Morgunblaðið - 05.05.2006, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 05.05.2006, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 47 HESTAR Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Umboðmenn um land allt Akureyri 461-2960 Selfossi 482-3100 Njarðvík 421-8808 Höfn í Hornafirði 478-1990 Reyðarfirði 474-1453 Getum við fengið stærri fjöll, dýpri dali og brattari brekkur? Tribeca er fullkominn bíll fyrir þig, hvort sem þú ert á leið í ærslafulla öræfaferð eða bara út í ísbúð með börnin. Tribeca fetar hinn gullna meðalveg milli sveigjanleika og nákvæmni og veitir þér tækifæri til að öðlast nýja akstursreynslu. Lipur og léttur innanbæjar, öflugur með kraftmiklu drifi á öllum hjólum utanbæjar. B9 Tribeca, 250 hö. 5 dyra, 7 manna – 5.170.000,- HALDIÐ var upp á Skeifudag á Hólum í Hjaltadal um síðustu helgi, laugardaginn 29. apríl, og fór þá fram Skeifukeppni Hóla- skóla þar sem 25 nemendur á hestafræði- braut kepptu um hina eftirsóttu Morgun- blaðsskeifu en hún var fyrst afhent árið 1959. Í baksíðufrétt Morgunblaðsins 4. maí 1957 var skeifan kynnt til sögunnar og sagði þar: „Vill blaðið með þessu sýna hug sinn til þessarar fornu og fögru íþróttar, hestamennskunnar.“ Heiðrún Ósk Eymundsdóttir frá Saurbæ í Skagafirði hlaut skeifuna í ár og er vel að verðlaununum komin. Hún sigraði á hest- inum Eldi frá Bessastaðagerði sem er undan Andvara frá Ey. Ásetuverðlaun Félags tamningamanna komu í hlut Johns Kristins Sigurjónssonar en hann keppti á Snabba frá Hveragerði. Á Skeifudegi er Eiðfaxabik- arinn einnig afhentur fyrir bestu umhirðu á nemendahrossi og er kosið um það af nem- endum og starfsfólki. Þar urðu jafnar Hekla Hermundsdóttir með Kommu frá Flagbjarn- arholti og Riikka Anniina Räihä með Þórdísi frá Hólum. Hlutkesti var varpað og Riikka er handhafi Eiðfaxabikarsins. Líflegt á Hólum Háskólanum á Hólum vex fiskur um hrygg með hverju ári og er ásókn gríð- armikil í þessa mikilvægu menntastofnun á Norðurlandi. Nemendur sem luku nú prófi í reiðmennsku hafa aldrei verið fleiri. Deild- arstjóri hrossaræktardeildar er Víkingur Gunnarsson, Eyjólfur Ísólfsson er yfirreið- kennari og aðalkennarar í hestafræðinám- inu eru Þórarinn Eymundsson, Mette C.M. Mannseth og Ragnheiður Samúelsdóttir. Fjölmennt var á laugardaginn og í kaffi- samsætinu að lokinni dagskrá fóru fram líf- legar umræður um ýmsar hliðar hesta- mennskunnar. Úrslit urðu annars þessi í Skeifukeppni: 1. Heiðrún Ósk Eymundsdóttir – Eldur frá Bessastaðagerði, 8,87 2. Cora Jovanna Claas – Andi frá Ósabakka, 8,80 3. Ann-Kristin Künzel – Sóldögg frá Breiðumörk, 8,77 Keppt var í gæðingafimi á Skeifudag og fyrstur inn í úrslitin var John Kristinn Sig- urjónsson en hann varð að hætta keppni í sjálfum úrslitunum. Úrslit í gæðingafimi- verkefni urðu eftirfarandi: 1. Randi Holaker á Tvisti frá Stóra-Ási, 8,75 2. Bjarni Bjarnason á Skúm frá Laugarvatni, 8,25 3. Heiðrún Ósk Eymundsdóttir á Eldi frá Bessa- staðagerði, 8,00 4. Cora Jovanna Claas á Anda frá Ósabakka, 7,85 5. John Kristinn Sigurjónsson á Snabba frá Hvera- gerði, 0,00 Kennslusýning Hólaskóla Hólamenn eru önnum kafnir þessa dag- ana því um helgina stendur reiðkenn- arabraut skólans fyrir kennslusýningu í reiðhöllinni í Víðidal í samvinnu við hesta- mannafélagið Fák. Nemendur og kennarar skólans bjóða upp á dagskrá sem fer fram 6. og 7. maí og verður m.a. farið í samband manns og hests, slökun, ábendingar, form og einnig gangtegundirnar. Reiðkennarar munu auk þess sýna vinnu með vanda- málahesta þar sem almenningi gefst færi á að koma með hesta sína. Morgunblaðið/Eyþór Breiðfylking á Hólum. 