Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NÁM AR G US / 06 -0 26 6 SAMHLIÐA STARFI Umsóknarfrestur er til 10. maí! Nánari upplýsingar á www.endurmenntun.is og í síma 525-4444 Það tekur því ekki hjá þér að tosa upp brókina, hróið mitt, það er kominn biðlisti. Við eigum að haldaáfram að opnaframhaldsskólann og við eigum ekki að lenda í þeirri reynslu að það sé ungt fólk sem komist hvergi að. Menn eru sífellt betur að átta sig á því að það er mjög erfitt að fóta sig í þessu samfélagi ef menn eru ekki með ákveðna grunnmenntun.“ Þetta er mat Þorsteins Þorsteinssonar, formanns Skólameistarafélags Ís- lands. Þorsteinn er ekki einn um að velta fyrir sér hvort og hvar verði pláss fyrir alla þá nýnema sem og eldri nema sem snúa vilji aftur nám eftir nokkurt hlé. Eins og áður hefur komið fram útskrif- ast stærsti árgangur úr grunn- skóla nú í vor, en samkvæmt upp- lýsingum frá Hagstofu Íslands verða alls 4.843 einstaklingar 16 ára á árinu. Af þeim eru í um 4.770 skráðir í grunnskólanám, en mið- að við reynslu fyrri ára má gera ráð fyrir að innritunarhlutfall 10. bekkinga í framhaldsskóla verði um 95% og samkvæmt upplýsing- um úr menntamálaráðuneytinu miðast allar áætlanir við þessar tölur sem og að hlutfall þeirra sem vilji snúa sér aftur að námi haldist svipað og í fyrra. Allir voru þeir skólameistarar og rektorar rætt var við sammála um að hin rafræna skráning sem tekin var upp af hálfu mennta- málaráðuneytisins í fyrra hafi reynst vel og átt stóran þátt í því hversu vel hafi tekist að koma öll- um fyrir. Samkvæmt upplýsing- um ráðuneytisins á í ár einnig að koma á rafrænni skráningu fyrir eldri nema og er ljóst að menn binda miklar vonir við að hún muni reynast eins vel. Í samtölum við skólameistara víða um landið verður ljóst að þó vitað sé að 16 ára árgangurinn í ár sé óvenjustór þá sé samt erfitt að gera sér fulla grein fyrir því hversu margir muni sækja um skólavist í tilteknum skólum í haust, enda ávallt nokkrar sveifl- ur milli ára hvert straumurinn liggur. Einnig er nokkuð misjafnt hversu aukningin er mikil milli landshluta. Á meðfylgjandi töflu má sjá að fjölgun virðist vera milli ára í öllum landshlutum nema á Suðurnesjum og á Austurlandi. Sem dæmi má nefna að 16 ára ungmenni á höfuðborgarsvæðinu eru alls 225 fleiri í ár miðað við í fyrra, voru 2.694 í fyrra en eru í ár 2.919. Sama á við á Norðurlandi eystra þar sem þeim fjölgar um 87 á milli ára. Að sögn Jóns Más Héðinssonar, skólameistara Menntaskólans á Akureyri, búa menn sig þar undir að taka við fleiri nýnemum í haust en í fyrra. Segist hann gera ráð fyrir að um 230 nemar verði tekn- ir inn. Hann segir að ekki þurft að vísa mörgum nemendum frá und- anfarin misseri og að stjórn skól- ans hafa sett sér það markmið að taka inn alla nemendur sem á ann- að borð uppfylli skilyrði mennta- málaráðuneytisins um bóknám. Sama virðist vera upp á teningn- um hjá t.d. Menntaskólanum á Egilsstöðum og Fjölbrautaskóla Suðurlands. Að sögn Sigurðar Sigursteinssonar, skólameistara FSU og Helga Ómars Bragason- ar, skólameistara ME, leggja þeir mikla áherslu á að skólarnir geti sinnt öllum nemendum hvors fjórðungs fyrir sig, enda um ákveðna grunnþjónustu við ung- mennin að ræða. Helgi segir skól- ann enn ekki hafa lent í því að þurfa að vísa frá nemum á haust- in, en það hefur m.a. þýtt að skól- inn hafi tekið inn fleiri nemendur en fjárveitingar kváðu á um. Seg- ist hann gera ráð fyrir að teknir verði inn á bilinu 330–340 nýnem- ar í haust. Sigurður áætlaði að hjá FSU verði teknir inn um 245 ný- nemar með haustinu. Hjá Yngva Péturssyni, rektor MR, fengust þær upplýsingar að þar væri ráð- gert að taka inn á bilinu 230–250 nýnema í haust. Fréttaskýring | Búast má við metaðsókn í framhaldsskólum landsins með haustinu