Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MARGIR AÐ VINNA Starfandi fólki á vinnumark- aðinum fjölgaði alls um 7.700 á fyrsta fjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra, eða úr 155.800 í 163.500 starfandi einstaklinga. Á vinnumarkaðinum voru 167.500 manns að meðaltali og jafngildir það 81,1% atvinnuþátttöku, sem fer stöð- ugt vaxandi en hún var 79,8% á sama ársfjórðungi í fyrra. Góður nemandi Hildur María Hilmarsdóttir, nem- andi í 10. bekk í Foldaskóla, hefur lokið fimm áföngum í stærðfræði í menntaskóla, þeim síðasta samhliða því sem hún tekur samræmdu próf- in. Undanfarin misseri hefur Hildur verið í fjarnámi og lokið fimm áföng- um í stærðfræði, einum í íslensku og einum í ensku. Hallar á Blair Fyrstu úrslit í sveitarstjórnar- kosningunum í Bretlandi bentu til, að Verkamannaflokkurinn væri að tapa fylgi en Íhaldsflokkurinn að bæta við sig. Þá var hins vegar mið- að við úrslit í fremur smáum kjör- dæmum, flestum á landsbyggðinni, en búist var við, að niðurstaðan réð- ist í þeim fjölmennu, í stóru borg- unum og á Lundúnasvæðinu. Tapaði Verkamannaflokkurinn miklu, var talið, að lagt yrði að Tony Blair for- sætisráðherra að ákveða hvenær hann léti af embætti. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 30 Fréttaskýring 8 Bréf 35 Úr verinu 12 Minningar 37/43 Viðskipti 14/17 Myndasögur 48 Erlent 18/19 Dagbók 48/51 Minn staður 20 Víkverji 48 Austurland 26 Velvakandi 49 Höfuðborgin 22 Staður og stund 50 Akureyri 22 Leikhús 52 Landið 23 Bíó 54/55 Daglegt líf 24/25 Ljósvakamiðlar 58 Menning 26, 52/53 Veður 59 Umræðan 28/36 Staksteinar 59 * * * Kynning – Morgunblaðinu í dag fylgir Miðborgarblað. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %     &         '() * +,,,              EINHUGUR var á fjölmennum fundi sem Hestamannafélagið Gust- ur boðaði eigendur hesthúsa í Glað- heimum til síðdegis í gær, um að fall- ast á þær hugmyndir sem fram koma í viljayfirlýsingu bæjarráðs Kópa- vogs frá í gær, að ganga til samninga um kaup á þeim hesthúsum, sem ekki hafa verið seld fjárfestum. „Það er einhugur meðal þeirra hesthúsaeigenda sem eftir eru að málið leysist á þennan veg,“ segir Bjarnleifur Bjarnleifsson, formaður Gusts. „Þetta var gríðarlega fjölsótt- ur fundur þar sem rúmlega 90% hesthúsaeigenda mættu,“ segir hann. Kannaður var vilji að fara þá leið að selja til að leysa málið. „Und- irtektirnar voru mjög góðar og ein- róma og við teljum að málið sé í já- kvæðum farvegi.“ Gangi málið er gert ráð fyrir að Gustsmenn fái nýtt hesthúsahverfi sem byggt yrði upp á Kjóavöllum. Einhugur um sölu hest- húsa í Glaðheimum Morgunblaðið/ÞÖK ÞINGMENNIRNIR Lúðvík Berg- vinsson, Samfylkingu, og Einar Odd- ur Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um fjármálafyrirtæki, þar sem lagt er til að ef sparisjóður hættir að starfa eða breytir rekstrarformi sínu, skuli ráð- stafa eigin fé sparisjóðsins, öðru en stofnfé, til sveitarfélags eða sveitarfé- laga á starfssvæði eða viðskiptasvæði sjóðsins. Kapphlaup um völd Í frumvarpinu er einnig lagt til að stofnfjáreigendum, viðskiptamönnum og einstaklingum á starfssvæði hans skuli boðið að kaupa stofnbréf þegar sjóður ákveður að auka við stofnfé sitt. Þannig megi tryggja að sjóðurinn geti alltaf eflt sig með útgáfu nýs stofnfjár. Enn fremur er lagt til að óheimilt verði að veita stofnfjáreig- endum forkaupsrétt að nýju stofnfé. Í greinargerð segir m.a. að þegar sjóðirnir voru stofnaðir hafi yfirlýstur tilgangur þeirra verið að taka virkan þátt í uppbyggingu og fjármálaþjón- ustu á sínu svæði. „Tímarnir hafa breyst frá því að sjóðirnir voru stofnaðir. Eins og áður hefur komið fram er það mat flutn- ingsmanna að hugmyndir einstak- linga um að