Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 47 HESTAR Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Umboðmenn um land allt Akureyri 461-2960 Selfossi 482-3100 Njarðvík 421-8808 Höfn í Hornafirði 478-1990 Reyðarfirði 474-1453 Getum við fengið stærri fjöll, dýpri dali og brattari brekkur? Tribeca er fullkominn bíll fyrir þig, hvort sem þú ert á leið í ærslafulla öræfaferð eða bara út í ísbúð með börnin. Tribeca fetar hinn gullna meðalveg milli sveigjanleika og nákvæmni og veitir þér tækifæri til að öðlast nýja akstursreynslu. Lipur og léttur innanbæjar, öflugur með kraftmiklu drifi á öllum hjólum utanbæjar. B9 Tribeca, 250 hö. 5 dyra, 7 manna – 5.170.000,- HALDIÐ var upp á Skeifudag á Hólum í Hjaltadal um síðustu helgi, laugardaginn 29. apríl, og fór þá fram Skeifukeppni Hóla- skóla þar sem 25 nemendur á hestafræði- braut kepptu um hina eftirsóttu Morgun- blaðsskeifu en hún var fyrst afhent árið 1959. Í baksíðufrétt Morgunblaðsins 4. maí 1957 var skeifan kynnt til sögunnar og sagði þar: „Vill blaðið með þessu sýna hug sinn til þessarar fornu og fögru íþróttar, hestamennskunnar.“ Heiðrún Ósk Eymundsdóttir frá Saurbæ í Skagafirði hlaut skeifuna í ár og er vel að verðlaununum komin. Hún sigraði á hest- inum Eldi frá Bessastaðagerði sem er undan Andvara frá Ey. Ásetuverðlaun Félags tamningamanna komu í hlut Johns Kristins Sigurjónssonar en hann keppti á Snabba frá Hveragerði. Á Skeifudegi er Eiðfaxabik- arinn einnig afhentur fyrir bestu umhirðu á nemendahrossi og er kosið um það af nem- endum og starfsfólki. Þar urðu jafnar Hekla Hermundsdóttir með Kommu frá Flagbjarn- arholti og Riikka Anniina Räihä með Þórdísi frá Hólum. Hlutkesti var varpað og Riikka er handhafi Eiðfaxabikarsins. Líflegt á Hólum Háskólanum á Hólum vex fiskur um hrygg með hverju ári og er ásókn gríð- armikil í þessa mikilvægu menntastofnun á Norðurlandi. Nemendur sem luku nú prófi í reiðmennsku hafa aldrei verið fleiri. Deild- arstjóri hrossaræktardeildar er Víkingur Gunnarsson, Eyjólfur Ísólfsson er yfirreið- kennari og aðalkennarar í hestafræðinám- inu eru Þórarinn Eymundsson, Mette C.M. Mannseth og Ragnheiður Samúelsdóttir. Fjölmennt var á laugardaginn og í kaffi- samsætinu að lokinni dagskrá fóru fram líf- legar umræður um ýmsar hliðar hesta- mennskunnar. Úrslit urðu annars þessi í Skeifukeppni: 1. Heiðrún Ósk Eymundsdóttir – Eldur frá Bessastaðagerði, 8,87 2. Cora Jovanna Claas – Andi frá Ósabakka, 8,80 3. Ann-Kristin Künzel – Sóldögg frá Breiðumörk, 8,77 Keppt var í gæðingafimi á Skeifudag og fyrstur inn í úrslitin var John Kristinn Sig- urjónsson en hann varð að hætta keppni í sjálfum úrslitunum. Úrslit í gæðingafimi- verkefni urðu eftirfarandi: 1. Randi Holaker á Tvisti frá Stóra-Ási, 8,75 2. Bjarni Bjarnason á Skúm frá Laugarvatni, 8,25 3. Heiðrún Ósk Eymundsdóttir á Eldi frá Bessa- staðagerði, 8,00 4. Cora Jovanna Claas á Anda frá Ósabakka, 7,85 5. John Kristinn Sigurjónsson á Snabba frá Hvera- gerði, 0,00 Kennslusýning Hólaskóla Hólamenn eru önnum kafnir þessa dag- ana því um helgina stendur reiðkenn- arabraut skólans fyrir kennslusýningu í reiðhöllinni í Víðidal í samvinnu við hesta- mannafélagið Fák. Nemendur og kennarar skólans bjóða upp á dagskrá sem fer fram 6. og 7. maí og verður m.a. farið í samband manns og hests, slökun, ábendingar, form og einnig gangtegundirnar. Reiðkennarar munu auk þess sýna vinnu með vanda- málahesta þar sem almenningi gefst færi á að koma með hesta sína. Morgunblaðið/Eyþór Breiðfylking á Hólum. 