Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 49 DAGBÓK Vorútsala Rýmum fyrir sumarvörunni 25% afsláttur frá föstudegi til mánudags sími 568 1626 Það verður mikið um að vera Perlunni íReykjavík dagana 6. og 7. maí, þáleggja hana undir sig vestfirskir lista-menn, galdramenn, víkingar, vísinda- menn og ferðafrömuðir. Hvað veldur? „Markmið sýningarinnar er að kynna Vest- firði fyrir Íslendingum, ekki einungis er verið að kynna Vestfirði sem viðkomustað ferða- manna heldur er einnig verið að kynna þá sem fjárfestingarkost og búsetukost,“ segir Jón Páll Hreinsson framkvæmdastjóri sýningarinnar. „Auk vestfirskra listamanna og ferðafrömuða kynna tólf stærstu sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum starfsemi sína og gefa gestum að smakka rómaða rétti, unna úr vestfirsku sjávarfangi, eins og t.d. steinbítskinnar og salt- fiskrétti. Einnig munu þjóðþekktir einstakling- ar smakka á og dæma nokkrar tegundir af vest- firskum harðfiski.“ Er atvinnuþróun á Vestfjörðum á jákvæðri leið? „Vestfirðir hafa ekki farið varhluta af þeirri bjartsýni sem ríkt hefur á Íslandi undanfarin misseri. Menn eru fullvissir um að fjölmörg tækifæri séu til staðar fyrir Vestfirði.“ Hvað verður gert í Perlunni annað en að borða og galdra? „Gísli Súrsson sjálfur stígur á svið, Kómedíu- leikhúsið er með leikþátt um hann og verða hlutar úr þættinum fluttir fjórum sinnum á sýningardögunum. Jón Kr. Ólafsson frá Bíldu- dal tekur lagið, einnig Heiða Idolstjarna frá Hólmavík og Ingunn Ósk Sturludóttir og Þór- unn Arna Kristjánsdóttir frá Ísafirði.“ Hvað með draugana? „Frá Ströndum kemur mögnuð galdrasýning og nokkrir draugar eru með í þeirri för.“ Verða einhverjir fyrirlestrar? „Fyrirlestraröð verður á fyrstu hæð Perl- unnar, þar mun m.a. Peter Weiss kynna Há- skólasetur Vestfjarða, Jón Jónsson mun verða með hinn stórskemmtilega fyrirlestur: „Draug- ar og tröll og ósköpin öll,“ frá Þjóðtrúarstöð á Ströndum. Þorleifur Ágústsson mun flytja fyrirlestur um rannsóknir á þorskeldi á Vest- fjörðum, en Þorleifur starfar hjá Rannsókn- arstofu fiskiðnaðarins. Torfi Tulinius mun ræða um Vestfirði á miðöldum og Ester Unnsteins- dóttir segir frá heimskautarefum á Horn- ströndum. Yfir hundrað aðilar taka þátt í sýningunni, sem opin verður milli kl. 11 og 17 báða sýning- ardaganna, aðgangur er ókeypis. Það er At- vinnuþróunarfélag Vestfjarða sem stendur fyrir þessu framtaki í samvinnu við Markaðsstofu Vestfjarða. Þetta er í annað sinn sem svona sýning er haldin í Reykjavík. Sveitarfélögin á Vestfjörðum vinna að verkefninu í samstarfi við fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga í hverju sveitarfélagi.“ Markaðsmál | Heimskautaferðir, harðfiskát og galdrar Vestfirskir dagar í Perlunni  Jón Páll Hreinsson fæddist 1973 á Ísafirði. Hann er forstöðumaður Markaðsstofu Vest- fjarða. Hann lauk mast- ersgráðu í alþjóða- viðskiptum frá Handelshöyskolen við Osló. Hann starfaði eft- ir Noregsdvölina um tíma sem markaðs- stjóri hjá 3X-Stál. Jón Páll er kvæntur og tveggja barna faðir. Íslandsmótið. Norður ♠ÁG53 ♥ÁDG3 N/NS ♦KDG5 ♣2 Vestur Austur ♠D10876 ♠9 ♥876 ♥542 ♦102 ♦83 ♣Á103 ♣DG98654 Suður ♠K42 ♥K109 ♦Á9764 ♣K7 Sex tíglar er augljóslega besta niðurstaða NS í sveitakeppni, enda er nóg að trompa lauf og svíning í spaða er óþörf. En í tvímenningi er töluvert vit í því að reyna sex grönd. Í sex gröndum þarf vestur að taka strax á laufásinn til að fá þó þann slag. Ef annað kemur út, neyðist sagnhafi til að svína spaðagosa og fær um leið þrettánda slaginn með þvingun á vest- ur í spaða og laufi. Spilið er frá úrslitum Íslandsmótsins í tvímenningi. Á fjórum borðum af tólf voru spilaðir sex tíglar, þrjú pör misstu slemmu og tvívegis lentu NS í sjö tígl- um fyrir misskilning. Aðeins á tveimur borðum voru spiluð sex grönd – og í öðru tilfellinu var norður sagnhafi og fór sex niður eftir laufdrottninguna út! Eitt AV-par fórnaði í sjö lauf og greiddi fyrir það 1.400 fyrir sex niður. Sem er gott yfir sex gröndum (1.440 eða 1.470), en afleitt yfir sex tíglum (1.370 eða 1.390). Það er oft mjótt á mununum í tvímenningi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. Rf3 c5 2. c4 Rc6 3. Rc3 Rf6 4. g3 g6 5. Bg2 d6 6. b3 Bg7 7. Bb2 0-0 8. 0-0 Bd7 9. d4 Rxd4 10. Rxd4 cxd4 11. Dxd4 Bc6 12. Rd5 Bxd5 13. Bxd5 Rh5 14. Dd2 Bxb2 15. Dxb2 Db6 16. Bf3 Rf6 17. h4 h5 18. Hfd1 Hfc8 19. Hd4 Hc5 20. Hf4 Hac8 21. Dd2 a5 22. Hd1 Hd8 23. De3 Dc7 24. a3 b6 25. b4 axb4 26. axb4 He5 27. Da3 Hc8 28. Da6 Db8 29. Ha1 b5 30. Ha5 Hxc4 31. Hxc4 bxc4 32. Dxc4 d5 33. Df4 Kg7 34. Bxd5 Dd6 35. Bf3 Hxa5 36. bxa5 e5 37. Da4 Da6 38. Da1 Rd7 39. Dc3 Dd6 40. Dc6 Dd4 41. Kg2 Rf6 42. e3 Da1 43. a6 e4 44. Be2 Da2 45. Bc4 Dc2 46. Dc7 Rd5 Staðan kom upp í SM-flokki fyrsta laugardagsmótsins í Búdapest í Ung- verjalandi sem lauk fyrir skömmu. Guyla Pap (2.389), hvítt, lauk skák sinni gegn Walter Wittmann (2.372) á snyrtilegan máta. 47. Dxf7+! Kxf7 48. Bxd5+ Ke7 49. a7 og svartur gafst upp enda er óumflýjanlegt að hvítur verði manni yfir þegar hann vekur upp drottningu í næsta leik. Hið ár- lega Skákævintýrin í Eyjum hefst í dag með pompi og prakt. Búast má við að margir ungir skákmenn leggi leið sína til Vestmannaeyja en skákhá- tíð þessi hefur ávallt tekist vel upp. Nánari upplýsingar um hana er m.a. að finna á www.skak.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Hvað skiptir mestu máli í lífinu? MÉR datt í hug að eftirfarandi gæti verið áhugavert fyrir lesendur Morgunblaðsins. Við gerum sjálfsagt of lítið af því Íslendingar að velta fyrir okkur hver forgangsröðunin er hjá okkur í líf- inu. Hraðinn sem einkennir líf okkar er hugarástand sem getur komið í veg fyrir ígrundun um eigið líf. Hvað er það sem skiptir mestu máli þegar upp er staðið? Ég lagði þessa spurningu fyrir átta ára ís- lenskan dreng. Það gæti verið fróð- legt fyrir lesendur að sjá forgangs- röðun hans: 1. Guð 2. Fjölskyldan 3. Vinirnir 4. Skólinn Hann útskýrði forgangsröðun sína með eftirfarandi hætti: 1. Guð. „Ef við myndum ekki hafa Guð, þá myndum við ekki lifa … Ef hann myndi ekki hafa krafta, þá myndi þetta heldur ekki ger- ast … þá myndum við ekki lifa og við myndum bara strax deyja – engin tré, bara svart, allt svart. Guð byrjar með litlu ljósi og hann bjó til allt …“ 2. Fjölskyldan. „Ef ég mundi ekki hafa fjölskyldu, þá mundi eng- inn kenna mér og ef ég hef mömmu þá er allt gott. Það er mikilvægt! Ef ég hef mömmu þá er allt gott.