Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 37 MINNINGAR ✝ Helga Helga-dóttir fæddist í Reykjavík 16. des- ember 1924. Hún lést á Landspítalan- um 28. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Helgi Eiríksson, banka- stjóri Útvegsbanka Íslands, f. í Reykja- vík 21. maí 1900, d. 14. mars 1976, og Jóhanna Árnadótt- ir, húsfreyja, f. í Reykjavík 15. júní 1904, d. 14. nóvember 1994. Föð- urforeldrar Helgu voru Eiríkur Hjaltested Bjarnason, járnsmiður, f. í Reykhólahreppi 24. nóvember 1866, d. 12. júlí 1948, og Guðrún Helgadóttir, húsfreyja, f. í Reykja- vík 31. maí 1878, d. 31. mars 1961. Móðurforeldrar Helgu voru Árni Þorsteinn Zakaríasson, steinsmið- ur og verkstjóri hjá Vega- og brú- argerð ríkisins, f. í Reykjavík 17. ágúst 1860, d. 17. nóvember 1927, og Helga Guðbjörg Ófeigsdóttir, húsfreyja, f. í Fjalli á Skeiðum 1. júlí 1862, d. 26. desember 1936. Helgi Garðar Garðarsson, f. 17. febrúar 1959. Maki hans er Lovísa Guðbrandsdóttir og börn þeirra eru Hávar Helgi og Víðir Helgi. Sonur Lovísu og fóstursonur Helga er Jón Fannar Smárason. 3) Guðrún Garðarsdóttir, f. 22. októ- ber 1961. Maki hennar er Einar Einarsson og börn þeirra eru Álf- heiður Gló og Heiðrún Vala. 4) María Anna Garðarsdóttir, f. 31. maí 1963. Barn hennar er Ugla Jó- hanna Egilsdóttir. Maki Maríu er Mads Holm. Helga ólst upp í Reykjavík í Tjarnargötu 11. Hún gekk í Landakotsskóla og útskrifaðist með verslunarpróf frá Verslunar- skóla Íslands árið 1940. Hún hóf nám í píanóleik hjá Róbert A. Ott- óssyni og lærði síðar hjá Árna Kristjánssyni við Tónlistarskólann í Reykjavík. Helga starfaði við Út- vegsbanka Íslands um árabil. Árið 1968 stofnuðu þau hjónin, Helga og Garðar, matvöruverslun í Vesturbæ Reykjavíkur og störf- uðu þar saman þar til verslunin var lögð niður í febrúar 1999. Helga gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Guðspekifélagið og Sam-Frímúrararegluna og var um tíma æðsti yfirmaður reglunnar á Norðurlöndum. Útför Helgu verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Bróðir Helgu var Ei- ríkur Helgason, heildsali, f. 25. júní 1927, d. 8. júní 1998. Eiginmaður Helgu er Garðar Sigfússon, kaupmaður í Reykja- vík, fæddur á Ísafirði 9. júlí 1926. Foreldr- ar hans voru Sigfús Guðfinnsson, skip- stjóri og síðar kaup- maður í Reykjavík, f. á Hvítanesi í Ögur- hreppi 9. ágúst 1895, d. 6. febrúar 1980, og María Anna Kristjánsdóttir, hús- freyja, f. á Bæjum í Nauteyrar- hreppi 8. október 1896, d. 9. des- ember 1981. Fyrri maður Helgu er Erlendur Grétar Haraldsson, f. 3. nóvember 1931. Sonur þeirra er 1) Haraldur Erlendsson, f. í Danmörku 24. september 1956. Maki hans er Svanhildur Sigurðardóttir og börn þeirra eru Helgi Svanur, Logi Svanur og Eik. Börn Svanhildar af fyrra hjónabandi eru Helena, Hjalti Þór og Örlygur Andri. Börn Helgu og Garðars eru: 2) „Hún Helga er dáin,“ sagði hún Jenný mágkona mín í símann þegar ég svaraði. „Helga hans Garðars?“ spurði ég á móti. „Já, hún dó í nótt.