Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 27 MENNING UM MIÐJA nítjándu öldina var óperan afar vinsæl í Bandaríkj- unum, en undir lok aldarinnar tók áhugi almennings að dvína. Í bók sinni Highbrow Lowbrow segir Lawrence W. Levine ástæðuna vera breytingar sem áttu sér stað á óperuforminu, frá alþýðlegum skemmtunum til sýninga sem ekki allir skildu. Óperurnar höfðu ávallt verið sungnar á ensku og afar frjálslega farið með þær á ýmsan annan hátt, t.d. var algengt að sleppa sumum aríunum og setja inn einhver vinsæl lög í staðinn, sem komu efni óperunnar ekkert við! Er á leið fór forkólfum tónlist- arlífsins að þykja þetta miður fínt, og að því kom að mönnum fannst ekki annað við hæfi en að flytja óp- erurnar á frummálinu, eins nálægt því hvernig tónskáldin upphaflega hugsuðu þær og hægt var. En þá urðu þær í leiðinni ekki eins skilj- anlegar – hafa ber í huga að texta- vélar eru tiltölulega nýlegt fyr- irbæri í óperuheiminum – og auðvitað var leiðinlegt að vinsælu lögin fengu ekki lengur að fljóta með á sýningunum. Af tónleikum þeirra Katherine Jenkins og Garðars Thórs Cortes í Laugardalshöllinni um helgina má ráða að þessari þróun hafi verið snúið við. Enn einu sinni komu klassískir söngvarar fram og blönduðu saman óperuaríum og poppmúsík. Og á þessum tón- leikum var samruninn alger; á efn- isskránni var lag eftir sjálfa Dolly Parton, í óperuumgjörð og meira að segja sungið á ítölsku! Hið merkilega var að lagið, sem heitir I Will Always Love You og var flutt af Jenkins, hljómaði ekk- ert svo frábrugðið Nessun dorma úr Turandot eftir Puccini eða Hab- anerunni úr Carmen eftir Bizet, sem einnig voru á dagskránni á tónleikunum. Margar aríurnar í gömlu óperunum eru auðvitað ekk- ert annað en poppmúsík, þótt þær séu hundrað ára eða eldri. Hér ætla ég ekki að hætta mér út í vangaveltur um það hvort samruni óperuheimsins og popps- ins sé æskilegur eða ekki, en í sjálfu sér voru tónleikarnir prýði- lega heppnaðir. Gaman var að hlýða á Jenkins, sem er ein skær- asta stjarnan í klassíkinni um þesssar mundir og sögð með ein- staka hæfileika til að gera sígilda tónlist aðgengilega almenningi. Hún hefur líka forkunnarfagra rödd, sérlega tæra en hljómmikla, og þótt fyrrnefnd Nessun dorma hafi í meðförum hennar ekki verið eins safarík og æskilegt hefði verið (enda hugsuð fyrir tenór) var ann- að með eindæmum glæsilegt hjá henni. Garðar Thór var einnig frábær, rödd hans var svo hlý og blæ- brigðarík að það var unaður að hlusta á hana, og túlkun hans var ávallt þrungin einlægum tilfinn- ingum. Samsöngsatriði söngv- aranna tveggja voru jafnframt einkar sjarmerandi og hljóm- sveitin, undir stjórn Garðars Cort- es eldri, var yfirleitt með allt sitt á hreinu og spilaði sykursætt þar að auki. Sem var svo sannarlega við hæfi í þeirri miklu sírópsveislu sem þessir tónleikar óneitanlega voru. Nammidagur í Laugardalshöllinni TÓNLIST Laugardalshöllin Tónlist eftir Bizet, Puccini, Dolly Parton og fleiri. Katherine Jenkins og Garðar Thór Cortes ásamt rytmasveit og fé- lögum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands und- ir stjórn Garðars Cortes. Laugardagur 29. apríl. Söngtónleikar Jónas Sen Morgunblaðið/RAX Garðar Thor Cortes og Katherine Jenkins saman í sviðsljósinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.