“ [Sp: Hvað finnst þér best við fjölskylduna?] Svar: Vinir … alltaf saman. 3. Vinir. „Vinir geta tekið einman- ana þína. Eins og þegar þú ert einmana. Þeir geta tekið það. Ef þú átt vin[i] þá geta þeir bara tekið það.“ 4. Skólinn. „Ég má ekki sleppa … [skólanum] ég verð að vera góð- ur í skólanum. [Ég má] ekk- ert … hætta smá úr skólanum. Skilurðu? Voða mikilvægt að koma í skólann.“ Sú guðfræði, fjölskyldustefna, vináttuskilningur og vinnusiðfræði sem þarna kemur fram er að mörgu leyti til fyrirmyndar fyrir okkur sem eldri erum. Eða hvað finnst þér? Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, leikskólakennaranemi. Slæm viðskipti ÉG þurfti að eiga viðskipti við fyrir- tækið Bíljöfur, en ég varð að láta gera við bílinn minn. Ég var búinn að semja um verð á viðgerðunum, sem áttu að taka u.þ.b. 1 klst., en þegar kom að greiðslu hafði verðið hækkað um 20 þús. kr. Mér hafði verið sagt að viðgerðin kostaði í kringum 60–70 þús. en þó frekar nær 60 þús. En þegar ég kem að ná í bílinn var kostnaðurinn kom- inn í 80 þús. krónur. Vil ég vara fólk við svona við- skiptum. Guðmundur Kristinn Ágústsson, Akurgerði 25. Kettlingar fást gefins HVÍTAN kettling með svörtum skellum, níu vikna, hressan og kát- an, vantar gott heimili. Upplýsingar í síma 898 2659. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 70 ÁRA afmæli. Í dag, 5. maí, ersjötug Lilja Margeirsdóttir, húsfreyja að Bergi Reykholtsdal. Eiginmaður hennar er Flosi Ólafsson. Á morgun kl. 15 verður vinafagnaður í Logalandi í Reykholtsdal í tilefni þess- ara tímamóta og gullbrúðkaups þeirra Lilju og Flosa. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 70 ÁRA afmæli. Í dag, 5. maí, erSiglfirðingurinn Erla Óskars- dóttir, hjúkrunarkona, Hlégerði 31, Kópavogi sjötug. Af því tilefni dvelja hún og eiginmaður hennar á suðræn- um slóðum. ÚTSKRIFTARTÓNLEIKAR Gróu Margrétar Valdimarsdóttur fiðlu- leikara frá Listaháskóla Íslands fara fram í Salnum í kvöld og hefjast þeir kl. 20. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Jón Nordal, Brahms, Pablo de Sarasate og Eugène Ysafe. „Mig langaði að hafa efnisskrána fjölbreytta, en ennfremur spila verk sem höfða til mín,“ sagði Gróa Mar- grét í samtali við Morgunblaðið, en henni til fulltingis verða þeir Árni Heimir Ingólfsson á sembal og Rich- ard Simm á píanó, auk þess sem eitt verkið á efnisskránni er einleiksverk. En hvernig leggst það í Gróu Mar- gréti að vera að fara að spila loka- tónleikana sína? „Bara vel – það er um að gera að hafa þetta skemmti- legt,“ segir hún og bætir við að þeir valdi henni engum sérstökum kvíða. „Maður gæti ekki verið í þessu ef þetta væri bara stressvaldandi. Þá gæti maður alveg eins gert eitthvað annað.“ Í haust stefnir Gróa Margrét á framhaldsnám. „En það hefur ekki veirð ákveðið enn hvar það verður,“ segir hún að lokum. Útskriftartónleikar LHÍ | Gróa Margrét Valdimarsdóttir Um að gera að hafa þetta skemmtilegt Morgunblaðið/Eyþór Gróa Margrét Valdimarsdóttir Innihaldið skiptir máli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.