Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 31
safns á
mati Guð-
njavarð-
minja-
ustu
við borg-
n að
ið kynnt
ræddi
eira um
rður
egar
ið í Viðey
nýjasta
hús sem
rbæinn og
di að láta
u? Hér
hefur verið býli með þessu nafni frá því mjög snemma í sögu Ís-
landsbyggðar og víst að fornminjar leynast hér í jörðu.“
Guðný Gerður kvaðst telja að hægt væri að glæða Viðey lífi með
minna umstangi en að flytja þangað Árbæjarsafn að stórum hluta.
Viðey eigi glæsilega sögu og þar séu merkar minjar, bæði frá
klausturtímanum og eins kirkjan og Viðeyjarstofa frá 18. öld, sem
geti nýst til að laða fólk að eynni.
Plássleysi er ekki farið að há Árbæjarsafni, að sögn Guðnýjar
Gerðar. Tekið var af landrými safnsins til norðurs þegar byggt var
íbúðahverfi á Ártúnsholti. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi hefur
safnið talsvert svæði til suðurs og vesturs frá Árbæ sem nær niður
að útivistarsvæðinu í Elliðaárdal. „Það er mikill kostur að hafa safn-
ið í tengslum við þetta vinsæla útivistarsvæði,“ sagði Guðný Gerður.
Aðsókn að Árbæjarsafni hefur verið jöfn og stöðug undanfarin
ár, um 35–40 þúsund gestir á ári, að sögn Guðnýjar Gerðar. „Árbæj-
arsafn er eitt fjölsóttasta safn landsins og aðsóknin mjög góð. Það
eru sveiflur frá ári til árs og við teljum að veðrið eigi sinn þátt í
þeim.“ Flestir koma á sumrin en einnig er tekið á móti gestum yfir
vetrartímann og m.a. veitt leiðsögn þrisvar í viku á veturna. Margir
erlendir ferðamenn og nemendur nýta sér hana.
javörður
kilja tvö gömul hús eftir
tórkost-
sé gert
nússon)
ði Við-
mtali við
nt eynni
em þar
ður til
nd-
Ég þyk-
ist geta talað fyrir hönd þeirra þegar ég segi að þetta er það sem
Viðeyingar hafa þráð að yrði. Þessi hugmynd hefur komið fram
áður og við alltaf hrifist af henni. “
Eftir fundinn setti Örlygur ýmsar hugmyndir á blað og kom til
Þorsteins Bergssonar, framkvæmdastjóra Minjaverndar. Þar ger-
ir hann grein fyrir gömlum byggingum og öðrum mannvirkjum í
Viðey. Örlygur rifjar einnig upp að í Viðey var fyrsta hafskipa-
höfnin við Faxaflóa og vafalaust sú stærsta og fullkomnasta hér á
landi. Þá bendir Örlygur á þörf þess að gerður verði greiðfær
vegur og skipulagðar samgöngur milli hins fyrirhugaða safns á
austurenda eyjarinnar og Viðeyjarstofu.
rkostleg safnaeyja
kklátur.
hún ein-
agði
aldari í
ja Ár-
aki þess-
ey og
yst. Það
sú starf-
“ sagði
í eyjuna
ð í Viðey,
i. Þá
væru margvíslegir möguleikar á því að tengja safnið og eyna. Þar
gætu til dæmis dvalið rithöfundar og fræðimenn. Þá væri hægt að
koma þarna upp bókasafni og fiskhúsin gömlu væru inni í mynd-
inni. Olíufélagið hefði einnig verið mjög áhugasamt um að minn-
ast forvera síns. Olíutankurinn sem verið hefði í eyjunni væri til
uppi á Akranesi og þannig mætti áfram telja. „Allt þetta getur
komið aftur, þannig að það er verið að gera þessum hluta Viðeyjar
óskaplega mikið til góða,“ sagði Þórir ennfremur.
Hann bætti því við að húsin sem væru á Árbæjarsafni ættu einn-
ig miklu betur heima í Viðey, niðri við höfn heldur en þar sem þau
væru staðsett nú. Það gilti til að mynda um húsin frá Vopnafirði
sem alltaf hefðu verið niðri við sjó.
„Ég held að þetta verði mikil lyftistöng fyrir Árbæjarsafn, en
auðvitað þýðir þetta að ferjan út í Viðey má ekki kosta meira en í
strætó,“ sagði Þórir að lokum.
dari í Viðey
ug og framtíðarsýn
ÉG RÆDDI fyrst málefni Darf-
ur í öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna fyrir tveimur árum og sagði
að þar færu fram þjóðernishreins-
anir af verstu tegund.
