Morgunblaðið - 05.05.2006, Síða 11

Morgunblaðið - 05.05.2006, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 11 FRÉTTIR Nú bjóðum við frábært tilboð á síðustu sætunum til Bologna á Ítalíu 17. maí. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Gríptu tækifærið og skelltu þér til Ítalíu á einstökum kjörum. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is 2 fyrir 1 til Ítalíu 17. maí frá kr. 19.990 Síðustu sætin Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 19.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 17. maí. Netverð á mann. ÍSLENSK erfðagreining hefur náð sérstöku sam- komulagi við bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) um fyrirkomulag á svonefndum þriðja og síðasta fasa lyfjaprófana á tilraunalyfinu DG031 sem beint er gegn hjartaáföllum. Samkvæmt upplýsingum ÍE felur samkomulagið í sér að verði niðurstöður prófananna jákvæðar hef- ur lyfjaeftirlitið fyrirfram fallist á að markmið, hönnun og greining á niðurstöðum þeirra fullnægi kröfum fyrir markaðsskráningu á lyfinu. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, lýsir mikilli ánægju með að hafa náð þessu samkomulagi við bandaríska lyfjaeftirlitið. „Sú nálgun okkar að nota erfðaupp- lýsingar til grundvallar þátttöku eykur bæði lík- urnar á jákvæðum niðurstöðum og auðveldar okkur að fá markaðsleyfi fyrir lyfið, verði niðurstöður prófananna jákvæðar. Við höfum þegar framleitt yfir þrjár milljónir taflna af lyfinu og samið við fjölda heilbrigðisstofnana og sérhæfðra verktaka- fyrirtækja á þessu sviði um framkvæmd prófan- anna,“ segir Kári Stefánsson. 3.000 hjartasjúklingar taka þátt í prófunum Um 3.000 hjartasjúklingar munu taka þátt í próf- unum víðs vegar um Bandaríkin. Þeim verður beint að hópi sem er í mestri hættu á að fá hjartaáfall vegna fráviks í því lífefnaferli sem lyfið hefur áhrif á. Þátttakendur munu taka 500 mg af lyfinu eða lyf- leysu tvisvar á dag. Kannað verður hvort færri hjartaáföll, heilablóðföll, innlagnir vegna hjarta- kveisu eða bráðrar kransæðavíkkunar verði meðal þeirra sem taka lyfið en þeirra sem fá lyfleysu. Lengd lyfjaprófananna mun ráðast af fjölda sjúk- dómstilfella meðal þátttakenda. Bráðbirgðagrein- ing verður gerð á niðurstöðum þegar prófanirnar verða hálfnaðar. Í frétt frá ÍE kemur fram að umrætt tilraunalyf dregur úr myndun á bólguvakanum LTB4 sem erfðarannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar hafa sýnt að gegnir mikilvægu hlutverki í hjartaáföllum. Tilraunalyfið DG031 var upphaflega þróað af þýska lyfjafyrirtækinu Bayer við astma en eftir að nið- urstöður erfðarannsókna leiddu í ljós að það kynni að gagnast til varnar hjartaáföllum, keypti Íslensk erfðagreining lyfið. Í öðrum fasa lyfjaprófana sem lauk hér á landi síðasta haust var sýnt fram á að lyf- ið þoldist vel og dró úr myndun bólguvakans LTB4. Samtals hafa um 2.000 manns tekið lyfið í lyfjapróf- unum Íslenskrar erfðagreiningar og Bayer. Íslensk erfðagreining nær samkomulagi við bandaríska lyfjaeftirlitið Fallist á skipulag prófana á lyfi ÍE við hjartaáföllum Þegar hafa verið framleiddar yfir þrjár milljónir taflna af lyfinu Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt karlmann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir blygðun- arsemisbrot og brot gegn barna- verndarlögum með því að hafa sýnt 8 og 9 ára gömlum dætrum fyrrverandi sambýliskonu sinnar klámmynd. Maðurinn