“ Ég átti engin orð til að svara þessu, ég var harmi slegin yfir þeirri óvæntu harmafregn að svilkona mín og góð vinkona væri dáin. Við viss- um að Helga var veik, en kannski gerir maður sér ekki grein fyrir hvað fólk er mikið veikt, sérstaklega þegar það kvartar aldrei og gerir lít- ið úr sínum veikindum og þannig var Helga, hún kvartaði aldrei. Mér finnst ég hafa þekkt Helgu alla ævi. Við vorum báðar Reykvíkingar og miðbæjarbörn. Guðrún föðuramma Helgu átti heima þar sem ráðhúsið stendur núna, en Guðbjörg móður- amma mín bjó í Tjarnargötu 6 og var ömmu Helgu innanhandar með eitt og annað. Ég var mjög ung þeg- ar ég heyrði ömmu lýsa hinu fallega og glæsilega heimili Guðrúnar ömmu Helgu. Þess vegna finnst mér ég alltaf hafa þekkt Helgu. En svo kynntist ég Helgu í eigin persónu, þegar við vorum báðar að læra steppdans hjá Báru Sigurjóns með undirleik Sigfúsar Halldórssonar á Fríkirkjuvegi 11. Helga var einstök, hún var sér- staklega hlý, hjálpsöm, látlaus og falleg ung stúlka. Seinna tengdumst við fjölskyldu- böndum þegar við giftumst bræðr- um, ég Kristjáni en Helga honum Garðari. Þau Garðar áttu mörg sam- eiginleg áhugamál, t.d. voru guð- speki, heimspeki og öll andleg mál þeim báðum mjög hugleikin. Við vorum öll félagar í Samfrímúrara- reglunni. Þegar við hjónin gengum í regluna fyrir einum 42 árum, var það Helga sem studdi okkur og leið- beindi og benti okkur á réttu bæk- urnar. Að ræða andleg mál við Helgu var mjög fræðandi og upp- örvandi, hún var hafsjór af fróðleik um andleg málefni. Það var oft mik- ið fjör uppi á lofti í Guðspekihúsinu, en þá kom Grétar heitinn Fells upp í bókaherbergið og sussaði á okkur með sinni mildu rödd og sagði að það væri allt í lagi að hlæja en bara lágt, en þá hlógum við Helga ennþá meira. Eða þegar við vorum öll í sumarskólanum austur í Hlíðardals- skóla, en það var bæði uppbyggj- andi, fræðandi og ógleymanlegur tími. Minningarnar hrannast upp við þessa óvæntu harmafregn. Allt sem Helga tók sér fyrir hend- ur lék í höndunum á henni, hvort sem það var útsaumur, matreiðsla eða eitthvað annað, var það eins og gert af fagmanni. Helga átti hlýlegt og fallegt heim- ili prýtt mörgum fallegum hlutum og var það henni metnaðarmál að halda fallegt menningarheimili, en Helga var fyrst og fremst góð eig- inkona, móðir og amma. Við Kristján, börnin og fjölskyld- ur þeirra viljum þakka Helgu fyrir alla þá vináttu og hlýhug sem hún alltaf sýndi okkur. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Úr Spámanninum.) Elsku Garðar, Haraldur, Helgi Garðar, Guðrún, María Anna og fjöl- skyldur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minningin um góða eiginkonu, móð- ur og ömmu veita ykkur styrk í sorginni. Guðbjörg (Dúddý). Kær frænka mín og vinkona Helga Helgadóttir, kölluð Mússa á sínum yngri árum, hefur kvatt þenn- an heim og verður sæti hennar vandfyllt. Hún hafði einstaklega ljúfa og einlæga nærveru og um- vafði alla, sem til hennar komu kær- leika og hlýju. Maður fór ævinlega betri manneskja af hennar fundi. Sjóður minninganna er dýrmætur og ómetanlegur á stundum sem þessari. Æskuminningar sækja á hugann og mig langar til að rifja upp nokkrar þeirra. Við vorum systradætur svo hún tengist æsku minni í ríkum mæli. Amma okkar, sem við báðar heitum í höfuðið á, Helga Ófeigsdóttir frá Fjalli á Skeiðum, bjó síðustu æviár sín hjá foreldrum Mússu, Jóhönnu Árnadóttur og Helga Eiríkssyni bankastjóra. Þær nöfnur deildu her- bergi saman og tengdust sterkum kærleiksböndum. Oft varð Mússu að orði að Helga amma, sem var ákaf- lega andlega sinnuð, væri sú mann- eskja sem ef til vill hefði haft mest áhrif á líf sitt. Allir krakkar hænd- ust að Mússu. Ég tel að það hafi ver- ið vegna þess að hún