Fjárfesting til framtíðar Alltaf erfitt að spá fyrir um það hvert straumur nýnemanna muni liggja Framkvæmdir við MH eru í fullum gangi. Stærsti árgangur Íslands- sögunnar á skólabekk  Von er á niðurstöðum nefndar á vegum menntamálaráðuneyt- isins um þörfina á nýjum fram- haldsskólum á landsvísu. Meðal þeirra svæða sem þar hafa verið skoðuð eru höfuðborgarsvæðið, Suðurnesin og utanverður Eyja- fjörður. Til að mæta aukinni að- sókn er nú verið að byggja við Flensborg, MH, ME og FÁ. Ráð- gert er að þær viðbyggingar verði tilbúnar á næstu tveimur árum. Á næstu þremur árum er síðan stefnan að ráðast í end- urbætur eða stækkun á MR, MS, FB og Iðnskólanum í Reykjavík. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is                          !" #   $    $   %  " !  %  " & '   #   #    (  (  (  (  (         ! !!       !     !  !     ! !              !   ! ÍSLENSKIR einkaaðilar, ásamt stjórnvöldum, hafa ákveðið að styrkja verkefnið Bólusetning gegn mænusótt í Nígeríu um 375 þúsund Bandaríkjadali, eða um 27 milljónir króna, en á síðustu árum hefur nán- ast tekist að útrýma sjúkdómnum og er litið á þetta verkefni sem einn af síðustu áföngunum í því. UNICEF hefur verið þáttakandi í alheimsá- taki gegn mænusótt og hefur í sam- vinnu við nígerísk stjórnvöld og Al- þjóða heilbrigðisstofnunina unnið að verkefni sem miðar að útrýmingu mænusóttar sem lýkur á næsta ári. Fram kom á kynningu í gær að vel hefði gengið að fá íslenska einka- aðila til samstarfs, en styrktaraðilar verkefnins voru Hreinn Loftsson hrl., Lýsi hf., Frímúrarareglan á Ís- landi, Eimskip, Samherji, Klofn- ingur, Íslenska umboðssalan, Salka- fiskmiðlun, Norlandia, Ice-group og félagsbúið Miðhrauni. Samanlagt framlag þeirra nemur um 275 þús- und Bandaríkjadölum og leggur ís- lenska ríkið til 100 þúsund Banda- ríkjadali til viðbótar og mun samanlögð upphæð þeirra nægja til að bólusetja 300 þúsund börn. Morgunblaðið/Eyþór Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, kynnir verk- efnið en Einar Benediktsson, Davíð Á. Gunnarsson, Þórólfur Guðnason og Katrín Pétursdóttir fylgjast með. Ætla að útrýma mænusótt AÐALFUNDUR Vináttu- og menn- ingarfélags Miðausturlanda (VIMA) verður haldinn á morgun, laugardag- inn 6. maí klukkan 14 í Kornhlöðunni í Bankastræti, en félagið styrkir meðal annars 55 jemenskar stúlkur til náms og leggur lið verkefnum í flóttamannabúðum í Líbanon. Jóhanna Kristjónsdóttir, formað- ur félagsins, sagði að það væri gríð- arlegur áhugi á málefnum Miðaust- urlanda og vaxandi. Fólk vildi fræðast um þessi lönd og að- stæður þar og neitaði að láta mata sig á ein- hliða fréttum það- an. Það vildi fræð- ast um þessi lönd frá fyrstu hendi og mynda sér sín- ar skoðanir sjálft. Yfirleitt kæmist það alltaf að þeirri niðurstöðu að ástandið væri töluvert öðru vísi en lesa mætti um í fréttum. „Verkefnin eru afskaplega mörg og það er skemmtilegt að vinna í þessu, vegna þess að maður finnur að þetta fær hljómgrunn. Fólk kynn- ist þessum þjóðfélögum lítillega og áttar sig á því að maður verður að gæta sín þegar maður les fréttir frá þessum svæðum. Fólk áttar sig á því að myndin er ekki hvít og svört, sem er sú mynd sem alltaf er dregin upp,“ sagði Jóhanna. Erindi um Íran Íranska stúlkan Elham Sadeg Tehrani, sem er við háskólanmám hér á landi, flytur erindi á fundinum, sem hún kallar Íranskir draumar og svarar fyrirspurnum að erindinu loknu. Jóhanna sagði að þessi stúlka hefði búið hér á landi í fimm ár og ætlaði bæði að fjalla um Íran nú- tímans og reynslu sína af að búa hér á landi, en hún væri fædd árið 1980 eða ári eftir byltinguna í Íran. Aðalfundur VIMA haldinn á laugardag Mikill og vax- andi áhugi á Miðaustur- löndum Elham Sadegh Tehrani
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.