Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 19 ERLENT Sheer Driving Pleasure BMW X5 www.bmw.is ÞVÍ var spáð eftir að flóðbylgjan mikla reið yfir Suður-Asíu annan í jólum 2004 að mikið manntjón í ey- ríkinu Sri Lanka, sem er við suður- strönd Indlands, kynni að leiða til þess að leiðtogar skæruliðasveita tamílsku Tígranna og stjórnarhers- ins næðu að komast að samkomulagi um varanlegan frið í landinu. Síðan hefur ástandið í landinu hins vegar farið stöðugt versnandi og undanfarinn mánuð hafa yfir 200 manns fallið í átökum hersins og Tí- granna, en mánuðurinn var sá blóð- ugasti í landinu frá því að stríðandi fylkingar undirrituðu samninga um vopnahlé 22. febrúar 2002. Áhyggjur manna af því að borg- arastyrjöld kunni að brjótast út hafa því aukist, en staða mála þykir hafa reynt mjög á skilmála vopnahlésins. Norðmenn höfðu milligöngu um undirritun samninganna en hópur Íslendinga hefur starfað hjá nor- rænu vopnaeftirlitssveitunum (SLMM) við eftirlit með að vopna- hléið sé virt af báðum aðilum. Á rætur í sjálfstæðisbaráttu Íbúa Sri Lanka má flokka eftir þjóðflokkum, sem að grunni til að- hyllast mismunandi trúarbrögð. Meirihluti landsmanna tilheyrir þjóðflokki Sinhala, eða 14 milljónir, en flestir þeirra eru búddistar. Því næst koma Tamílar, sem eru um 3,2 milljónir, en þeir eru flestir hindúar, líkt og þorri Indverja. Einnig er nokkuð af múslímum og kristnum á eyjunni, þar sem búa rösklega 20 milljónir manna, en lítill hluti Sinhala og Tamíla er kristinn. Íbúasamsetning landsins er ná- tengd átökum stríðandi fylkinga á síðasta aldarfjórðungi, sem brutust út í sjálfstæðisbaráttu Frelsishreyf- ingar Tamíla (LTTE) fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis Tamíla í norður- og austurhluta Sri Lanka, í kjölfar þess að landið öðlaðist sjálfstæði. Þannig var landið áður nýlenda Breta og hét þá Ceylon. Þegar Bret- ar yfirgáfu svo landið 1948 tók meiri- hluti Sinhala við völdum, en áður höfðu Tamílar notið velvildar bresku nýlendustjórnarinnar. Samskipti þjóðarbrotanna voru stirð á næstu áratugum, en meira en 65.000 manns hafa fallið í átökum skæruliða og stjórnarinnar frá árinu 1983. Klofningshópur gerir illt verra Segja má að ný vídd hafi orðið til í deilu stríðandi fylkinga, þegar her- sveitir V. Muralitharans, eða Karuna liðþjálfa eins og hann er nefndur, klufu sig úr meginfylkingu tamílsku Tígranna í mars 2004. Varð þetta til að kynda undir ólg- unni í röðum Tamíla, ekki síst eftir að sveitir Karuna myrtu háttsettan liðsmann Tígranna í febrúar 2005. Til að gera illt verra réðust ýmsar smáfylkingar úr röðum Tamíla gegn Tígrunum í kjölfar morðsins. Ástandið var því þegar orðið afar eldfimt þegar Lakshman Kad- irgamar, utanríkisráðherra Sri Lanka, var myrtur í ágúst sl. Mjög dró svo úr tíðni ofbeld- isverka í nóvember, þegar Mahinda Rajapakse sigraði í forsetakosn- ingum í landinu. Rajapakse, sem boðaði viðræður við Tamíla um sér- stakt landsvæði þeirra í kosninga- baráttunni, þykir síðan hafa tekið af- stöðu gegn þeim. Ekki leið því á löngu uns óöldin í landinu byrjaði á nýjan leik og í des- ember og janúar féllu fjölmargir í átökum skæruliða og stjórnarinnar Árás eykur á spennuna Þegar þarna var komið við sögu höfðu áhyggjur manna af