Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir les- endur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar Á ÁLFTANESI er gott að búa, það erum við sem hér búum sammála um. Ástæða þess er að hér hefur verið lögð áhersla á fjölskylduvænt samfélag í nálægð við nátt- úruna. En hvað er fjölskylduvænt samfélag? Í fjölskyldustefnu Álftaness eru þessi meg- inmarkmið höfð að leiðarljósi: Að sveitarfélagið Álftanes sé fjöl- skylduvænt. Að styðja og styrkja fjölskyldur í verk- efnum sínum. Að heildarsýn á málefni fjölskyld- unnar sé ávallt höfð að leiðarljósi. Hvernig hefur svo verið staðið að þessum göfugu markmiðum? Sjálfstæðisfélag Álftaness hefur stuðlað að því, að hér sé fjölbreytt val um íbúðarhúsnæði, þannig að ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð þarf ekki leng- ur að flytjast af Álftanesinu. Einnig hefur þess verið gætt að uppbygging á grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla sé vönduð og fylgi þróuninni í bæjarfélaginu. Við vitum öll hversu mikilvægt það er fyrir foreldra að eiga örugga dagvistun fyrir barnið sitt og að vita til þess að hér sé metnaðarfullt skólastarf í öllum skólum bæjarfélagsins. Sjálfstæðisfélagið hefur einnig stutt vel við barna- fjölskyldur með því að stórauka niðurgreiðslur til dag- foreldra, þannig að kostnaður foreldra sem eru með börn hjá dagforeldri er svipaður og fyrir leikskóla. En við vilj- um gera enn betur, leikskólagjöld eru þungur baggi á mörgum barnafjölskyldum, þetta er sá hópur sem er að koma þaki yfir höfuðið og byggja upp sína fjölskyldu. Þess vegna ætlar sjálfstæðisfélagið að lækka leik- skólagjöld um 25% strax í haust. En hvernig er hugað að þeim sem eldri eru? Í júlí 2005 var undirritaður samningur við Hjúkrunarheimilið Eir um uppbyggingu á þjónustumiðstöð og öryggisíbúðum fyrir eldri borgara, en upphafið að því var viljayfirlýsing sem undirrituð var um mitt sumar 2003. Einnig er á mið- svæðinu gert ráð fyrir íbúðum fyrir 50 ára og eldri. Með þessum íbúðum og þjónustumiðstöð Eirar verður bylting í þjónustu við þá sem eldri eru. Við ætlum ekki einvörð- ungu að tryggja íbúðir fyrir eldri íbúa sem nú þegar búa á Álftanesinu, því við viljum einnig gefa íbúum hér möguleika á því að foreldrar þeirra geti flutt í návist við þá og þannig stuðlað að auknum fjölskyldutengslum. Sjálfstæðisfélagið á Álftanesi hefur unnið að því að hér sé gott að búa, við höfum viljað gefa fleirum möguleika á að búa hér þar sem okkur líður öllum svo vel. Við teljum það eigingirni og þröngsýni að stoppa alla uppbyggingu og þróun, að segja „núna er ég komin á þennan góða stað og þá mega ekki fleiri njóta þess sama“. Íbúar Álftaness, hér er gott að búa! Það má þakka sterkum áhrifum fulltrúa Sjálfstæðisfélags Álftaness, sem hafa verið í meirihluta í bæjarstjórn og ávallt haft það að leiðarljósi að þjónusta við íbúana sé sem best. Val- ið hinn 27. maí ætti því að vera einfalt, ef þið óskið þess að hér sé áfram gott að búa í blómlegu bæjarfélagi með bjarta framtíð, þá er valið X-D. Álftanes – blómlegt bæjarfélag með bjarta framtíð Eftir Sigríði Rósu Magnúsdóttur Höfundur er bæjarstjórnarfulltrúi og skipar 2. sæti lista Sjálfstæðisfélags Álftaness. ÞÁ ÁTT þú eftir að heyra að Garðabær sé góður bær. Og það er rétt, þetta er góður bær. En þú átt samt eftir að pirrast í umferðinni á leiðinni heim í Garða- bæinn. Þú átt eftir að heyra um „ábyrga fjármálastjórn“, góða þjónustu fyrir „alla“ íbúa, sanngjarna gjaldtöku o.fl. Þú átt eftir að furða þig á því hvað það er í raun og veru dýrt að búa í þessum „góða bæ“, t.d. hvað leikskólagjöld eru há. Þú átt eftir að heyra um loforð en ekki alltaf um efndir. Meirihlutinn á eftir að