Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 125. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is AUGNABLIK TIL FRAMTÍÐAR 80 ára afmæli Ljósmyndarafélags Íslands: Stórviðburður á Íslandi fyrir fagljósmyndara og aðila í tengdum greinum á Grand Hótel 13. og 14. maí. Nánari upplýsingar, dagskrá og skráning á www.si.is Með Afríku- veikina Marta Einarsdóttir býr og starfar í Mapútó | Daglegt líf Heilindi og auðmýkt Skúli Sigurður Ólafsson tekur við embætti í Keflavík | Suðurnes Íþróttir í dag Kristinn og Alfreð Örn hætta hjá ÍBV  17 ára í enska landsliðinu  Bras- ilíumenn sigurstranglegir á HM Jerúsalem. AFP. | Palestínska heima- stjórnin gæti orðið óstarfhæf og hrunið á næstunni fái hún ekki nægan fjárhagslegan stuðning til að greiða starfsmönnum sínum laun, að því er fram kemur í skýrslu sem Alþjóða- bankinn birti í gær. Opinberir starfsmenn á sjálfstjórn- arsvæðum Palestínumanna hafa ekki fengið laun greidd í tvo mánuði. Al- þjóðabankinn sagði að ef framhald yrði á þessu myndu starfsmennirnir einfaldlega leggja niður vinnu og einnig væri hætta á því að öryggis- sveitir heimastjórnarinnar gripu til örþrifaráða. Bankar halda að sér höndum Evrópusambandið og stjórn Bandaríkjanna hættu fjárhagsaðstoð við heimastjórnina eftir sigur Hamas- hreyfingarinnar í þingkosningum Palestínumanna í janúar og setja það skilyrði fyrir frekari aðstoð að Hamas hafni ofbeldi og viðurkenni tilverurétt Ísraelsríkis. Ísraelar hafa hætt að greiða heimastjórninni tollgjöld sem þeir hafa innheimt fyrir hönd hennar. Þótt múslímalönd hafi lofað heima- stjórninni aðstoð hafa greiðslurnar ekki enn verið inntar af hendi. Bankar halda að sér höndum þar sem þeir ótt- ast að þeim verði refsað fyrir að færa heimastjórninni féð vegna alþjóð- legra samninga sem banna aðstoð við hryðjuverkasamtök. Hamas er á list- um Bandaríkjanna og Evrópusam- bandsins yfir hryðjuverkasamtök. Yfir 160.000 manns eru á launaskrá heimastjórnarinnar og einn af hverj- um þremur Palestínumönnum er háð- ur launagreiðslum hennar. Óttast að heimastjórnin hrynji Kaíró. AP, AFP. | Bréf sem forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, hefur sent Bandaríkjaforseta þykir líklegt til að torvelda Bandaríkjamönnum að fá Kínverja og Rússa til að fallast á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki ályktun um refsiaðgerðir gegn Íran. Fréttaskýrendur sögðu að bréfið kæmi sér vel fyrir Kínverja og Rússa þar sem það gæfi þeim nýja ástæðu til að hindra refsiaðgerðir. Condo- leezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sagði í gærkvöldi að bréfið breytti ekki afstöðu Bandaríkjastjórnar. Að sögn bandarískra embættismanna er markmiðið með bréfinu að hafa áhrif á um- ræðuna í öryggisráðinu um refsiaðgerðir. Mark Fitzpatrick, sérfræðingur við Al- þjóðahermálastofnunina (IISS) í London, sagði bréfið „snjalla samningabrellu“. „Erf- iðara verður fyrir Bandaríkjamenn að tryggja stuðning við refsiaðgerðir ef þeir líta út fyrir að vera andvígir viðræðum.