25 nemendur luku prófi í hestafræði frá Hólaskóla síðastliðinn laugardag og hefur fjöldi fyrsta árs nema aldrei verið meiri. Heiðrún Ósk Eymundsdóttir skeifuhafi á Hólum Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is Morgunblaðið/Eyþór Heiðrún Ósk Eymundsdóttir hlýtur Morg- unblaðsskeifuna í ár á Hólum. Kjördæmamót 2006 Kjördæmamótið 2006 verður haldið á Akureyri 20.–21. maí næst- komandi. Spilað verður í nýjum sal Brekkuskóla, Laugargötu (við hlið- ina á Sundlaug Akureyrar). Þar verður veitingasala meðan á spila- mennsku stendur og hádegisverður á laugardag og sunnudag. Hátíðarkvöldverður verður á Hótel KEA á laugardagskvöldið. Veislustjóri Stefán Vilhjálmsson. Vænst er góðrar mætingar í kvöld- verðinn og liðsstjórar beðnir að til- kynna líklega þátttöku hver af sínu svæði sem fyrst og í síðasta lagi fös- tud. 12. maí. Fyrirspurnir og til- kynningar berist til Stefáns Vil- hjálmssonar í stefan@bugardur.is Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 30/3 var seinna spilakvöldið í tveggja kvölda tví- menningskeppni. Úrslit eftir bæði kvöldin voru eftirfarandi í Norður- Suður: Sigríður Pálsd. – Ingibjörg Halldórsd. 81 Ólöf Ólafsdóttir – Sigrún Þorvarðard. 455 Sveinn Kristinss. – Haukur Guðbjartss. 447 Austur-Vestur. Björgvin Kjartanss. – Bergljót Aðalstd. 496 Jórunn Kristjánsd. – Stefán Óskarsson 489 Jón Jóhannsson – Friðrik Jónsson 441 Sunnudaginn 7/5 verður síðasta spilakvöld á þessu vori. Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum klukkan 19. Björn Þorláksson einmenningsmeistari BA Síðasta stóra móti vetrarins hjá Bridsfélagi Akureyrar lauk á þriðjudaginn en þá var þriðja ein- menningskvöldið en meðaltal tveggja bestu gilti til verðlauna. Skemmst er frá því að segja að Björn Þorláksson varð meistari með miklum yfirburðum en heildarstað- an var þessi: Björn Þorláksson 64,4% Frímann Stefánsson 56,9% Brynja Friðfinnsdóttir 55,7% Gissur Jónasson 55,6% Una Sveinsdóttir 54,7% Síðasta einmenningskvöldið: Hermann Huijbens 63,3% Björn Þorláksson 62,8% Gissur Jónasson 57,8% Næsta sunnudag verður síðasta sunnudagsbrids og á þriðjudaginn verður eins kvölds tvímenningur eins og mun vera áfram á þriðju- dögum í sumar. Ekki er allt til reiðu fyrir aðalfund eða topp 16 einmenn- inginn svo þeir verða auglýstir síð- ar. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 2. maí var spilað á 14 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit í N/S Sæm. Björnss. – Magnús Halldórss. 371 Sig. Herlufss. – Steinmóður Einarss. 339 Oddur Jónsson – Óli Gíslason 338 Rafn Kristjánss. – Oliver Kristóferss. 334 A/V Jens Karlsson – Björn Karlsson 397 Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 360 Katarínus Jónss. – Skarphéðinn Lýðss. 359 Oddur Halldórss. – Jónína Óskarsdóttir 331 FEBK Kópavogi Það var spilað á fimm borðum sl. föstudag. Guðjón Kristjánsson og Mag nús Oddsson unnu N-S riðilinn með skorina 142 en feðgarnir Lárus Hermannsson og Ólafur Lárusson urðu í öðru sæti með 125. Aðalheiður Torfadóttir og Ragn- ar Ásmundsson urðu efst í A-V með 137 en Auðunn Guðmundsson og Bragi Björnsson í öðru sæti með 12 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.