segja þér hvað eftir annað að Garðabær sé samt góður bær, og að það sé þeim að þakka. Meirihlutinn á hins vegar ekki eftir að segja þér að: Nú fyrst er kominn raunverulegur valkostur við Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ; Bæjarlistinn. Nú fyrst verið sett fram krafa um lausn á skipulagsmálum Hafnarfjarð- arvegar, hann lagður í stokk. Nú fyrst verði komið til móts við sanngjarnar kröfur eldri borgara í Garðabæ og þeirra yngri sem vilja kaupa sér íbúðir á sanngjörnu verði. Nú fyrst verði farið að úthluta lóð- um á vegum bæjarins, en ekki stutt lengur við þá „verktakahollustu“ sem einkennir störf meirihlutans. Nú fyrst verði Garðabær raunveru- lega bær fyrir ALLA Garðbæinga! Bæjarlistinn er tilbúinn til forystu. Við sættum okkur ekki lengur við þá viðbragðapólitík sem einkennir fram- göngu sjálfstæðismanna, það stefnu- leysi í skipulagsmálum sem skapar okkur daglega vandræði og tafir. Við sættum okkur ekki við að álögur á fjölskyldur og fyrirtæki í Garðabæ séu með því hæsta sem gerist í land- inu. Við sættum okkur ekki lengur við að Sjálfstæðisflokkurinn fari með eignir og fjármuni okkar, íbúanna, sem sína eigin. Ætlar þú að sætta þig við þetta? Bæjarlistinn er tilbúinn til for- ystu … við viljum bjóða þig velkom- inn í enn betri Garðabæ! Ertu nýr Garðbæingur? Eftir Þorgeir Pálsson Höfundur skipar 4. sæti á lista Bæjarlistans í Garðabæ. LEIKSKÓLAMÁL hafa verið mikið til umræðu í aðdraganda sveit- arstjórnarkosninganna 27. maí, og löngu tímabært. Bæjarstjórarnir í Kópavogi og Hafnarfirði hafa keppst við að lækka leikskólagjöldin til að geta sagt rétt fyrir kosningar: „Það er ódýrast og best hjá okkur.“ 12% af rekstrarafgangi bæjarins til barna Það sem hefur vantað í umræðuna, og kannski týnst í þessum hanaslag, er af hverju þetta skiptir máli. Og af hverju það er ekki nóg að lækka leikskólagjöldin niður í 250 þúsund á ári eins og í Kópavogi (11 mánuðir, átta tíma dvöl með fæði). Vinstri græn fóru fyrst fram með kröfuna um gjaldfrjálsan leikskóla, og nú vildu allir Lilju kveðið hafa. Það er fínt, og sýnir kannski betur en margt annað hversu mikilvæg rödd VG er í íslensku samfélagi. Vinstri græn í Kópavogi hafa sagt gjaldfrjálsan leikskóla strax. Ekki í áföngum, ekki bráðum, ekki stefna að, ekki seinna, heldur strax. Kópavogur hefur vel efni á að gera vel við börn og fjölskyldur þeirra, kostnaðurinn á ári myndi vera á bilinu 300–350 milljónir, eða sem svarar um 12% af áætl- uðum rekstrarafgangi bæjarins á þessu ári. Kjarabót án kollsteypu Niðurfelling leikskólagjalda skiptir barnafjölskyldur gríðarlegu máli. Fyrir fjölskyldu með 300 þúsund á mánuði í ráðstöfunartekjur, og eitt barn í leikskóla, þýðir þetta um 7% hækkun ráðstöfunartekna á einu bretti, og það án þess að bæjarstjórinn þurfi að hafa áhyggjur af koll- steypu í efnahagslífinu. Fjölskyldan gæti notað peningana til að eyða meiri tíma saman og með tíð og tíma myndi vinnudagur barna á leikskól- anum væntanlega styttast, því foreldrarnir þyrftu ekki að vinna fyrir „þrettánda mánuðinum“ til að borga leikskólagjöldin. Það er augljóst að sá tími sem ung börn geta verið með foreldrum sínum er ekki tími sem verður „keyptur“ seinna. Sú forvörn sem felst í því að styrkja og efla fjölskyldur með þessum hætti skilar sér margfalt út í samfélagið. Látum því engan segja okkur að þetta sé mál sem eigi að skoða eða gera í áföngum. Við heyrum fólk oft segja að það vildi geta verið meira með börnunum sínum. Tækifærið er núna. Atkvæði greitt vinstri grænum er atkvæði með börnum. Ekki bráðum, heldur strax! Eftir Ólaf Þór Gunnarsson Höfundur er öldrunarlæknir og oddviti V-lista Vinstri grænna í Kópavogi. ÞAÐ KEMUR stöðugt betur