Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jón Ólafssonfæddist 1. des- ember 1926 á bæn- um Hvassafelli í Norðurárdal. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Eir að- faranótt 28. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ólafur Klemensson bóndi, f. 10.10. 1893, d. 14.4. 1961, og Hjörtfríður Kristjánsdóttir hús- freyja, f. 20.7. 1900, d. 10.2. 1966. Systkini Jóns eru: Kristján, f. 9.5. 1928, Kristólína, f. 11.10. 1930, og Agnar Már, f. 4.1. 1944. Hinn 5. maí 1958 kvæntist Jón Ernu Ósk Guðmundsdóttur, f. 22.4. 1933 frá Þórshöfn. Foreldr- ar hennar voru Guðmundur Sig- fússon útgerðarmaður á Þórshöfn og Andrea Kristjánsdóttir hús- freyja. Jón og Erna eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1.) Guð- mundur Þór, f. 16.2. 1958, lyfja- fræðingur, kvæntur Guðrúnu Baldursdóttur lyfjafræðingi og eiga þau tvær dætur, Þórunni Björgu, f. 10.10. 1995, og Heið- rúnu Ingu, f. 23.7. 2000. 2.) Hjört- fríður, f. 11.8. 1961, kjólameistari 1930. Eftir fermingu fer Jón að vinna ýmis störf sem til falla, m.a. við vegavinnu, við byggingu Andakílsárvirkjunar og á síldar- vertíð á síldarbátnum Eldborg- inni. Haustið 1946 hefur hann nám við Myndlista- og handíða- skóla Íslands og lýkur því 1949. Eftir námið vinnur hann einn vet- ur á auglýsingastofu í Reykjavík en 1950 hefur hann störf hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli. 1956 fer Jón að vinna við radarstöð Varnarliðsins á Heið- arfjalli á Langanesi en á Þórs- höfn kynnist hann konu sinni. Jón flytur með fjölskyldu sína til Hafnarfjarðar 1970 en það ár hefur hann störf sem fulltrúi hjá Húsnæðisdeild Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli en í starfi hans fólst eftirlit og umsjón með viðhaldi á íbúðarhúsnæði Varn- arliðsins. 1972 flytur fjölskyldan svo til Keflavíkur en Jón og Erna bjuggu þar til ársins 2002. Jón gegndi starfi sínu hjá Varnarlið- inu þar til hann fór á eftirlaun 1996. Síðustu æviár sín bjó hann í Reykjavík, fyrst á Prestastíg 8, en eftir að hann veiktist á hjúkr- unarheimilinu Eir. Jón stundaði listmálun í tóm- stundum og hélt tvær sýningar, í Borgarnesi skömmu eftir að hann útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum, og aðra í Keflavík 1973. Útför Jóns verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. og kennari, gift Magnúsi Andra Hjaltasyni verslunar- manni og eiga þau þrjú börn, Ernu Rún, f. 26.9. 1985, í sam- búð með Óðni Árna- syni, Berglindi Önnu, f. 6.8. 1989, og Hjalta, f. 16.1. 1992. 3.) Brynja, f. 7.1. 1963, leikskóla- kennari og banka- starfsmaður, gift Sigurbirni Elíassyni bankastarfsmanni og eiga þau tvö börn, Jón Halldór, f. 27.4. 1995, og Þuríði Ósk, f. 4.4. 1997. 4.) Ólafur Örn, f. 12.9. 1970, rafmagnsverkfræðingur, í sam- búð með Þórönnu Ólafsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvö börn, Kristínu Evu, f. 23.5. 1997, og Jón Fannar, f. 11.6. 2002. Fyrir átti Erna dótturina Andreu Dögg Björnsdóttur, f. 27.6. 1956, grunnskólakennara. Andrea Dögg er gift Þórólfi Gíslasyni kaupfélagsstjóra Kaup- félags Skagfirðinga og eiga þau dótturina Katrínu Eddu Lan, f. 1.5. 2003. Jón ólst upp á Hvassafelli fyrstu fjögur æviár sín en fluttist með fjölskyldu sinni í Borgarnes Nú er komið að leiðarlokum og pabbi lagður af stað í sína hinstu ferð. Eftir erfiða sjúkdómslegu síðastliðin tvö og hálft ár, veit ég að hvíldin var honum kærkomin. Pabbi var mikill listamaður og hafði mjög gaman af því að teikna og mála í sínum frí- stundum. Hann var sérstaklega flinkur að teikna andlitsmyndir og man ég eftir því að hafa setið fyrir þegar hann var að teikna mig þegar ég var fjögurra ára gömul. Einnig málaði hann afar fallegar vatnslita- myndir bæði