Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 43 MINNINGAR ✝ KolbeinnBjarnason fædd- ist í Stóru-Mástungu 27. apríl 1915. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Sel- fossi 26. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Kolbeinsson, f. í Stóru-Mástungu í Gnúpverjahreppi 13.6. 1896, d. 27.10. 1974, og Þórdís Ei- ríksdóttir, f. á Votu- mýri á Skeiðum 18.4. 1890, d. 13.7. 1946. Kolbeinn var elstur sex systkina. Hin eru: Halla Bjarnadóttir, f. 21.8. 1916, búsett á Hæli, gift Einari Gests- syni, látinn, Eiríkur Bjarnason, f. 8.6. 1918, d. 5.12. 2003, búsettur í Sandlækjarkoti, kvæntur Mar- gréti Eiríksdóttur, Hörður Bjarnason, f. 18.2. 1920, d. 22.8. 2004, búsettur í Stóru-Mástungu II, kvæntur Aðalheiði Ólafsdóttur, Har- aldur Bjarnason, f. 30.11. 1924, búsett- ur í Stóru-Mástungu I, kvæntur Ragn- heiði Haraldsdótt- ur, og Jóhanna Bjarnadóttir, f. 2.2. 1933, búsett í Garðabæ, gift Gísla Sigurðssyni. Kolbeinn ólst upp í Stóru-Más- tungu og bjó þar alla tíð en árið 1996 fluttist hann að Dvalarheim- ilinu Blesastöðum og dvaldi þar til dauðadags. Útför Kolbeins verður gerð frá Stóra-Núpskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í dag er kvaddur föðurbróður minn, Kolbeinn Bjarnason frá Stóru- Mástungu. Það var friðsæl stund þegar Kolli kvaddi þennan heim saddur lífdaga daginn fyrir 91. afmælisdaginn. Það er skrítin tilfinning að horfa eftir manni sem hefur verið hluti af lífi manns alla tíð. Á slíkum tímamótum er hollt að staldra við og rifja upp dýr- mætar minningar um góðan frænda sem var okkur systkinunum meira sem uppeldisbróðir en föðurbróðir. Ævi Kolla var um margt sérstök. Á öðru aldursári veiktist hann af heila- himnubólgu og barðist hann fyrir lífi sínu í hálft ár. Þá kom seigla Kolla strax í ljós og lifði hann veikindin af, en hlaut af þeim þá skerðingu, bæði andlega og líkamlega, sem hann bjó við alla tíð síðan. Kolli bjó í skjóli foreldra sinna meðan þeirra naut við og síðan átti hann heimili hjá bróður sínum og mágkonu, Haraldi og Ragnheiði í Mástungu. Kolli gerði ekki meira en hann nauðsynlega þurfti og fannst gott að sofa fram eftir. Ég man eftir því sem barn hvað mér þótti merkilegt hvernig hann gat sofið með sængina breidda upp fyrir höfuð. Kolli var duglegur að spila við okk- ur krakkana og eftirminnileg eru nöfnin sem hann gaf spilunum, til dæmis kallaði hann þristinn iðulega hryggjarlið og fjarkann kopp. Kolla þótti einstaklega skemmti- legt að segja sögur. Sagði hann sömu sögurnar aftur og aftur svo manni var nú farið að þykja nóg um en svo virt- ist sem Kolli hefði endalaust úthald. Hann var hið mesta ljúfmenni og hafði skemmtilegan húmor sem entist allt til loka. Stríðnin var honum í blóð borin og notaði hann hvert tækifæri sem gafst til að stríða góðlátlega og leyndi sér ekki að hann hafði gaman af. Ég var skírð í höfuðið á Kolla á 50 ára afmæli hans. Það fór ekki á milli mála að Kolla þótti vænt um að eiga nöfnu, hafði hann oft á orði að það væri nú honum að kenna hvað ég héti, svo kímdi hann eins og honum var einum lagið. Kolli átti hamingjusamt og gott líf, hann hafði sitt hlutverk eins og aðrir á heimilinu og í bústörfunum sem hæfðu hans getu. Eftir að ég varð fullorðin gerði ég mér ljóst að líf Kolla er ólíkt því sem margir af hans kyn- slóð