Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 52
SPRENGIVINNA á byggingar- reitum Háskólatorgs hófst um klukkan átta í gærkvöldi. Hafist var handa á grunni Háskólatorgs 1, á milli aðalbyggingar og íþrótta- húss, en næst verður sprengt á grunni Háskólatorgs 2. Áætlað er að vinnunni verði lokið í síðasta lagi um miðjan júnímánuð. Reykjavík- urklöppin svokallaða stendur hátt í jarðveginum þar sem byggingarnar eiga að rísa og verður hún aðeins fjarlægð með því að sprengja svo komist verði niður á nauðsynlegt dýpi. Í grunnum Háskólatorgs verður farin sú leið að sprengja smáskot í einu, til að draga úr há- vaða, en þess í stað verða spreng- ingar fleiri. Unnið verður við sprengivinnuna alla virka daga á milli klukkan 8 og 21, auk laug- ardaga eftir þörfum, en sprengt verður að hámarki tíu sinnum á dag. Ekki er talin ástæða til að ætla að vinnan hafi teljandi áhrif á störf nemenda og starfsfólks við Háskóla Íslands en óhjákvæmilegur fylgi- fiskur sprenginganna er þó hávaði og titringur sem fundist getur í húsum í næsta nágrenni. Hvorugt er hættulegt mönnum en þeim get- ur brugðið við hvort tveggja. Til viðvörunar gefur viðvörunarflauta frá sér hljóðmerki fyrir og eftir sprengingar og þýða þrjú stutt hljóðmerki að sprenging fari fram eftir um hálfa mínútu en eitt langt að sprengingu sé lokið. Á heima- síðu Háskóla Íslands, www.hi.is, má nálgast frekari upplýsingar um framkvæmdirnar. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sprengt fyrir Háskólatorgi ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi JARÐIR á Seltjarnarnesi og Álfta- nesi nytjuðu söl á Lönguskerjum. Þetta kemur fram í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1703. Jarðabókin er grund- vallarheimild um jarðir og jarða- nytjar á Íslandi. Bæjaryfirvöld í þessum sveitarfélögum eiga sam- kvæmt þessu jafnan rétt til að skipuleggja nýtingu á Lönguskerj- um. Að sögn Heimis Þorleifssonar sagnfræðings þarf tæpast um það að deila að Löngusker tilheyra ekki Reykjavík og alls ekki Kópavogi. Upp hafa komið hugmyndir um að flytja innanlandsflug á Löngu- sker og hafa frambjóðendur Fram- sóknarflokksins til borgarstjórnar í Reykjavík m.a. kynnt hugmyndir sínar um slíkan flutning. Í Morgunblaðinu í gær kom fram í viðtali við Jónmund Guðmarsson, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi, að jarðir á Seltjarnarnesi hefðu nytjað Löngusker og Seltjarnarnes ætti því lögsögu á Lönguskerjum. Löngusker eru skammt utan við Skildinganes, sem tilheyrir Reykja- vík. Í jarðabókinni er hins vegar ekkert minnst á að bændur í Skild- inganesi hafi átt rétt á að nýta söl í Lönguskerjum. Kópavogur er, líkt og Reykjavík, myndaður úr hinum forna Seltjarnarneshreppi, sem náði yfir allt Nesið, sem liggur á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar, og allt til fjalla. | 4 Morgunblaðið/RAX Jarðir á Álftanesi nýttu líka Löngusker Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is MIKIÐ annríki var hjá slökkviliðs- mönnum í Reykjavík í gær, en slökkviliðið slökkti tíu litla sinuelda í Elliðaárdal og Breiðholti í gær- kvöldi. Einnig var kveikt í strætó- skýli í Breiðholtinu í gær, en lög- regla slökkti eldinn áður en slökkvilið kom að. Tíu sinubrunar í Elliðaárdal og Breiðholti FEÐGARNIR Niels og Hans Mortensen, sem reka og eiga stóran hlut í fyrirtækinu SMS í Færeyjum, fullyrtu við yfirheyrslur lögreglu að Tryggvi Jóns- son, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, hefði beðið þá um að útbúa tilhæfulausan kreditreikning upp á ríflega 45 milljónir króna, en Baugur átti þá helm- ingshlut í fyrirtækinu. Í kjölfar lögregluaðgerða gegn Baugi hefði Tryggvi beðið um fund með Niels og beðið hann að greina lögreglu rangt frá tilurð reikningsins ef til þess kæmi. Þetta kom fram í Kast- ljósi RÚV í gærkvöldi. Í þættinum fór Sigmar Guðmundsson, einn þátt- arstjórnenda, yfir gögn Baugsmálsins með Jóni Ger- ald Sullenberger, einum þriggja sakborninga í þeim hluta Baugsmálsins sem bíður nú aðalmeðferðar. Meðal annars vitnaði Sigmar í lögregluskýrslur þar sem segir: „Niels segir Tryggva hafa óskað eftir því að Niels gæfi lögreglu ranga skýringu á tilurð kredit- reikningsins ef lögregla kæmi til með að spyrja hann út í þennan kreditreikning. Þannig hefði Tryggvi komið með þær tilhæfulausu skýringar að þessi kreditreikningur tengdist sameiginlegum innkaup- um á kaffi frá Kraft. Niels kveðst hafa gefið honum vilyrði fyrir því að gefa lögreglu þær skýringar. Hann kveðst því í upphafi þessarar skýrslutöku hafa farið að óskum Tryggva og ætlað að skýra ranglega frá tilurð kreditreikningsins. Sagan gekk ekki upp Niels kveðst hins vegar hafa áttað sig á því við yf- irheyrsluna að sú saga gekk hreinlega ekki upp og talið best að segja satt og rétt frá.