Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 35 MINNINGAR ✝ Hafsteinn Her-manníusson fæddist í Reykjavík 30. júní 1948. Hann lést á heimili sínu 1. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Kristínar Ólafíu Bjarnardótt- ur húsmóður, f. 28.11. 1905, d. 30.12. 1980 og Her- manníusar Marinós Jónssonar verka- manns, f. 12.6. 1900 d. 10.12. 1970. Hafsteinn var yngstur 17 systk- ina og eru átta þeirra látin. Haf- steinn ólst upp í foreldrahúsum í Reykjavík. Frá unglingsaldri vann hann ýmsa verkavinnu. Árið 1970 kvæntist Hafsteinn fyrri konu sinni, Kristbjörgu Sveinsdóttur, f. 4.10. 1950. Hún er dóttir hjónana Valgerðar Kristjánsdóttur, frá Skoruvík á Langanesi. f. 2.3. 1918 og Sveins Guðmundsonar verkamanns, f. 2.8. 1926. Sonur Kristbjargar úr fyrri sambúð er Valgeir Reyn- isson, f. 2.11. 1969, unnusta Kar- en Lind Þrastardóttir, sonur þeirra óskírður Valgeirsson, f. 3.4. 2006. Dóttir Hafsteins og Kristbjargar er Sóley María, f. 28.8. 1982, sambýlismaður Sig- urbjörn Hilmarsson, f. 3.1. 1954, sonur þeirra er Ingibergur, f. 5.3. 2000. Sóley á þrjú börn frá fyrri sambúð, þau Óðin Magnús, f. 13.6. 1991, Katrínu Rós, f. 4.1. 1993 og Jón Viðar, f. 21.1. 1994, Óðinsbörn. Þau búa í Vest- mannaeyjum. Frá 1960–1980 starfaði Hafsteinn við Reykjavíkurhöfn og stundaði sjó- mennsku þegar svo bar við með Sveini Guðmundssyni tengdaföður og tveimur mágum, þeim Guðmundi R. Sveinssyni og Kristjáni H. Sveins- syni sem er látinn. Á sjónum var Haf- steinn kokkur en í landi var hann á lyftara við ým- is störf. Eftir fyrra hjónaband flutti Hafsteinn til Vestmannaeyja. Þar kynntist hann sambýliskonu sinni, Svövu Vilborgu Ólafsdótt- ur, f. 30.8. 1978. Hún er dóttir hjónanna Nínu Kristínar Guðna- dóttur húsmóður frá Stóradal, f. 21.4. 1944 og Ólafs Vilhelms Vigfússonar verkamanns, f. 2.4. 1944. Sonur Svövu og Hafsteins er Hreinn Marinó, f. 7.6. 1991. Dóttir Svövu frá fyrri sambúð er Hafdís Björk Jónsdóttir, f. 13.9. 1986, sambýlismaður Ás- björn Skarphéðinsson, f. 13.10. 1985. Dóttir Hafdísar er Bjartey Líf Þorgeirsdóttir, f. 8.4. 2004. Þau búa á Blönduósi. Svava og Hafsteinn slitu sam- búð 1995 og fluttist Hafsteinn til Reykjavíkur og starfaði síðan sem málari. Hafsteinn verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Nú ertu farinn frá mér, elsku pabbi minn. Farinn frá mér. Hvar ertu? Bárður segir að þú hafir farið til guðs. Elsku pabbi minn, ég vona að þér líði vel núna, þú átt það skilið að láta þér líða vel. Það var svo gott að eiga þig fyrir pabba, þú vildir mér svo vel og gafst mér svo mikið þegar þú gafst þér tíma fyr- ir mig. Trommurnar sem þú færðir mér hafa gefið mér mikið, ég hef mjög gaman af þeim. Sjálfur varstu trommari og kenndir mér á sláttinn, og örvaðir mig. Samtal okkar á kvöldin í gegnum símann snerist mikið um músík og takta og þar varst þú í essinu þínu. Það var gaman. Elsku pabbi minn, ég verð 15 ára í júní. Við ætluðum að vera saman í sumarhúsi, veiða, hlusta á músík saman og kynnast aðeins betur úti í