með þroskaskerðingu hafa lifað. Kolli átti alla tíð öruggt skjól, fyrst hjá fjölskyldu sinni og síðastliðin tíu ár átti hann heimili á dvalarheimilinu á Blesastöðum á Skeiðum. Ég vil þakka starfsfólkinu á Blesa- stöðum fyrir það hversu vel það reyndist Kolla og sinnti honum af mikilli alúð. Nú skiljast leiðir að sinni, ég þakka Kolla samfylgdina og óska honum guðs blessunar á nýjum slóðum. Kolbrún Haraldsdóttir. Að sigra heiminn er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og taka í nefið (Og allt með glöðu geði er gjarna sett að veði). og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, því það er nefnilega vitlaust gefið. (Steinn Steinarr.) Þegar ungur drengur stautaði sig fram úr þessum ljóðlínum fannst hon- um þær hljóta að vera ortar með Kolla sem fyrirmynd. Það gat líka tekið Kolla talsverðan tíma að taka í nefið eða troða í slóna eins og hann orðaði það. Þegar Kolli var búinn að troða í slóna þá hallaði hann sér gjarnan aftur leit á mann dálítið sposkur á svip og sagði „mikið helvíti var þetta gott“. Þær voru líka ófáar stundirnar sem við sátum og spiluð- um lomber, Kolli, Geiri og eitthvert okkar systkinanna. Þá hafði Kolli sér- staklega gaman af því að spila svolítið djarft, kúbaði gjarnan og keypti grimmt. Kolli hafði líka talsvert gam- an að útreiðum og átti hann þónokkur hross í gegnum tíðina. Kærust honum af þessum hrossum var Aska, mikill kostagripur og talaði hann oft um að hann hefði aldrei átt betra hross. Kolli fór oft á fjall á sín- um yngri árum þá oftast að Dalsá. Kolli lifði og hrærðist í sveitastörf- unum en hafði þó mest gaman af því að stússast í kringum „rolluskját- urnar“. Kolli bjó alla sína tíð í Stóru-Más- tungu utan síðustu árin að hann dvaldi á Blesastöðum. Kolli var frem- ur hæglátur maður og fór hljóðlega um. Fylgdist vel með mönnum og málleysingjum og var nægjusamur. Kolli kvartaði ekki þó hann fengi kannski ekki eins góð spil og aðrir sem að sátu við sama borð heldur spil- aði eins vel úr þeim og hann best kunni. Hafi hann þakkir fyrir allt og allt. Ragnar Haraldsson. KOLBEINN BJARNASON Sjaldan hef ég kynnst svo einlægum og brennandi áhuga á ljóðum og lögum og hjá Sigurbjörgu Petru. Hún bar með sér lifandi áhuga og útgeislun, sem auðvelt var að láta fanga hugann. Hún koma víða við í kórstarfi og naut í hvívetna vináttu og virðingar. Það eru allmörg ár síð- an hún kom að starfi sem kórstjóri í kór Kvenfélags Bústaðasóknar, sem ber nafnið Glæðurnar. Sigurbjörgu tókst ekki aðeins að finna hljóminn með þessum vinkonum sínum, henni tókst líka að skapa áhuga og metnað. Ósjaldan hafa þær glatt kirkjugesti með söng sínum og lagavalið hefur verið skemmtilegt. Sigurbjörg var allt í senn kórstjóri og undirleikari, lifandi og gefandi með sinn sérstaka takt til að stjórna og hvetja áfram. Hógværð hennar og einlægni var mikil og til marks um það má nefna að þegar hún kynnti lögin þeirra, þá var hún lítt að flagga því að hún sjálf gæti átt lag eða ljóð. Mörg laga henn- ar eru grípandi og björt og hafa alla tíð boðskap í textanum, sem sagði allt um hug hennar til sköpunar Guðs. Fyrir hönd Bústaðasóknar vil ég þakka henni ljúfar samverustundir og biðja henni blessunar á för hennar heim í ríki Guðs. Guð blessi minningu hennar og styrki ástvini hennar. Pálmi Matthíasson. Þeir