því að borgarastyrjöld kynni að brjótast út magnast mjög. Það sló því á spennuna í landinu þegar leiðtogar stríðandi fylkinga hittust til við- ræðna í Genf 22. og 23. febrúar, en betra ástand í landinu á næstu vik- um þótti sýna fram á afgerandi hlut stjórnarinnar og tamílsku Tígranna í átökunum í landinu. Í byrjun mars byrjaði hins vegar óánægja leiðtoga Tígranna með það sem þeir töldu vera aðgerðaleysi stjórnvalda gegn árásum liðsmanna Karuna á svæði Tígranna, sem var á yfirráðasvæði stjórnarinnar, að stig- magnast. Leiddi sú óánægja til þess að árásir Tígranna á her og lögreglu hófust á nýjan leik. Það var af þessum sökum sem stríðandi fylkingar drógu sig út úr fyrirhuguðum friðarviðræðum í Genf 19. apríl. Tæpri viku síðar, eða 25. apríl, gerði kona, sem talið er að hafi verið meðlimur Tígranna, sjálfs- morðsárás í höfuðstöðvum hersins í höfuðborg landsins, Colombo. Átta manns létust í sprengingunni og 27 særðust, þeirra á meðal Sarath Fonseka, hinn herskái hershöfðingi og yfirmaður hersins á Sri Lanka. Aðgerðin kom stjórninni í opna skjöldu og í hefndarskyni fyrir árás- ina fyrirskipaði Rajapakse forseti að árásir skyldu gerðar á stöðvar Tígr- anna úr lofti og af sjó. Leiðtogar Tígranna brugðust hart við og sökuðu stjórnina um að hafa gefið út „opinbera stríðsyfirlýsingu“ með aðgerðunum, en þetta var fyrsta árás hersins á Tígrana frá því að vopnahléið var undirritað 2002. Sýnir árásin í Colombo öðrum þræði hversu stuttur kveikiþráð- urinn getur verið í landinu. Á hinn bóginn voru refsiaðgerðir stjórn- arinnar um margt takmarkaðar, sem bendir til að báðir aðilar vilji í lengstu lög forðast allsherjar stríð. Segir borgarastríð ólíklegt Helen Ólafsdóttir, talsmaður nor- rænu eftirlitssveitanna á Sri Lanka, hefur fylgst náið með atburðarásinni undanfarna mánuði. Spurð um ástand mála segir hún það lykilatriði að friðarviðræðurnar hefjist á ný. „Það er erfitt að sjá að mál þróist á þann veg að ofbeldinu linni og að fylkingarnar byrji svo að tala sam- an,“ segir Helen. „Ef stjórnin tekur á vandanum vegna Karuna er von um að rætist úr friðarviðræðunum.“ Að auki leggur Helen áherslu á að mikilvægt sé að vel takist með að leysa deilu stjórnvalda og Tígranna að undanförnu, vegna krafna þeirra síðarnefndu um hvernig eigi að flytja skæruliða til norðurhluta landsins, þar sem leiðtogar Tígranna hafa höfuðstöðvar. Telur Helen að þessar deilur hafi seinkað því að fylkingarnar hafi get- að komið sér saman um að snúa aft- ur að samningaborðinu í Genf. Þá segir Helen að hvorki herinn né lögreglan hafi getað haldið uppi lögum og reglu í landinu að und- anförnu og að grunur leiki á að lög- reglan hafi reynt að hagnast á ástandinu með ólöglegum hætti. Fréttaskýring | Óttast er að harðnandi átök tamílsku Tígranna og stjórnarhersins á Sri Lanka að undanförnu kunni að leiða til borgarastyrjaldar á ný. Baldur Arnarson fjallar um stöðu mála og hvernig klofningshópur Karunas hefur aukið á spennuna. Vopnahléið á Sri Lanka fyrir bí? Börn vörubílstjórans Subathra Prhabakarn, sem lést í byrjun vikunnar þegar jarðsprengja sprakk í nágrenni borgarinnar Trincomalee í norð- austurhluta landsins, syrgja lát hans á þriðjudag. baldura@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.