska. Með trausti þínu kenndir þú mér að trúa Með örlæti þínu kenndir þú mér að gefa. Jarðneskt líf er fallvalt og okkur hér á jörðinni gefinn mislangur tími. Það er sárt að kveðja góðan vin og maka, og vita ekki hvenær endur- fundir verða aftur. Þú lifðir hratt og þú lifðir vel og gerðir svo margt um dagana, þú varst foringi í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur, og er ég viss um að þar mun ekki verða nein breyt- ing á þó að þú sért kominn yfir móð- una miklu. Ég hef átt þig að sem vin í 15 ár, en svo slógu hjörtu okkar saman á fögr- um haustdegi, eftir það gátum við ekki séð hvort af öðru. Þingvellir voru okkar staður, minn- ing mín til þín er jafnfögur og Þing- vellir eru. Við ætluðum að gera svo margt, en fáum víst ekki tækifæri til þess núna. Ég vona í mínu hjarta að þú sért nú á stað þar sem þér líður vel, og hafir allt af öllu sem þú átt einn skilið. Takk fyrir hvað þú lagðir mikinn metnað í að búa vel að Sólveigu dóttur minni, þú skildir eftir visku og lær- dóm hjá henni sem hún mun ávallt búa að. Takk fyrir að leyfa mér að njóta þín. Minning þín mun gefa okkur mæðgum ljós um ókomin ár. Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur, og þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stef.) Hvíldu í friði. Þín ástkæra Guðrún Jóhannsdóttir. Hann sat við skrifborðið í ljósblárri stuttermaskyrtu með spælum á herð- um talandi í símann, kassinn þaninn, sterklegir handleggir og hnyklaðir vöðvar, símtólið klemmt milli axlar og höfuðs, í hendinni dós af Ými, á skrif- borðinu fitulítið oststykki og ferna af undanrennu innan um fjárnáms- beiðnir og önnur skjöl. Þetta var há- degismatur lyftingamannsins eftir æfingu í Jakabóli. Hann var að byggja sig upp fyrir komandi kraft- lyftingamót. Þar gilti að vera massa- ður; hafa skjóðuna í lagi, enda kraft- lyftingaíþrótt fyrir fullvaxna og enginn þroskaleikur. Þannig kom Ólafur Sigurgeirsson lögfræðingur, Óli sterki, fulltrúi borg- arfógetans í Reykjavík, þeim fyrir sjónir, sem áttu erindi á fógetakon- tórinn á níunda áratug síðustu aldar til að ná fram fullnustu krafna sinna eða til að þola slíkt. Að baki bjó emb- ættismaður, sem kunni að fara með vald sitt, þó ákafamaður væri, fylginn sér og harður í horn að taka, ef því var að skipta. Ekki greri alltaf um heilt, ef ósætti varð, þó algengara væri hitt að þeir menn lentu um hríð í talbanni hjá Óla, sem honum fannst gera á hlut sinn eða hefðu rangt við. Þannig var Óli og þannig vil ég minnast þessa fé- laga míns; félaga sem ég eyddi drjúg- um tíma með við fullnustu dóma á kvöldin og um helgar í hartnær fimm ár. Á óteljandi ferðum okkar um borgina á þessum árum kynntist ég lögfræðingnum, veiðimanninum, fjallafaranum, húsbyggjandanum, eiginmanninum og föðurnum, sem var umhugað um að búa sér og fjöl- skyldu sinni gott heimili í Vesturbæn- um nálægt KR. Ólafur Sigurgeirsson var drengur góður, sem kvaddi of snemma; skjóð- an gaf sig. Aðstandendum hans sendum við Lára okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Sigurður G. Guðjónsson. Kveðja frá félögum í Slunkaríki Okkar góði félagi og formaður, Ólafur Sigurgeirsson er látinn. Lífið er skrýtið. Ólafur var fremstur meðal jafn- ingja í okkar félagsskap sem stofn- aður var um Slunkaríki, fjallaskálann okkar í mynni Þórisdals sunnan Langjökuls. En Ólafur var miklu meira en formaður okkar. Hann var leiðtogi og fyrirmynd að svo mörgu leyti hvað varðar lífið, tilveruna, lífs- viðhorf, siðfræði og síðast en ekki síst ferðatækni. Ég hef oft sagt að Ólafur hafi í raun fæðst á röngu árþúsundi. Hann var gríðarlega vel lesinn í öllum Íslend- ingasögunum. Ekki bara lesinn held- ur einnig vel að sér hvað varðar túlk- un og samhengi þess sem þar er ritað og ekki ritað. Lífsskoðun og lífshlaup Ólafs markaðist mjög af þessum sagnaarfi okkar Íslendinga, þess sem gerir okkur að Íslendingum. Hann var Íslendingur. Ólafur trúði á mátt sinn og megin. Hann vildi vera algjör- lega sjálfbjarga. Hann var mjög hreinn og beinn, sannur vinur vina sinna. Ólafur var rammur að afli enda hlaut hann