eru margir áratugirnir sem við Sifa höfum þekkst. Kynnin urðu nánari þegar við ásamt mörgum dug- legum konum stofnuðum kvenfélag fyrir 38 árum. Félagið óx og dafnaði, það átti afmæli, hélt jólaböll, þorra- blót, basara, fór í ferðalög, bauð til sín gestum og þá var nú ekki ónýtt að hafa tónlistardrottningu innan fé- lagsins sem tók öllu kvabbi sem sjálf- sögðum hlut. Það var sama hvort það var píanóið, harmónikkan eða gítar- inn sem hún skemmti með, sönggleð- in var komin sem alla hreif með sér og gerði lítinn fund að hátíð og ferða- lag ógleymanlegt. Sifu minni vil ég þakka allt þetta. Hún var með létta lund og gleðin fylgdi henni hvar sem hún var. Allir gátu sungið ef hún spilaði og Sifa var óþreytandi að miðla okkur. Seinustu árin átti hún við mikla fötlun að stríða, ég hafði oft á orði hvernig hún kæmist eitt og annað, þá svaraði hún jafnan: Ég kemst þetta á þrjóskunni. Já það var ótrúlegt hvað viljinn bar hana. Nú eru hljóðfærin þögnuð, en Sifu sé ég fyrir mér stjórnandi kór þar sem hún er núna. Ég þakka fyrir að hafa átt samleið með yndislegri konu með brosið sitt bjarta. Ástvinum öll- um bið ég guðs blessunar. Dóra Guðmundsdóttir. Mig langar að minnast vinkonu minnar Sigurbjargar með nokkrum SIGURBJÖRG PETRA HÓLMGRÍMSDÓTTIR ✝ SigurbjörgPetra Hólm- grímsdóttir fæddist í Ormarslóni í Þist- ilfirði 2. maí 1936. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 27. apríl síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 4. maí. orðum. Við hittumst fyrst fyrir átta árum. Þá byrjaði okkar far- sæla samstarf í tónlist- inni. Ég hreifst strax af einstökum krafti hennar, fjöri og innlif- un. Á fjölmörgum tón- leikum okkar er mér í gleggstu minni þessi mikla orka sem hún gaf öllum viðstöddum. Þar var eldhugi á ferð. Í mínum huga eru sannir listamenn þeir sem hafa það að leið- arljósi að gera heiminn aðeins betri. Og það gerði hún. Ekki aðeins miðlaði hún tónlist annarra heldur var hún einnig skap- andi listamaður sjálf. Alla sína ævi var hún að semja tón- list. Kórarnir hennar nutu þeirra for- réttinda að hafa kórstjóra sem einnig var tónskáld. Til allrar hamingju tókst okkur að koma í verk þeirri ætl- un okkar að taka upp úrval af verkum Sigurbjargar í gegnum tíðina. Árið 2004 kom út diskurinn „Kvöldgeisl- ar“. Það var henni afar dýrmætt og nú okkur sem eftir erum. Með innilegum samúðarkveðjum til aðstandenda, Arnhildur Valgarðsdóttir. Það var á vordegi 1994, að kona ein úr kvenfélagi Bústaðasóknar hlýddi á tónleika Kvennakórs Hreyfils undir stjórn Sigurbjargar Petru. Hún hreifst af söng kórsins og varð þá sú hugmynd til að stofna mætti kvenna- kór hjá kvenfélagi Bústaðasóknar. Það varð að veruleika þá um haustið og hlaut kórinn nafnið Glæður. Þessar söngelsku konur áttu því láni að fagna að fá Sigurbjörgu sem stjórnanda og hún lá svo sannarlega ekki á liði sínu og blés lífi í glæðurnar sem blunduðu í brjósti kvennanna, sem upp frá því mættu vikulega á kóræfingar. Sigurbjörg kenndi, hvatti og hrós- aði og gætti þess að hver og ein fengi að njóta sín. Hún gat líka vandað um og leiðbeint, endurtekið og breytt, en allt sem hún gerði var gert af slíkri ljúfmennsku og mannlegu innsæi að engum þótti miður. Henni var sér- lega lagið að hrífa alla með sér með þeirri ást sem hún hafði á tónlistinni. Sjálf