landslagsmyndir og andlitsmyndir sem prýða heimili okk- ar systkinanna. Dýrmætar eru stundirnar þegar við systur fengum að mála með honum við eldhúsborðið á Þórshöfn og var hann óspar á hrós- ið þegar listaverkin urðu til. Eftir að ég eltist og áhugi varð meiri fyrir því að teikna og mála myndir, var nú gott að leita til pabba og fá álit fagmanns- ins á verkum nýgræðingsins. Þegar við bjuggum í Keflavík hélt pabbi sýningu á verkum sínum og seldi hann þá allar myndir sem hann vildi selja en hans uppáhaldsverk voru ekki föl. Margs er að minnast í gegnum tíðina. Pabbi að taka myndir af okkur systrum á Þórshöfn þegar við vorum búnar að klæða okkur í sparifötin og byrjaðar að dansa (eins og Heiðar Ástvalds kenndi okkur), við Lög unga fólksins sem voru í útvarpinu á þriðjudagskvöldum. Pabbi með okk- ur systkinin og mömmu á rúntinum í Surti gamla, en svo kallaðist fjöl- skyldubíllinn. Ég og pabbi að spjalla saman yfir kaffibolla við eldhúsborð- ið á Mávabrautinni og seinna meir við eldhúsborðið á mínu eigin heimili. Alltaf var pabbi til staðar eins og klettur sem ekkert gat bugað. Hann hafði til að bera mikinn styrk og jafn- vel í veikindum sínum hélt hann sinni reisn. Elsku pabbi minn, ég vil þakka þér af öllu hjarta fyrir samfylgdina í lífinu. Minning þín mun lifa í hjarta mínu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Brynja. Mér er sagt að það hafi verið kalt á Hvassafelli hinn 1. desember 1926, gluggar hrímað að innan og nýfædd- um dreng vart hugað líf. Þar háðir þú þína fyrstu baráttu og hafðir sigur, sigur hins nýborna lífs yfir dauðan- um. Önnur orrusta er háð 77 árum síðar, ég heimsæki þig á Borgarspít- alann eftir alvarlega heilablæðingu og þar berst þú fyrir lífi þínu. Mað- urinn sem kemur út úr þeim bardaga er ekki samur og áður. Þriðja orr- ustan er svo háð á vordögum 2006, við vökum yfir þér systkinin í her- berginu þínu uppi á Eir og biðjum þess að bardaganum linni. Þótt lík- aminn virðist ekki burðugur stendur bardaginn lengur en nokkurn óraði fyrir. Það hafði enginn reiknað með seiglunni og styrknum sem þú hlaust í vöggugjöf. Þegar ég lít til baka er margs að minnast. Ég held að fyrstu minning- arnar sem ég á um þig séu úr veiði- ferðum, þú þaulvanur veiðimaðurinn að kenna guttanum handtökin, og þegar áin var of djúp fyrir stutta fæt- ur að fara yfir, barstu mig á hestbaki yfir ána. Síðar vöðum við árnar sam- an og þá skil ég hversu góður veiði- maður þú ert. Þú hefur þolinmæðina og yfirvegunina sem þarf. Þegar ég gefst upp ert þú að þræða ána á þinn kerfisbundna hátt, þú kastar færinu á réttu staðina og veiðir þegar enginn annar veiðir. Þær voru ófáar ferðirnar sem við fórum saman til Reykjavíkur, þú taldir ekki eftir þér að snatta með soninn hvort sem hann vantaði gull- fiska í fiskabúrið, þurfti að fara á fundi í Apple klúbbnum eða mæta í tannréttingar hjá Katli tannlækni. Á leiðinni var margt rætt og áttum við margar góðar stundir. Þegar kom að skólagöngu átti ég þig alltaf að sem bakhjarl. Þú þekktir af eigin raun að eiga þess ekki kost að ganga menntaveginn og vildir því gera börnum þínum það sem auð- veldast. Þú lagðir mikið á þig til að koma og vera við útskrift mína frá Stanford, þótt heilsa þín leyfði í raun ekki svo langt ferðalag. Þú varst stoð og stytta fjölskyld- unnar, kletturinn sem aldrei haggað- ist, sama hvað á dundi. Þeir sem að þér sóttu fengu að kynnast hörku þinni en þeir sem öðluðust trúnað þinn fengu að kynnast trausti sem aldrei brást. Nú er komið að leiðarlokum, með söknuði kveð ég þig og þakka fyrir allar þær stundir er við áttum saman. Ég hugði ei kominn dauðadaginn; við dyrnar þínar einn ég stóð. Ég þekkti lagið, þekkti braginn, sem þennan dag söng