Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 23 MINNSTAÐUR LANDIÐ Siglufjörður | Félagsmiðstöðin Æskó og Vinnuskólinn á Siglufirði hafa hrundið af stað verkefninu Flott án fíknar. Markmið verkefn- isins er að hvetja unglinga til að fresta því að byrja neyslu áfengis og að reykja. Það er gert með sam- komulagi milli viðkomandi unglings við foreldra sína og klúbbinn, þar sem skrifað er undir samning um að unglingurinn neyti ekki vímuefna. Verkefnið á að stuðla að hópefli meðal unglinganna og auka fræðslu þeirra um kosti þess að velja heil- brigt líferni. Meiri hluti unglinga á Siglufirði hefur skráð sig í Klúbbinn. Þetta er fyrsta verkefnið sem fer af stað utan höfuðborgarsvæðisins, en það er unnið í samstarfi við Lind- arskóla í Kópavogi sem hóf það. Allar kannanir sýna að á sumrin færist mjög í vöxt að unglingar byrji neyslu. Þess vegna var farin sú leið að tengja verkefnið inn í Vinnuskól- ann. Stefnt er að því að verkefnið verði rekið í eitt ár og endurskoðað þá. Vímuefnavandinn er alltaf að aukast, ekki bara í Reykjavík heldur líka á landsbyggðinni. Allar kann- anir sýna að því lengur sem ungling- urinn frestar því að byrja neyslu áfengis eða að reykja, því minni lík- ur eru á því að hann lendi í vanda- málum þeim tengdum síðar á lífs- leiðinni. Það er því allt að vinna til þess að fá unglingana á sitt band, skapa samstöðu gegn vímuefnum með því að vinna saman að góðum málum og heilbrigðu líferni. Verkefnið byggist á viðburða- dagskrá þar sem klúbbmeðlimir hittast og gera eitthvað skemmtilegt og uppbyggilegt. Fyrsti viðburður klúbbsins var haldinn á dögunum á Bió cafe. Þar borðuðu krakkarnir og sungu sam- an. Flott án fíknar á Siglufirði Laugarvatn | Í haust verða í boði tvær mis- munandi leiðir í íþrótta- fræðum við Kennarahá- skóla Íslands á Laugarvatni. Annars veg- ar er um að ræða nám til B.Ed.-gráðu og hins veg- ar til BS-gráðu. Skipan B.Ed.-námsins miðast við kennslu íþrótta í leik-, grunn- og framhaldsskólum og verður sérstök áhersla lögð á hvernig efla megi heilsuuppeldi í skólum og hvernig best sé að ná til þeirra sem mesta þörf hafa fyrir hreyfingu. BS- námið miðar að því að mennta íþróttafræðinga sem starfa meira utan skólakerfisins, við þjálfun íþróttafólks, þjálfun í heilsuræktarstöðvum, þjálfun aldraðra, við æskulýðsstörf og að fé- lagsmálum hjá sveit- arfélögum. Báðar gráð- urnar veita full kennsluréttindi á öllum skólastigum en bjóða uppá meiri sérhæf- ingu og valmöguleika í náminu. Stærð námskeiða breytist og munu öll námskeið verða fjórar til sex einingar í stað tveggja eininga eins og áður. Við það fækk- ar námskeiðum á hverju misseri úr sex til sjö niður í þrjú að jafnaði. Lagður grunnur að háskólanámi Á fyrsta námsári er lagður grunnur að háskólanáminu. Farið er yfir upplýs- ingatækni, málfar í tali og ritun, heim- ildaleit og kröfur í skriflegum verkefnum. Teknir eru fyrir þættir eins og heilsa, vöxt- ur, lífsstíll og hreyfing barna og unglinga auk sundkennslu, skyndihjálpar og björg- unar. Á öðru námsári skiptist námið í valsvið auk kjarna. Í kjarnanum er lagður grunnur að líffæra- og lífeðlisfræði, næringarfræði, heilsufræði, sálfræði og sjónum beint að samfélaginu sem við búum í. Á valsviðunum skiptist áherslan milli starfsumhverfis í skólum annars vegar og þjálfunar í íþrótta- félögum og heilsuræktarstöðvum hins veg- ar. Á þriðja námsári er hreyfingarfræði og lýðheilsa í kjarna. BS-nemar stúdera heilsu- rækt og heilsuþjálfun á meðan B.Ed.-nemar leggja áherslu á tómstundir, frítímann og skólastarfið almennt. Íþróttagreinar til keppni og heilsuræktar eru einnig stór hluti námsins. Nemendur vinna lokaverkefni eftir því hvor námsleiðin var valin. Inntökukröfur í íþróttafræðinámið eru stúdentspróf eða sambærileg menntun. Við inntökuna er auk þess metin önnur viðbót- armenntun og námskeið s.s. hjá íþrótta- hreyfingunni. Starfsreynsla, félagsmálastörf o.fl. sem nýtast kann í náminu er einnig metið. Vegna fjöldatakmarkana þarf að velja milli umsækjenda og er þá farið eftir áðurtöldum upplýsingum. Umsóknarfrestur um nám í grunndeild Kennaraháskóla Íslands er til 17. maí. Nýtt nám í íþrótta- fræðum á Laugarvatni Ljósmynd/Jón Reykdal Kennsla Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson kennir fitumælingu hjá annars árs nemum íþróttabrautar. Eftir Kára Jónsson Ef þú tryggir þér nýjan Camp-let tjaldvagn fyrir 15. maí fylgja aukahlutir að verðmæti 25.000 með. Enn ein ástæðan til að tryggja sér þennan einstaka tjaldvagn. Nýr Camp-let tjaldvagn á sérstöku tilboði! Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is Borgarnes | Stofnfundur Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. var haldinn í gær að við- stöddu miklu fjölmenni í íþróttamiðstöðinni í Borgar- nesi og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamála- ráðherra, tók fyrstu skóflu- stunguna að nýju húsnæði skólans, sem verður staðsett- ur í grennd við gamla íþróttavöllinn í Borgarnesi. Skólinn verður fyrsti framhaldsskóli landsins til að vinna eftir nýrri námsskrá framhaldsskóla sem miðar að því að nemendur ljúki námi á þremur árum í stað fjögurra og er skilgreindur af menntamálaráðuneytinu sem tilraunaskóli á þessu sviði. Skólinn er hlutafélag og er stærsti einstaki eigand- inn Sparisjóður Mýrasýslu en sveitarfélagið er einnig stór hluthafi. Fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki í héraðinu eru einnig hluthafar. Þann- ig söfnuðust 5,7 milljónir króna í hlutafé á stofn- fundinum í gær. Gert er ráð fyrir að skólinn muni vinna í nánu samráði við grunnskóla sveitarfélagsins og há- skólana í Borgarfirði á Hvanneyri og á Bifröst. Mikill metnaður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra tók fyrstu skóflustungu að nýjum menntaskóla í Borgarnesi að viðstöddu fjöl- menni. Aðspurð sagðist Þorgerður hafa sam- þykkt beiðni um stofnun menntaskóla vegna þess mikla metnaðar og áhuga sem hér ríkir í þeim málum. ,,Ég sá tækifæri fyrir fjölbreytni og sveigjanleika í skólamálum, hugmyndin um einkaskóla með utanumhald sveitarfélagsins er metnaðarfull og býður upp á heildarhugsun í skólamálum. Þýðingarmikið er að samvinna milli framhaldsskólans og grunnskólanna takist vel, og ég veit að háskólasamfélagið veitir dygg- an stuðning. Þorgerður segir að með nýjum menntaskóla komi ný námsskipan og sé áhersla á að skólastigin vinni betur saman og samfella þeirra verði aukin. Reiknað er með að í skól- anum verði þriggja ára nám til stúdentsprófs, bóknámsbrautir; náttúrufræðibraut, fé- lagsfræðibraut og sérdeild fyrir fatlaða nem- endur. ,,Miðað verður við þær kröfur sem há- skólarnir gera, og gert er ráð fyrir um 120 nemendum. Þó hefur sýnt sig eins og í Grund- arfirði að nemendur urðu fleiri en gert var ráð fyrir. Nemendum fjölgar þegar menntunar- tækifærin aukast. Vonandi tekst að fjölga þeim sem fara til náms af þessu svæði. Þorgerður efast ekki um að auðvelt verði að ráða fólk héðan til starfa við nýja skólann, og mun ráðuneytið verða til aðstoðar. ,,Hér úr skólastofunum verð- ur milljón dollara útsýni segir Þorgerður og vís- ar þar til Hafnarfjallsins, ,,og ég vil óska Borg- firðingum til hamingju með framtakssemi, drift og dugnað. Það hefur enn sýnt sig að þar sem er framkvæmt, þar verða hlutirnir að veruleika. „Með nýjum Menntaskóla Borgarfjarðar verður í héraðinu mesta samfélagsbylting sem orðið hefur áratugum saman. Við höfum hér góða leik- og grunnskóla ásamt tveimur háskól- um, Bifröst og Hvanneyri. Nú dettur síðasti hlutinn inn í þá heildarmynd sem gerir Borg- arfjörðinn að einstöku samfélagi á landsvísu,“ sagði Runólfur Ágústsson, rektor á Bifröst, í ávarpi sínu á stofnfundinum í gær. „Framtíð hvers samfélags í samtímanum ræðst að verulegu leyti af gæðum skólanna. Fólk vill búa þar sem góðir skólar starfa. For- eldar láta sig varða menntun og velferð barna sinna og það er liðin tíð að þeir vilji senda 16 ára unglinga að heiman í nám fjarri fjölskyldu og vinum. Slíkt þykir okkur ekki boðlegt í nútíma- samfélagi,“ sagði hann einnig. Morgunblaðið/Guðrún Vala Fyrstu skóflustunguna að nýjum menntaskóla í Borgarfirði tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Helga Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar, fylgist með. Menntaskóli í Borg- arnesi stofnsettur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.