kom fram við börn eins og fullorðið fólk, eins og alvörufólk. Það var tíu ára aldurs- munur á okkur Mússu en mér fannst við alltaf jafngamlar. Hún sagði mér eitt sinn að Helga amma hefði sagt henni að gæta litlu nöfnu sinnar, sem sagt mín, vel og það gerði hún svo sannarlega alveg þar til yfir lauk. Það getur stundum reynst erfitt að vera gæddur listrænum hæfileik- um á of mörgum sviðum, eins og nafna mín. Um tíma heillaði leik- listin hana og ætlaði hún sér að verða leikkona. Ég var svo heppin að fá að fara með henni á æfingar. T.d. man ég vel eftir að ég fór með henni í Iðnó þar sem hún lék smá- hlutverk um skeið. Það var spenn- andi upplifun. Ég minnist þess m.a. að hafa séð æfingar á leikritinu „Veislan á Sólhaugum“ eftir Ibsen. Á Hótel Borg sá ég hana sýna „akróbatik“ af mikilli snilld við píanóundirleik Sigfúsar Halldórs- sonar. Ég starði agndofa á þessa fullkomnu frænku mína, hversu ótrúlega kattliðug hún var þar sem hún flaug um gólfið í Gyllta salnum í ljósbláum pífubúningi. Einnig var hún í fimleikaflokki, sem fór m.a. í sýningarferðir til útlanda. En það fór svo að tónlistin náði yf- irhöndinni. Mússa byrjaði píanónám hjá Róberti Abraham 13 ára gömul og fór síðan í Tónlistarskólann. Hún taldi sig ætíð lánsama að hafa fengið þann mikla listamann, Árna Krist- jánsson, sem kennara. Þau áttu margt sameiginlegt, auk tónlistar- innar, höfðu t.d. bæði mikinn áhuga á andlegum málefnum. Ég sat oft tímunum saman og hlustaði á hana spila og þá kynntist ég fyrir alvöru Schumann, Debussy, Scarlattí og þá ekki síst Chopin. Hún æfði af áhuga marga tíma á dag og oft heyrðu vegfarendur dúndur píanóleik út um gluggann á herberg- inu hennar í Tjarnargötunni. Fjöl- skyldan bjó í húsi nr. 11, þar sem nú stendur Ráðhús Reykjavíkur. Það urðu henni geysileg vonbrigði að þegar kom að fullnaðarprófi í píanóleik þá tóku sig upp gömul veikindi, sem leiddu til þess að ekki varð úr frekara námi. En alla tíð átti tónlistin hug hennar allan. Fyrir utan listræna hæfileika var Mússa gædd frábærum námshæfi- leikum. Á námsferlinum frá Landa- kotsskóla og þar til hún útskrifaðist úr Verslunarskólanum var hún kom- in heilum tveimur árum á undan jafnöldrum sínum. Sagði hún mér að þetta hefði ekki verið henni til góðs á félagslega sviðinu því skólafélagar hennar meðhöndluðu hana alltaf sem litla barnið í bekknum. Það voru forréttindi á þessum sokkabandsárum að spásséra um miðbæinn á góðviðrisdögum með Mússu, sem alltaf var glæsilega klædd, samkvæmt nýjustu tísku, með túrban og á háum korksólum, sem voru toppmóðins í þá daga. Vin- konur mínar höfðu á orði að mikið ætti ég gott að eiga svona flotta frænku. Ef ég ætti að reyna að lýsa frænku minni er mér efst í huga hvað hún var með eindæmum traust, heilsteypt og vel gerð, skyldurækin og með ríka ábyrgð- artilfinningu. Hún gerði miklar kröf- ur en mestar þó til sjálfrar sín. Víð- sýn og fordómalaus kona, sem ræktaði sitt innra líf og hjálpaði öðr- um. Það kom því ekki á óvart að hún valdi sér starfsvettvang hjá félögum eins og Guðspekifélaginu og Samfrí- múrarareglunni. Hún gekk til liðs við Samfrímúr- araregluna ung að árum til heilla bæði fyrir hana sjálfa og regluna. Hún starfaði þar af áhuga og margir nutu leiðsagnar hennar. Hún gegndi mörgum trúnaðarstörfum innan reglunnar, sem hún leysti af hendi af vandvirkni og ósérhlífni. Það