Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
byggingarkostnaði og leiguverði.
Lækkun fasteignaverðs gæti valdið
þrengingum hjá þeim sem lengst
hafa gengið í skuldsettum kaupum,
ekki síst ef ráðstöfunartekjur lækka
tímabundið og atvinnuhorfur
versna,“ segir í skýrslunni.
Almennt góð afkoma
fyrirtækja
Afkoma og staða fyrirtækja hér á
landi virðist almennt góð, að mati
Seðlabankans. Segir í ritinu að skuld-
ir þeirra hafi að vísu hækkað sem
aldrei fyrr á liðnu ári, en fjárfesting
erlendis skýri stóran hluta aukning-
arinnar. Hækkun vaxta og vaxta-
álags og lækkun gengis krónunnar
og verðs hlutabréfa geti breytt stöðu
margra fyrirtækja til hins verra, ekki
síst þeirra sem eru skuldsettust. Út-
flutningsfyrirtæki muni njóta góðs af
gengislækkun krónunnar og gildi
það um flest skráð fyrirtæki.
Skilyrði ýmissa fyrirtækja á inn-
lendum markaði, t.d. í byggingar-
starfsemi, munu að mati Seðlabank-
ans hins vegar að sama skapi versna.
Á heildina litið segir bankinn að
heimili og fyrirtæki eigi að geta axlað
skuldabyrði sína en svigrúm þeirra
þrengist.
Brýnt að breyta íbúðalánum
Seðlabankinn hefur eindregið
mælt með því að skipulagi íbúðalána
verði breytt og að ríkið dragi úr
beinni þátttöku sinni. Segir bankinn
að samkeppni á þessum markaði sé
eftirsóknarverð og bankar og spari-
sjóðir geti styrkt stöðu sína til langs
tíma litið með því að veita íbúðalán.
„Seðlabankinn mælti gegn rýmk-
un útlánareglna Íbúðalánasjóðs árið
2004 ekki síst vegna tímasetningar
hennar,“ segir í ritinu. „Bankar og
sparisjóðir töldu að sér þrengt og
brugðust við með stórhækkuðum út-
lánum og lengingu lána. Afleiðingin
varð mikil skuldaaukning heimila,
hækkun fasteignaverðs, aukin
neysla, mikill innflutningur og til-
heyrandi viðskiptahalli.
Vaxtamyndun á íbúðalánamarkaði
hefur verið óeðlileg og fjármögnun
banka og sparisjóða ekki í nægilegu
samræmi við skilmála veittra lána.
Núverandi staða er óviðunandi og
brýnt að hrinda breytingum í fram-
kvæmd sem fyrst.“
Bankarnir standa vel
Seðlabankinn segir að staða stóru
viðskiptabankanna skipti mestu á
fjármálamarkaði. Arðsemi þeirra
hafi verið með ágætum og eiginfjár-
staðan sé sterk. Óvenju há arðsemi
bankanna á liðnu ári og í upphafi
þessa árs skýrist að töluverðu leyti af
gengishagnaði og arðstekjum en þótt
þessir liðir væru undanskildir hafi
rekstrarafkoma þeirra engu að síður
verið mjög góð. Sama megi segja um
sparisjóðina en umhugsunarefni sé
að hreinar vaxtatekjur hafi minnk-
andi vægi í rekstri þeirra.
Þá segir að nánast öll útlán til er-
lendra aðila séu bundin við svæði þar
sem stöðugleiki ríki og efnahags-
ástand sé gott. Á hinn bóginn sé
aukning útlána til innlendra aðila
langt umfram það sem geti sam-
ræmst stöðugleika.
„Þótt útlán standist sett gæðavið-
mið eykur hröð útlánaaukning líkur á
töpum síðar. Hún var áfram hröð á
fyrstu mánuðum ársins og enn sjást
ekki skýr merki um breytingu til hins
betra.
Lánsfjármögnun hlutabréfakaupa
og framvirkir samningar um kaup á
íslenskum hlutabréfum fela í sér sér-
staka áhættu, einkum vegna smæðar
markaðarins. Þótt þessi viðskipti séu
af sama toga og tíðkast erlendis
þurfa bankarnir að gæta sín á um-
fangi og tímalengdum þessara við-
skipta. Eigin áhætta bankanna í
hlutabréfum jókst á síðasta ári að
teknu tilliti til framvirkra samninga.
