Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðríðurBjörnsdóttir fæddist í Álftagerði í Skagafirði 2. októ- ber 1928. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut föstu- daginn 21. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Helga Friðriksdóttir frá Valadal á Skörð- um, húsfreyja, f. 28. september 1906, d. 3. maí 2005, og Björn Ólafsson frá Álftagerði, bóndi og organisti, f. 9. ágúst 1908, d. 12. nóvember 1985. Systkini Guðríðar eru Kjartan Björnsson Krithóli, f. 7. október 1932, maki Birna Guðmundsdóttir, f. 1. júlí 1941. Hún á fimm börn þar af er eitt látið. Bára Björnsdóttir Akur- eyri, f. 15. september 1934 var gift Jóni Hensley, f. 28. apríl 1943, d. 29. september 2005 (skildu). Þau eiga tvær dætur og þrjú barna- börn. Ólafur Björnsson Krithóli, f. 22. janúar 1949, maki Anna Ragn- arsdóttir, f. 28. mars 1952. Þau eiga þrjú börn. Guðríður giftist 25. janúar 1953 1960, maki Þórður Ármannsson, f. 27. mars 1961. Synir þeirra eru Pálmi, f. 18. september 1991, og Axel Birkir, f. 19. júlí 1994. Börn Guðríðar og Jónasar eru búsett á Akureyri. Guðríður ólst upp við almenn sveitastörf hjá foreldrum sínum á Krithóli í Skagafirði. Á uppvaxtar- árum hennar var talsvert um tón- list á heimilinu þar sem faðir henn- ar raddæfði oft kóra sveitarinnar og hafði hún alla tíð mikla unun af tónlist. Veturinn 1945–1946 stund- aði hún nám við Húsmæðraskólann á Löngumýri í Skagafirði. Næstu þrjú ár vann hún við garðyrkju- störf í Lundi í Skagafirði en fór svo til Akureyrar þar sem hún vann í mötuneyti. Þar kynntist hún manni sínum og flutti alfarin til Akureyr- ar árið 1953. Þau bjuggu lengst af á Byggðavegi 125 eða í 37 ár en fluttu á síðasta ári á Mýrarveg 115. Árið 1979 byggðu þau sumarbú- stað í landi Krithóls. Fljótlega fóru þau að huga að plöntun trjáa í reitnum og er þar nú hinn mynd- arlegasti skógur, sannkallaður sælureitur fjölskyldunnar. Fyrstu búskaparárin var Guðríður heima- vinnandi húsmóðir en hóf síðar störf við fiskvinnslu hjá Útgerðar- félagi Akureyringa. Síðustu starfs- árin vann hún við heimilisþjónustu hjá Akureyrarbæ. Útför Guðríðar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jónasi Kristjánssyni vélstjóra frá Hrísey, f. 18. febrúar 1927. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Jóns- dóttir frá Hauganesi á Árskógsströnd, húsfreyja, f. 30. októ- ber 1893, d. 10. maí 1975, og Kristján Jónasson frá Höfða- hverfi við Grenivík, útgerðarmaður og verkamaður, f. 27. nóvember 1891, d. 9. september 1979. Börn Guðríðar og Jónasar eru: 1) Arnfríður, skrifstofumaður, f. 14. ágúst 1953, maki Vilhjálmur Hall- grímsson, f. 25. ágúst 1952. Dætur þeirra eru, Bryndís, f. 22. mars 1975, Rakel, f. 25. apríl 1979, maki Arnar Þór Hjaltason, f. 9. jú1í 1983, og Karen, f. 15. ágúst 1992. 2) Kristján, húsasmíðameistari, f. 19. janúar 1958. Kona hans er Sig- ríður Rut Pálsdóttir, f. 2. janúar 1955. Hún á tvö börn og þrjú barnabörn. Sonur Kristjáns er Jón- as Atli, f. 3. desember 1983, móðir Ragna Dóra Ragnarsdóttir, f. 15. janúar 1959, d. 2. ágúst 2002. 3) Ester, prentsmiður, f. 21. febrúar Elsku Guja mín. Þegar ég hugsa til þín reikar hugurinn aftur í tím- ann, til þeirra daga þegar ég fyrst kom á heimili þitt á Byggðarveg- inum. Þú tókst á móti mér af mikilli rausn sem ég og allir sem til þín komu fengu að upplifa. Hjálpsemi þinnar naut ég sérstaklega þegar ég kom fyrst til Akureyrar í menntaskóla. Ég var feimin og frekar óframfærin. Þú tókst mig í arma þína og hjálpaðir mér með hlýju þinni, umhyggjusemi og hvatningu eftir þeim stígum lífsins sem biðu mín. Fyrir mig var það mikill styrkur og hjálp að geta komið til þín, hjálp sem seint er hægt að þakka. Leið mín lá aftur til Akureyrar að