Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR YRÐU lífeyrisgreiðslur úr lífeyr- issjóðum til 70 ára og eldri skatt- lagðar með 10% fjármagstekjuskatti í stað tæplega 38% tekjuskatts, myndi tekjutap ríkissjóðs nema um 900 milljónum króna og tekjutap sveitarfélaga um 2,4 milljörðum. Væru greiðslur úr lífeyrissjóðum hins vegar skattfrjálsar fyrir 70 ára og eldri myndi það kosta ríkissjóð um 2,3 milljarða króna og sveit- arfélögin 2,4 milljarða. Þetta kom fram í skriflegu svari Árna M. Mathiesen, fjármálaráð- herra, í gær við fyrirspurn Ágústs Ólafs Ágústssonar, alþingismanns og varaformanns Samfylking- arinnar. Einnig var spurt um það hver áhrifin yrðu á tekjur ríkissjóðs ann- ars vegar og tekjur sveitarfélaga hins vegar ef lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins yrðu annars vegar skattfrjálsar og hins vegar skattlagðar sem fjármagns- tekjur. Í svörum fjármálaráðherra kemur fram að væru þessa tekjur skattfrjálsar fyrir 70 ára og eldri myndi það kosta ríkissjóð 1,1 millj- arð kr. og sveitarfélögin 2,1 millj- arð. Væru þær skattlagðar sem fjár- magnstekjur í stað tekjuskatts myndu tekjur ríkissjóðs lækka um 200 milljónir króna og tekjur sveit- arfélaga um 2,1 milljarð. Í svarinu kemur fram að ekki er hægt að greina skattskyldar lífeyristekjur TR eftir tegundum. Í þriðja lagi spurði Ágúst Ólafur hver áhrif þess yrðu á tekjur hins opinbera ef skattleysismörk 70 ára og eldri væru: a) 100 þúsund, b) 120 þúsund, c) 150 þúsund og loks d) 180 þúsund. Í svörum ráðherra kemur fram að miðað við álagningu 2005 á tekjur 2004 hefðu umbeðin skatt- leysismörk á mánuði leitt til eft- irfarandi lækkunar tekna hins op- inbera af sköttum á tekjur sem svo segir: a) 2.970 milljónir króna, b) 4.162 milljónir, c) 5.090 milljónir og d) 5.540 milljónir króna. Álagning almenns tekjuskatts og útsvars á 70 ára og eldri nam alls rúma 6,6 millj- örðum króna árið 2005, að því er fram kemur í svari ráðherra. 5 milljarða tekju- tap við skattfrelsi eldri borgara Í SAMNINGI Portus ehf. og Aust- urhafnar hf. um byggingu og rekst- ur tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík, sem undirritaður var í mars sl., eru ríkissjóður og Reykja- víkurborg skuldbundin til þess að inna af hendi framlög á hverju ári í 25 ár. Í greinargerð Ríkisendur- skoðunar segir að framlögin séu af þrennum toga. Í fyrsta lagi sé sam- ið um afnot Sinfóníuhljómsveitar Íslands af húsinu og að greitt verði fyrir þau afnot með leigugjöldum, þ.e. 93 milljónir á ári. Í öðru lagi sé í samningnum gert ráð fyrir því að ríkissjóður greiði árlega 54 millj- ónir í sérstakan sjóð, í 25 ár, sem styrkja muni viðburði sem fram fari í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Í þriðja lagi sé í samningnum gert ráð fyrir að ríkissjóður veiti fram- lag að fjárhæð um 244 milljónir ár- lega í 25 ár vegna byggingar tón- listar- og ráðstefnuhúss „sem er byggt og rekið á ábyrgð einka- aðila,“ eins og segir í greinargerð- inni. „Hér er um að ræða einhliða styrkveitingu, þ.e. þess ekki er krafist að styrkþegi láti af hendi vöru eða þjónustu á móti styrkn- um.“ Leiguverð hækkar Fram kemur að Sinfóníuhljóm- sveitin greiddi 35 milljónir í húsa- leigu í fyrra. „Því er ljóst að húsa- leigukostnaður hljómsveitarinnar mun nærri því þrefaldast við flutn- inginn yfir í nýja tónlistarhúsið.