í ljós að íþróttir eru besta vopnið í baráttunni gegn ýmsum helstu vágestum nú- tímans eins og t.d. offitu. Ótal rannsóknir sýna einnig að regluleg hreyfing bætir námsgetu og geðheilsu svo eitthvað sé nefnt. Þetta viðurkenna flestir og því ætti að vera ljóst að þeim fjármunum, sem varið er til uppbyggingar íþróttamannvirkja, er vel varið. Styrkur íþróttafélaga okkar forvörn Í Reykjavík starfa um tíu hverfisíþrótta- félög, sem hvert um sig halda úti öflugu og mannbætandi starfi í hverfum borgarinnar. Allir eru hvattir til að vera með í fjölbreyttu starfi félaganna. Geta félaganna er hins vegar misjöfn til að sinna þeim mikla fjölda Reykvíkinga, sem vilja taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi. Aðstöðu- leysi hrjáir mörg félögin og geta þau því ekki tekið við öllum þeim, sem áhuga hafa á að spreyta sig í íþróttum, heldur þurfa þau að vísa þeim til annarra félaga og jafn- vel til annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Uppbygging sjálfstæðismanna Á síðasta áratug átti mikil uppbygging íþróttamann- virkja sér stað í Reykjavík. Sú sókn hófst undir forystu meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn sem gerði áætlun um byggingu nýrra íþróttahúsa í flestum hverf- um borgarinnar, m.a. íþróttahúss Fylkis í Árbænum, KR í Vesturbænum, Fram við Safamýri og Víkings í Víkinni. Sjálfstæðismenn gerðu sér því vel ljóst að bæta þyrfti að- stæður til íþróttaiðkunar í hverfum borgarinnar og fjölga iðkendum. Þrátt fyrir setu í minnihluta hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins beitt sér fyrir ýmsum framfara- málum í þágu íþróttahreyfingarinnar í borginni. Þeir áttu t.d. frumkvæði að flutningi tillagna um að bæta innra starf íþróttafélaganna með hugmyndum um íþróttafulltrúa fyrir íþróttafélög og sérstaka þjónustu- samninga milli borgarinnar og íþróttafélaga. Þessar hugmyndir sjálfstæðismanna hafa nú báðar komist til framkvæmda þótt ekki gengi það þrautalaust. Þá hafa sjálfstæðismenn m.a. einnig flutt tillögur um byggingu íþróttahúss fyrir Íþróttafélag Reykjavíkur í Breiðholti, félagshúss fyrir Leikni í Efra-Breiðholti og íþróttahúss fyrir Ármann og Þrótt í Laugardal. Í íþróttamálum hefur R-listinn lagt áherslu á ýmsar miðlægar framkvæmdir sem í sjálfu sér eru góðra gjalda verðar en því verður ekki á móti mælt að í þeirri vinnu hafa hagsmunir hverfisíþróttafélaganna algjörlega setið á hakanum. Á þetta ekki síst við um Breiðholt, Árbæ, Grafarvog, Grafarholt, Fossvog og Vesturbæinn. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur með verkum sínum sannað að hann leggur áherslu á aðstöðusköpun fyrir hverf- isíþróttafélögin í borginni og mun sýna það í verki, fái hann til þess stuðning borgarbúa 27. maí. Íþróttir fyrir alla, X-D Eftir Björn Gíslason Höfundur skipar 13. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Á KJÖRTÍMABILINU 2002–2006 hefur verið lokið því verkefni að koma á mötuneytum við alla leik- og grunn- skóla á Akureyri. Þeim sem nýta sér mötuneytin í skólunum fer sífellt fjölg- andi. Síðasta könnun sem gerð var sýndi að u.þ.b. 47% nemenda grunnskólanna nýttu sér að borða hádegismat í skól- unum. Stefnan er sú að árið 2008 muni 70% nemenda og starfsmanna skólanna nýta sér þjónustu mötuneytanna. Spurningar hafa vaknað um hvort skólamáltíðir eigi rétt á sér. Þeir sem eru á móti skólamötuneytum telja að með þeim fækki þeim stundum sem fjölskyldan er saman. Þegar börnin fái hádegismat í skólunum verði kvöld- matnum heima einfaldlega sleppt. Á síðustu árum hefur samverustundin sem skapast við kvöldverðarborðið oft verið sú eina, á virkum dögum, sem nútímafjölskyldan hefur. Þeir sem mæla með skólamáltíðum telja að það