Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 41
Það var gaman að eiga þig
sem langafa og ég ætla alltaf
að muna eftir þér og lang-
ömmu. Og ég ætla að biðja
mömmu um að kaupa lang-
afa-kex, því það var ekkert
afgangs …
Rebekka langafastelpa.
HINSTA KVEÐJA
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 41
MINNINGAR
✝ Hannes Helga-son fæddist í
Reykjavík 10. ágúst
1929. Hann andað-
ist á Landspítala
Fossvogi 23. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Mínerva Hafliða-
dóttir, f. 20. júní
1903, d. 3. maí 1996,
og Helgi Kristjáns-
son, f. 20. maí 1906,
d. 26. júní 1932.
Seinni maður Mín-
ervu var Guðmund-
ur Breiðfjörð Jóhannsson, f. 4. júlí
1907, d. 7. mars 1987. Systkini
Hannesar eru: 1) Karlotta Helga-
dóttir, f. 30. mars 1928, maki var
Jón Kristinsson. Sambýlismaður
Sveinn Jóhannesson. 2) Kristján
Ágúst Helgason, f. 24. ágúst 1930,
d. 5. júlí 1995. 4) Hafdís Gústafs-
dóttir, f. 13. september 1937, gift
Ingvaldi Rögnvaldssyni. Fóstur-
bróðir Hannesar er Hafliði Al-
bertsson, f. 25. október 1941,
kvæntur Sigríði Hauksdóttur.
Hannes kvæntist 1. október 1949
Bertu Herbertsdóttur frá Hamra-
endum, f. 18. júlí 1926, d. 5. sept-
ember 2005. Foreldrar Bertu voru
Guðlaug Sigmundsdóttir, f. 11.
júní 1904, d. 8. júní 1984, og Her-
bert Pálsson, f. 4. maí 1909, d. 1.
Hilmarsson, f. 9. september 1987.
5) Sigmundur, f. 5. september
1961, kvæntur Sigrúnu Arnar-
dóttur, f. 22. ágúst 1961, börn
þeirra eru Karolína Margrét, f. 7.
apríl 1997, og Kristian Örn, f. 7.
apríl 1997, dóttir Sigrúnar er
Anna Leijonhielm, f. 22. apríl
1985.
Hannes ólst upp í Reykjavík og
fór ungur að vinna fyrir sér við
hin ýmsu störf. 18 ára gamall lá
leiðin vestur á Snæfellsnes til að
reisa sæluhús og kynntist hann
Bertu þar. Þau settust að í
Reykjavík þar sem Hannes hóf
störf hjá Blindravinafélagi Ís-
lands. Var hann viðriðinn starf-
semi þess og síðar í stjórn félags-
ins til dánardags. Eftir að hann
hóf búskap lagði hann stund á
nám í húsasmíði samhliða vinnu
og lauk síðar meistaranámi í sömu
iðn. Hann stofnaði ásamt félögum
sínum Byggingafélagið Vestra og
ráku þeir félagar það saman um
árabil. Eftir að börnin voru upp-
komin voru Hannes og Berta um-
sjónarmenn orlofsbúða í Svigna-
skarði í fimm sumur. Síðustu árin
vann hann sjálfstætt við iðn sína.
Hannes var virkur í félagsstörf-
um, var meðal annars í skemmti-
nefnd Trésmiðafélags Reykjavík-
ur og einn af stofnendum
Samkórs Trésmiðafélags Reykja-
víkur. Sem fulltrúi Blindravina-
félagsins var hann formaður Ör-
yrkjabandalagsins í tvö ár.
Hannes verður jarðsunginn frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
desember 1925. Börn
Hannesar og Bertu
eru: 1) Guðlaug
Maggý, f. 20. janúar
1950, gift Jóni Pétri
Jónssyni, f. 13. apríl
1946, börn þeirra eru
Hannes Viðar, f. 1.
maí 1972, og Lovísa
Rut, f. 14. janúar
1978, unnusti Björn
Ingi Ragnarsson, f.
26. maí 1976. 2) Haf-
dís, f. 19. október
1953, gift Stefáni
Gunnari Stefánssyni,
f. 8. febrúar 1946, börn þeirra eru
a) Gunnar Haukur, f. 16. október
1972, kvæntur Arnþrúði Jónsdótt-
ur, f. 2. október 1973, dóttir
þeirra er Þórunn Snjólaug, f. 19.
júlí 1998, b) Berta Ósk , f. 4. apríl
1975, dóttir hennar er Rebekka
Rut Þorbjörnsdóttir, f. 14. nóvem-
ber 1999, og c) Stefán Örn, f. 3.