náttúrunni, en það verður að bíða betri tíma. Ég mun ávallt minnast þín, pabbi minn, með þakklæti fyrir okkar samverustundir, því að þótt að þú hefðir aldrei mikið á milli hand- anna reyndirðu alltaf að gera þitt besta gagnvart mér. Ég sakna þín, elsku pabbi, og Sylvía grætur og skilur ekki hvað lífið er ósann- gjarnt. Takk, elsku pabbi minn, hvað þú varst okkur Sylvíu góður. Megi algóður guð blessa þig. Þinn sonur, Hreinn Marinó Hafsteinsson. Elsku Haffi, mér leið mjög illa í hjartanu og líður ennþá núna. Þú reyndir að gera allt til að gleðja mann, svo ef ég var nálægt þér þá leið mér svo vel og vissi að ég væri örugg, ég fann svo mikið öruggi í kringum þig. Ég mun aldrei hætta að hugsa um þig, til þín. Kannski tjáði ég ekki tillfinningarnar til þín en ég sagði allavega: Ég elska þig. En þegar einhver kveður mann þá finnur maður hvað maður elskaði manneskjuna heitt. Og núna veit ég að þú ert farinn og þá vil ég alltaf vera nærri þér, knúsa þig, mig langar að vera hjá þér og segja þér hvað ég elska þig mikið. Þetta sem ég skrifa til þín er það sem ég skrifa frá hjartanu ég hlusta á hvað hjarta mitt segir og skrifa það strax til þín. Mig langar miklu frekar að geta sagt þér þetta bara í staðinn en ég veit að þú sérð þetta. Mér þykir rosalega vænt um þig. Þín Sylvía Rut Gísladóttir. Elsku besti pabbi minn. Mikill sársauki streymdi í hjarta mér þegar að mamma hringdi og sagði mér að þú værir farinn frá okkur. Ég spyr mig aftur og aftur af hverju? Það má segja að þú hafir verið rétt byrjaður á lífinu. Margar minningar streyma um höfuð mitt núna, það fyrsta sem flaug upp var „Stúfur“. Þú byrj- aðir alltaf að undirbúa þig í des- ember. Eins þegar við sendum mynd í myndakeppni DV og unn- um, þegar ég hélt á Hreini Marinó í Kaupfélagspoka, það var fyndið og við hlógum mikið að því. Pabbi, þú varst svo yndislegur í alla staði og alltaf varstu hress og brosandi. Alltaf leið okkur systkinum vel hjá þér. Sárast var að sjá hvernig veik- indin fóru með þig en einhvern veginn tókst þér að standa í báða fæturna. Elsku pabbi minn, þú hefur fylgt mér allt mitt líf, stundum varstu langt langt í burtu en ég vissi alltaf að þú værir að hugsa til mín. Við reyndum að hittast þegar veikindin þín voru ekki með völdin. Elsku besti pabbi minn, ég kveð þig nú með miklum söknuði, ég lofa að geyma allar okkar ynd- islegu minningar. Við eigum eftir að hittast aftur. Hvíldu í friði. Ég elska þig, þín dóttir, Hafdís Björk. HAFSTEINN HERMANNÍUSSON Ólöf frá Flautafelli er dáin. Með henni er gengin til feðra sinna mikil merk- iskona þó ekki færi mikið fyrir henni á landsvísu. Ólöf kvartaði aldrei, var alltaf jákvæð og stað- ráðin í því að allt mundi lagast sama hvað mikið blés á móti. Henn- ar líf var ekki alltaf dans á rósum en það gæti margur lært mikið af hennar skoðunum á lífinu og lífs- máta. Ólöf gerði ekki miklar kröfur til lífsins í líkingu við það sem gert er af mörgum nú í dag en hún gerði kröfur til sjálfrar sín og sýndi seiglu og úthald þegar á þurfti að ÓLÖF S. FRIÐRIKSDÓTTIR ✝ Ólöf SigríðurFriðriksdóttir fæddist á Flautafelli í Þistilfirði 6. des- ember 1926. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga á Húsavík laugar- daginn 8. apríl síð- astliðinn og var út- för Ólafar gerð frá Húsavíkurkirkju 20. apríl. halda. Eftirminnileg er setning Ólafar þeg- ar hún var að læra á bíl, orðin fullorðin kona og þurfti nokkuð marga tíma hjá öku- kennara við námið. Ólöf sagði þá: Æfing- in skapar meistarann og ég held áfram. Eftir að bílprófið var í höfn sást hún aka hægt og varlega um á Volkswagninum sín- um. Ólöf var minnug og gaman var að ræða við hana um heima og geima. Hún var einnig harðdugleg og mikil handavinnu- kona. Líklega eru þeir sem þekktu lífshlaup Ólafar sammála um að ekki hafi alltaf verið komið nógu vel fram við hana. Það var auðvelt að gleðja Ólöfu og hún gladdist oft yfir smáu. Hún átti góða vini sem hún gaf brosin sín og góðar óskir. Ólöf var vinur vina sinna og þannig biðjum við Guð að geyma hana og kveðjum hana með þakklæti í huga. Kristinn og Sigríður. Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, stjúpfaðir, afi og langafi, BJÖRN BERNDSEN málarameistari, Leirubakka 18, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtu- daginn 11. maí kl. 13.00. Soffía Sigurjónsdóttir, Þórarinn Björnsson, Gyða Karlsdóttir, Reynir Björn Björnsson, Ólöf Ásgeirsdóttir, Bára Eiðsdóttir, Jakob Friðþórsson, Hörður Eiðsson, Kolbrún Ólafsdóttir, Ottó Eiðsson, Birna Theódórsdóttir, Björg Eiðsdóttir, Sturla Birgisson, Sigurjón Eiðsson, Jóhanna Magnúsdóttir, Bjarni Eiðsson, Ragnhildur Árnadóttir, Auður Eiðsdóttir, Hrafn Þórðarson, Jón Helgi Eiðsson, María Guðmundsdóttir, Kristinn Eiðsson, Þórunn Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Útför ástkærrar föðursystur minnar, SÓLVEIGAR GUÐRÚNAR HALLDÓRSDÓTTUR hjúkrunarkonu, áður til heimilis í Ljósheimum 10A, Reykjavík, sem andaðist á dvalarheimilinu Seljahlíð þriðju- daginn 2. maí, fer fram frá Fossvogskirju fimmtudaginn 11. maí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Sigvaldadóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Mánatúni 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 11. maí kl. 13.00. María Friðjónsdóttir, Ástmundur Kristinn Guðnason, Ólafur Héðinn Friðjónsson, Auður Gunnarsdóttir, Kristín Lára Friðjónsdóttir, Erlendur Helgason og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LEONIE PATT-TOBLER, Malix, GR., Sviss, fædd 24. apríl 1912, andaðist í Churwalden í Sviss föstudaginn 28. apríl. Jarðarförin fór fram í Chur föstudaginn 5. maí. Birgitte Patt-Lúthersson, Pétur B. Lúthersson, Nanna Lúthersson, Ole Pedersen, Jakob, Kamilla, Andri Lúthersson, Sigríður Laufey Gunnarsdóttir, Ísak, Sabina Patt, Katrin og Peter Kilga-Patt og fjölskylda, Loni og Liehi Patt-Engel og fjölskylda. Lokað verður á morgun, miðvikudag, vegna jarðarfarar MAGNÚSAR INGVARS JÓNASSONAR. Reimaþjónustan sf., Bygggörðum 2, Seltjarnarnesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.