“ Húsaleiga Sinfóníunnar hækkar ÁRNI M. Mathiesen fjármálaráð- herra segir að í fjáraukalögum fyrir árið 2005 sé heimild til að ganga til samninga um byggingu og rekstur tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykja- vík. Sú heimild nái til þessa árs. Hann vísar því á bug gagnrýni Einars Odds Kristjánssonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokks og varaformanns fjár- laganefndar þingsins, um að Alþingi hafi ekki komið að og staðfest samn- ing ráðherra um hlut ríkissjóðs í byggingu og rekstri hússins. Skrifað var undir samning milli Portus-hópsins, sem átti vænlegasta tilboðið í hönnun, byggingu og rekst- ur tónlistar- og ráðstefnuhúss við Reykjavík og Austurhafnar hf., fram- kvæmdafélags í eigu ríkis og borgar, um byggingu hússins, í mars sl. Þrír ráðherrar skrifuðu undir samninginn fyrir hönd ríkissjóðs, þ.e. fjármála- ráðherra, menntamálaráðherra og samgönguráðherra. Fjárlaganefnd Alþingis óskaði eftir því við Ríkisend- urskoðun að hún tæki saman grein- argerð um það með hvaða hætti væri rétt að bókfæra fjárskuldbindingar samningsins. Ríkisendurskoðandi, Sigurður Þórðarson, kynnti greinar- gerðina fyrir fjárlaganefnd í fyrra- dag. Í greinargerðinni er m.a. komist að þeirri niðurstöðu að ráðherrarnir hafi ekki haft heimild til umræddra fjárskuldbindinga. Sigurður segir hins vegar í orðsendingu til formanns fjárlaganefndar, Magnúsar Stefáns- sonar, sem send var eftir fundinn, að í greinargerðinni hafi láðst að geta þess að í fjáraukalögunum fyrir árið 2005 hafi verið veitt sérstök heimild til að ganga til samninga um bygg- ingu og rekstur hússins. „Í ljósi þess má ekki draga þá ályktun að stjórn- völdum hafi verið óheimilt að ganga til samninga um byggingu og rekstur þess,“ segir í orðsendingunni. Síðar í henni er þó tekið fram að í fjárlögum þessa árs hafi ekki verið gerð grein fyrir þeim fjárskuldbindingum sem samningurinn hafi í för með sér og sem þó hafi legið fyrir við afgreiðslu fjárlaga 2006 í desember sl. „Úr þessu þarf að bæta við fyrsta hentuga tæki- færi að mati Ríkisendurskoðunar.“ Einar Oddur segir í samtali við Morgunblaðið að hann sé í sjálfu sér ekki að elta ólar við það að ekki hafi verið sett inn heimild um samninginn í fjárlög ársins 2006, eins og gert var í fjáraukalögum 2005. Hann sé hins vegar að gagnrýna aðferðina, þ.e. því að ráðherrar fari framhjá fjárlögum og fjárreiðulögum, til að koma að ein- stökum framkvæmdum. „Hér er ver- ið að veita um fjögur þúsund millj- ónum króna í byggingarstyrk, en það kemur hvergi fram og mun hvergi verða gerð grein fyrir því á Alþingi. Síðan mun þessi upphæð, einhvern tíma seint og um síðir koma inn í rík- isreikninginn fyrir árið 2006, þegar endanlega verður gengið frá honum. Það er þessi aðferð sem er óþolandi. Við verðum að fara eftir settum reglum vegna þess að fjögur þúsund milljónir eru mjög há upphæð,“ segir hann. „Við töldum okkur sýna ábyrgð með því að draga úr ýmsum fram- kvæmdum á fjárlögum 2006 vegna ástandsins í efnahagsmálum, en við erum að plata okkur sjálf með þessu móti.“ Ráðherra blæs á gagnrýni Einars Odds Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Einar Oddur Kristjánsson um hlut ríkissjóðs í byggingu og rekstri tónlistarhúss sé farinn að vigta inn í verðbólguna og þess vegna styð ég forseta í því verð- bólgunnar vegna að efna ekki til þess- arar umræðu enn einu sinni í dag.“ Margrét Frímannsdóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, sagði að ræða Hjálmars væri einhver furðulegasta ræða sem hún hefði heyrt í langan tíma. Hún sagði enn- fremur að það væri ekki nema von að það stefndi niður á við í efnahagsmál- STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, gagnrýndi í upphafi þing- fundar á Alþingi í gær að fresta ætti fundum Alþingis fram til loka mán- aðarins án þess að rædd yrði áður staða efnahagsmála. Sólveig Péturs- dóttir, forseti þingsins, sagði að beiðni Steingríms um utandagskrárumræðu um efnahagsmál vær ein meðal þrett- án annarra beiðna um utandagskrár- umræðu. Hún hefði haft áform um þessar umræður, en af þeim hefði ekki orðið, m.a. vegna röskunar á þinghaldinu síðustu daga. Hún hefði síðan ekki talið rétt að veita einum þingflokki fremur en öðrum heimild til utandagskrárumræðu á síðasta degi þingsins fyrir þinghlé. Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður Vinstri grænna, sagði að án efa hefði verið hægt að ná samkomu- lagi um umræðuna um efnahagsmálin við alla stjórnarandstöðuna, en Hjálmar Árnason, þingflokksformað- ur Framsóknarflokksins, sagði að stöðugt væri verið að ræða efnahags- málin á þingi. Hann sagði ennfremur að einn af fremstu hagspekingum heimsins hefði lýst því yfir í vikunni að íslenskt efnahagslíf stæði mjög traustum fótum. Vísaði hann þar til Roberts Mishkins, prófessors við Col- umbia-háskóla. Síðan sagði Hjálmar: „En sá ágæti maður sagði meira, hann sagði að menn gætu kjaftað sig upp í verðbólgu, menn gætu kjaftað efnahagslífið niður og það skyldi þó ekki vera, frú forseti, að þessi stöðugi neikvæði tónn stjórnarandstöðunnar um, þar sem skilningur stjórnarþing- manna á þeim málum væri ekki meiri en raun bæri vitni. Magnús Þór Hafsteinsson, þing- flokksformaður Frjálslynda flokks- ins, sagði að greinilega væri kátína í salnum og að þingmenn væru vænt- anlega innst inni hálffegnir því að fá að sleppa út í vorblíðuna og eiga nokkra daga með kjósendum fram að mánaðamótum. Vildi ræða stöðu efna- hagsmála fyrir þinghlé Morgunblaðið/RAX Þingmenn í þungum þönkum á Alþingi en þingfundi var frestað í gærkvöldi. Þing hefst aftur í lok mánaðarins. reynst réttar. Í svarinu kemur fram að Fjármálaeftirlitið hafi m.a. yf- irfarið ársreikning Hauck & Auf- haeuser fyrir árið 2003, aflað upp- lýsinga frá Eglu hf. um hluta- fjárþátttöku þýska bankans í Eglu í upphafi árs 2003 og breytingar á eignarhaldi hluthafa frá sama tíma. Að mati Fjármálaeftirlitsins komi ekkert fram í þessum gögnum sem gefi tilefni til að ætla að þýski bank- inn hafi ekki verið hluthafi í Eglu frá janúar 2003 og allt til 17. mars 2005. Fjármálaeftirlitið segi jafnframt, að fyrir liggi staðfesting endurskoð- anda Hauck & Aufhaeuser í Þýska- landi, KPMG í Frankfurt, að eign- arhlutur bankans í Eglu hf. hafi verið hluti af verðbréfaeign bank- ans árið 2004. Fyrirspurn Ögmundar var lögð fram á Alþingi í kjölfar þess að Vil- hjálmur Bjarnason, aðjunkt við Há- skóla Íslands, fullyrti að skoðun á efnahagsreikningi þýska bankans fyrir árið 2003 leiddi í ljós, að bank- inn hefði ekkert átt í Eglu en eign- arhluturinn hefði átt að koma fram þar. AÐ MATI Fjármálaeftirlitsins (FME) eru engar forsendur til að ætla annað en að þýski bankinn Hauck & Aufhaeuser hafi verið hluthafi í Eglu hf. og þátttakandi í einkavæðingu Búnaðarbankans í janúar 2003. Þetta kemur fram í skriflegu svari Valgerðar Sverris- dóttur, viðskiptaráðherra, við fyr- irspurn Ögmundar Jónassonar, þingmanns Vinstri grænna. Í svarinu segir, að fram sé komin, að mati ráðuneytisins, fullnægjandi vissa fyrir því að upplýsingar um eignaraðild þýska bankans hafi Telur að Hauck & Aufhaeuser hafi verið hluthafi í Eglu ÁRNI M. Mathiesen fjármálaráð- herra sagði á Alþingi í fyrradag að það gæti verið að endurskoða þyrfti hversu mikið gildi það hefði í dag að hafa verðtryggingu lána. Óæski- legt væri að hér giltu aðrar reglur en í nágrannalöndunum. Fyrir- komulagið hafi verið tekið upp við sérstakar aðstæður og hafi reynst vel, „og hjálpað okkur til þess að koma hér á efnahagslegum stöð- ugleika. Það getur hins vegar verið að við þurfum að endurskoða hversu mikið gildi það hefur í dag að hafa verðtrygginguna. Að hluta til er ég sannfærður um að hún jafnar greiðslubyrðina hvað varðar heimilin, sérstaklega vegna greiðsludreifingarinnar sem oftast fylgir verðtryggingunni. Ég myndi hika við að fara í að banna frjálsum markaði að gera skuldbreytingar sínar með verðtryggingu. Ef hugur fylgir máli hjá Hreiðari Má Sig- urðssyni getur hann haft verulega mikil áhrif á þetta í gegnum banka- stofnun sína sem er ef ég man rétt stærsta bankastofnun landsins.“ Þarf að endur- skoða gildi verð- tryggingar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.