“ „Snjöll samninga- brella“ Tortryggnir á bréf forseta Írans  Íransforseti skrifaði Bush | 17 Mahmoud Ahmadinejad BRESKIR fasteignakaupendur sem hafa áhyggjur af vandamálum á borð við glæpi, húsasveppi eða dauft kynlíf geta nú leitað ásjár þjóna Drottins. Enska biskupakirkjan í Manchesterborg og nágrenni hefur ákveðið að bjóða fast- eignakaupendum upp á þá þjónustu að prestur blessi nýja heimilið, að sögn The Daily Telegraph í gær. Presturinn Chris Painter segir að mark- miðið sé að færa kirkjuna nær fólkinu. Prestarnir eiga að fara inn í öll herbergin, leggja hönd á húsgögn og fara með stuttar bænir. Gert er til að mynda ráð fyrir því að þeir snerti hjónarúmið og biðji fyrir heilbrigðu kynlífi. „Við biðjum fyrir því að fólki, sem hefur áhyggjur af þurrafúa, verði leiðbeint hvernig taka eigi á því vandamáli. Svo biðjum við Guð að halda verndarhendi yfir heimilinu.“ Presturinn blessar heimilið TEKIST var á um það hvort Jónas Garðarsson, sem ákærður hefur verið vegna dauða tveggja þegar skemmtibáturinn Harpa steytti á Skarfaskeri í september í fyrra, sat við stýrið þegar slysið varð, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málflutningi lauk á áttunda tím- anum í gærkvöldi. Dómur verður kveðinn upp innan þriggja vikna. Sigríður J. Friðjónsdóttir, fulltrúi ákæruvaldsins, sagði að öll gögn málsins bentu til þess að Jón- as hefði verið við stýrið við strand- ið, en jafnvel þótt dómarar kæm- ust að þeirri niðurstöðu að það teldist ekki hafið yfir vafa væri ljóst að Jónas bæri ábyrgð sem skipstjóri og eigandi. Hann hefði sýnt af sér vítavert gáleysi, sem jaðraði við ásetning, bæði þegar báturinn steytti á skerinu, sem og eftir strandið, og væri því sekur um tvö manndráp af gáleysi. Sækjandi sagði Jónas hafa tekið stefnuna á Snarfarahöfn í stað þess að halda kyrru fyrir eftir strandið, kalla á aðstoð, setja út björgunarbát eða gera annað sem hefði eflaust orðið til þess að bjarga lífi Matthildar Harðardótt- ur, sem fórst í slysinu. Hún sagði útilokað að Matthildur hefði verið við stýrið, eins og Jónas hefur bor- ið, áverkar hennar sýndu að svo var ekki, en áverkar Jónasar bentu til þess að hann hefði setið við stýrið. Kristján Stefánsson, verjandi Jónasar, sagði áverka Jónasar sýna að hann hefði ekki verið við stýrið, og renna stoðum undir framburð hans um að Matthildur hefði verið við stjórnvölinn. Enn- fremur sagði Kristján að ekki væri útilokað að Friðrik Ásgeir Her- mannsson, sem talið er að hafi lát- ist samstundis þegar báturinn lenti á skerinu, hefði verið við stýr- ið. Hann sagði Jónas hafa fengið höfuðáverka við slysið, hann hefði ekki verið fær um að taka meðvit- aðar ákvarðanir, heldur hefðu við- brögð hans stjórnast af eðlishvöt. Upptökur af samtölum skip- brotsfólksins við Neyðarlínuna voru spilaðar í réttarsal í gær, og ljóst að mjög fékk á aðstandendur hinna látnu að heyra upptökurnar. Af þeim mátti ráða að Neyðarlínan hefði ekki fengið upplýsingar um staðsetningu bátsins og erfiðlega hefði gengið að fá upplýsingar um hversu margir voru um borð. Málflutningi vegna sjóslyss við Skarfasker lauk fyrir héraðsdómi í gær Tekist á um hver var við stjórnvölinn við strandið Morgunblaðið/Ásdís Dómarar, sækjandi og verjandi í Skarfaskersmálinu fóru í vettvangsferð í gær og skoðuðu m.a. aðstæður um borð í svipuðum báti og þeim sem sökk. Hér ræðir Jónas Garðarsson, sem er ákærður í málinu, við Kolbrúnu Benediktsdóttur, löglærðan fulltrúa hjá embætti ríkissaksóknara.  Mikil skelfing | 10–11 Eftir Brján Jónasson og Örlyg Stein Sigurjónsson Ákærði sýndi vítavert gáleysi sem jaðrar við ásetning sagði sækjandi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.