Nú í dag gæti ég end-
urtekið nánast allt
sem ég sagði á þeim
fundi. Umfangsmesta
hjálparstarf í heim-
inum hangir nú í lausu
lofti því ekki er hægt
að halda áfram að
óbreyttu. Skjótra að-
gerða er þörf til að
forðast yfirvofandi
dauða fjölda manna.
Ríkisstjórn Súdans,
uppreisnarmenn, ör-
yggisráð Sameinuðu
þjóðanna og veitendur
aðstoðar verða að
leggjast á eitt.
Blóðbaðið í Darfur
breiðist nú út til
Tsjad. Á síðustu fjór-
um mánuðum hafa 200
þúsund manns til við-
bótar flúið heimili sín.
Meira en tvær millj-
ónir manna hafa flosn-
að upp. Vígamenn sem
njóta stuðnings stjórn-
valda fara ránshendi
um sveitir, drepa fólk
og búpening með það fyrir augum
að vekja ógn og skilja eftir sig
sviðna jörð án þess að nokkuð sé
að gert. Uppreisnarmenn halda
áfram að ráðast jafnt á borgara
sem hjálparstarfsmenn.
Nú eru fjórtán þúsund óvopn-
aðir hjálparstarfsmenn, aðallega
Súdanbúar, að störfum í Darfur,
en hermenn Afríkusambandsins
eru helmingi færri og eiga að
gæta vopnahlés á landsvæði sem
er á stærð við Texasríki í Banda-
ríkjunum. Rétt eins og í Bosníu
fyrir áratug, hefur mannúðar-
aðstoð í Darfur verið nánast eina
skilvirka svar alþjóðasamfélagsins
við grimmdarverkunum. Í stað
þess að beita lækningum hefur
umheimurinn kosið að setja plást-
ur á blæðandi sár.
Vitaskuld skiptir mannúðar-
aðstoð miklu máli þegar mannslíf
eru í hættu. Á síðustu tveimur ár-
um hefur mikill árangur náðst á
þessu sviði. Árið 2004 höfðum við
aðeins á að skipa 230 hjálpar-
starfsmönnum til að liðsinna 350
þúsund manns. Í dag hjálpum við
tíu sinnum fleiri eða helmingi íbúa
Darfur. Stofnanir Sameinuðu þjóð-
anna og hjálparsamtök hafa í sam-
einingu dregið úr dánartíðni á
meðal þeirra sem flosnað hafa upp
um tvo þriðju miðað við 2004 og
vannæring minnkaði um helming
2005.
Nú er hins vegar hætta á því að
þessi árangur verði að engu vegna
aukinna ofbeldisverka allra fylk-
inga og vaxandi þvergirðings-
háttar súdanskra stjórnvalda. Af
þessum sökum eigum við sífellt
erfiðara með að ná til þeirra sem
um sárt eiga að binda. Raunar
kann svo að fara að bundinn verði
endi á stærstu hjálparaðgerð
heimsins vegna ofbeldisins og lífi
milljóna manna verði stofnað í
hættu.
Á sama tíma reynist erfiðara að
afla fjár til að fjármagna aðstoð.
Verulega hefur dregið úr fjár-
framlögum í Evrópu og ríkjunum
við Persaflóa. Aðeins hefur verið
aflað 20% fjár í ákalli Sameinuðu
þjóðanna um björgun mannslífa. Í
síðustu viku tilkynntum við að við
yrðum brátt að skera niður mat-
arskammta um helming. Ef ekki
verður aflað nýrra tekna strax
verða skammtarnir enn skornir
niður og mannfall eykst. Það er
brýnt að ná árangri á öllum svið-
um, bæta verður öryggi, aðgang
að þurfandi og ná pólitískum ár-
angri ef koma á í veg fyrir að
mannfall í Darfur aukist gríð-
arlega.
Í fyrsta lagi verður að auka ör-
yggi íbúa Darfur. Hermenn Afr-
íkusambandsins sinna starfi sínu
af sóma en mega sín lítils og þurfa
liðsauka til að geta verndað
íbúana.
Það er bæði brýnt og aðkallandi
að vernda íbúana.
Það verður líka að
gera hjálparstarfs-
mönnum kleift að
hjálpa nauðstöddum
án þess að þeir eigi
á hættu að vera
rænt, beittir ofbeldi,
farartækjum þeirra
sé stolið eða þeir
séu beittir harðræði
af hálfu yfirvalda.
Núverandi ástand er
óþolandi. Ef það
batnar ekki munu
þeir sem veita
mannúðarastoð
verða að hverfa á
braut og skorið yrði
á líflínu hundruð
þúsunda varn-
arlausra óbreyttra
borgara. Allar stríð-
andi fylkingar,
stjórnin, vígasveit-
irnar og uppreisn-
armenn bera ábyrgð
á því ófremdar ör-
yggisástandi sem
ógnar lífi íbúa Darf-
ur og gerir nánast
ómögulegt að veita mannúðar-
aðstoð.