landsins þjóð. Mér varð svo heitt um hvarm og brár, og hugur flaug um liðin ár. Ég minntist bernsku minnar daga og margs frá þér, sem einn ég veit. Ég fann nú allt að einu draga, og á mig dauðans grunur beit. En eftir stutta stundarbið þá stóð ég þínar börur við. Ég fann á þínum dánardegi, hve djúpt er staðfest lífs vors ráð. Ég sá á allrar sorgar vegi er sólskin til með von og náð. Og út yfir þitt ævikvöld Skal andinn lifa á nýrri öld. (Einar Ben.) Ólafur Örn Jónsson. Látinn er í Reykjavík Jón Ólafsson tengdafaðir minn eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Kynni okkar Jóns hóf- ust fyrir 14 árum þegar við Brynja dóttir hans fórum að skjóta okkur saman. Fljótlega var okkur boðið í mat á Mávabrautina, ég settur í horn- ið við eldhúsborðið og spurður spjör- unum úr um allt milli himins og jarð- ar. Þá kom í ljós að allavega eitt áttum við Jón sameiginlegt en það var veiðiskapur með byssu og stöng. Jón hafði á árum áður þegar hann bjó í föðurhúsum í Borgarnesi gengið til rjúpna og einnig stundað silungs- veiði. Þegar fjölskyldan bjó á Þórs- höfn vann hann á Heiðarfjalli. Hann sagði mér að þá hefði hann stundum skotið í jólamatinn þegar hann ók til vinnu sinnar á fjallinu. Jón stundaði laxveiði í ánum í nágrenni Þórshafnar en uppáhaldsveiðistaðurinn hans var Stekkurinn í Norðurá. Einu sinni fór- um við saman til veiða í Stekknum og þá kom í ljós hversu vel hann þekkti veiðisvæðið. „Svona kastaðu þarna, strákur, þarna fyrir ofan steininn og láttu reka niður með.“ Auðvitað hlýddi maður tengdó, og ég fékk strax lax. Eitt sinn fórum við saman í fjallaferð, því Jón langaði að fara Sprengisand, og ákváðum við að gera þetta að alvöru fjalla- og veiðiferð. Við keyrðum austur í Skaftártungur, fórum Fjallabaksleið nyrðri inn í Landmannalaugar og dvöldum tvo daga í Veiðivötnum. Þaðan fórum við norður Sprengisand. Seinna tjáði hann mér að hann hefði haft mikið gaman af þessum leiðangri þótt fjallasýn hefði verið misjöfn og allar útgáfur af veðri. Einn var sá hlutur sem Jón hafði mikinn áhuga á, en það voru bílar. Hann átti marga og af ýmsum gerð- um og tegundum. Alltaf var bíllinn sem hann átti þá stundina sá besti. Alltaf voru bílarnir vel þrifnir og stíf- bónaðir því Jón var snyrtimenni. Gaman þótti Jóni að mála, fór ung- ur í Myndlista- og handíðaskólann og eru ófáar myndirnar sem hann mál- aði og gaf innan fjölskyldunnar. Einnig var Jón lunkinn ljósmyndari og hafði næmt auga fyrir hinum ýmsu formum og litbrigðum. Síðustu ár voru Jóni erfið líkam- lega, fyrst hjartaaðgerð, síðan smávægileg heilablæðing sem virtist ekki há honum mikið. Hann var hætt- ur að vinna og hafði tíma til að mála meira. Fyrir tveimur og hálfu ári fékk Jón alvarlegt heilablóðfall og var tvísýnt um líf hans um tíma. Hann missti málið og lamaðist öðrum megin á líkama. Málið kom aftur en styrkurinn ekki. Fyrir okkur í fjölskyldunni var erfitt að horfa upp á málin þróast svona og enn erfiðara hlýtur þetta að hafa verið fyrir Jón sem aldrei vildi vera upp á aðra kominn. Við fórum stundum með hann heim á Prestastíg í nýju íbúðina sem þau hjónin voru nýflutt inn í, og ég held að hann hafi haft ánægju af því þótt hann gæti ekki tjáð sig um það. Ég vil þakka öllu starfsfólki á Eir fyrir alúðlega hjúkrun og góða umönnun tengdapabba. Að síðustu vil ég þakka Jóni fyrir vegferðina og veit að hann mun fylgja mér og hon- um nafna hans við veiðiskap í fram- tíðinni. Haf góða ferð. Sigurbjörn (Sibbi). Elsku afi. Þú varst alltaf góður við okkur. Þegar þú gast labbað keyptir þú ís handa okkur sem okkur þótti svo góður. Þegar þú veiktist fórstu í hjólastól. Við fórum oft með mömmu og pabba að heimsækja þig og amma kom oft með okkur. Nú ertu kominn