Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. UPPLIFUN HINNA ÖLDRUÐU Stefán Ólafsson, prófessor,hefur á undanförnum mán-uðum gert harða hríð að stjórnvöldum vegna skattamála. Þótt fast hafi verið tekið á móti af fjármálaráðherra og aðstoðar- mönnum hans hefur þeim ekki tekizt að sannfæra fólk um að Stef- án hafi rangt fyrir sér. Stundum hefur upplifun fólks á því hver sé veruleikinn jafn mikla þýðingu og veruleikinn sjálfur og vel má vera, að það eigi við í þessu tilviki. Á ráðstefnu um skatta og skerð- ingar, sem Landsamband eldri borgara og nokkur önnur félaga- samtök stóðu fyrir í fyrradag var Stefán Ólafsson einn ræðumanna og sagði m.a.: „Þessi þróun segir okkur, að það er ekkert til, sem heitir ein kaup- máttaraukning fyrir alla í þjóð- félaginu. Skattakerfið eins og það hefur verið að þróast með rýrnun skattleysismarka á sl. 10 árum gerir það að verkum að kaupmátt- araukning lágtekjufólks var um 27% á þessum tíma, meðaltekju- hópar fengu 43,5% kaupmáttar- aukningu en tekjuhæstu hóparnir fengu tæplega 78% kaupmáttar- aukningu.“ Ef þessar tölur Stefáns Ólafs- sonar eru réttar er þetta þróun, sem gengur alls ekki. Tekjuþróun- in hjá tekjuhæstu hópunum er mál út af fyrir sig. Margt bendir til að þau ofurlaun, sem tíðkast í nokkr- um tilvikum séu komin út fyrir öll skynsamleg mörk og þá er ekki sízt átt við þær tekjur, sem verða til vegna kaupréttarsamninga. Því fer víðs fjarri, að þær tekjur standi langt að baki því, sem tíðkast í ná- lægum löndum. Þvert á móti er full ástæða til að kanna, hvort það geti verið að þessir samningar hér séu komnir vel umfram það, sem algengt er í nágrannalöndum okk- ar. Þetta er stórpólitískt mál, sem tímabært er að verði rætt frekar á opinberum vettvangi og þá ekki sízt á Alþingi. En jafnvel þótt einungis sé tekið mið af þeim mun, sem er á kaup- máttaraukningu lágtekjufólks og meðaltekjuhópa er sá munur orð- inn of mikill. Í þessu máli er það svo, að það verður erfitt að sannfæra lág- tekjufólk um að Stefán Ólafsson hafi rangt fyrir sér vegna þess að þetta sama fólk telur sig finna þær tölur, sem hann nefnir á eigin skinni. Kjósendur yfir sextugt eru tald- ir rúmlega 20% kjósenda. Það er mikill fjöldi. Ætla ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir að láta þessa gagnrýni sem vind um eyru þjóta? Það getur varla verið, hafi stjórnarflokkarnir á annað borð einhvern áhuga á að halda áfram að stjórna landinu eftir næstu kosningar. UM SEÐLABANKA OG FJÁRMÁLAEFTIRLIT Í fyrradag var haldinn fundur íNew York á vegum Viðskipta- ráðs og Íslenzk-ameríska verzl- unarráðsins, þar sem Robert Mishkin, prófessor við Columbia- háskóla og Tryggvi Þór Her- bertsson, forstöðumaður Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands kynntu niðurstöður skýrslu, sem þeir hafa unnið um íslenzk efna- hagsmál. Í skýrslu þeirra er m.a. komið að spurningu, sem nokkuð hefur verið fjallað um hér í Morgun- blaðinu að undanförnu, þ.e. hvort sameina eigi Fjármálaeftirlit og Seðlabanka á nýjan leik. Niður- staða skýrsluhöfunda er sú, að eftirliti með fjármagnsmarkaði væri bezt sinnt með slíkri sam- einingu. Ísland sé lítið land með takmarkað bolmagn og þess vegna sé bezt að ein öflug stofn- un sjái um eftirlit með fjár- magnsmarkaðnum, frekar en að þeirri ábyrgð sé dreift á tvær stofnanir. Geir H. Haarde, utanríkisráð- herra, kom inn á þessa spurningu í ræðu sinni á sama fundi og benti á að skoðanir væru skiptar meðal stjórnmálamanna um þetta mál. En utanríkisráðherra sagði jafn- framt, að