ágúst 1980. 3) Helgi, f. 21. ágúst
1955, kvæntur Guðmundu Eyjólfs-
dóttur, f. 23. maí 1958, synir
þeirra eru Hannes, f. 30. júlí 1977,
kvæntur Gerði Jónsdóttur, f. 7.
júní 1979, Vignir Freyr, f. 22. des-
ember 1983, og Heimir Már, f. 22.
nóvember 1986. 4) Lára, f. 1. októ-
ber 1959, synir hennar eru Magn-
ús Helgi Hilmarsson Schram, f.
24. september 1982 og Davíð Örn
Elskulegur faðir okkar er látinn
eftir stutt veikindi og langar okkur
systkinin að minnast hans með nokkr-
um orðum. Föður sinn missti hann
þegar hann var aðeins 12 ára og byrj-
aði því snemma að vinna fyrir sér.
Pabbi var atorkusamur og stundaði
sund og skíði á sínum yngri árum.
Stóru ástina í lífi sínu Bertu, mömmu
okkar, fann hann á Hamraendum í
Breiðuvík á Snæfellsnesi þar sem
hann var við vinnu. Eftir að þau byrj-
uðu að búa í Reykjavík lærði pabbi
húsasmíðaiðn og tók síðar meistara-
próf í greininni sem hann var ávallt
stoltur af. Þetta gerði hann með fullri
vinnu og lagði hart að sér við að
byggja okkur gott heimili. Við minn-
umst uppvaxtaráranna með hlýju og
alltaf var gaman þegar pabbi kom
heim eftir langan vinnudag og tókum
við iðulega á móti honum við inn-
keyrsluna á Kópavogsbrautinni og
fengum að sitja í upp að húsi. Pabbi
hafði stórt hjarta og lýsir það því vel
að hann tók móðurömmu okkar og
Láru systur hennar inn á heimilið þó
húsnæðið væri ekki stórt. Við bjugg-
um níu í tveggja herbergja íbúð þar til
við fluttum í einbýlishúsið sem pabbi
og mamma byggðu á Mánabraut.
Heima hjá okkur var alltaf nóg pláss
og oft glatt á hjalla því pabbi var fé-
lagslyndur og hafði unun af að
skemmta sér og öðrum. Hann spilaði
á mörg hljóðfæri og það voru ófáar
stundirnar sem við hlustuðum á
harmonikkuleik þeirra félaga pabba
og Didda, sem var mikill fjölskyldu-
vinur. Pabbi hafði gaman af ferðalög-
um og eigum við margar góðar minn-
ingar úr ferðalögum og veiðiferðum
með pabba og mömmu. Eitt af því
sem okkur krökkunum fannst
skemmtilegt var þegar „fimmkarl-
arnir“ hittust. Pabbi og fjórir góðir
vinir hans komu upp þeim skemmti-
lega sið að keyra á milli heimila sinna
á gamlársdag til að gleðjast smástund
með fjölskyldu hvers og eins. Nú
seinni árin fórum við systkinin að
gera okkur erindi heim til pabba og
mömmu einmitt þegar von var á þess-
um körlum til að hitta þá. Þessi siður
hélst frá því við munum eftir okkur
þar til fyrir um þremur árum.
Pabbi var ákveðinn og gat verið
erfitt að fá hann ofan af stífum skoð-
unum ef hann beit eitthvað í sig.
Pabbi var afar laghentur og nutum
við systkinin góðs af því, mörg leik-
föng útbjó hann fyrir okkur og lagði
mikla vinnu í, t.d. smíðaði hann skíði
fyrir okkur elstu systkinin. Hann var
alltaf boðinn og búinn að leggja okkur
lið þegar við þurftum á því að halda og
vílaði ekki fyrir sér að skreppa yfir til
Noregs þegar byggja þurfi sólpall eða
stækka bílskúr og á hann handverk á
heimilum okkar allra. Af honum lærð-
um við líka að bjarga okkur og vera
óhrædd við að reyna nýja hluti.
Það var mjög hlýtt á milli pabba og
mömmu og munum við eftir þeim á
Mánabrautinni sitjandi hlið við hlið að
horfa á sjónvarpið og alltaf héldust
þau í hendur eins og ástfangnir ung-
lingar.