snemma viðurnefnið „sterki“ eða „Sterki maðurinn“. Það þótti honum ekki verra. Ólafur „tók á því“ eins og sagt er í lyftingunum. Hann bauð í raun öllum og öllu lífinu byrginn. Margar ferða- minningar koma upp í hugann en minnisstæðast og táknrænast í mín- um huga er barátta okkar við veður- guðina í febrúarveðrinu mikla árið 1992. Þá vorum við í Slunkaríki ásamt fleirum. Veðrið ýlfraði fyrir utan, veggirnir nötruðu og hristust og hrævareldur lék um loftnet og fleira utan dyra. Þegar nokkuð slotaði héld- um við til byggða en þá skall á okkur veðrið á nýjan leik. Ólafur fór fremst- ur og allt í einu sendi Kári vindhviðu eina svo mikla að sleði Ólafs fauk hreinlega um koll. Þá stóð Ólafur upp og hló sínum dillandi hlátri gegn veðr- inu og sagði: „Komdu bara, Kári, nú skulum við takast á.“ Sigurjón Pétursson. Fimmtudagskvöldið 27. apríl feng- um við Sigurjón þær fregnir að hann Ólafur Sigurgeirsson eða Óli sterki væri látinn. Það var algjört reiðarslag og ekki til að trúa því. Í mínum huga var hann Óli eilífur. Hann var sterk- ur, hann var dulur, hann var tryggur, hann var vinur minn. Ég kynntist Ólafi fyrir nær 23 árum þegar Sig- urjón og Ólafur urðu veiðifélagar og vinir. Það voru ófáar ferðirnar sem þeir fóru saman. Svo komu vélsleð- arnir með tilheyrandi vélsleðaferðum og þá kynntist ég Ólafi betur. Í nokk- ur ár höfum við farið í ferðir með Ólafi á fjórhjólum um landið. Það voru skemmtilegar ferðir þótt ekki værum við Ólafur alltaf sammála. Eiginlega vorum við mjög ósammála um margt. En alltaf náðum við þó lendingu. Þeg- ar Ólafur varð afi fyrir nokkrum árum fékk ég titilinn „skáamma“. Bátsferð- irnar með Ólafi og Heiðrúnu eru einn- ig ógleymanlegar. Þá var gúmmítuðr- an tekin fram og siglt um sundin. Það var farið út í Viðey eða til Hafnar- fjarðar og veðrið var alltaf svo gott. Þá var allt svo áhyggjulaust. Sigurjón var oftast með myndavélina á lofti og eru myndirnar sem til eru úr þessum ferðum með Óla og Heiðrúnu taldar í hundruðum. Undanfarna daga höfum við farið í gegnum þær og þá er Óli ennþá hér. Andlitið glettið og augun kímin. Minningin um sterka manninn mun alltaf lifa með mér. Þóra Hrönn. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Megi góður Guð styrkja alla ástvini Ólafs á þessum erfiða tíma. Hvíl í friði, kæri vinur. Margrét Sigurðardóttir (Magga Massi) og Ríkey Garðarsdóttir. Kveðja frá óbyggðanefnd Þegar ég svaraði í símann fimmtu- dagskvöld í síðustu viku átti ég vissu- lega ekki von á því að fá fregn um að Ólafur Sigurgeirsson hæstaréttarlög- maður væri látinn. Við sem höfðum starfað með honum s.l. sjö ár þegar hann gætti hagsmuna fjármálaráðu- neytisins við meðferð þjóðlendumála hjá óbyggðanefnd, höfðum vanist því að líta á Ólaf sem ímynd hreystinnar og kom ótímabært fráfall hans okkur því í opna skjöldu. Vegna þekkingar hans á landinu hafði honum verið falið að annast kröfugerð og málarekstur af hálfu fjármálaráðuneytisins fyrir óbyggða- nefnd þegar hún tók til starfa, í sam- ráði við þjóðlendunefnd ráðuneytis- ins. Ólafur var vandvirkur og samviskusamur lögmaður og flutti mál sín skýrt og með myndugleik. Þá minnist ég þess ekki að hann hafi beð- ið um frest til að skila gögnum til óbyggðanefndar nema einu sinni. Það var óhjákvæmilegt að við kynntumst honum vel í fjölmörgum ferðum okkar um byggðir og óbyggð- ir landsins. Hann var góður ferða- félagi og þekkti landið mjög vel, enda hafði hann ferðast um landið þvert og endilangt á snjósleðum, jeppum, fót- gangandi eða á fjórhjólum. Var sama hvar við bárum niður, ávallt var það Ólafur sem gat frætt okkur um nöfn á fjöllum, hólum og vatnsföllum og gef- ið ýmsum örnefnum líf með frásögn- um frá fyrri öldum eða síðari tímum. Eitt sinn komum við að gangna- mannakofa á Höfðabrekkuafrétti og voru þar þrír óárennilegir steinar sem gangnamenn höfðu leikið sér við að lyfta. Heimamenn, sem vissu að Ólafur var rammur að afli, eggjuðu hann til að fást við stærsta steininn. Ólafur gekk nokkra hringi umhverfis ÓLAFUR SIGURGEIRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.