Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 55 SAFNPLATA með öllum lögunum sem keppa í Eurovision söngva- keppninni í ár er komin í verslanir. Safnplatan er eins og fyrri árin tvö- föld og inniheldur bæði lögin sem keppa í forkeppninni fimmtudaginn 18. maí, sem og lögin sem eru þegar búin að tryggja sig í úrslit keppn- innar laugardaginn 20. maí. Meðal flytjenda á plötunum er framlag okkar Íslendinga, Silvía Nótt með lagið sitt „Congratulations“. Fyrir Svíþjóð keppir Carola sem margir ættu að kannast við síðan hún flutti lagið „Fångad av en stormvind“ en það lag vann keppnina 1991. Þá vek- ur athygli að framlag Spánar í ár er stúlknaflokkurinn Las Ketchup sem gerðu vinsælt lagið „The Ketchup Song“ árið 2002. Nýjar plötur | Evróvisjónlögin í ár á eina safnplötu Góðkunn- ingjar Morgunblaðið/Eggert Silvía Nótt er að sjálfsögðu með lag á disknum. Um tvær vikur eru í keppnina. UPPHAFLEGA áttu tónleikar The Stooges að fara fram í Laugardals- höll, en sökum dræmrar miðasölu voru þeir fluttir í Hafnarhúsið. Fáir voru mættir þegar Dr. Spock stigu á svið, það truflaði þá greinilega ekki hið minnsta því að þeir áttu fína tón- leika, skemmtilega og kraftmikla. Það eina sem háir hljómsveitinni, sem og öðrum sem í Hafnarhúsinu spila, var það að hljómburður húss- ins er ekki þægilegur, sérstaklega ekki þegar fáir eru. Iggy Pop á langan feril að baki, sem hann lagði grunninn að með hljómsveitinni The Stooges á ár- unum í kringum 1970. Þegar þeir komu á svið var ekki um að villast að spilagleði þeirra er enn mjög mikil. Þrátt fyrir að hljómur Hafnarhúss- ins sé svolítið kaldur tókst The Stooges að kalla fram það besta í sér. Ekkert hik var á þeim og það skilaði sér í frábærri stemmingu. Um leið og The Stooges stigu á svið brutust út mikil fagnaðarlæti, fólk á öllum aldri hópaðist fyrir framan sviðið og hefur undirrituð aldrei séð jafn marga menn fremja luftgítar eins og á þessum tónleikum. Iggy, sem er þekktur fyrir tilburði sína á sviði, sveik ekki. Þegar röðin var komin að „I Wanna Be Your Dog“ létu lætin ekki á sér standa, hann stökk út í salinn, svamlaði um í áhorfendaskaranum og lét svo múg- inn bera sig til baka. Seinna dró hann nokkra áhorfendur upp á svið, lét öllum illum látum, dansaði og leyfði þeim að æpa í hljóðnemann. Að sjá hann á sviði var með ólík- indum, hann vatt upp á sig, hoppaði og skoppaði út um allt, klifraði á magnarastæðunum og hellti yfir sig vatni. Þessi 59 ára gamli maður er í ótrúlegu formi. Hljómsveitin var líka í góða gírnum, það var ekki að sjá að þeir hefðu spilað þessi lög jafn oft og raun ber vitni. En þar sem Iggy Pop stelur senunni er erfitt að fylgjast með þeim líka. Það er frábært að sjá svona reynda tónlistarmenn hressa á sama hátt og hljómsveitir sem eru að stíga sín fyrstu skref. Engum leidd- ist. The Stooges fluttu gömul lög í bland við ný en þó eingöngu sín eig- in. Ekkert fór fyrir sólóferli Iggys. Ég saknaði þess að heyra „Search and Destroy“ og „Gimme Danger“, á móti kom að flutningur þeirra á „I Wanna Be Your Dog“, „Raw Pow- er“, „No Fun“ og „1969“ var stór- kostlegur. Þegar tónleikunum lauk voru langflestir tónleikagesta með bros eyrna á milli, svo mikil var ánægjan þetta kvöld. Mér þykir það með öllu óskilj- anlegt af hverju tónleikarnir voru ekki betur sóttir, Iggy og The Stooges eru engir viðvaningar, þeir eru frumkvöðlar. Það er ekki oft að Íslendingar fá tónlistarmenn á borð við þessa í heimsókn. Kannski veit fólk hreinlega ekki að þetta voru tón- leikar með síðustu alvöru rokk- hljómsveitinni. Síðasta rokksveitin „Að sjá hann á sviði var með ólíkindum, hann vatt upp á sig, hoppaði og skoppaði út um allt,“ segir m.a. í dómi. Helga Þórey Jónsdóttir TÓNLIST Tónleikar TÓNLEIKAR Iggy Pop & The Stooges í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Dr. Spock hitaði upp. RR ehf stóð fyrir tón- leikunum. Iggy Pop & The Stooges  Morgunblaðið/Ómar kl. 8 B.i. 16 ára eee ROGER EBERT eee M.M.J. Kvikmyndir.com eee s.v. Mbl Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:30 B.i. 16 ára kl. 10:20 B.i. 16 eee V.J.V Topp5.is kl. 4 ÍSL. TAL Eins og þú hefur aldrei séð hana áður Birgitta Haukdal fer á kostum sem Rauðhetta í íslensku talsetningunni. kl. 4 og 6 ÍSL. TAL -bara lúxus Sýnd kl. 3, 5:40, 8 og 10:30-POWERSÝNING B.i. 14 ára EIN FYNDNASTA MYND ÁRSINS SEM ENGIN MÁ MISSA AF! „...einn útsmognasti, frumlegasti og vitrænasti spennutryllir ársins“ eeee- SV, MBL „Pottþétt skemmtun“ eeee-LIB, Topp5.is „...gleðitíðindi fyrir unnendur góðra trylla.“ - FGG, Fréttablaðið AF MÖRGUM TALIN VERA BESTA MISSION IMPOSSIBLE MYNDIN TIL ÞESSA. SUMARSINS ER KOMIN FYRSTA STÓRMYND POWERSÝNING KL. 10.30 Á STÆRSTA thx TJALDI LANDSINS eeee DÓRI DNA dv eee DÖJ kvikmyndir.com FRÁ J.J.ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS ÞETTA VIRTIST VERA HIÐ FULLKOMNA BANKARÁN ÞAR TIL ANNAÐ KOM Í LJÓS Sími - 551 9000 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu eeee DÓRI DNA dv eee LIB, Topp5.is eee DÖJ kvikmyndir.com Mannbætandi og þrælfyndin rómantísk gamanmyndmeð með Uma Thurman og Meryl Streep í fantaformi! Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 6, 8 og 10 Rauðhetta/Hoodwinked m. ísl. tali kl. 6 Prime kl. 5.30, 8 og 10.30 The Hills Have Eyes kl. 8 og 10.30 When a Stranger Calls kl. 6, 8 og 10 Sýnd með íslensku og ensku tali eeee- SV, MBL eeee-LIB, Topp5.is eee V.J.V Topp5.is eee H.J. Mbl eee J.Þ.B. Blaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.