sé skólabörnum mikilvægt að fá orkuríkan mat um hádeg- isbilið til að þau hafi úthald það sem eftir lifir dags. Með það í huga er gert ráð fyrir að matseðlar skóla Akureyr- arbæjar taki mið af leiðbeinandi matseðlum Lýð- heilsustöðvar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sam- þykkt stefnu í baráttu gegn lífsstílssjúkdómum og ef við ætlum að taka þá stefnu alvarlega er ljóst að skólarnir verða, að einhverju leyti, að taka að sér það hlutverk að tryggja skólabörnum næringarríkar máltíðir og kynna þeim hollar neysluvenjur. Með góðum rekstri mötuneyta grunnskólanna á Ak- ureyri hefur tekist að halda matarverðinu lágu og með aukinni nýtingu þeirra má jafnvel gera sér vonir um að lækka matarkostnað barnanna enn frekar, í það minnsta láta verðið standa í stað. Eftir áramótin síðustu var boðið upp á þá nýbreytni að nemendur gátu keypt 3ja mánaða matarkort og einnig kort fyrir alla önnina. Þeir sem velja að kaupa 3ja mánaða kort fá máltíðina á 250 kr. en ef keyptar eru allar máltíðir á heilli önn kostar máltíðin 210 kr. Venjulegt verð hverrar máltíðar þ.e. 10 máltíðir á mánuði er 280 kr. Sú spurning hefur komið fram hvort ekki beri að bjóða upp á fríar skólamáltíðir. Á Akureyri yrði það kostnaður fyrir bæjarfélagið upp á 70–100 millj- ónir á ári sem er sama upphæð og 400–500 kennslu- stundir kosta eða 16–20 stöðugildi kennara eða annars sérmenntaðs fólks. Hvað er mikilvægast? Fríar máltíðir, fleiri kennslustundir, fleiri stöðugildi eða ef til vill eitt- hvað allt annað? Þá umræðu verður að taka innan skóla- samfélagsins. Fríar skólamáltíðir = 400 kennslustundir = 16 stöðugildi Eftir Gerði Jónsdóttur Höfundur skipar annað sætið á lista Framsóknarflokks- ins í Akureyrarbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 2006. ÁGÆTUR kunningi minn sagði við mig um daginn þegar í ljós kom að VG væri með tæplega 9% fylgi í skoðanakönnun í Árborg: „Sjáðu, þarna falla dauð niður 9% atkvæða sem aðeins nýtast íhaldinu.“ Ég þekki viðhorfið og spurði hann hvort þetta væri lýðræð- ishugsunin í Sam- fylkingunni. Kosn- ingar og stjórnmál snúast ekki um dauð atkvæði, þá væri hér aðeins einn flokkur, ein viðurkennd skoðun og einræðisherra eins og hefur verið og er í alltof mörgum samfélögum í heiminum. Kosningar eru tilraun til þess að sem flestar skoðanir komist að og fái að njóta sín. Þess vegna eru níu fulltrúar í bæjarstjórn í Árborg og 63 alþing- ismenn. Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð hefur frá upphafi sýnt það að hún hefur skoðanir sem eru nýstár- legar og að mörgu leyti aðrar en aðr- ir stjórnmálflokkar hafa. Hún hefur einnig þorað að bera fram hug- myndir sem ekki eru allra, en hafa reynst eiga víðtækara fylgi en trúað var fyrirfram. Það á t.d. við um gjaldfrjálsan leikskóla sem þótti afar slæm hugmynd fyrir fjórum árum, en nú vilja aðrir stjórnmálaflokkar eigna sér hana. Þess vegna er mik- ilvægt að VG, Frjálslyndi flokkurinn og jafnvel „exbé“ bjóði fram sem víð- ast, hvort sem er til sveitarstjórna eða til Alþingis. Það er ólýðræðisleg og lítilmótleg baráttuaðferð þegar stjórnmálaflokkar eigna sér atkvæði fólks og gefa sér það að atkvæði greidd einum stjórnmálaflokki séu frá þeim tekin eða gagnist einhverri allt annarri stjórnmálahreyfingu en þeirri sem fær atkvæðið. Kjósandi góður, finnist þér að málflutningur VG eigi samhljóm í hjarta þínu, greiddu þá atkvæði eins og hjartað býður, það er þitt að ráð- stafa atkvæðinu. Vinstri græn, hreinar línur. Láttu hjartað ráða hvað þú kýst Eftir Þorstein Ólafsson Höfundur er formaður kjördæmisráðs VG í Suður- kjördæmi og skipar 14. sæti á lista VG í Árborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.