rökin, sem höfundar umræddrar skýrslu færðu fyrir sameiningu væru slík að hann teldi óhjákvæmilegt fyrir Íslend- inga að þetta mál yrði tekið til al- varlegrar skoðunar. Þau sjónarmið sem fram koma hjá skýrsluhöfundum, svo og um- mæli utanríkisráðherra, benda eindregið til að sameining Seðla- banka og Fjármálaeftirlits sé enn á dagskrá. Enda má spyrja hvernig annað geti verið, þegar augljóst er, að það er beinlínis í þágu veigamik- illa íslenzkra hagsmuna að af slíkri sameiningu verði. Tímasetning skiptir miklu máli í þessu sambandi. Sú sameining, sem hér hefur verið til umræðu getur hugsanlega haft áhrif á möguleika bankanna til að endur- fjármagna sig á næsta ári. Þess vegna má sameining þessara stofnana ekki dragast úr hófi. ÁKVÖRÐUN um staðsetningu Árbæjar að taka á forsendum safnsins sjálfs, að m nýjar Gerðar Gunnarsdóttur borgarmin ar. Safnið heyrir undir embætti borgarm varðar og það gerði Viðey einnig til síðu áramóta að menningar- og ferðamálasv arinnar tók við eynni. Hugmyndin um að flytja Árbæjarsafn stórum hluta til Viðeyjar hafði ekki veri borgarminjaverði þegar Morgunblaðið r við Guðnýju Gerði. Hún vissi því ekki me málið en lesa mátti í frétt Morgunblaðsins í gær. Guðný Ger kvaðst vera reiðubúin til að skoða þessar tillögur nánar, þe henni verður boðið að gera það. „Það hafa áður komið fram hugmyndir um að flytja safn og eins í Hljómskálagarðinn,“ sagði Guðný Gerður. „Þessi n hugmynd gengur út frá því að taka hluta af Árbæjarsafni, h hafa verið flutt hingað, og flytja í Viðey en skilja sjálfan Ár gömlu kirkjuna eftir. Mér þykir sú hugmynd ekki aðlaðand þessi tvö gömlu hús standa ein eftir. Hvað á að gera við þau Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminj Ekki aðlaðandi að sk „VIÐEY hefur þá kosti að geta orðið st leg safnaeyja. Það fer vel á því að það s þar sem faðir Reykjavíkur (Skúli Magn settist að og skóp borgina þaðan,“ sagð eyingurinn Örlygur Hálfdánarson í sam Morgunblaðið. Hann hefur löngum sýn ræktarsemi og fylgst grannt með því se gerist. Örlygur kvaðst hafa verið kallað fundar við undirbúningsnefnd hugmyn arinnar fyrir nokkrum vikum. „Ég lýsti þar strax mikilli ánægju minni og Viðeyinga. É Örlygur Hálfdánarson, Viðeyingur Viðey gæti orðið stór „Ég er í rauninni bæði ánægður og þak Þetta er ótrúlega vel unnin tillaga og h kennist af stórhug og framtíðarsýn,“ sa Þórir Stephensen, fyrrverandi staðarh Viðey, spurður um þá hugmynd að flytj bæjarsafn út í Viðey. Hann sagði að mikil vinna lægi að ba ari tillögu að flutningi safnsins út í Viðe þetta verkefni væri afar vel af hendi ley væri hugsað fyrir öllu. „Þetta er þannig úr garði gert að bæði Árbæjarsafn og semi sem fyrirhuguð var í Viðey fá byr undir báða vængi, Þórir. Hann sagði að auk þess að flytja húsin úr Árbæ út í væri einnig gert ráð fyrir því að byggja upp stærsta húsið Glaumbæ, sem hefði verið verkamannabústaður í eyjunni Þórir Stephensen, fyrrverandi staðarhald Einkennist af stórhu Þ yrping og Minjavernd hafa lagt til að um 20 gömul hús úr Árbæj- arsafni, og nokkur til viðbótar úr gömlu Reykjavík, verði flutt út í Viðey og sett þar sem Sund- bakkaþorp stóð á austurenda eyjarinnar. Einnig verði byggð þar nokkur hús sem taki mið af byggingum Milljónafélagsins í Viðey. Hugmyndin er að reisa þarna íslenskt sjáv- arþorp sem iði af mannlífi, jafnframt því að minna á horfinn tíma í sögu lands og þjóðar. Í gær samþykkti borgarráð Reykjavíkur að fela Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, borg- arstjóra, að