25 nemendur luku prófi í hestafræði frá Hólaskóla síðastliðinn laugardag og hefur fjöldi fyrsta árs nema aldrei verið meiri. Heiðrún Ósk Eymundsdóttir skeifuhafi á Hólum Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is Morgunblaðið/Eyþór Heiðrún Ósk Eymundsdóttir hlýtur Morg- unblaðsskeifuna í ár á Hólum. Kjördæmamót 2006 Kjördæmamótið 2006 verður haldið á Akureyri 20.–21. maí næst- komandi. Spilað verður í nýjum sal Brekkuskóla, Laugargötu (við hlið- ina á Sundlaug Akureyrar). Þar verður veitingasala meðan á spila- mennsku stendur og hádegisverður á laugardag og sunnudag. Hátíðarkvöldverður verður á Hótel KEA á laugardagskvöldið. Veislustjóri Stefán Vilhjálmsson. Vænst er góðrar mætingar í kvöld- verðinn og liðsstjórar beðnir að til- kynna líklega þátttöku hver af sínu svæði sem fyrst og í síðasta lagi fös- tud. 12. maí. Fyrirspurnir og til- kynningar berist til Stefáns Vil- hjálmssonar í stefan@bugardur.is Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 30/3 var seinna spilakvöldið í tveggja kvölda tví- menningskeppni. Úrslit eftir bæði kvöldin voru eftirfarandi í Norður- Suður: Sigríður Pálsd. – Ingibjörg Halldórsd. 81 Ólöf Ólafsdóttir – Sigrún Þorvarðard. 455 Sveinn Kristinss. – Haukur Guðbjartss. 447 Austur-Vestur. Björgvin Kjartanss. – Bergljót Aðalstd. 496 Jórunn Kristjánsd. – Stefán Óskarsson 489 Jón Jóhannsson – Friðrik Jónsson 441 Sunnudaginn 7/5 verður síðasta spilakvöld á þessu vori. Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum klukkan 19. Björn Þorláksson einmenningsmeistari BA Síðasta stóra móti vetrarins hjá Bridsfélagi Akureyrar lauk á þriðjudaginn en þá var þriðja ein- menningskvöldið en meðaltal tveggja bestu gilti til verðlauna. Skemmst er frá því að segja að Björn Þorláksson varð meistari með miklum yfirburðum en heildarstað- an var þessi: Björn Þorláksson 64,4% Frímann Stefánsson 56,9% Brynja Friðfinnsdóttir 55,7% Gissur Jónasson 55,6% Una Sveinsdóttir 54,7% Síðasta einmenningskvöldið: Hermann Huijbens 63,3% Björn Þorláksson 62,8% Gissur Jónasson 57,8% Næsta sunnudag verður síðasta sunnudagsbrids og á þriðjudaginn verður eins kvölds tvímenningur eins og mun vera áfram á þriðju- dögum í sumar. Ekki er allt til reiðu fyrir aðalfund eða topp 16 einmenn- inginn svo þeir verða auglýstir síð- ar. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 2. maí var spilað á 14 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit í N/S Sæm. Björnss. – Magnús Halldórss. 371 Sig. Herlufss. – Steinmóður Einarss. 339 Oddur Jónsson – Óli Gíslason 338 Rafn Kristjánss. – Oliver Kristóferss. 334 A/V Jens Karlsson – Björn Karlsson 397 Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 360 Katarínus Jónss. – Skarphéðinn Lýðss. 359 Oddur Halldórss. – Jónína Óskarsdóttir 331 FEBK Kópavogi Það var spilað á fimm borðum sl. föstudag. Guðjón Kristjánsson og Mag nús Oddsson unnu N-S riðilinn með skorina 142 en feðgarnir Lárus Hermannsson og Ólafur Lárusson urðu í öðru sæti með 125. Aðalheiður Torfadóttir og Ragn- ar Ásmundsson urðu efst í A-V með 137 en Auðunn Guðmundsson og Bragi Björnsson í öðru sæti með 12 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.