var gott að heimsækja þau Mússu og Garðar á fallegt og menn- ingarlegt heimili þeirra í Laug- arásnum. Þau hjónin voru svo glað- lynd og áhugasöm um lífið og tilveruna að hrein unun var að dvelja hjá þeim í góðu yfirlæti. Það- an á ég margar ljúfar minningar. Nú þegar hún frænka mín og vin- kona hverfur til æðri heimkynna er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hana að ævilöngum ferða- félaga. Ég bið algóðan guð að styrkja eiginmann hennar, börn hennar Harald, Helga Garðar, Guð- rúnu og Maríu Önnu, tengdabörn og ömmubörnin, í sárum söknuði þeirra. Við Hörður og fjölskylda okkar sendum þeim öllum hjartans sam- úðarkveðjur. Helga Steffensen. Garðar hringdi í mig í morgun og tilkynnti mér um andlát Helgu. Það sem kom upp í huga minn var sökn- uður og góðar minningar síðan ég var barn. Þó samband okkar hafi verið lítið undanfarin ár voru tengsl- in á milli okkar sterk. Ég man þegar ég hitti Helgu í fyrsta skipti. Þá var ég átta ára gömul. Ég fékk að fara með Gústu systur minni í heimsókn til Reykja- víkur þar sem hún var í vist hjá Donna bróður hennar á Laugarás- veginum en ég hafði aldrei á ævi minni komið inn í eins „flotta höll“ eins og hún var í mínum augum þá. Ég man hvað mér fannst Helga vera kraftmikil þegar hún kom svíf- andi inn með glæsibrag og heilsaði mér, spurði hvort þetta væri litla systir Gústu frá Akranesi. Ári seinna var ég komin í vist til Helgu, þá á tíunda ári. Átti bara að vera sumarið en ílengdist þar til ég var tæplega fimmtán ára gömul. Mér fannst mikið til hennar koma og fannst þetta allt draumi líkast, hún var svo örlát, var alltaf að gefa manni eitthvað. Hún opnaði stóru ávaxtadósirnar og maður mátti fá eins mikið og maður gat í sig látið, svo ég tali nú ekki um eplakassann og bananakassann. Aldrei á ævi minni hafði ég fengið svona mikið af ávöxtum, fékk að borða eins mikið og ég gat. Ég var ekki vön að fá ávexti nema bara á jólum eins og tíðkaðist í þá daga. Þannig var Helga örlát, hún gat endalaust gefið manni. Ekki má nú gleyma öllum ferð- unum til Hveragerðis, en þangað var farið á hverju sumri í sumarbú- stað með fullan bíl af farangri og börnum á litla Morris bílnum. Hana munaði ekki um að taka alla með, þau tvö og við allir krakkarnir, börn- in þeirra fjögur, börnin hans Donna og ég. Á sínum yngri árum var Helga ballerína, dansaði í danska konung- lega ballettinum, já og myndirnar sem voru til af henni í splitt og spíkat og alls konar fimlegum stell- ingum, svo tággrönn og fín. Ég fékk aldrei nóg af því að skoða þær myndir, en hún var ekkert að flíka þeim, var mjög hógvær um þetta tímabil. Hún var óþreytandi að hvetja mig áfram og hafði trú á mér í því sem ég var að gera. Vandi mig af því að vera „ódönnuð“ eins og hún orðaði það, maður átti að vera „dannaður“ og kunna sig. Ég man þegar hún fór stundum með mig niður í bæ að „útrétta“ eins og hún kallaði það og keypti fulla tösku af fötum á mig, henni fannst ég ekki eiga nóg af fötum, þyrfti að eiga til skiptanna. Helga var mjög myndarleg í höndunum, þau eru ófá hekluðu rúmteppin eftir hana. Ég vil þakka Helgu fyrir allt sem hún gerði fyrir mig, fallegu röndóttu peysurnar sem hún prjónaði á mig, flottu grænu dragtina sem hún heklaði, tónlistina sem hún kenndi mér að hlusta á, hún lék svo vel á píanó og ég naut þess að hlusta á hana leika. Ég var mjög ánægð með