Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú bjóðum við frábært tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol í maí. Þú bókar ferðina og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarleyfi á Costa del Sol, vinsælasta sumarleyfisstað Íslendinga. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Costa del Sol 18. maí frá kr. 29.990 Síðustu sætin Verð kr. 29.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára í íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúd- íó/íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. Á MEÐAN flestum nemendum í 10. bekkjum landsins þykir nóg um að fara yfir námsefnið fyrir samræmdu prófin sem nú eru í gangi lét Hildur María Hilmarsdóttir, nemandi í 10. bekk í Foldaskóla, sig ekki muna mikið um að ljúka fimmta stærð- fræðiáfanganum sínum í mennta- skóla, samhliða því sem hún tekur samræmdu prófin. Samhliða síðustu árunum í grunn- skólanum hefur Hildur verið í fjar- námi við Fjölbrautaskólann við Ár- múla (FÁ), og lokið þaðan fimm áföngum í stærðfræði og einum ís- lenskuáfanga, auk þess sem hún tók einn enskuáfanga í fjarnámi hjá Borgarholtsskóla. Hildur segir þetta hafa byrjað smátt en undið upp á sig. Hún hafi verið búin með mest af námsefni grunnskólans í stærðfræði þegar í 8. bekk, og þá hafi sú hug- mynd vaknað að prófa að taka byrj- unaráfangann í stærðfræði í mennta- skóla. „Mig langaði bara til að vita hvort ég gæti þetta, og svo þegar ég gat fyrsta áfangann auðveldlega langaði mig að vita hvort ég gæti meira, og þannig hélt þetta áfram,“ segir Hild- ur María. „Fyrsti áfanginn er svip- aður og tíundi bekkur finnst mér, bættist aðeins við í jöfnunum, en það var ekki mikið. Mér fannst þetta ekk- ert erfitt. Mamma sagði að mér ætti líklega eftir að finnast þetta erfitt, en svo þegar ég var komin í þetta varð ég að spyrja hana hvað hún hafi eig- inlega verið að tala um.“ Áfangar í stærðfræði, íslensku og ensku Hún ákvað svo að taka samræmt grunnskólapróf í stærðfræði ári fyrr en jafnaldrarnir, og í framhaldinu erfiðari stærðfræðiáfanga í FÁ. Nú á þriðjudaginn tók hún svo lokaprófið í stærðfræði 403, sem er fimmti stærðfræðiáfanginn sem hún tekur í FÁ. Sá stærðfræðiáfangi er sá síðasti sem hún þyrfti að taka ef hún hefði hugsað sér að fara á mála- eða fé- lagsfræðibraut, en hún segist stefna á náttúrufræðibraut og a.m.k. þrjá stærðfræðiáfanga til viðbótar. Hildur segir að það hafi vissulega verið strembið að læra fyrir tvö sam- ræmd próf og próf í stærðfræði- í áfangakerfisskóla, og svo langar mig bara í MH.“ Metnaðurinn nær þó lengra en í menntaskóla, og segir Hildur að upphaflega hafi hana lang- að í lögfræði, en nú sé hún farin að hallast til læknisfræðinnar þegar framhaldsskólanum lýkur. Í millitíð- inni sé svo stefnan að gerast flug- freyja. Allt nám Hildar í framhaldsskóla hingað til hefur verið í gegnum fjar- nám. Hún tengist þá ákveðnu vef- svæði í tölvunni sinni þar sem hún fær verkefni og leiðbeiningar, getur haft samskipti við kennarann og tek- ið sjálfspróf. Við lok hvers áfanga þarf hún svo að fara upp í FÁ til að taka lokaprófið. Hildur segir að fjarnámið krefjist mun meiri sjálfsaga en venjulegt nám, þar sé enginn kennari að fylgj- ast með henni, ýta á eftir verkefnum eða skamma hana ef hún dregst aft- urúr, þó móðir hennar eigi nú til að ýta við henni þegar hún hefur látið námið sitja á hakanum. Hildur segir að hún sé ekkert sér- staklega að reyna að flýta sér sem mest við námið, það sé ekki mark- miðið með því að taka alla þessa menntaskólaáfanga. „Ég er bara góð í stærðfræði, og ég er bara að nota mér það.