var hins vegar sýknaður af ákæru fyrir að hafa beitt stúlkurnar kynferðislegu ofbeldi þegar hann fór í bað með þeim. Hann var einnig sýkn- aður af bótakröfum. Í dómnum eru skýrslutökur af stúlkunum gagnrýndar harðlega en skýrslurnar tók rannsóknarlögreglu- maður undir stjórn héraðsdómara og setti á myndband. Eru í dómnum rak- in orðaskipti spyrils og stúlknanna. Dómurinn sagði fyrirliggjandi, að þegar spyrillinn tók skýrslur af stúlk- unum hafði hann undir höndum kæruskýrslu móður þeirra, þar sem atburðum og atburðarás væri lýst á skýran hátt um annað en ætlaða klámmyndasýningu. Segir í dómsnið- urstöðunni að spyrillinn hafi mótað skýrslugjöf yngri stúlkunnar svo full- komlega, að ekki aðeins samrýmdist hún kæruskýrslunni heldur hafi fram komið að ákærði hefði að baðinu loknu látið systurnar horfa á klám- mynd með honum. Ekkert af þessu hefði komið fram í sjálfstæðri frásögn telpunnar og atburðarás hefði algjör- lega verið stjórnað af spyrlinum. Einkar hlutdræg skýrslutaka Segir dómurinn að spyrillinn hafi leitt skýrslutökuna áfram á einkar hlutdrægan hátt með þeim afleiðing- um, meðal annars, að stúlkan mátti aldrei eða átti aldrei að hafa minnstu efasemdir um framferði og sekt mannsins. Hafi steininn tekið úr í þessu samhengi þegar spyrillinn ját- aði spurningu stúlkunnar um það hvort lögreglan gæti tekið manninn fastan og látið hann í fangelsi, „fyrir það sem hann gerði ykkur, við ykk- ur“, bætti hann við samkvæmt skýrslu sem lá fyrir dóminum. Taldi dómurinn að frásögn stúlkn- anna væri óljós um atvik í baðkerinu og var maðurinn sýknaður af þeim ákærulið. Frásögn stúlknanna um klám- myndina var hins vegar talin trúverð- ug og og var ekki talinn leika skyn- samlegur vafi á því að atvikið hefði átt sér stað, þrátt fyrir að sú atburðarás hefði verið fengin fram af hálfu yngri stúlkunnar með leiðandi spurningum. Málið dæmdu héraðsdómararnir Jónas Jóhannsson sem dómsformað- ur, Helgi I. Jónsson og Þorgerður Er- lendsdóttir. Verjandi var Guðrún Sesselja Arnardóttir hdl. og sækjandi Hulda Elsa Björgvinsdóttir fyrir ákæruvaldið. 30 daga fangelsi fyrir að sýna börnum klámmynd Skýrslutaka í kynferðisbrotamáli út í hött að mati héraðsdóms „ÉG fordæmi svona umfjöllun,“ seg- ir Sigríður Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra um auglýsingu um jeppaferðir á Íslandi, sem birt var í nafni Ferðamálaráðs í blaðinu Kaup- mannahafnarpóstinum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær er yfirskrift auglýsingarinnar; „Iceland – where monster trucks create the roads“, sem útleggja má sem; Ísland – þar sem risajeppar ryðja vegina. Birting auglýsingarinnar hefur nú verið stöðvuð. Sigríður Anna segir birtingu af þessu tagi lýsa miklu ábyrgðarleysi. „Mér finnst það vera mjög mikið áhyggjuefni ef menn eru ekki betur vakandi yfir þessu en raun ber vitni því að svona á ekki að sjást,“ segir hún. Átak gegn utanvegaakstri Sigríður Anna segir að umhverf- isráðuneytið hafi með ýmsum hætti barist gegn akstri utan vega. „Það var nefnd að störfum sem skilaði áliti síðastliðið vor um þessi mál. Reglugerðin um utanvegaakst- ur var líka endurskoðuð sl. vor. Við höfum því verið að vinna mikið í þessum málum og gerðum átak í að dreifa upplýsing- um til ferða- manna, meðal annars með aug- lýsingum í bæk- lingum, blöðum og sérútgáfum fyrir ferðafólk. Við styrktum einnig átak þar sem dreift var upplýsingum í alla bíla sem komu með Norrænu og í alla bílaleigubíla. Við höfum haft mjög miklar áhyggjur af þessu vegna þess að hér er um vandamál að ræða sem við verðum að geta náð tökum á og leyst.