allt þetta en kunni kannski ekki að þakka henni nóg fyrir þegar ég var barn. Hún vildi mér svo vel en ég var svo ung og skildi ekki allt. Ég bar óskaplega mikla virðingu fyrir henni. Helga á stóran þátt í því sem ég er í dag og hafði mikil áhrif á mig til góðs og er ég henni þakklát fyrir það. Ég vil þakka henni fyrir alla okkar samveru, bæði góðu og erfiðu stundirnar. Hún var drottning, stórmannleg og líka stjórnsöm, vildi allt fyrir alla gera. Hjálpaði þeim sem minna máttu sín og vildi öllum vel. Svo hleypur æskan unga óvissa dauðans leið sem aldur og ellin þunga, allt rennur sama skeið. Innsigli öngvir fengu Upp á lífsstunda bið, en þann kost undir gengu allir að skilja við. (Hallgr. Pét.) Elsku Garðar, Haraldur, Helgi, Guðrún og Maja, ég votta ykkur og fjölskyldum ykkar mína innilegustu samúð. Elsku Helga, hvíl í friði. Þín Rakel. Elsku Helga. Ég vildi bara þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þegar ég var í vandræðum varst þú eina manneskjan sem hjálpaðir mér. Þú bjargaðir málun- um af einstökum rausnarskap. Ég mun aldrei gleyma því. Guð geymi þig. Elsku Garðar, Haraldur, Helgi Garðar, Guðrún og María og barna- börn, ég votta ykkur mína innileg- ustu samúð. Guðrún Ágústa (Gústa). Ég minnist Helgu Helgadóttur með hlýhug. Ég var svo lánsöm að eignast góðar vinkonur snemma á unglingsárum mínum en það eru þær María og Guðrún dætur Helgu og Garðars. Ég var alltaf velkomin á heimili þeirra á Rauðalæknum og á ég margar góðar minningar þaðan. Oft var setið og spjallað um heima og geima en Helga var víðlesin og hafði áhuga á svo mörgu. Hún vissi mikið um tónlist og þarna vaknaði áhugi minn á andlegum málefnum sem haldist hefur fram á þennan dag. Helga var mikill fagurkeri og átti einstaklega fallegt heimili. Flygill- inn var henni kær enda lærði hún á píanó á sínum yngri árum. Við María fengum ekki betri áheyranda en Helgu þegar við vorum að spila fjórhent á flygilinn. Ég minnist einnig páskanna 1989 þegar Helga heimsótti mig til Vínar þar sem ég var við nám. Hún kom með Jóhönnu móður sína með sér og áttum við góða daga þar sem ég kynntist Helgu og Jóhönnu enn bet- ur. Minningin um þessa heimsókn er mér kær eins og svo margar minn- ingar frá heimili Garðars og Helgu. Ég votta Garðari, Maríu, Guð- rúnu, Helga, Haraldi og barnabörn- um innilega samúð mína. Brynja Gísladóttir. Kveðja frá Sam-Frímúrara- stúkunni Ými nr. 724 Horfin er til hins eilífa austurs systir okkar í Sam-Frímúrararegl- unni Helga Helgadóttir eftir lang- varandi veikindi. Hún gekk í stúk- una Ými nr. 724 árið 1951. Helga var góður félagi, kærleiksrík og elsku- leg. Hún var víðlesin og hafði mikla þekkingu á andlegum málum. Henni voru falin mörg trúnaðarstörf innan reglunnar, sem hún leysti öll af sam- viskusemi og ljúfmennsku. Helga var hógvær kona, en fylgin sér. Hún vann mikil og óeigingjörn störf í þágu reglunnar og hófst hún til æðstu metorða og varð æðsti maður hennar um nokkurra ára skeið. Við viljum með þessum fáu orðum þakka Helgu fyrir störf hennar í þágu reglunnar. Með virðingu kveðjum við góða forystukonu og systur, þökkum henni samfylgdina og biðjum henni blessunar á æðri leiðum. Eiginmanni hennar og börnum biðjum við blessunar Guðs, svo og öllum eftirlifandi ástvinum hennar. Ása, Sigríður og Una. HELGA HELGADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.