loknu námi og þá var ég komin með fjölskyldu. Oft lá leið okkar í kaffi til ykkar eða þið komuð til okkar. Við áttum saman margar góðar stundir sem við geymum hjá okkur í minningunni. Þið Jónas voruð mjög samrýnd hjón og voruð sam- stiga í þeim verkefnum sem þið tókuð að ykkur í lífinu. Sumarbú- staðurinn á æskustöðvum þínum, í Skagafirðinum, gaf ykkur mikið og þangað var gott að koma. Skóg- urinn sem þið voruð búin að rækta sýnir vel hvað þið nutuð þess að vera saman og hvað mikla vinnu og alúð þið lögðuð í allt sem þið gerðuð. Þú varst hannyrðakona og öll þín vinna einkenndist af nákvæmni og vandvirkni. Oftar en ekki nut- um við fjölskyldan góðs af þeirri vinnu. Ein jólin komuð þið færandi hendi með tvö uppbúin dúkkurúm handa dætrum okkar sem vöktu mikla lukku hjá þeim. Þú varst ætíð hjálpsöm og gott til þín að leita. Hjá ykkur áttu dætur mínar alltaf öruggt skjól og þær nutu þess að vera á heimili ykkar. And- rúmsloftið var afslappað og þú vafðir þær örmum þínum á þinn einstaka hátt. Ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og munu góðar minningar um þig hjálpa mér áfram á lífsins braut. Kæra Guja, við þökkum þér fyrir allar sam- verustundirnar og þann hlýhug sem þú ávallt sýndir okkur. Jónasi og fjölskyldu vottum við okkar dýpstu samúð. Guðríður Friðriksdóttir. GUÐRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR ✝ Victor Sigur-jónsson fæddist í Reykjavík 20. jan- úar 1945. Hann lést 29. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Sigur- jón Jónsson garð- yrkjumaður, f. 29.5. 1903, d. 27.5. 1985, og Guðmundína H.S. Sveinsdóttir húsmóðir, f. 22.8. 1903, d. 31.1. 1996. Systkini Victors eru Sigurlaug, maki Þórður Magnússon, látinn, Sigur- björn, maki Vilborg Elísdóttir, Erla, maki Helgi Jónasson, Hauk- ur, maki Annemarie Ámundsen, Marínó, maki Ingi- leif Örnólfsdóttir, látin, Áslaug Greta, maki Richard Trenka, látinn, Sól- ey, maki Óskar G. Sigurðsson, Sigrún, látin, maki Guðjón Guðjónsson, Gunnar Otti, ógiftur, og Ingibjörg, maki Bergmundur Sig- urðsson. Victor giftist eft- irlifandi eiginkonu sinni, Margréti Sig- urjónsdóttur, ættaðri frá Pól- landi, 22. september 2002. Útför Victors var gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 4. maí. Elsku besti Victor minn, nú þeg- ar þú ert farinn frá okkur til hins algóða guðs, rifjast upp margar minningar um okkar stóra systk- inahóp. Ellefu systkini sem lifðu saman í bernsku við þröngan kost, en samt hamingjusöm og nægju- söm sem hefur verið okkar að- alsmerki í gegnum lífið og varst þú þar engin undantekning Victor minn, þar sem ég er eldri en þú fékk ég tækifæri til að fylgj- ast með uppvaxtarárum þínum og margoft fékk ég að hjálpa henni móður okkar að sinna þér og þín- um óskum. Þú varst ætíð sami góði drengurinn á þínum yngri ár- um og það hefur fylgt þér til ævi- loka. Við höfum átt margar góðar stundir saman eins og til dæmis þegar við fórum til Kanaríeyja saman ásamt stórum hluta af systkinum okkar og fjölskyldum þeirra. Ég minnist þess í þessari ferð að þú og elsti bróðir okkar Sig- urbjörn voruð ásamt öðrum í fjöl- skyldunni í sólbaði, en munurinn á ykkur bræðrum og öðrum var að þegar allir voru léttklæddir og nutu sólar pökkuðuð þið ykkur inn í teppi og sváfuð. Elsku Victor minn, þessi ferð okkar saman til Kanarí mun lifa í minningu minni sem einhver skemmtilegasta ferð mín til Kanarí og er það vegna þess að þú og stór hluti fjölskyldu okkar var með okkur. Fjölskyldu- bönd innan okkar fjölskyldu hafa alla tíð og verða alltaf mjög sterk og ánægjuleg, við höfum verið alin þannig upp að virða hvert annað og halda saman þegar erfiðleikar steðja að og gleðjast saman á góð- um stundum. Elsku Victor minn, nú þegar þú ert