“ Hún segir þessa leið þó góðan möguleika fyrir þá sem vilja stytta nám sitt til stúdentsprófs. Nú sé mik- ið talað um að stytta nám í fram- haldsskólum um eitt ár, en stað- reyndin sé sú að nemendur geti stytt nám sitt með því að taka áfanga í fjarnámi, ef þeir vilji stytta námið á annað borð. „Margir framhalds- skólar bjóða líka uppá áfangakerfi og þar geta nemendur í dagskóla líka ráðið hraðanum, og jafnvel eru til þriggja ára brautir eða styttri.“ Kór, fiðla og vinna En er lífið þá bara tóm stærð- fræði? „Sumir halda kannski að ég geri ekkert nema læra stærðfræði en það er öðru nær. Ég er nokkuð mikið í tölvunni, bæði að tala við aðra krakka og svo að læra í gegnum hana. Ég hef verið í Unglingakór Grafarvogskirkju í mörg ár en hætti þar síðastliðið vor, er í Tónlistarskóla Grafarvogs og hef spilað á fiðlu frá því ég var níu ára, sem er mjög gam- an. Síðan vinn ég svolítið í Nóatúni svona með skólanum,“ segir Hildur. fullu námi í Foldaskóla. En hvað er það sem veldur þessum mikla áhuga á náminu? Hildur María segir að systkini hennar tvö eigi einnig auðvelt með að læra stærð- fræði, áhuginn og hæfileikar á því sviði virðast hreinlega vera í gen- unum. Fjarnámið krefst sjálfsaga Hildur segir að hún stefni á að sækja um í Menntaskólanum við Hamrahlíð næsta haust. „Til að nýta einingarnar sem best verð ég að fara áfanganum í FÁ á sama tíma, en það hafi allt gengið vel. Miklu skipti að vinna vel alla önnina til að vel gangi í lokaprófinu. Auk þess að taka fimm stærð- fræðiáfanga í fjarnámi hefur Hildur einnig tekið einn íslenskuáfanga í fjarnámi í FÁ, en auk þess tók hún í síðustu viku lokapróf í byrjunar- áfanga í ensku við Borgarholtsskóla, en það nám var á vegum Foldaskóla. Hún hefur því samtals lokið námsefni sem samsvarar rösklega einni önn í framhaldsskóla, meðfram NOKKUÐ er um að grunnskólanemendur taki áfanga í framhaldsskóla með fjarnámskerfi, og er nú 61 grunnskólanemandi frá átta grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu í slíku námi hjá Fjölbrautaskólanum í Ármúla (FÁ). Flestir taka einn áfanga, gjarnan tungumál eða stærðfræði. Áhuginn er þó yfirleitt helmingi meiri á haustönn þar sem áhyggjur af samræmdum prófum eru meiri á vorönn, segir Steinunn H. Hafstað, fjar- námsstjóri í FÁ, en síðasta haust tóku 129 nemendur frá 17 grunnskól- unum í Reykjavík og nágrenni áfanga í FÁ. „Við viljum koma til móts við þessa þörf sem er fyrir hendi, grunnskól- inn hefur kannski ekki alltaf tækifæri til að bjóða upp á fjölbreytta val- áfanga,“ segir Steinunn. Hún segir suma nemendur auk þess komna svo langt í sínu námi að þeir hafi í raun ekki nóg að gera í grunnskólanum í ákveðnum fögum. Steinunn segir að þessi möguleiki, að taka áfanga í framhaldsskóla sam- hliða námi í grunnskóla, sé kostur sem ætti að skoða mun betur en gert hefur verið, frekar en að ákveða að stytta nám í framhaldsskóla um eitt ár. Þarna hafi nemendur möguleika á því að stytta sitt nám sjálfir ef þeir kjósi það og geti. Flestir taka tungumál eða stærðfræði í fjarnámi Hefur lokið sjö áföngum í framhaldsskóla áður en hún klárar grunnskólann Langar í læknisfræði en vill verða flugfreyja fyrst Morgunblaðið/Ómar „Mig langaði bara til að vita hvort ég gæti þetta,“ segir Hildur María Hilm- arsdóttir, sem lærir á fiðlu og vinnur í verslun þegar hún er ekki að læra. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is VERIÐ er að undirbúa að flytja um 40.000 konur frá Mið- og Austur-Evr- ópu til Þýskalands til þess að stunda vændi meðan á heimsmeistarakeppn- inni fer fram þar í landi í júní og júlí í sumar, að því er fram kemur í áskor- un sem íslensku kvennahreyfingarn- ar afhentu í þýska sendiráðinu og hjá Knattspyrnusambandi Íslands í gær. Þar segir að því miður hafi vændi verið lögleitt eins hver önnur at- vinnugrein í Þýskalandi og verði kon- ur fluttar þangað til þess að „þjóna“ þeim körlum sem leggja leið sína