“ Sigríður Anna segir að nú sé unnið að gerð korts af þeim vegum og veg- arslóðum á landinu sem má aka eftir svo ferðafólk geti haft tiltækar skýr- ar upplýsingar um hvar það megi örugglega aka. Það eru tvær stofnanir á vegum umhverfisráðuneytisins, Umhverfis- stofnun og Landmælingar, sem vinna að gerð þessa korts í samvinnu við Vegagerðina. Verður kortið, sem á að koma út í vor, bæði birt í tölvu- tæku formi og prentað. Umhverfisráðherra um utanvegaakstur Fordæmir jeppa- auglýsinguna Sigríður Anna Þórðardóttir GÖNGUGARPURINN Jón Eggert Guðmundsson, sem á morgun, laugardag, heldur áfram göngu um strandvegi Íslands heimsótti Reyni Pétur Ingvason, annan göngugarp, að Sólheimum í fyrra- kvöld. Reynir Pétur gekk á sínum tíma hringinn í kringum landið. Fóru þeir saman yfir undirbúning göngunnar og gat Reynir Pétur gefið Jóni Eggerti ýmis góð ráð. Auk þeirra er á myndinni Hanný María Haraldsdóttir unnusta Reynis. Göngugarpar báru saman bækur sínar ÁTTA sjúklingar hafa gengist und- ir þræðingu á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi á þessu ári sem lokar götum milli hjartagátta, en um er að ræða meðfæddan kvilla. Þræðingar þessar hófust á sjúkra- húsinu á síðasta ári og gengust þá sex sjúklingar undir slíka aðgerð. Með því að gera aðgerðirnar hér á landi felst mikið hagræði fyrir sjúklingana og umtalsverður sparn- aður við það að þurfa ekki að fara utan, segir í ársskýrslu LSH. Götin á gáttaskilvegg eru frá fæðingu en uppgötvast ekki fyrr en síðar á lífsleiðinni, oft eftir ein- hvers konar heilaáfall. Venjulega lokast götin sjálfkrafa eftir fæð- ingu, stundum er áfram smá gat eða himna yfir því. Nauðsynlegt er að loka þessum götum af ýmsum ástæðum, segir í skýrslu LSH. Bæði getur of mikið streymt í gegnum þau, stundum geta líka farið blóð- segar frá hægra hjartahelmingi yf- ir í vinstri blóðrásina og t.d. valdið heilaáfalli. Í stað þess að setja fólk á blóðþynningarlyf getur verið betra að loka gatinu og það er gert með sérstöku neti. Götum milli hjartagátta lokað á LSH KAUPTILBOÐ í byggingarrétt fyr- ir 10 einbýlishús í Úlfarsárdal í Reykjavík, við Gefjunarbrunn og Iðunnarbrunn, voru opnuð í gær eftir að tilboðsfrestur rann út. Sam- kvæmt upplýsingum frá Fram- kvæmdasviði Reykjavíkur bárust 143 tilboð frá 17 bjóðendum í lóð- irnar. 143 vildu tíu lóðir STJÓRNIR Vélstjórafélags Íslands og Félags járniðnaðarmanna hafa samþykkt að sameina félögin í nýtt landsfélag með 4000 virka fé- lagsmenn innan sinna vébanda. Á meðal fyrstu verkefna nýs félags verður að finna nýtt nafn á það og hefur því verið ákveðið að efna til samkeppni um nýtt nafn. Öllum er heimilt að taka þátt í samkeppninni og eru verðlaunin vegleg, eða 150 þúsund krónur. Tillögum skal skil- að á skrifstofur Vélstjórafélags Ís- lands eða Félags járniðnaðar- manna, merkt „Samkeppni um nafn“ eða í gegnum tölvupóstfang sem aðgengilegt er á vefsíðum fé- laganna, og skal tillögum skilað inn nafnlaust. Dómnefnd, skipuð fulltrúum félaganna tveggja, mun síðan fara yfir tillögur og verða niðurstöður samkeppninnar kynnt- ar í síðasta lagi á stofnfundi félags- ins sem haldinn verður í haust. Leitað að nýju nafni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.