Stórar áhættuskuldbindingar hækk-
uðu einnig, en hlutfall þeirra af eigin
fé bankanna lækkaði.“
Hækkandi fjármagnskostnaður
Í skýrslunni segir að öflugur
rekstur íslensku bankanna og batn-
andi lánshæfiseinkunn þeirra og ís-
lenska ríkisins hafi tryggt góðan að-
gang íslenskra fjármálafyrirtækja að
erlendum lánsfjármörkuðum á und-
anförnum árum. Það aðgengi hafi
verið óspart notað og þau hafi því
orðið háðari fjármögnun á markaði.
„Ójafnvægi í þjóðarbúskapnum,
hraður vöxtur bankanna og neikvæð
umfjöllun að undanförnu hefur orðið
til þess að erlendir fjárfestar meta
áhættu nú meiri en áður. Hærri
ávöxtunarkrafa á eftirmarkaði
skuldabréfa bankanna og fyrir
skuldatryggingar er vísbending um
að fjármagnskostnaður þeirra fari
hækkandi. Einhver breyting af því
tagi þarf ekki að vera óeðlileg en á
óvart kemur hve hátt krafan hefur
farið fram úr kjörum sambærilegra
banka með svipað lánshæfismat. Í
breyttu áhættumati á markaði felast
ákveðin skilaboð og mun það fyrr eða
síðar auka fjármagnskostnað við-
skiptavina þeirra.“
Standast álagspróf
Seðlabankinn segir að verulegur
samdráttur í efnahagslífinu gæti
dregið úr stöðugleika fjármálakerf-
isins. Mikil lækkun eignaverðs, geng-
islækkun krónunnar og hækkun er-
lendra vaxta samtímis myndi leiða til
snarpari aðlögunar en ella. Útreikn-
ingar byggðir á þjóðhagslíkani Seðla-
bankans styðji þá ályktun. Álagspróf
Fjármálaeftirlitsins og mat Seðla-
bankans á mögulegu útlánatapi
bendi hins vegar eindregið til þess að
eiginfjárstaða bankanna sé það sterk
að hún geti vel staðið af sér verulegt
efnahagsáfall þar sem saman færu
mjög alvarlegir skellir.
Ýktar sveiflur
„Áfram er unnið að þróun inn-
lendra fjármálamarkaða með tækni-
framförum og agavaldi reglna. Velta
á mörkuðum, að skuldabréfamarkaði
undanskildum, hefur aukist en smæð
þeirra er eftir sem áður veikur blett-
ur í starfsemi þeirra. Af þeim sökum
eru meiri líkur en ella á ýktum sveifl-
um.
Á hlutabréfamarkaði hefur yfir-
tökunefnd tekið til starfa, birt
nokkra úrskurði en hefur enn sem
komið er ekki sannað gildi sitt.
Skuldabréfamarkaðurinn hefur ekki
þróast sem skyldi. Óeðlileg staða á
íbúðalánamarkaði ræður hér miklu.
Íbúðalánasjóður hefur minni þörf
fyrir skuldabréfaútgáfu vegna upp-
greiðslna eldri lána og bankar og
sparisjóðir hafa ekki talið ráðlegt við
núverandi skilyrði að fara í sambæri-
lega skuldabréfaútgáfu til eigin fjár-
mögnunar.“
Tímabært að hægja á
Í riti Seðlabankans segir að stór-
stígar framfarir síðustu ára hafi
skapað mikil verðmæti fyrir þjóðina
og tekjuhorfur séu góðar til lengri
tíma litið. Vettvangur athafna sé
markaðskerfi með umgjörð stjórn-
valda, sem sé sambærileg við það
sem best gerist í Evrópu. Staða rík-
issjóðs Íslands sé afar sterk og
sveigjanleg og viðbragðskraftur ís-
lensks efnahagslífs sé mikill. Örri
framþróun fylgi hins vegar gjarnan
vaxtarverkir. Því sé löngu tímabært
að hægja á ferðinni til að ná betra
jafnvægi í fjármálum heimila og fyr-
irtækja og taka tillit til aðstæðna.
Morgunblaðið/Kristinn