Pabbi var sérstaklega natinn við
heimilisstörf eftir að mamma veiktist
og annaðist hana af ást og umhyggju í
mörg ár þar til hún lést 5. september
síðastliðinn. Fannst okkur eins og
lífsneisti hans dofnaði mikið við fráfall
hennar. Að lokum langar okkur að
þakka pabba fyrir að vera okkur góð
fyrirmynd, kátur og glaður þúsund-
þjalasmiður.
Hvíldu í friði.
Guðlaug Maggý, Hafdís,
Helgi, Lára og Sigmundur.
Elsku besti Hannes afi.
Við frændsystkinin minnumst þess
með hlýhug er við komum í heimsókn
til ykkar ömmu í Asparfellið. Alltaf
stóðst þú í dyragættinni og tókst á
móti okkur opnum örmum þegar við
stigum út úr lyftunni.
Á uppvaxtarárum okkar sagðir þú
okkur ýmsar sögur, t.d. ferða- og
draugasögur, því frá nógu hafðir þú
að segja og alltaf áttuð þið amma eitt-
hvert gotterí í eldhússkápnum. Við
minnumst sumranna í Borgarfirðin-
um þar sem þið amma voruð að vinna.
Þú varst alltaf svo glaður og hlát-
urmildur, elsku Hannes afi. Þín er og
verður sárt saknað.
Svæfillinn minn og sængin mín
sé önnur mjúka höndin þín,
en aðra breið þú ofan á mig,
er mér þá værðin rósamlig.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Guð blessi minningu þína.
Hjartans kveðjur
Hannes og Lovísa,
Magnús og Davíð.
.Elsku amma og afi, þegar ég
hugsa um allan tímann sem ég eyddi
með ykkur get ég ekki annað en bros-
að. Það eru ekki allir sem eru svo
heppnir að eiga svona góða að. Ótal
stundir hjá ykkur í Svignaskarði þar
sem við grislingarnir fengum frjálsar
hendur og oft þótti fremur strembið
að koma öllum hópnum í ró á björtum
sumarnóttum. Svo var það að sjálf-
sögðu gotterísdósin góða sem var vel
geymd í efsta skápnum í Asparfellinu,
allir gestir fengu einn mola í nesti
(stundum tvo fyrir auka kveðju-
knús).
Það var erfitt að geta ekki verið hjá
þér þegar amma fór í fyrra en ég
hugsaði mikið til þín. Hvernig það
væri að horfa á eftir maka sínum til
fimmtíu ára. Nú eruð þið aftur saman
og ég veit að hún hefur tekið vel á
móti þér.
Berta.
Afi, er amma búin að segja þér að
ég braut tommustokkinn þinn fyrir
rúmum 20 árum? Ég var í pössun hjá
ömmu þegar óhappið gerðist og þetta
var í fyrsta og eina skiptið sem hún
skammaði mig. Að sjálfsögðu var ég
mjög sár yfir þessu, enda óviljaverk,
og þegar amma sá hvernig mér leið
tók hún utan um mig og sagði að þetta
væri allt í lagi. Afi þyrfti ekkert að
komast að þessu.
Seinna fékk ég að kynnast smiðn-
um afa þegar hann hjálpaði okkur að
byggja húsið á Lækjarbergi. Þar
eyddi ég mörgum stundum með hon-
um og Eyva afa og reyndi að hjálpa til
eftir bestu getu. Mikið er ég heppinn
að hafa getað eytt svona mörgum góð-
um stundum með þessum mönnum.
Hæfileikar Hannesar afa einskorðuð-
ust þó ekki eingöngu við smíðina, því
þegar ég var að stíga mín fyrstu skref
í tónlist var fátt skemmtilegra en þeg-
ar hann settist við píanóið með mér til
þess að kenna mér íslensk sönglög.
Hann viðurkenndi að hann væri nú
ekkert sérlega fimur á nótnaborðinu
með sína smiðsputta, svo hann sá allt-
af um undirspilið og skipaði mér síðan
að elta laglínuna sem hann söng mjög
ákveðið og af geysimikilli innlifun.
Þrátt fyrir frekar klunnalegan stíl,
sem klassískur píanókennari minn
hefði örugglega fussað og sveiað yfir,
náði kallinn alltaf að framkalla þetta
ógurlega grúv með bassagangi sem
hefði fengið sjálfan James Brown til
þess að stíga nokkur vel valin dans-
spor. Afi var músíkalskur og sjálf-
lærður á ýmis hljóðfæri og lagði mikla
áherslu á að ég spilaði eftir eyranu.
