Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 51 DAGBÓK Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–12. Smíði/útskurður kl. 9– 16.30. Ath! Handverksýning hefst í dag kl. 13.30. Fallegir munir. Kaffi og gott meðlæti. Allir velkomnir. Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venju- lega! Leiksýningin Átta konur í Þjóð- leikhúsinu föstudag 12. maí kl. 20. Pantið tímanlega. Vorhátíð 19. maí. Uppl. í síma 588 9533. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, föstu- dag kl.13–16. Námskeið II í akrýl- málun. Auður og Lindi annast akstur. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist verður spiluð í kvöld kl 20.30 í félagsheimilinu Gjábakka. Brids í Gjábakka í dag kl. 13.15. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skoðunarferð að Gljúfrasteini 10. maí farið verður með rútu frá Stangarhyl 4 kl. 13.30. Uppl. og skráning í síma 588 2111. Baldvin Tryggvason verður með ráðgjöf v. fjármála 11. maí. Uppl. og skráning í síma 588-2111. Félagsheimilið Gjábakki | Boccía kl. 9.30. Brids kl. 13.15. Félagsvist kl. 20.30. Vorsýning Gjábakka verður laug. 6. maí og sun. 7. maí frá kl. 14– 18, báða dagana. Vöfflukaffi. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Sönghópurinn Gleðigjafarnir syngur kl. 14 föstudaginn 5. maí. Við þökkum Gleðigjöfunum fyrir skemmtilegan vetur. Kaffi og meðlæti fáanlegt. Allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir. Sýn- ing verður á handverki eldra fólks í Gullsmára laug. 6. og sun.7. maí frá kl. 14–18. Einnig verður myndlistar- sýning barna á leikskólanum Arnar- smára. Vöfflukaffi. Myndlistaklúbbur Gullsmára verður með sölusýningu. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Vorsýning félagsstarfsins er haldin í Kirkjuhvoli, þetta er lokadagur. Ýmis skemmtiatriði. Opið kl. 14–16. Lokað í Garðabergi vegna vorsýningarinnar sem er haldin í Kirkjuhvoli. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Frá hádegi spilasalur opinn. Veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Berg. Allar uppl. á staðnum og í síma 575 7720. wwwgerduberg.is Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9 smíðar og útskurður. Kl. 14 sagan og kl. 14.45 koma frambjóðendur frá Samfylkingunni og kynna stefnuskrá flokksins í komandi borgarstjórnar- kosningum. Allir velkomnir. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, handavinna, útskurður, baðþjónusta, fótaaðgerð (annan hvern föstudag), hárgreiðsla. Kl. 11 Spurt og spjallað. Kl. 12 hádegismat- ur. Kl. 14.45 bókabíll. Kl. 15 kaffi. Kl. 14 bingó. Hvassaleiti 56–58 | Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu kl. 9–12, postu- línsmálning. Jóga kl. 10–12. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir, hársnyrt- ing. Sími 535 2720. Hæðargarður 31 | Hæðargarður 31 er hlýleg og falleg félagsmiðstöð sem þú getur heimsótt alla virka daga milli kl. 9–16. Kíktu við, fáðu þér kaffi- sopa, líttu í dagblöðin og skoðaðu dagskrána. Eða komdu með einhverja góða tillögu! Allt tekið til jákvæðrar skoðunar! Fastir liðir eins og venju- lega! Sími 568 3132. Átta konur 12. maí. Norðurbrún 1, | Kl. 9–12 myndlist, kl. 10 ganga, opin hárgreiðlsustofa, sími 588 1288. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 hann- yrðir. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13.30–14.30 sungið v/flygilinn. Kl. 13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs. Kl. 14.30–16 dansað við lagaval Sigurgeirs. Rjómapönnukökur í kaffitímanum. Allir velkomnir. Kl. 15 koma frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins, Vilhjálmur, Hanna Birna, Gísli og Jórunn, einnig koma Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson og leika og syngja nokkur lög. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9. Leirmótun kl. 9. Morgunstund kl. 9.30. Bingó. Allir velkomnir. Kirkjustarf Ellimálaráð Reykjavíkurprófasts- dæma | og ellimálanefnd kirkjunnar efna til sumardvalar fyrir eldri borg- ara á Löngumýri í sumar. 5 daga dvöl frá mánudegi til föstudags. Um er að ræða tvo hópa í júní og einn í júlí. Þar er mjög góð aðstaða og gott að njóta sumars í sveitasælunni. Uppl. eru gefnar á skrifstofu Ellimálaráðs f.h. virka daga í síma 557 1666. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Mokka-Kaffi | Nikulás Sigfússon sýnir vatnslitamyndir af íslenskum villijurtum til 15. maí. Næsti Bar | Undanfarin ár hefur Snorri Ásmundsson þróað með sér andlega tækni í málaralist. Orkuflámamyndir hans sem eru taldar hafa lækningarmátt hafa vakið sterk áhrif hjá áhorfendum. Til 26. maí. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til 28. ágúst. Seltjarnarneskirkja | Málverkasýning Kjartans Guðjónssonar stendur til 7. maí. Suðsuðvestur | Indíana Auðunsdóttir vinnur sýningu út frá samtíma menningu og að þessu sinni tekur hún fyrir metnað og myndugleik smáþjóðarinnar í norðri. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndir Rob Hornstra eru afrakstur af ferðum hans um Ísland og veita sýn á Ísland nútímans og vitna um samfélagsbreytingar síðustu ára. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldu- konur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síðari hluta 19. aldar. Þær nutu þeirra for- réttinda að nema myndlist erlendis á síð- ustu áratugum 19. aldar og upp úr alda- mótum. En engin þeirra gerði myndlist að ævistarfi. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning á kosningaminjum fyrri borgarstjórnarkosn- inga. Sýning sett saman af nemendum Guðmundar Odds í Listaháskóla og starfs- mönnum Borgarskjalasafns. Grófarhús, Tryggvagata 15, 1. hæð. Sýning er opin kl. 11–19. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Sigríðar Bachmann í Skotinu, nýjum sýningarkosti hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur til 7. júní. Veiðisafnið – Stokkseyri | Uppstoppuð veiðidýr ásamt skotvopnum og veiði- tengdum munum. Opið alla dag kl. 11–18. Sjá nánar á www.hunting.is Þjóðmenningarhúsið | Ný sýning í bóka- sal: Það gisti óður – Snorri Hjartarson 1906–2006. Skáldsins minnst með mun- um, myndum og höfundarverkum hans. Aðrar sýningar: Handritin – m.a. Snorra Edda, Eddukvæðin og Íslendingasögur. Þjóðminjasafnið svona var það – þegar sýning þess var í risinu. Fyrirheitna landið – vesturfarar. Þjóðminjasafn Íslands | Boðið er upp á fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Opið alla daga kl. 10–17. Leiklist Bæjarleikhúsið Mosfellsbæ | Leikfélag Hólmavíkur sýnir gamanleikinn Fiskar á þurru landi eftir Árna Ibsen í leikstjórn Kol- brúnar Ernu Pétursdóttur, sunnudaginn 7. maí kl. 19 í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ. Uppl. og miðapantanir í síma 865 3838 sunnudaginn 7. maí frá kl. 16. Skemmtanir Hlégarður | Vorfagnaður SÁÁ verður hald- inn í Hlégarði í Mosfellsbæ 12. maí. Fjöl- breytt skemmtiatriði, Geirmundur Valtýs- son leikur fyrir dansi. Miðasala á skrifstofu SÁÁ í Síðumúla 3–5, verð miða með mat er 2.900 kr. Kringlukráin | Hljómsveit Geir Sæm og Tryggvi Hübner með dansleik um helgina. Mosfellsbær | 5. maí skemmtun Ungra jafnaðarmanna í Mosfellsbæ á Draumakaffi frá kl. 21–3. Fram koma dj sveimhugi funk/ djass/soul og dúettinn hljómur. Ókeypis aðgangur. 