Morgunblaðið - 05.05.2006, Page 27

Morgunblaðið - 05.05.2006, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 27 MENNING UM MIÐJA nítjándu öldina var óperan afar vinsæl í Bandaríkj- unum, en undir lok aldarinnar tók áhugi almennings að dvína. Í bók sinni Highbrow Lowbrow segir Lawrence W. Levine ástæðuna vera breytingar sem áttu sér stað á óperuforminu, frá alþýðlegum skemmtunum til sýninga sem ekki allir skildu. Óperurnar höfðu ávallt verið sungnar á ensku og afar frjálslega farið með þær á ýmsan annan hátt, t.d. var algengt að sleppa sumum aríunum og setja inn einhver vinsæl lög í staðinn, sem komu efni óperunnar ekkert við! Er á leið fór forkólfum tónlist- arlífsins að þykja þetta miður fínt, og að því kom að mönnum fannst ekki annað við hæfi en að flytja óp- erurnar á frummálinu, eins nálægt því hvernig tónskáldin upphaflega hugsuðu þær og hægt var. En þá urðu þær í leiðinni ekki eins skilj- anlegar – hafa ber í huga að texta- vélar eru tiltölulega nýlegt fyr- irbæri í óperuheiminum – og auðvitað var leiðinlegt að vinsælu lögin fengu ekki lengur að fljóta með á sýningunum. Af tónleikum þeirra Katherine Jenkins og Garðars Thórs Cortes í Laugardalshöllinni um helgina má ráða að þessari þróun hafi verið snúið við. Enn einu sinni komu klassískir söngvarar fram og blönduðu saman óperuaríum og poppmúsík. Og á þessum tón- leikum var samruninn alger; á efn- isskránni var lag eftir sjálfa Dolly Parton, í óperuumgjörð og meira að segja sungið á ítölsku! Hið merkilega var að lagið, sem heitir I Will Always Love You og var flutt af Jenkins, hljómaði ekk- ert svo frábrugðið Nessun dorma úr Turandot eftir Puccini eða Hab- anerunni úr Carmen eftir Bizet, sem einnig voru á dagskránni á tónleikunum. Margar aríurnar í gömlu óperunum eru auðvitað ekk- ert annað en poppmúsík, þótt þær séu hundrað ára eða eldri. Hér ætla ég ekki að hætta mér út í vangaveltur um það hvort samruni óperuheimsins og popps- ins sé æskilegur eða ekki, en í sjálfu sér voru tónleikarnir prýði- lega heppnaðir. Gaman var að hlýða á Jenkins, sem er ein skær- asta stjarnan í klassíkinni um þesssar mundir og sögð með ein- staka hæfileika til að gera sígilda tónlist aðgengilega almenningi. Hún hefur líka forkunnarfagra rödd, sérlega tæra en hljómmikla, og þótt fyrrnefnd Nessun dorma hafi í meðförum hennar ekki verið eins safarík og æskilegt hefði verið (enda hugsuð fyrir tenór) var ann- að með eindæmum glæsilegt hjá henni. Garðar Thór var einnig frábær, rödd hans var svo hlý og blæ- brigðarík að það var unaður að hlusta á hana, og túlkun hans var ávallt þrungin einlægum tilfinn- ingum. Samsöngsatriði söngv- aranna tveggja voru jafnframt einkar sjarmerandi og hljóm- sveitin, undir stjórn Garðars Cort- es eldri, var yfirleitt með allt sitt á hreinu og spilaði sykursætt þar að auki. Sem var svo sannarlega við hæfi í þeirri miklu sírópsveislu sem þessir tónleikar óneitanlega voru. Nammidagur í Laugardalshöllinni TÓNLIST Laugardalshöllin Tónlist eftir Bizet, Puccini, Dolly Parton og fleiri. Katherine Jenkins og Garðar Thór Cortes ásamt rytmasveit og fé- lögum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands und- ir stjórn Garðars Cortes. Laugardagur 29. apríl. Söngtónleikar Jónas Sen Morgunblaðið/RAX Garðar Thor Cortes og Katherine Jenkins saman í sviðsljósinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.