Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIKLAR breytingar hafa verið á atvinnulífi Íslendinga frá ní- unda áratugnum fram til dagsins í dag. Þróunin hefur verið minnk- andi vægi frum- framleiðslugreina en samhliða efling at- vinnugreina innan þjónustu, þekkingar og stóriðju. Viðbrögð atvinnugreina eins og sjávarútvegs hafa verið aukin tækniþróun með fækkun starfa. Þetta hefur haft mikil áhrif á Vestfjörðum, sem hafa um aldir byggt efnahagslíf sitt á sjávarútvegi. Það hefur aukið á erf- iðleikana að samhliða hefur svæð- ið þurft að glíma við miklar breytingar í aðgengi að auðlind- um svæðisins. Með takmörkunum á sókn og ekki síður breytingar vegna framsals aflaheimilda sem hefur leitt til fækkunar öflugra fyrirtækja. Sjávarútvegur er þó enn mik- ilvægasta atvinnugrein Vest- fjarða, en fyrirtækin sem eru inn- an greinarinnar eru nú færri og sumpart veikari en áður. Áhrif þessa á efnahagslíf svæðisins koma fram í minni veltu stoð- greina svo sem þjónustu, flutn- ingum og minnkandi tekjum ein- staklinga og sveitarfélaga. Því eru minni fjármunir til staðar til þess að bregðast við þróun at- vinnulífs sem lýst er hér að fram- an. Val margra íbúa Vestfjarða á undanförnum árum hefur verið að flytja sig til annarra landssvæða til að leita nýrra tækifæra. Hafa margir þeirra náð að hasla sér þar völl enda komnir úr umhverfi sem hefur alið upp í þeim frum- kvöðlaanda. Núverandi íbúar Vestfjarða hafa hinsvegar tekið það val að hasla sér völl á Vestfjörðum. For- senda fyrir því byggist á tvennu, annarsvegar jafnræði með öðrum landshlutum varðandi grunngerð samfélaganna svo sem í sam- göngum, aðgengi að fjármagni og menntun. Hinsvegar þróun nýrra atvinnukosta sem geta byggst upp samhliða núverandi atvinnu- greinum. Á samgönguáætlun eru nú stærri verkefni til ársins 2009 en sést hafa um langa hríð, en stór verkefni eru þó enn eftir sem áður. Efling á rannsóknum og menntun á framhaldsstigi á sér nú stað innan stofnana í Þróun- arsetri Vestfjarða, meðal annars hjá Hafrannsóknastofnun og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og á vegum Háskólaseturs Vestfjarða og Nátt- úrustofu Vestfjarða. Athygli vekur einnig árangur iðnfyr- irtækja líkt og 3 X stál ehf og fram- leiðsludeildar Marel hf á Ísafirði (áður Póls hf). Á þessum þáttum er einnig tek- ið innan Vaxtarsamn- ings Vestfjarða þar sem lögð er áhersla á klasa innan sjávar- útvegs, ferðaþjónustu og menn- ingar og menntun og rann- sóknum. Hér eru því að skapast forsendur fyrir eflingu þekkingar og nýsköpunar, þar með bættum rekstri fyrirtækjanna. Efling núverandi atvinnulífs er hinsvegar langtímaverkefni og byggist á auðlindum sem svæðið ræður yfir í dag. Spáð er áfram hægri fækkun starfa í frumfram- leiðslu en eftir standa verðmætari störf. Nýir atvinnukostir eru því nauðsynlegir en leit að nýjum auðlindum sem svæðið gæti byggt sig upp á hefur verið erfið. Önnur landsvæði sem hafa verið í svip- aðri stöðu hafa mörg hver sett markið á eflingu atvinnulífs með stórum iðjuverum, samhliða virkj- un. Umræða síðustu missera er hinsvegar að beina sjónum manna á að slík stór inngrip í atvinnulíf af þessu tagi geti til lengri tíma litið, verið tvíeggja sverð. Fjórðungssamband Vestfirð- inga er sameiginlegur vettvangur sveitarfélaga á Vestfjörðum og heldur árlega þing sem tekur á málefnum sveitarfélaganna. Eitt af hlutverkum þess er að vakta þróun atvinnulífs og benda á nýj- ar leiðir í þeim efnum. Fyrir ligg- ur samþykkt frá Fjórðungsþingi Vestfirðinga árið 2003, þar sem það mat var sett fram, að mik- ilvæg sóknartækifæri væru fólgin í því fyrir Vestfirði, að sveit- arfélög á Vestfjörðum ynnu sér- stakt skipulag eða framtíðarsýn fyrir landshlutann. Slíkt skipulag myndi byggjast á hugmyndafræði um sjálfbæra þróun. Ekki væri hér átt við lögformlegt svæð- isskipulag heldur fremur sameig- inlega sýn sveitarfélaganna. Mál- ið síðan verið til umræðu á Fjórðungsþingum 2004 og 2005. Niðurstaða Fjórðungs- sambandsins er að leita beri eftir samnefnara fyrir sjálfbæra þróun og fjárfestingu og fjölgun at- vinnutækifæra. Ekki verði farið í spor þeirra er treysta á eflingu stóriðju heldur fremur á auðlind- um náttúru og mannauðs. Hér vakti athygli sambandsins starf starfshóps sem stóð að ráð- stefnunni „Orkulindin Ísland. Náttúran, mannauður, menning og hugvit“ í mars sl. Hefur Fjórðungssambandið leitað eftir hugsanlegu samstarfi