20 ára aldurstakmark. Sjallinn, Akureyri | Dátinn og DJ Leibbi, opið til kl. 4. Frítt inn. Vélsmiðjan Akureyri | Danshljómsveiti Friðjóns leikur fyrir dansi í kvöld. Húsið opnað kl. 22, frítt til miðnættis. Uppákomur Leikskólarnir í Seljahverfi | Börn og starfsfólk leikskóla í Seljahverfi verða með opið hús laugardaginn 6. maí kl. 11–13. Þá bjóða börnin vandamönnum, vinum og öll- um þeim sem vilja kynna sér starfsemi og menningu leikskólanna í heimsókn. Oddi – félagsvísindahús HÍ | Þýski sjón- varpsgrínistinn Manuel Andrack les úr bók sinni sem fjallar í léttum dúr um reynslu hans sem áhangandi þýsks úrvalsdeildar- liðs. Að auki sýnir hann skyggnur sem varpa gamansömu ljósi á hina þýsku „fót- boltasál“. Fer fram 6. maí kl. 16.15, í Odda, stofu 101. Mannfagnaður Húnvetningafélagið í Reykjavík | Kaffi- samsæti verður í Húnabúð Skeifunni 11, 3. hæð, (lyfta), 7. maí. M.a. syngur Húnakór- inn stjórnandi Eiríkur Grímsson. Húsið opn- að kl. 13.30, allir velkomnir. 9. maí kl. 19.30 er aðalfundur félagsins. Fyrirlestrar og fundir Askja – náttúrufræðihús HÍ | Heimildar- myndin „Dieting: At war with our bodies“ verður frumsýnd laugardaginn 6. maí ásamt fyrirlestrum um megrunarþrá- hyggju samfélagsins, hið raunverulega samband þyngdar og heilsu og rætt um farsælar leiðir til að hlúa að líkama og sál án áherslu á líkamsþyngd. Hefst kl. 13 og eru allir velkomnir. www.likamsvirding.is Kennaraháskóli Íslands | Hópur af nor- rænum kennurum kynnir nýtt vefkennslu- efni handa móðurmálskennurum og tungu- málakennurum á öllum skólastigum, á grunn-, framhalds- og háskólastigi, og ekki síst handa þeim sem sjá um nýbúakennslu. Kynningin fer fram í dag í Skriðu, sal KHÍ kl. 13–15. Jóhanna Karlsdóttir (KHÍ) og Gunn- ar Hrafn Hrafnbjargarson (Óslóarháskóla) haft veg og vanda af íslenska þætti verk- efnisins. Rósin | Kynningarfundur 5. maí kl. 19.30– 21.30 um orkusviðsmeðferð sem er nýtt meðferðarform við ótta, kvíða, fælni og depurð. Sagt verður frá þessari meðferð- artækni og boðið upp á sýnikennslu. Fyrir- lesari: Einar Hjörleifsson sálfræðingur. Rósin, Bolholti 4, 4. hæð. Aðgangur kostar 1.000 kr. Salurinn, Kópavogi | Ársfundur Útflutn- ingsráðs Íslands verður kl. 14: Orðspor og árangur er yfirskrift fundarins, valin með hliðsjón af þeirri staðreynd að umsvif ís- lenskra fyrirtækja erlendis hafa vakið mikla athygli. Meðal ræðumanna á fund- inum verður Leif Beck Fallesen, aðalrit- stjóri og framkvæmdastjóri viðskiptablaðs- ins Børsen. Svæðisvinnumiðlun Suðurlands | Heil- brigðisstofnun Suðurlands stendur fyrir fyrirlestri um „intervision“ 5. maí kl. 14–16. Fyrirlesari er P. Spans frá Hollandi. „Inter- vision“ hentar einkar vel við vinnuað- stæður þar sem gagnkvæmur skilningur milli samstarfsaðila er lykilatriði í sam- skiptum. Aðgangur ókeypis. Skráning: meyles@emax.is Fréttir og tilkynningar Ferðaklúbbur eldri borgara | Dagsferð um Reykjanes verður 24. maí. Verð 3.800 kr., innifalið kaffi og veitingar. Fjöll og firðir 12.– 17. júní. Kjölur – Akureyri – Möðrudalur – Egilsstaðir – Mjóifjörður – Kárahnjúkar – Höfn. Skráning fyrir 8. maí. Uppl. gefur Hannes Hákonarson í síma 892 3011. Börn Mánabrekka | Leikskólinn Mánabrekka á Seltjarnarnesi heldur uppskeruhátíð í dag kl. 15. Foreldrum og öðrum gestum er gef- inn kostur á að sjá hluta þeirra verkefna sem unnin hafa verið í leikskólunum vetur. Foreldrum barna sem eru að hefja leik- skólagöngu í sumar eða haust er velkomið að líta inn. Útivist og íþróttir Heiðmörk | Fræðsluganga fyrir alla fjöl- skylduna við Elliðavatn í Heiðmörk. Jón Kristjánsson fiskifræðingur verður leið- sögumaður í göngunni. Mæting kl. 11 við Elliðavatnsbæinn. Aðgangur ókeypis. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is HELDUR var dapurt upphafið á fjöl- sóttum tónleikum Vocis academicae og Jón Leifs Camerata á laugardag þegar fjórir lúðrablásarar og páku- leikari þeyttu tvö atriði úr útfarar- tónlist Maríu drottningar, „Funeral March“ og Canzónu, frá 1694. Dep- urðin kom þó auðheyranlega frá hjartanu, enda var drottning Vil- hjálms II Bretakonungs mikill vel- unnari tónskáldsins – eins og sést á því að sama tónlist var leikin við útför þess ári síðar. En tignarleg var hún að sönnu í glampandi flutningi fimm- eykisins. Úr því ekki var minnzt á þessi stuttu smáverk í tónleikaskrá er nær- tækt að halda að þau hafi bætzt við seint á skipulagsferlinu. Ekki voru þau þó í ósamræmi við það sem á eftir fór, því burtséð frá Maríumúsíkinni eftir Leif Þórarinsson voru á boð- stólum tvær sálumessur og nokkuð angurvært verk eftir Szymon Kuran. Maríumúsíkin var ekki árgreind en líklega í fyrsta lagi frá seinni hluta 8. áratugar, þ.e. eftir að Leifur snerist til kaþólskrar trúar. Hið þríþætta a cappella-verk hans var samið við stutt ljóð Stefáns frá Hvítadal og lengra tvískipt ljóð Vilborgar Dag- bjartsdóttur, og var tónmálið í góðu samræmi við lýrískan tón beggja, jafnvel þótt það gerði jafnframt tals- vert óvægnar kröfur til kórsins. Hefði því e.t.v. verið farsælla að takast á við það eftir seinni tvö verkin frekar en á undan, ef marka mátti svolítið hrá- slagalegan hljómblæ kórsins, einkum í karlaröddum, er slípaðist heyran- lega til með aukinni upphitun. Kom hún fram í kyrrstæðu en samt hríf- andi Requiemi Jóns Leifs án undir- leiks, og enn betur í Nótt, fallegu verki Szymonar Kuran við lítið ljóð eftir dótturdóttur hans, þar sem eftir- minnilegustu staðir auðkenndust af líðandi sex tóna blævængshljómum í strengjasveitinni. Requiem Mozarts hefur ekki bein- línis legið í þagnargildi þetta vor, því nú var komið að þriðju uppfærslu þess hér á suðvesturhorninu, varla fjórum vikum eftir eftirminnilegan flutning Hamrahlíðarkóranna með SÍ. Væri í sjálfu sér gráupplagt og í samræmi við núgildandi markaðs- viðhorf að bera saman frammistöðu flytjenda þá og nú. En með því að slíkt er ekki venja á þessum vettvangi (hvað sem verða kann síðar) skal látið nægja að segja að Vox academica stóð sig með mikilli prýði og söng af bæði krafti og mýkt, en þó einkum af uppnumdri innlifun. Einsöngvarakvartettinn var und- antekningarlítið í toppformi, og var persónulega ánægjulegt að kenna hvað sópranrödd Þóru Einarsdóttur hefur þétzt og fyllst frá því er ég heyrði hana síðast. Hljómsveitin lék vel eins og til var mönnuð (glæsilegur Tuba mirum-básúnublástur Sigurðar Þorbergssonar var fráleitt eina dæm- ið), og fyrrum nokkuð öfgakennd tempóvöl stjórnandans voru að þessu sinni nánast klassísk fram í fingur- góma. Á dimma strengi depurðar TÓNLIST Langholtskirkja Verk eftir Purcell, Requiem eftir Mozart og Jón Leifs, Nótt eftir Szymon Kuran og Maríumúsík eftir Leif Þórarinsson. Þóra Einarsdóttir S, Sesselja Kristjánsdóttir A, Gunnar Guðbjörnsson T og Davíð Ólafsson B ásamt Vox academica og Jón Leifs Camerata. Stjórnandi: Hákon Leifs- son. Laugardaginn 29. apríl kl. 15. Kórtónleikar Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.