Í öðru lagi þurfum við að ná til
allra þurfandi. Því miður hefur
orðið afturför síðan á síðasta ári.
Ekki hefur gengið jafn illa að
koma mannúðaraðstoð til skila síð-
an 2004. Í vestur- og norðurhluta
Darfur ná hjálparstarfsmenn að-
eins til 40% íbúanna vegna vax-
andi óöryggis. Aðgangurinn er
háður betri samvinnu við rík-
isstjórn Súdans og vopnaðar sveit-
ir. Þar skortir mikið á. Hjálp-
arstarfsmenn í Darfur þurfa að
sæta ógnunum og þvingunum og
ganga í gegnum „orwellska“ mar-
tröð endalauss skrifræðis sem
beinlínis er ætlað að hindra okkur
í að hjálpa nauðstöddum. Í síðasta
mánuði var leiðandi hjálpar-
samtökum sem stýrt hafa búðum
fyrir 90 þúsund uppflosnaða íbúa,
skipað að hafa sig á braut og rík-
isstjórnin tók yfir stjórnina. Miðað
við fengna reynslu af því hvernig
ríkisstjórnin verndar íbúa lands-
ins, er fyllsta ástæða til að óttast
um öryggi þeirra.
Mannúðaraðstoð er mikilvæg til
að bjarga mannslífum en aðstoð
ein og sér er ófullnægjandi svar
við ógnum á drápsvöllum heims-
ins. Óvopnaðir hjálparstarfsmenn
geta bjargað mannslífum í dag en
þeir geta ekki komið í veg fyrir að
sama fólk verði myrt, því nauðgað
eða það flæmt frá heimilum sínum
á morgun. Við skulum ekki end-
urtaka mistökin sem gerð voru
með „verndarsvæðunum“ í Bosníu
sem leiddu til Srebrenica. Mann-
úðarstarf ætti aldrei að verða
fíkjublað fyrir pólitískt aðgerða-
leysi. Samt sem áður er sú raunin
í dag í Darfur.
Íbúar Darfur þurfa aðstoð, en
þeir þurfa mikið meira. Þeir þurfa
vernd og þeir þurfa frið ekki að-
eins í orði í viðræðunum í Abuja
heldur einnig á borði í hverju ein-
asta þorpi um allt Darfur. Að lok-
um þurfa Darfurbúar á því að
halda að aðildarríki Sameinuðu
þjóðanna í Afríku, Asíu og Araba-
ríkjunum, rétt eins og á Vest-
urlöndum, takist á hendur sið-
ferðilegt forystuhlutverk. Það þarf
aðgerðir, ekki orð. Ekkert annað
dugar til þess að bjarga manns-
lífum í dag og færa Darfurbúum
langþráðan frið á morgun. Ekkert
minna er nauðsynlegt til að koma
í veg fyrir að þurfa að segja síðar
„aldrei aftur“.
Það þarf aðgerðir,
ekki orð, í Darfur
Eftir Jan Egeland
Jan Egeland
’Það þarf að-gerðir, ekki orð.
Ekkert annað
dugar til þess að
bjarga manns-
lífum í dag og
færa Darfur-
búum lang-
þráðan frið …‘
Höfundur er aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna
á sviði mannúðarmála og neyðar-
aðstoðarstjóri samtakanna.
setu,“ sagði Oddur. Þorsteinn sagði að
Minjavernd hefði staðið að flutningi margra
gamalla húsa. Flutningur húsa í Viðey ætti
ekki að vefjast fyrir þeim. „Við höfum kann-
að allt sem lýtur að flutningi á sjó, tækja-
kosturinn er til staðar hér í Reykjavíkur-
höfn. Þetta er gerlegt og við getum
fullvissað hvern sem er um það.“
Þorsteinn benti á að í Viðey væri hægt að
skapa allt öðru vísi og trúverðugri íslenska
þorpsmynd liðins tíma en í Árbæ. „Í Viðey
er bryggja og þar tengjum við safnið við sjó,
náttúru og umhverfi með miklu víðara sjón-
arhorni en er í dag í Árbæjarsafni. Hugs-
unin er að endurgera mætti sjávarhúsin,
lagfæra viðlegukantinn sem er frá 1907 og
eldri en viðlegukantur Reykjavíkurhafnar.
Hann stendur nær óskemmdur eftir heila
öld án nokkurs viðhalds.“
Tengslin við hafið eru talin gefa safni í
Viðey mikið gildi. Oddur bendir á að nú
þurfi höfuðborgarbúar og gestir þeirra að
aka norður á Siglufjörð til að sjá síld saltaða
í tunnu. Íslensk byggð hafi þést við sjóinn
hringinn í kringum landið.