kanna kosti og galla hugmynda Minjaverndar og Þyrpingar um flutning húsa Minjasafns Reykjavíkur í Árbæ út í Viðey. Sérstökum starfshópi, skipuðum sex af æðstu stjórnendum borgarinnar, verður falið að vinna ítarlega greinargerð um hug- myndina. Hugmyndin endurvakin Oddur og Þorsteinn sögðu í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin hefði fyrst kviknað fyrir 5-6 árum. Þá setti Reykjavík- urborg á laggirnar starfshóp sem átti að móta framtíðarsýn varðandi eyjarnar á sundunum. Þar áttu m.a. fulltrúar Þyrpingar og Minjaverndar sæti og lögðu fram sameig- inlega hugmynd um endurreisn Sundbakka- þorps með flutningi Árbæjarsafns út í Viðey. Auk húsa safnsins var gert ráð fyrir nýbygg- ingum, lítilli byggð og brú í land. Þorsteinn sagði að hugmyndin hefði þótt mjög stórtæk og umfangsmeiri en menn voru reiðubúnir að samþykkja á þeim tíma. Fyrir tæpu ári dustuðu þeir Oddur og Þor- steinn rykið af hugmyndinni og nálguðust hana með nokkuð öðrum hætti en í fyrra skiptið. Nú er miðað við að flytja um 20 hús Árbæjarsafns út í eyna. Einnig einstaka hús af póstsvæði 101 í Reykjavík, sem ekki þykja eiga lengur tilverurétt á sínum stöðum, og finna þeim nýjan samastað innan um hús Ár- bæjarsafns í Viðey. Leitast verði við að draga fram, eftir því sem kostur er, mynd gamla þorpsins á Sundbakka. Þorpið byggð- ist upp í kringum starfsemi Milljónafélagsins sem hófst 1907 og þar var byggð fram undir 1943. Breyttar forsendur staðsetninga Þorsteinn og Oddur bentu á að bæði svæð- in sem um ræðir, Viðey og Árbæjarsafn, vektu ýmsar spurningar. Sú starfsemi sem tókst að byggja upp í Viðey í tíð séra Þóris Stephensen staðarhaldara hafi að miklu leyti koðnað niður. Í tíð Þóris staðarhaldara komu í eyna um 27 þúsund gestir á ári en voru 12– 13 þúsund í fyrra. Þá segja þeir Oddur og Þorsteinn að gestakomum í Árbæjarsafn hafi fækkað úr 55 þúsund gestum fyrir fjór- um árum. Árbæjarsafn hafi á sínum tíma verið reist utan byggðarinnar í Reykjavík en nú sé búið að byggja á alla bóga kringum safnið. Því megi vel spyrja hvort staðsetning Árbæjarsafns sé sú ákjósanlegasta í dag. Þeir Oddur og Þorsteinn benda á að Ár- bæjarsafn hafi takmarkaða möguleika til þróunar á núverandi stað. Borgaryfirvöld hafi verið að skoða svæði vestan Árbæjar- safns með nýja notkun í huga, án þess að mótaðar hugmyndir þar um hafi verið settar fram enn sem komið er. Oddur minnti á að Þyrping sé þróun- arfélag og meginviðfangsefni þess að brydda upp á nýjungum og leita nýrra möguleika. Minjavernd búi yfir mikilli sérþekkingu á gömlum húsum og hafi mikla reynslu af að flytja slík hús og endurbyggja. Samvinna þessara tveggja aðila geti því verið ákjós- anleg í þessu tilliti. „Þyrping hefur sérstakan áhuga á að koma upp safni í Viðey og efla það í samvinnu við Reykjavíkurborg. Við höfum ekkert síður áhuga á að takast á við landið sem eftir situr á Ártúnsholti, sem er suð- urhallandi brekka í byggðu hverfi. Við telj- um að það myndi samræmast hugsun borg- aryfirvalda um þéttingu byggðar að byggja á þessu svæði og nýtingu á hágæðalandi til bú- Sundbakkaþorp í Hugmyndin er að gömlu húsin úr Árbæ og nokkur fleiri m Endurreisn Sundbakka- þorps í Viðey er ekki ný hugmynd, að sögn þeirra G. Odds Víðissonar, framkvæmdastjóra þróun- arfélagsins Þyrpingar, og Þorsteins Bergssonar, framkvæmdastjóra Minjaverndar. Morgunblað Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, og Oddur Víðisson, framkvæmdastjóri Þyrpingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.