í betri heim. Guð geymi þig. Jón Halldór og Þuríður Ósk. Elsku afi. Eftir langa veikindabar- áttu ertu kominn á betri stað. Við vit- um að núna líður þér betur og færð loks hvíld. Við munum alltaf minnast þín. Þú varst svo mikill listamaður og Berglind Anna ætlaði alltaf að vera listakona eins og þú. Svo fannst okk- ur alltaf svo gaman að koma til Kefla- víkur í heimsókn til þín og ömmu og það voru ófá skipti sem þú settist hjá okkur og horfðir með okkur á Tomma og Jenna. Svo munum við eftir því þegar þú komst í kaffi um leið og þú skutlaðir ömmu í föndrið í Víðihlíð á hverjum þriðjudegi og gafst okkur kleinuhring. En eftir að þið fluttuð í Reykjavík komuð þið amma alltaf reglulega í heimsókn í Grindavíkina og skruppuð í leiðinni til Keflavíkur í klippingu til Ragga rakara, en enginn klippti þig eins vel og hann. Við kveðjum þig með söknuði en eins og segir í laginu; eitt sinn verða allir menn að deyja. Elsku afi, hvíldu í friði. Berglind Anna og Hjalti Magg. Ég man þegar ég heimsótti þig til Keflavíkur. Það var svo gaman. Ég fékk að leika með gamla dótið og horfa á Tomma og Jenna, en það var enn betra þegar þú fluttist til Reykjavíkur því þá gat ég heimsótt þig oftar. Mér þykir svo vænt um þig, afi, og ég ætla að biðja guð um að passa þig í bænum mínum. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Kristín Eva. Látinn er í Reykjavík móðurbróðir minn Jón Ólafsson, tæplega áttræður að aldri. Segja má að dauði hans hafi verið líkn eftir erfið veikindi undan- farin ár. Grímur Thomsen segir á einum stað: „svipþyrping sækir þing í sinnis hljóðri borg.“ Það fer ekki hjá því að margvíslegar minningar sæki á hug- ann eftir rúmlega hálfrar aldar sam- fylgd. Margar ánægjulegar samveru- stundir rifjast upp. Þegar ég man fyrst eftir mér vann frændi minn á Keflavíkurflugvelli og gisti oft hjá foreldrum mínum. Ung- um dreng fannst hann bera með sér svip heimsmannsins þegar hann klæddi sig upp á og í minnum er lit- fagurt safn hálsbinda sem hann átti. Þá var ánægjulegt að fá stundum am- erískt sælgæti en slíkt var fáséð á tímum skömmtunar og innflutnings- hafta. Seinna fluttist hann til Þórshafnar á Langanesi og vann þar við radar- stöð Varnarliðsins. Á Þórshöfn kynntist hann konu sinni, Ernu Ósk Guðmundsdóttur, og bjuggu þau þar fram til 1970 að hann hóf aftur störf á Keflavíkurflugvelli. Sem ungum dreng fannst mér það ævinlega tilhlökkunarefni þegar hann kom suður. Stundum bauð hann mér í bíó eða kaffihús og fannst mér mikið til um það og einnig tók hann mig með sér út að ganga og áttum við þá oft skemmtilegar samræður sem ég minnist. Alla tíð lét hann sér annt um mig og sýndi því áhuga sem ég var að gera og fyrir það er ég þakk- látur. Að leiðarlokum sendum við Gulla og foreldrar mínir innilegar samúð- arkveðjur til Ernu, Öddu, Guðmund- ar, Hjörtfríðar, Brynju og Óla og fjöl- skyldna þeirra. Blessuð veri minning Jóns Ólafs- sonar. Ólafur H. Jónsson. JÓN ÓLAFSSON Ástkær faðir okkar, tengafaðir og afi, GEIR GARÐARSSON, Skálateigi 1, áður Ægisgötu 3, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðviku- daginn 3. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Garðar Geirsson, Leah Ann Mauzey, Hörður Geirsson, Ósk Geirsdóttir, Ómar Geirsson, Emma Geirsdóttir, Kristján Grétarsson, Sólveig Jóna Geirsdóttir, Pálmar G. Edvardsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGURBERGSDÓTTIR, Rauðarárstíg 9, lést á líknardeild Landakotsspítala þriðjudaginn 2. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Ólafur H. Ólafsson, Hilmar Skúli Ólafsson, Valur Jóhann Ólafsson, Ingigerður Bjargmundsdóttir, Haraldur Sigurbergsson, Anna Guðný Sigurbergsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.