eignarhald á öðru eigin fé sjóðanna en stofnfé sé óljóst hafi leitt til uppkaupa á stofnbréfum og kapp- hlaupi um völd. Flutningsmenn telja því afar brýnt að kveðið verði skýrt á um í lögum hvernig fara skuli með þessa eign hætti þeir að starfa sem sparisjóðir og/eða breyti um rekstr- arform,“ segir í greinargerðinni. Þá segjast þeir vera undrandi á að stjórnvöld hafi ekki enn lagt fram hugmyndir eða gripið til aðgerða í ljósi þess umróts sem verið hafi und- anfarin missiri. Leggja þeir til að eignir sjóðanna renni til sveitarfélaga þar sem starfsstöðvar sjóðanna séu eða stjórn eða samþykktir hafa skil- greint sem viðskiptasvæði þeirra. Eignir sparisjóða renni til sveitarfé- laga við breytingu á rekstrarformi Lúðvík Bergvinsson Einar Oddur Kristjánsson „ÉG hef lengi haft áhyggjur af óróa í kringum sparisjóðina,“ segir Ein- ar Oddur Kristjánsson. Hann segist þekkja það vel að í einstökum byggðum hafi sparisjóðirnir gríð- arlega þýðingu fyrir allt mannlífið og atvinnulífið og möguleika þess- ara svæða til að ná vopnum sínum. „Mér er það mjög kært að standa við hlið þeirra og reyna að gæta þess að þeir veikist ekki eða verði talaðir í kaf, eins og mér sýnist að verið sé að reyna í þjóðfélaginu í dag. Þessar meiningar um að við sem erum stofnfjáreigendur í spari- sjóðum, séum réttbornir eigendur eigin fjár sparisjóðs er hræðilegur áróður og því miður eru ýmsir menn farnir að trúa honum.“ Einar Oddur minnir á að þjóðfé- lagið byggist allt upp á séreignar- réttinum, „og þess vegna er svo brýnt að menn geri sér mjög ljósa grein fyrir því hvað þeir eiga ekki. Ég hef haft uppi efasemdir um það upp á síðkastið.“ Brýnt að menn geri sér grein fyrir hvað þeir eiga ekki FRAMBJÓÐENDUR flokkanna í komandi sveitarstjórnarkosningum sátu fyrir svörum á opnum fundi í Alþjóðahúsi í gærkvöldi, en fund- urinn var einn af 11 fundum þar sem fólk af erlendu bergi brotið fær tækifæri til að spyrja frambjóð- endur út í sín hjartans mál á eigin tungumáli. Í gærkvöldi var röðin komin að fólki af víetnömskum uppruna, þó mæting á fundinn hafi reyndar ver- ið í dræmara lagi. Meðal þess sem fundargesti fýsti að vita var hver afstaða flokkanna væri til tví- tyngdra barna, hvað hægt væri að gera til að auðvelda þeim að aðlag- ast samfélaginu. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks sagði unnið að þróunarstörfum á ýmsum sviðum og vandi tvítyngdra barna væri eitt af því sem þyrfti að taka á. Fulltrúi Samfylkingar sagði að auk- in áhersla á íþróttir og tónlist gæti hjálpað þar sem ekki þarf að nota tungumálið jafn mikið við þær greinar. Morgunblaðið/Ómar Frambjóðendur spurðir á víetnömsku FUNDUM Alþingis var frestað á ní- unda tímanum í gærkvöld fram til 30. maí nk. Áður voru samþykkt tvö lagafrumvörp, annars vegar frum- varp menntamálaráðherra um af- nám samræmdra prófa í framhalds- skólum, og hins vegar frumvarp utanríkisráðherra um að Flugmála- stjórn Keflavíkurflugvallar taki yfir þau flugtengdu verkefni sem hingað til hafa verið í umsjá Bandaríkja- hers. Í síðarnefnda frumvarpinu var bráðabirgðaákvæði þar sem segir að eftir því sem við verði komið verði því starfsfólki, sem hafi starfað hjá tilgreindum deildum varnarliðsins, boðið starf hjá Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar. Utanríkis- málanefnd þingsins lagði til að ákvæðið yrði gert afdráttarlausara, þannig að Flugmálastjórn yrði gert skylt að bjóða öllu viðkomandi starfsfólki störf. Sú breytingartil- laga var samþykkt. Allir starfsmenn Flugmálastjórnar verða starfsmenn íslenska ríkisins og njóta réttinda sem opinberir starfsmenn, að því er fram kemur í áliti utanríkismála- nefndar. Fundum Alþingis frestað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.