Margir nýir möguleikar
Safn í Viðey gæti verið forsenda aukinna
siglinga um sundin blá og bendir Oddur á að
þar sé margar náttúruperlur að finna. Hægt
sé að skipuleggja dagsferð um eyjar Kolla-
fjarðar og söguslóðir á Kjalarnesi.
„Viðey er útivistarperla. Þar er hægt að
draga fram fleiri staðreyndir fleiri sögu og
mannlífs á einum stað en á nokkrum öðrum
einstökum stað innan borgarlandsins. Þar
er hægt að draga fram söguna frá upphafi
byggðar, Viðey hefur verið trúarsetur,
stjórnsýslusetur, hún á útgerðarsögu og þar
hafa búið stórhuga einstaklingar,“ sagði
Þorsteinn.
Endurreist hús Milljónafélagsins og
gömlu húsin í safninu geta hýst margs konar
starfsemi. Þar gæti verið aðstaða fyrir lista-
smiðjur, rithöfunda og jafnvel framleiðslu á
handverki og öðru líkt og dæmi eru um í ná-
lægum löndum.
Stærsta hús Milljónafélagsins, verbúðin
Glaumbær, var um 600 fermetrar að flat-
armáli. Húsið var tvílyft á háum sökkli með
lágreistu þaki. Gluggar voru stórir og góð
birta í húsinu. Þar sjá þeir Oddur og Þor-
steinn fyrir sér aðstöðu fyrir listamenn.
Eins hafi séra Þórir Stephensen, fyrrver-
andi staðarhaldari, bryddað upp á þeirri
hugmynd að í Viðey yrði rannsóknaraðstaða
fyrir fræðimenn og rithöfunda. Slík aðstaða
gæti verið í minni húsum safnsins. Safn í
Viðey gæti tengst sjóminjasöfnum, bæði í
Reykjavík og víðar. Þjóðminjasafnið á
marga báta víða um land sem gætu vel átt
heima í slíku safni við sjávarsíðuna.
Oddur sagði að hugmyndin væri að búa
Sundbakkaþorpið öllum nútíma þægindum.
Þar yrðu öll hús netvædd, heitt vatn leitt í
húsin og þau öll búin úðaraslökkvikerfum,
varavatnsgeymir og slökkvibíll á svæðinu.
Einnig yrði gengið frá yfirborði allra gatna.
Safnið yrði því eins nútímalegt og kostur sé.
Nútímaleg byggð í Árbæ
Í bréfinu til borgarinnar lögðu Þyrping og
Minjavernd til að á svæði Árbæjarsafns yrði
reist nútímaleg byggð sem lagaði sig vel að
núverandi byggð. Oddur undirstrikaði að
þetta væri einungis á hugmyndastigi. Í
hverfinu eru tilbúnir leikskólar og grunn-
skólar og gróin byggð.
Þorsteinn sagði að þeir félagar hefðu
horft meira á mögulegt framtíðarfyr-
irkomulag safns í Viðey en hugsanlega nýt-
ingu byggingarlands á Árbæjarholti. Oddur
benti á að ef hugmyndin um Viðey yrði sam-
þykkt fylgdi hitt á eftir. Ekki er ætlunin að
hrófla við torfbænum Árbæ, gömlu kirkj-
unni frá Silfrastöðum í Skagafirði eða skrúð-
húsinu. Þessi gömlu hús yrðu eins konar
„gimsteinar“ í hjarta nýrrar byggðar.
Árbæjarsafn er á 10 til 12 hektara svæði,
að fráteknum tveimur hekturum kringum
Árbæ og Silfrastaðakirkju. Aðspurður sagði
Oddur ekki hægt að verðmeta þetta land
fyrr en ljóst er hvort og þá hvað verður
byggt á því. Þorsteinn sagði að hver sem
verðmiðinn yrði væri nokkuð ljóst að þetta
svæði myndi skila borginni því sem það
kostaði að byggja upp safnið í Viðey. Þor-
steinn sagði að þeir hefðu skoðað kostn-
aðarhliðina lítillega. Sú skoðun benti til þess
að með til þess að gera hógværri nýtingu á
núverandi landsvæði Árbæjarsafns, þannig
að ekki yrði gengið á núverandi byggð og
skilið eftir útivistarsvæði og Árbærinn sjálf-
ur, ætti dæmið að geta gengið upp. Þeir fé-
lagar voru þó ekki reiðubúnir að nefna nein-
ar tölur.
stað Árbæjarsafns
myndi Sundbakkaþorp hið nýja ofan við viðlegukantinn í Viðey.
Morgunblaðið/ÞÖK
Í heimsókn í Árbæjarsafni í gær. F.v. Daníel Andri Jensson Fred-
rikssen, Jónas Valtýsson og Kristján Viðar Kristjánsson.
ðið/Ásdís
g G.
gudni@mbl.is