Þessi ráð hafa verið mér gott vega-
nesti, sérstaklega í djasstónlistinni,
og tel ég hann eiga einhverja sök á því
að nú ergi ég nágranna mína með
munnhörpuspili en ég hef ákveðið að
kenna sjálfum mér á þetta hljóðfæri.
Ef ástríðan og tilfinningin fyrir tón-
listinni er til staðar hjá mér eins og
hjá honum er þetta örugglega rétt-
lætanlegt.
Af fjöldamörgum góðum minning-
um er að taka þegar ég minnist Bertu
ömmu og Hannesar afa og var ávallt
tekið innilega á móti okkur bræðrun-
um þegar við komum í heimsókn.
Amma og afi hafa í mínum huga ávallt
verið eins og ástfangnir unglingar og
fyrir nýgiftan mann eins og mig hafa
þau kennt mér að ástin sem blómstr-
ar á milli ungs fólks í dag þarf ekki að
dvína, heldur getur haldið áfram að
styrkjast út allt lífið. Stuttu eftir að
amma lést síðastliðið haust leit ég
fyrir tilviljun í espressóbollann minn
sem var búinn að vera tómur á
stofuborðinu um nokkurn tíma. Froð-
an af kaffinu hafði myndað skrautlegt
munstur eins og svo oft áður og vana-
lega spái ég ekkert frekar í það.
Nema í þetta sinn sá ég tvö greinileg
hjörtu liggja utan í hvort öðru. Þannig
er og verður minning mín um ykkur,
ekkert fær ykkur að skilið.
Þinn nafni og barnabarn,
Hannes Helgason.
Það kom ungur piltur, Hannes
Helgason, til Blindravinafélags Ís-
lands fyrir mörgum árum og gerðist
sendill. Hann var glaður í sinni og átti
mjög gott með að umgangast fólk,
blinda sem sjáandi.
Hannes lærði síðar húsasmíði sem
varð hans ævistarf. Hann kvæntist
Bertu Herbertsdóttur og hófu þau
búskap á háaloftinu á Ingólfsstræti
16.
Hannes varð verkstjóri vinnustofu
Blindraiðnar. Mikill hluti starfs hans
var aðstoð við blinda og liðsinnti hann
fólkinu með velvilja og lipurð. Síðar
fór Hannes til annarra starfa og flutti
úr Ingólfsstræti en hann lét ekki skil-
ið við Blindravinafélag Íslands.
Hannes tók þátt í stjórn félagsins og
var ávallt ritari þess og ráðgjafi eða í
meira en hálfa öld.
Hann var reyndur í félagsstörfum
og naut Blindravinafélag Íslands
þess.
Einnig var gott að leita til húsa-
smiðsins sem gat ráðlagt um viðhald á
húseignum félagsins.
Hannes bar hag Blindravinafélags
Íslands ávallt fyrir brjósti.
Hannes spilaði á gítar og þegar
eitthvað var um að vera hjá starfs-
fólkinu kom hann með gítarinn og
Gunnar Guðmundsson með harmon-
ikkuna og var oft glatt á hjalla.
Við kveðjum Hannes Helgason
með virðingu og þakklæti fyrir ómet-
anleg störf í þágu félagsins.
Við vottum fjölskyldu hans innilega
samúð.
Stjórn Blindravinafélags
Íslands.
HANNES
HELGASON
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR,
Mánatúni 4,
Reykjavík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 3. maí.
María Friðjónsdóttir, Ástmundur Kristinn Guðnason,
Ólafur Héðinn Friðjónsson, Auður Gunnarsdóttir,
Kristín Lára Friðjónsdóttir, Erlendur Helgason
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og bróður,
BJÖRNS GUÐMUNDSSONAR
frá Víkingavatni,
Dalbraut 16,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks 3. hæðar á Skjóli.
Jónína Sigurborg Jónasdóttir,
Sigurbjörg Björnsdóttir, Páll R. Pálsson,
Guðmundur Björnsson, Guðrún W. Jensdóttir,
Björg Björnsdóttir, Sveinn B. Hreinsson,
Sigrún Þóra Björnsdóttir, Kristinn Halldórsson,
barnabörn og systkini hins látna.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við fráfall okkar elskulega föður,
tengdaföður, afa og langafa,
SIGURÐAR BREIÐFJÖRÐ HALLDÓRSSONAR,
Akurbraut 11,
Innri Njarðvík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á sjúkra-
deild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir góða
umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurður G. Sigurðsson, Guðríður Helgadóttir,
Elsa H. Rasmussen, Kristian Rasmussen,
Bergdís M. Sigurðardóttir, Smári Sveinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.