kominn til ást- kærra foreldra okkar og ástkærr- ar systur okkar Sigrúnar mun ég hafa margs að minnast, eins og hve samrýnd við vorum þegar ég fékk tækifæri til að hjálpa þér í þinni erfiðu ferð til Svíþjóðar og verða vitni að æðruleysi þínu og dugnaði við þær erfiðu meðferðir sem þú þurftir að gangast í gegn- um í veikindum þínum. Einnig að fá að vera nálægt ykkur bræðrum, þér og bróður okkar Gunnari sem kom alla leið frá Ameríku til að að- stoða þig í veikindum þínum. Þar varð ég vitni að bræðrakærleika sem ég mun aldrei gleyma. Kæri Victor ég gæti skrifað miklu meira um okkar samvinnu og ástúðlega samband, en ég ætla að ljúka þessu með eftirfarandi ljóði úr „Borgfirskum ljóðum“ í vissu um að við munum hittast seinna á góðri stundu: Þegar kveldar, í húminu hljóða vil ég hlusta á strengjanna klið, vefur kyrrð hinnar komandi nætur hugans kenndir í dreymandi frið. Bærist laufið á bjarkanna greinum blítt í andvarans hvíslandi þyt. Hnígur döggin að blómanna barmi, blikar stjarnanna tindrandi glit. Hinsta kveðja frá hverfanda degi hjúpar gullroða svífandi ský. Fjarst frá æskunnar ljósbjörtu leiðum lýsir minning þín fögur og hlý. Manstu, vinur, í síðasta sinni þegar saman við reikuðum hljóð? Það er hjarta míns helgasti óður, það er hörpunnar fegursta ljóð. Guð geymi þig, elsku Victor minn, og bið ég hann að varðveita eiginkonu þína og fjölskyldu. Þín systir, Sóley. VICTOR SIGURJÓNSSON Ástkær eiginmaður minn, tengdasonur, faðir, tengdafaðir og afi, RÚNAR JÓN ÓLAFSSON, Vogatungu 105, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 27. apríl. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju laugardaginn 6. maí kl. 13.00. Jarðsett verður í Hvalsneskirkjugarði sama dag. Margrét Guðmundsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Þuríður Ólöf Rúnarsdóttir, Róbert Ingi Guðmundsson, Guðmundur Rúnar Rúnarsson, Kolbrún Fjóla Kristensen, Hjördís Úlla Rúnarsdóttir, Einar Birgisson, Helena Rúnarsdóttir, Kjartan Andrésson og barnabörn. Bróðir okkar og frændi, JÓN SKAGFJÖRÐ STEFÁNSSON fyrrverandi útgerðarmaður frá Brúarlandi, Dalvík, sem lést á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, mánudaginn 1. maí, verður jarðsunginn frá Dal- víkurkirkju laugardaginn 6. maí kl. 13.30. F.h. aðstandenda, Alda Stefánsdóttir, Þórir Stefánsson, Alma Stefánsdóttir. Sonur minn, bróðir, mágur og frændi, GUNNAR ÁSBERG HELGASON, Lambhaga, Rangárvöllum, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 6. maí kl. 11:30. Jarðsett verður að Keldum á Rangárvöllum. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabba- meinsfélag Rangárvallasýslu eða Minningarsjóð Ólafs Björnssonar, Hellu. Ásgerður Sjöfn Guðmundsdóttir, Helga Dagrún Helgadóttir, Steinn Másson, Jón Þór Helgason, Emilía Þorsteinsdóttir, Guðmundur Ómar Helgason, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Hafdís Þórunn Helgadóttir, Björgvin Reynir Helgason, Hildur Ágústsdóttir, Ingibjörg Jónína, Helga Þóra og María Ósk Steinsdætur, Helgi Svanberg og Þorsteinn Emil Jónssynir. Ástkær föðursystir mín, SÓLVEIG GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR hjúkrunarkona, áður til heimilis í Ljósheimum 10A, Reykjavík, lést á dvalarheimilinu Seljahlíð þriðjudaginn 2. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Sigvaldadóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY PÁLSDÓTTIR frá Fossi á Síðu, Dvergabakka 12, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi miðvikudaginn 3. maí. Þórdís Sveinsdóttir, Hörður Hákonarson, Björgvin Sveinsson, Þórunn G. Þórarinsdóttir, Elsa Sveinsdóttir, Gerður Sveinsdóttir, Pálmi Sveinsson, Ástríður Einarsdóttir, Vigdís Sveinsdóttir, Steinarr Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.