“ Sigmar sagði Tryggva hafa vísað þessu á bug við yfirheyrslurnar og alltaf hafa gefið þá skýringu að reikningurinn hefði verið vegna kaffiviðskipta við Aðföng, innkaupafyrirtæki Baugs. Einnig var tekinn fyrir í Kastljósþættinum sá kreditreikningur sem Jón Gerald útbjó sjálfur frá fyrirtæki sínu Nordica, að sögn sem greiða fyrir Tryggva Jónsson. Jón Gerald sagðist í þættinum ekki telja sig hafa brotið lög með því að hafa gefið út tilhæfulausan reikning. „Ég tel að ég hafi ekki brotið lög með því, því ég vissi ekki hvað menn voru að gera með þennan reikning,“ sagði Jón Gerald og svaraði því til að hann hefði ekki spurt út í reikninginn „[v]egna þess að á þessum tíma voru þeir með kverkatak á Nordica. Það var búið að stilla mér þarna upp við vegg. Það var búið að koma mér í rosa- lega slæm mál og ég var að vinna með Tryggva til þess að leysa þetta mál“, sagði Jón Gerald Sullen- berger. Gögn úr Baugsmálinu opinberuð í Kastljósi Ríkissjónvarpsins Beðið um að greint yrði ranglega frá reikningi „ÞVÍ miður virðist sem með þessu sé verið að misnota sjónvarp allra lands- manna,“ segir Jón Ásgeir Jóhannes- son, forstjóri Baugs Group hf., í bréfi sínu til Páls Magnússonar útvarps- stjóra vegna umfjöllunar Kastljóss um Baugsmálið. Bréfið, ásamt yfirlýsingu frá Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs, og verjendum Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi að- stoðarforstjóra Baugs, barst Morgun- blaðinu í gærkvöldi. Jón Ásgeir mótmælir vinnubrögð- um Kastljóssins og sérstaklega að um- fjöllunin skuli hafa verið byggð á við- tölum og gögnum frá Jóni Gerald Sullenberger, sem hafi m.a. verið met- inn ótrúverðugur af þremur héraðs- dómurum, sem og gögn frá honum. Einnig bendir hann útvarpsstjóra á að umsjónarfólk Kastljóssins, þau Þór- hallur Gunnarsson og Jóhanna Vil- hjálmsdóttir, sé í vinfengi við Jón Ger- ald og að annað þeirra hafi m.a. verið gestur hans í bátnum Thee Viking. „Ég trúi ekki að það verði látið við- gangast [að misnota sjónvarp allra landsmanna], enda ljóst að trúverð- ugleiki þess er í húfi,“ segir Jón Ás- geir. „Þetta er algerlega ósatt“ Jón Ásgeir fer með staðlausa stafi þegar hann segir að Þórhallur Gunn- arsson og Jóhanna Vilhjálmsdóttir séu í vinfengi við Jón Gerald Sullenberger, eða hafi verið gestir hans um borð í bátnum Thee Viking, segir Þórhallur í samtali við Morgunblaðið. Þórhallur segir að Jóhanna hafi ekki komið að umfjöllun Kastljóssins um Baugsmálið á nokkurn hátt og óskilj- anlegt að nafn hennar sé dregið inn í málið. „Hvorugt okkar er í vinfengi við Jón Gerald Sullenberger, og einu kynni mín af manninum eru í gegnum vinnu mína við fjölmiðla. Önnur sam- skipti hef ég ekki átt við hann.“ Hann segir að hvorki hann né Jóhanna hafi nokkru sinni stigið fæti í bátinn Thee Viking, og þau hafi þar að auki hvorugt komið til Miami í Bandaríkjunum, en þar býr Jón Gerald. „Það er algerlega á hreinu að þetta er algerlega ósatt sem Jón Ásgeir seg- ir þarna. Hann fer algerlega með rangt mál,“ segir Þórhallur. Hann seg- ist ekki skilja hvað forstjóra Baugs Group gangi til með yfirlýsingu sinni, nema hún eigi að vera til þess fallin að draga úr trúverðugleika Kastljóssins í umfjöllun þess um Baugsmálið. Um- fjölluninni verði haldið áfram í kvöld, og þar verði m.a. svarað því sem fram kemur í yfirlýsingu Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs Group. Mótmælir vinnubrögðum Kastljóssins Ásakanir alger- lega ósannar segir umsjónarmaður Kastljóssins  Baugsmálið | 11 Þórhallur Gunnarsson Jón Ásgeir Jóhannesson ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.