á heimsmeistarakeppnina. „Með þessu er verið að blanda saman íþróttum og kynbundnu ofbeldi, ýta undir mansal og hlutgera konur sem kynlífsleik- föng karlmanna,“ segir í áskoruninni. Þar er því beint til Knattspyrnusam- bands Íslands „að mótmæla þeirri of- beldisvæðingu sem á sér stað sam- hliða heimsmeistarakeppninni og koma þeim skilaboðum til FIFA. Einnig er skorað á þýsku ríkisstjórn- ina að axla félagslega ábyrgð, beita sér gegn mansali og öðru kynbundnu ofbeldi og lýsa því yfir að íþróttir og mannleg niðurlæging eigi ekki sam- leið“. Kristín Ástgeirsdóttir, forstöðu- maður Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum, sagði þegar áskorunin var afhent í þýska sendiráðinu í gær, að íslensku kvennahreyfingarnar vildu fyrst og fremst koma þeim skilaboðum áleiðis til þýskra yfir- valda að þær að teldu tengsl vændis og heimsmeistaramótsins í knatt- spyrnu ekki eðlileg, en ljóst væri að mikið mansal myndi fylgja keppn- inni. „Þetta er náttúrulega mjög sorglegt að ár eftir ár skuli íþrótt- irnar svona tengdar vændi, eins og fram kom þegar Ólympíuleikarnir voru haldnir í Aþenu í fyrra,“ sagði Kristín. Jens Eilers, sendiráðsfulltrúi í þýska sendiráðinu, tók við áskorun kvennahreyfinganna. „Við munum að sjálfsögðu koma skilaboðum ykkar áleiðis til þýska utanríkisráðuneytis- ins í Berlín. Ég vona að svar berist þaðan fljótlega,“ sagði Eilers þegar hann tók við áskoruninni. Um 40.000 konur fluttar til Þýska- lands til að stunda vændi á HM Morgunblaðið/ÞÖK Jens Eilers sendiráðsfulltrúi tók við áskorun kvennahreyfinganna. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÞÝSKA byggingavöruverslunin Bauhaus fær lóð í svokölluðum Höllum við rætur Úlfarsfells austan Vesturlandsvegar skv. samningi sem samþykktur var í borgarráði í gær. Bauhaus mun greiða liðlega 600 milljónir kr. fyrir bygging- arréttinn á lóðinni. Þýska verslanakeðjan hyggst reisa um 20.000 fermetra versl- unarhúsnæði á 5,5–6,0 hektara lóð. Borgarráð veitti fyrirtækinu fyr- irheit um lóðina í mars. Hófust þá viðræður um söluverð bygging- arréttar á lóðinni. Áður hafði fyr- irtækið árangurslaust leitast við að fá lóð undir starfsemi sína í tveimur nágrannabyggðarlögum Reykja- víkur. Fram kemur í upplýsingum Reykjavíkurborgar að verðið sem greitt er fyrir byggingarréttinn á lóðinni sé 30.800 kr. á hvern byggð- an fermetra. Ef miðað er við 20.000 fm byggingu nemur heildargreiðsla fyrir lóðina 616 milljónum króna. Reykjavíkurborg mun vinna að deiliskipulagi svæðisins í samræmi við samninginn og ber samþykkt skipulag að liggja fyrir í árslok, skv. samningnum og á lóðin að vera byggingarhæf í lok maí 2007. Skv. upplýsingum Morgunblaðs- ins mun Bauhaus vinna af fullum krafti við hönnun og annan und- irbúning að byggingunni á næst- unni. Er að því stefnt að hægt verði að hefjast handa við byggingu verslunarhúsnæðisins fljótlega eft- ir næstu áramót. Bauhaus fær lóð við Vesturlands- veg fyrir 616 millj. SKATTAFRAMTAL í einfaldara formi verður gefið út á sjö tungu- málum í ár, en þessi framtöl eru fyrst og fremst ætluð útlendingum sem koma hingað til lands til skemmri dvalar en tveggja ára. Framtölin eru á ensku, rússnesku, spænsku, kínversku, þýsku, frönsku og pólsku. Framtölin eru ætluð þeim sem eingöngu hafa haft launatekjur hér á landi og eiga ekki aðrar eignir en bankainnistæður. Einnig er hægt að telja fram bifreiðaeign, en hjón eða þeir sem hafa börn á framfæri verða að skila inn hefðbundnu framtali sem hefur verið til á ensku síðustu árin. Sama gildir um þá sem eiga hér fasteignir, verðbréf eða hlutabréf. Þá hafa eyðublöð vegna ökutækjastyrks, dagpeninga og sjó- mannaafsláttar verið gefin út á ensku. Skattaframtöl á sjö tungumálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.