Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF LÖNGU tímabært er að hægja á ferðinni hér á landi, til að ná betra jafnvægi í fjármálum heimila og fyr- irtækja, þar með talið fjármálafyrir- tækja. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Davíðs Oddssonar, seðla- bankastjóra, þegar hann kynnti nýja skýrslu bankans um stöðugleika fjár- málakerfisins hér á landi í gær. „Taka þarf tillit til aðstæðna og skila- boða um að draga þurfi úr áhættu. Þá mun farnast vel,“ sagði Davíð. Í fyrsta skipti síðan í nóvember 2001 telur Seðlabankinn að horfurn- ar varðandi stöðugleika fjármála- kerfisins séu neikvæðar. Niðurstaða greiningar bankans fyrir ári var að þrátt fyrir að íslenska fjármálakerfið væri á mikilli siglingu og yrði að glíma við ójafnvægi í þjóðarbúskap næstu árin væri það í meginatriðum traust. Þessi niðurstaða bankans stendur óbreytt en boðarnir fram- undan eru nú sýnilegri og meiri að mati bankans. Segir í skýrslu hans að viðbrögð við breyttum aðstæðum séu þegar hafin. Mikilvægt sé að þétt verði haldið um stjórnvölinn og gætt fyllstu varfærni. Vandasöm sigling sé framundan. Þá segir Seðlabankinn að áhætta verði ætíð fyrir hendi, sérstaklega á umbrotatímum, en lágmarka þurfi líkur á að brestur verði í starfsemi mikilvægra fjármálafyrirtækja sem skaðað gæti afkastagetu efnahags- lífsins. Stuðla að upplýstri umræðu Viðfangsefni skýrslu Seðlabank- ans, fjármálastöðugleiki, er að meta getu fjármálakerfisins til að mæta hugsanlegu áfalli. Tilgangurinn með ritinu er í fyrsta lagi að stuðla að upp- lýstri umræðu um stöðugleika fjár- málakerfisins. Í annan stað er til- gangurinn sá að greining bankans nýtist þátttakendum á fjármála- markaði við eigin áhættustýringu. Í þriðja lagi er tilgangurinn að skýra hvernig Seðlabankinn vinnur að þeim verkefnum sem honum eru falin í lögum. Í skýrslunni er horft til stöðu fjár- málafyrirtækja, rekstrarskilyrða þeirra, regluumgjarðar og eftirlits. Fjallað er um stöðu heimila og fyr- irtækja og hættu sem þeim kynni að vera búin af til dæmis lækkun tekna, verðlækkun fasteigna og hlutabréfa sem og aukinni verðbólgu eða sveifl- um í gengi gjaldmiðla. Bankar hægi á vextinum Megin breytingarnar sem orðið hafa frá síðustu greiningu Seðla- bankans á fjármálastöðugleika eru í fyrsta lagi að ójafnvægi í þjóðarbú- skapnum hefur aukist. Í annan stað hafa orðið umskipti í fjármögnun við- skiptabankanna. Varðandi fyrra atriðið segir í skýrslu Seðlabankans að hann hafi brugðist við verðbólguþrýstingi af völdum ört vaxandi eftirspurnar með verulegri hækkun stýrivaxta. Hins vegar segir í skýrslunni um þau um- skipti sem orðið hafa í fjármögnun viðskiptabankanna á erlendum skuldabréfamarkaði, að margt bendi til að aðgengi að fjármagni og kjör verði ekki eins hagstæð og að und- anförnu. Þess utan hafi orðið breyt- ingar, sérstaklega gagnvart íslensku bönkunum. Þeir hafi vaxið hratt og sótt mikið lánsfé á alþjóðlegan skuldabréfamarkað á liðnu ári. Breyttar aðstæður krefjist þess að þeir hægi á vextinum. Góð ytri skilyrði „Ytri skilyrði þjóðarbúsins eru góð og á heildina litið stöðug,“ segir í skýrslu Seðlabankans. „Ójafnvægi í heimsbúskapnum hefur þó aukist sem gæti haft í för með sér breyt- ingar á erlendum fjármálalegum skilyrðum. Horfur í efnahagsmálum á helstu markaðssvæðum íslenskra fyrirtækja eru þó enn ágætar, eft- irspurn er stöðug og verð á mikil- vægum útflutningsafurðum hátt. Ójafnvægi í þjóðarbúskapnum get- ur grafið undan stöðugleika. Snöggar gengisbreytingar í kjölfar mikils við- skiptahalla og verðlækkun eigna gætu haft töluverð áhrif á skuldsett heimili og fyrirtæki og á rekstrar- skilyrði íslenskra fjármálafyrir- tækja. Holl breyting Þótt Seðlabankinn hafi gert ráð fyrir að gengi krónunnar myndi lækka hefur það nú gerst bæði fyrr og hraðar en vonast var til. Til lengri tíma litið er sú breyting holl enda var gengið orðið töluvert hærra en sam- rýmst gat jafnvægi í þjóðarbúskapn- um. Verð hlutabréfa hefur einnig lækkað töluvert frá hæstu stöðu og eftir hraða hækkun undanfarin miss- eri.“ Fram kemur í skýrslu Seðlabank- ans að skuldir íslenskra heimila nemi nú tvöföldum ráðstöfunartekjum þeirra og hafi þær aldrei vaxið meira en á síðasta ári. Samt hafi greiðslu- byrði heimila ekki vaxið því lánstími hafi lengst og vextir lækkað. Þá kem- ur fram að óverulegur hluti skulda heimila sé í erlendum gjaldeyri. Eignir heimila hafi aukist á liðnu ári umfram skuldir og þar með hrein eign þeirra. „Íbúðaverð er hins vegar orðið mjög hátt, einkum með hliðsjón af Tímabært að hægja á ferðinni Traust Davíð Oddsson, Tryggvi Pálsson, Arnór Sighvatsson og Eiríkur Guðnason á kynningar- fundi Seðlabankans um fjár- málastöðugleika. Seðlabankinn segir að fjármálakerfið hér á landi sé í meginatriðum traust en vandasöm sigling sé fram undan Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.