hafði Sigurbjörg samið mörg falleg lög og jafnframt samið við þau texta. Þetta voru einstaklega falleg lög og ljóð hennar báru vitni um ást hennar á landinu og næman skilning á hinu fagra samspili í náttúrunni. Við fráfall slíkrar konu er mikill missir og söknuður. Hún verður okk- ur konunum í kórnum ógleymanleg. Í huga okkar er minning hennar sam- tvinnuð fegurð vorsins og landsins okkar góða. Við kveðjum hana með virðingu og þakklæti fyrir ánægju- legar samverustundir. Ástvinum hennar sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Kvennakórinn Glæður. Þegar við félagar úr sönghópnum sem kallar sig „Söngfugla“ vorum að tygja okkur til heimferðar eftir æf- ingu í félagsmiðstöðinni á Vesturgötu 7 hinn 27. apríl fengum við þá sorg- legu fregn að söngstjórinn okkar til margra ára, Sigurbjörg Petra Hólm- grímsdóttir, hefði látist þú um hádeg- isbilið. Sigurbjörg stofnaði þennan kór fyrir tuttugu árum og hafði stjórnað honum í nítján ár þegar örlögin gripu í taumana og gerðu henni ókleift að starfa lengur. Þegar kórinn varð tíu ára hélt hann tónleika í ráðhúsi Reykjavíkur fyrir fullum sal og það var Sigurbjörgu mikið kappsmál að kórinn endurtæki þann leik á tuttugu ára afmælinu. Hvort sú von hennar rætist er óvíst, en fari svo mun hún áreiðanlega verða viðstödd þótt ósýnileg verði. Að syngja í kór er fyrir eldri borg- ara mjög jákvætt bæði andlega og líkamlega, að hittast tvisvar í viku frá september til maí ár hvert er þó nokkurt mál. Það er því mikið á stjórnanda og leiðtoga lagt að miðla tónlistar- og söngkennslu til stórs hóps eldri borgara, því oft er „misjafn sauður í mörgu fé“. Sigurbjörg var þeim eiginleika gædd að geta sýnt þolinmæði og hjartahlýju sem sigrast á öllum erfiðleikum. Sigurbjörg lagði fyrir sig laga- smíðar, þótt í smáum stíl væri, og bera lögin hennar keim af lundarfari hennar, eru hljómfalleg og mjúk. Ár- ið 2004 gaf hún út hljómdiskinn „Kvöldgeislar“ þar sem úrvalslista- menn flytja lögin hennar og er disk- urinn hin mesta gersemi. Við „Söngfuglar“ sendum Sigur- björgu hjartans þakklæti yfir móð- una miklu fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur, þótt hún gengi ekki heil til skógar hin síðari ár. Við vitum að nú er hún laus við hinar líkamlegu þjáningar og gengur á Guðs vegum með söng í sál. Við sendum aðstandendum Sigur- bjargar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. F.h. Söngfugla, Edda I. Margeirsdóttir formaður. ÓLAFUR SIGURGEIRSSON hæstaréttarlögmaður, sem lést fimmtudaginn 27. apríl, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 5. maí kl. 13.00. Aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 23. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til hjúkrunar- og starfsfólks á Eir. Ólafía K. Sigurðardóttir, Vilborg Sigurðardóttir, Kjartan L. Sigurðsson, Ólafur K. Sigurðsson, Valdimar Sigurðsson, Hlöðver Sigurðsson, Sigríður Sigurðardóttir, Jón Snorri Sigurðsson, Hansína Jensdóttir, barnabörn, langömmu- og langalangömmubörn. Elskuleg systir mín, mágkona og frænka, SIGRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður Álfheimum 26, lést miðvikudaginn 3. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Sæmundur Þorsteinsson, Emilía Baldursdóttir og börn. Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.