við starfs- hópinn varðandi greiningu nýrra tækifæra til eflingar atvinnulífi svæðisins, á grundvelli sam- þykkta Fjórðungsþings Vest- firðinga. Einnig verður leitað eft- ir samvinnu við stjórnvöld. Að lokinni þeirri vinnu er þess vænst að sveitarfélögin á Vestfjörðum geti hvert og eitt tekið afstöðu til þróunar atvinnulífs og hugs- anlegra breytinga á svæðaskipu- lagi. Sýningin Perlan Vestfirðir er haldin 6. til 7. maí nk, í Reykja- vík, á vegum Markaðsstofu Vest- fjarða og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Samhliða sýningunni mun Fjórðungssamband Vestfirð- inga boða til málþings þar sem sjónarmið um breytta atvinnu- stefnu verða tekin til umræðu. Málþingið verður haldið 6. maí og hefst kl 10.00 á Hótel Loftleiðum. Breytt atvinnustefna á Vestfjörðum Guðni Geir Jóhannesson fjallar um Fjórðungssamband Vestfirðinga ’Niðurstaða Fjórðungs-sambandsins er að leita beri eftir samnefnara fyr- ir sjálfbæra þróun og fjárfestingu og fjölgun atvinnutækifæra.‘ Guðni Geir Jóhannesson Höfundur er formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga. NÝVERIÐ spurði fréttakona mig þeirrar spurningar hvaða við- urlaga sakborningar í Baugsmál- inu gætu vænst yrðu þeir sakfelld- ir skv. ákæru. Var svarið að aðalsakborningur gæti vænst 3–5 ára fangelsis óskilorðsbundið. Var til samanburðar nefndur svokallaður Landssímadómur. Þetta kalda mat fór fyrir brjóstið á Hreini Loftssyni hrl., stjórn- arformanni Baugs, sem sendi frá sér yf- irlýsingu, þar sem m.a. sagði: – Landssímamálið væri alls ekki sambærilegt. – Það væri í and- stöðu við ákvæði Mannréttinda- sáttmála Evrópu (MSE) að nú væri ákært aftur eftir að fyrri ákæru hefði verið vísað frá. – Hann hefði sjálf- ur kynnt sér gögn málsins og væri sannfærður um sakleysi fyr- irsvarsmanna Baugs. – Vegið væri að ákærðu persónu- lega og væri ég rekinn áfram af annarlegum hvöt- um; bæri illan hug til Baugs og væri í fjölskyldu- tengslum við rit- stjóra Morgunblaðsins. Eitt fárra mála í íslensku dóms- kerfi sem bera má saman við ákæruna í Baugsmálinu er hið svo- kallaða Landssímamál. Þar var um svipaðar fjárhæðir að ræða og í I. kafla (fjársvik) og V. kafla (fjár- dráttur) og ásetningsstig svipað og í Baugsákærunni. Fjársvik og fjár- dráttur eru lögð að jöfnu þegar kemur að viðurlögum. Fyrir viku gekk síðan dómur í Héraðsdómi Reykjaness þar sem tveir Níger- íumenn sem fundnir voru sekir um 8 m.kr. fjársvik og voru dæmdir í 15 mánaða fangelsi óskilorðs- bundið. Fjárhæðin í Baugsmálinu (I og V. kafla) er 25 sinnum hærri. Fyrir sakborningana er vissu- lega bagalegt að ákæruvaldinu gefist kostur á því að endurbæta ákæruna. Það er hins vegar alveg í samræmi við íslensk lög og margsinnis hafa fallið efnisdómar í sakamálum þar sem ákærum hefur áður verið vísað frá. Fráleitt er að um sé að ræða brot á reglu 6. gr. MSE um réttláta málsmeðferð. Hreinn þvættingur verður engin speki við það eitt að hamra nógu oft á honum. Í téðu viðtali var engu spáð um það hvort sakborningar í Baugsmálinu yrðu sakfelldir eða sýkn- aðir. Öll gögn málsins eru til á geisladiski og úr því þau eru sak- borningum svo hag- felld, því gerir Hreinn þau ekki aðgengileg almenningi með því að setja þau á netið, svo aðrir sannfærist? Dylgjur Hreins um annarlegar hvatir eru hreinn hugarburður. Hef ég skipt við fyr- irtæki Baugs í árarað- ir, enda starfsfólkið gott og ritstjóri Morg- unblaðsins ritstýrir mér ekki. Jónatan Þórmundsson prófess- or var fenginn til þess að rita álitsgerð um rannsókn Baugsmáls- ins. Hefði Hreinn ekki átt að sama skapi að geta þess að prófess- orinn væri í fjölskyldutengslum við aðalsakborning Baugsmálsins? Það er síðan hreinn ósómi að þeir sem tjáð hafa skoðun sína á einhverjum atriðum Baugsmálsins sem ekki eru í samræmi við keyptar skoðanir Hreins, hafa mátt þola ómálefnalega gagnrýni og breiðsíðu af dylgjum frá leigu- pennum formannsins. Er það til marks um góðan málstað? Veit það ekki. Hreinn þvættingur Sveinn Andri Sveinsson gerir athugasemdir við yfirlýsingu Hreins Loftssonar Sveinn Andri Sveinsson ’…þeir sem tjáðhafa skoðun sína á einhverjum at- riðum Baugs- málsins sem ekki eru í samræmi við keyptar skoð- anir Hreins, hafa mátt þola ómál- efnalega gagn- rýni og breiðsíðu af dylgjum …‘ Höfundur er hæstaréttarlögmaður. www.reykjanesbaer.is . . .og aukin lífsgæði. Verið velkomin!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.