Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 35 UMRÆÐAN fyrir fagurkera á öllum aldri  sætar sumarstundir  endurkoma hönnuðar  vin í borgarysnum  glaðleg garðhúsgögn  léttleiki og litagleði  vorveisla í eldhúsinu lifun tímarit um heimili og lífsstíl – 05 2006 Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu á morgun BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is OPIÐ bréf til Dags B. Eggertssonar, formanns Skipulagsráðs Reykjavík- urborgar: Í Morgunblaðsgrein minni er birtist í febrúar sl. fjallaði ég um verndun Elliðaárdalsins sem náttúruperlu. Í þeirri grein gagnrýndi ég þig harðlega, Dagur, vegna tillögu sem þú fylgdir úr hlaði um stórfellda upp- byggingu atvinnu- húsnæðis í Elliða- árdalnum fyrir neðan Stekkjar- bakkann. Þessi uppbygging átti að fara fram að stórum hluta á Elliðaár- bökkum rétt fyrir ofan syðri kvísl Elliðaárinnar. Með þessari tillögu er verið að draga stórlega úr útivist- argildi Elliðaárdalsins og um leið er viðkvæmu lífríki Elliðaánna stefnt í hættu. Þú veist líka, Dagur, að tillögurnar eru í algjörri andstöðu við að- alskipulag. Ég vil benda þér á að hægt væri að móta margar góðar tillögur í anda ríkjandi skipulags með það fyrir augum að bæta útivistarsvæðið í Elliðaárdalnum til hagsbóta fyrir alla borgarbúa. Ekki væri heldur óhugs- andi að einhver starfsemi tengd úti- vist, gróðurrækt og fleiru þess háttar væri skipulögð í Dalnum enda tengdist hún þá beint þeirri náttúruparadís sem Elliðaárdalurinn er. Hér ber að virkja íbúa til ákvarðanatöku ekki síst þar sem um er að ræða fegursta og vinsælasta útivistarsvæði borgarinnar. Dagur, þú bætir síðan gráu ofan á svart með því að heimila íbúðarbyggð í Elliðaárdalnum Árbæjarmegin. Íbúar mótmæltu þessu kröftuglega og telja réttilega að verið sé að eyðileggja Elliðaárdalinn sem útivistarsvæði. Dagur, það er ljóst að þú skipar þér ekki í fylkingu með okkur Reykvík- ingum sem viljum vernda Elliðaárdal- inn sem náttúruperlu og gera ennþá fallegri fyrir komandi kynslóðir. ÁGÚST THORSTENSEN, íbúi í Stekkjarhverfi í Reykjavík. Verndum Elliða- árdalinn sem perlu Reykjavíkur Frá Ágústi Thorstensen Ágúst Thorstensen FYRIR rúmum mánuði kom heilbrigðisráðherra þeirri breyt- ingu á að þeir sem þurfa að leita þjónustu hjartalækna verða að borga þá þjónustu sjálfir. Til þess að fá sömu endur- greiðslu og aðrir landsmenn þurfa þeir fyrst að leita til heim- ilislæknis áður en þeir fara til hjarta- læknis og síðan gera sér sérstaka ferð til Tryggingastofnunar til að fá endur- greiðslu. Þetta felur í sér ýmis óþægindi, m.a. bið á nauðsyn- legri þjónustu. Það er mikilvægt og oft lífs- spursmál að fá sem fyrst nauðsynlega læknisaðstoð. Með því að gera þessa leið erfiðari og flóknari getur það því miður leitt til þess að fleiri deyi á þeirri leið. Ef þetta er fyrsti vísir að tilvís- unarkerfi fyrir alla landsmenn, þá er það skilyrði að opinber umræða fari af stað í þjóðfélaginu um slíka stefnubreytingu. Það er óverjandi að taka upp slíkt kerfi gagnvart einum hóp í þjóðfélaginu. Þar að auki er margt sem bendir til þess að í þessu felist ekki aðeins auk- inn kostnaður fyrir einstaklingana, heldur líka fyrir þjóðfélagið. Sú mismunun sem felst í þessu gagnvart hjartasjúklingum getur vart staðist jafnræðisreglu stjórn- sýslulaga þar sem segir í 11. grein að „við úrlausn mála skulu stjórn- völd gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti“. Sem betur fer þróast læknavísindin ört og lækn- isþjónustan er í stöðugri framför. Engu að síður eru þær úrlausnir sem sjúklingar fá mjög misjafnar. Það er grundvallaratriði að gera eins vel og hægt er. Heim- ilislæknar hafa oft haldið á lofti sínu ágæti og ætla ég ekki að gera lítið úr því. En mál sem snú- ast um líf fólks stoppa of oft hjá þeim. Þann- ig gerist það því mið- ur að fólk deyr úr hjartasjúkdómum, eft- ir að hafa leitað til heimilislækna. Þannig var næstum því farið fyrir mér. Enn fleiri deyja áður en þeir ná svo langt. Þess vegna er greiður aðgangur að hjartalæknum lífs- spursmál fyrir marga. Í velferðarþjóðfélagi skiptir hvert mannslíf máli. Í þannig þjóðfélagi viljum við búa. Það er mjög afgerandi stefna að bjarga hverju því mannslífi sem hægt er. Heilbrigðisráðherra hefur því miður tekið aðra stefnu. Deila á milli hjartalækna og heilbrigðisráðherra stafar af því að „of margir“ leita til hjarta- lækna. Við í Hjartaheillum gleðj- umst yfir aukinni þjónustu hjarta- lækna og auknu streymi fólks til þeirra. Hjartaheill eiga líka þátt í því. Við höfum boðið almenningi um allt land upp á ókeypis mæl- ingar á blóðþrýstingi og blóðfitu. Þúsundir manna hafa nýtt sér þetta. Aðeins hérna á Vesturlandi hafa komið yfir þúsund manns í þessar mælingar. Hérna í Borg- arnesi komu í fyrra um 200 manns og margir urðu frá að hverfa vegna mikillar aðsóknar. Í fram- haldi af þessum mælingum hafa þeir sem hafa greinst með áhættu farið í frekari rannsóknir og straumurinn til hjartalækna hefur stóraukist. Einnig hafa margir farið beint til sérfræðings eftir að hafa haft samband við skrifstofu Hjartaheilla. Við í Hjartaheillum gleðjumst yfir þessu. Mörgum mannslífum hefur verið bjargað. Lífsgæði annarra hafa aukist. En þeir rammar sem heilbrigðisráðu- neytið hefur sett hjartalæknum hafa sprungið. Mannslífin og lífs- gæði fólks eru meira virði en það. Öllum verður okkur á að taka einhvern tíma rangar ákvarðanir. Það sýnir þroskamerki fólks þegar það viðurkennir mistök sín og leið- réttir þau. Ég vil því skora á hátt- virtan heilbrigðisráðherra að láta skynsemina ráða og breyta um stefnu gagnvart hjartasjúklingum. Aðeins hjartasjúklingar þurfa að lúta tilvísunarkerfi Magnús Þorgrímsson fjallar um heilbrigðismál ’Ef þetta er fyrstivísir að tilvísunar- kerfi fyrir alla lands- menn, þá er það skil- yrði að opinber umræða fari af stað í þjóðfélaginu um slíka stefnubreytingu.‘ Magnús Þorgrímsson Höfundur er framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vesturlandi og stjórnarmaður í Hjartaheillum. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.