Morgunblaðið - 09.05.2006, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 09.05.2006, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 25 UMRÆÐAN „VERSLUN og þjónusta, íbúða- byggð og útivistarsvæði á Akureyr- arvelli,“ þannig hljóðaði fyrirsögn í blaðinu Vikudegi hinn 12. apríl sl. og segir þar að meirihlutaflokkarnir í bæjarstjórn Akureyar, þ.e. Framsókn og Sjálf- stæðisflokkur, leggi til við bæjarstjórn að íþróttavöllurinn „þjóð- arleikvangur“ Akureyr- inga verði tekinn undir fyrrgreinda starfsemi, sem segir í upphafi greinar. Það er sem sagt lagt til að taka af okkur „þjóðarleikvang“ okkar, það svæði, sem er eitt fallegasta íþróttavallar- og útivist- arsvæði á landinu og hafa t.d. flest aðkomuknattspyrnulið rómað völlinn fyrir gæði og snyrti- mennsku. Þarna leggur meirihluti bæj- arstjórnar til að byggð verði stór- verslun og íbúðablokkir. Þessi völlur er rúmlega hálfrar ald- ar gamall, en það versta er að aum- ingjaskapur ráðamanna allan þennan tíma og allt fram á þennan dag hefur verið slíkur að engin almennileg upp- bygging hefur farið þar fram eins glæsilegt og hægt er að gera svæðið. Nokkur orð til oddvitanna Mig langar í nokkrum orðum að fræða oddvita B- og D-lista, aðkomu- mennina Kristján Þór Júlísson bæj- arstjóra og Jakob Björnsson formann bæjarráðs, sem ætla að leggja til að „þjóðarleikvangurinn“, þessi gersemi Akureyrar, verði eyðilagður, örlítið um upprunann. Það var árið 1946 að þrír vitrir menn og íþróttafrömuðir á Akureyri, þeir Ármann Dalmannsson, Her- mann Stefánsson og Tryggvi Þor- steinsson, í íþróttavall- arnefnd ÍBA, sem þá var nýlega stofnað, fengu þá frábæru hug- mynd að staðsetja íþróttasvæði Akureyrar á túninu austan Brekkugötu og Klapp- arstígs. Staðsetning svæð- isins þótti nefnilega mjög góð og ein sú allra besta, og miðsvæðis í bænum, og auðvelt að gera áhorfendasvæði vestan svæðisins og vallarsvæðið auðvelt í vinnslu. Svæðið var í eigu dánarbús, en auð- velt reyndist að fá það keypt. Það var svo árið 1948, sem bæjarstjórn Ak- ureyrar kaus íþróttavallarnefnd, sem átti að vinna að uppbyggingu svæð- isins og í þá nefnd völdust fyrr- greindir menn, þ.e. Ármann, Her- mann, Tryggvi ásamt Steindóri Steindórssyni. Eftir þrotlausa og mikla vinnu árin á eftir var svo hlaupabrautin á íþróttavellinum vígð 17. júní 1951 og í ágúst 1953 fór vígsla knatt- spyrnuvallarins fram með meist- araflokksleik á milli KA og Þórs. Eins og fyrr segir hefur vantað metnað, og áhugaleysið verið slíkt að með eindæmum er. Að byggja ekki upp þetta fallega svæði og gera það með þeirri reisn að eftir verði tekið og Akureyringum til sóma. Vill einhver stórmarkað og íbúðablokk á Laugardalsvöll? Fram hafa komið undirskriftalistar með nokkur hundruð nöfnum, sem fengin voru í ákveðnum verslunum hér í bæ þar sem mælt er með versl- un og íbúðabyggð á íþróttasvæðinu og var ekki greint á milli hvort það voru Akureyringar eða fólk búsett annars staðar á landinu, sem skrifaði á listana. Komið hefur fram að áhugi er á að byggja Hagkaupsverslun á svæðinu og einnig að aðilar innan KA og Þórs séu því hlynntir að „þjóð- arleikvangur“ Akureyringa, þessi gersemi, verði eyðilagður með stein- steypu, en allt virðist þetta vera „bisnessjónarmið“ og ættu sannir Akureyringar að láta í sér heyra og ekki taka þátt í eyðileggingunni. Hverjum dettur t.d. í hug, ef ég tek samanburð, að Hagkaupsverslun og íbúðablokkir rísi í Laugardalnum í Reykjavík? Tökum ekki þátt í að eyðileggja gersemar Akureyrar. Ekki eyðileggja „þjóðarleikvang“ Akureyrar Hjörleifur Hallgríms skrifar um skipulagsmál á Akureyri ’… allt virðist þetta vera„bisnessjónarmið“ og ættu sannir Akureyr- ingar að láta í sér heyra og ekki taka þátt í eyði- leggingunni.‘ Hjörleifur Hallgríms Höfundur er framkvæmdastjóri, fæddur og uppalinn á Akureyri. ORKUVEITA Reykjavíkur, í sam- starfi við Klasa ehf., er með áform um að selja 6-700 lóðir á jörð sinni við Úlfljóts- vatn. Þessi jörð var ætluð sem útivist- arsvæði fyrir almenn- ing og um svæðið liggur göngu- og reið- leið. Ljóst er, að ef af þessum fram- kvæmdum verður skerðist aðgangur almennings að þessu svæði verulega. Úlfljótsvatn er rómað fyrir einstaka nátt- úrufegurð og við það orti Reykja- víkurskáldið, Tómas Guðmunds- son, mörg sín fegurstu ljóð, m.a. Fljótið helga. Í tillögu Umhverfisstofnunar til umhverfisráðherra frá 2003 „Nátt- úruverndaráætlun, aðferðarfræði – Tillögur Umhverfisstofnunar um friðlýsingar“, eru tilnefnd 75 svæði sem sérstök ástæða er til að vernda. Hlaut Sogið tilnefningu m.a. vegna alþjóðlegs nátt- úruverndargildis; sjaldgæfar fugla- tegundir og votlendi. Svæðið nær frá útfalli Sogs í Ölfusvatnsvík nið- ur að ármótum Hvítár; þ.e. áin, Úlfljótsvatn og Álftavatn, ásamt 200 m breiðu belti beggja vegna árinnar, ásamt hluta af Þrast- arskógi. Í tillögu til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2004- 2008 kemur skýrt fram að öll 75 svæðin þurfi sérstakrar aðgátar við, hvað varðar hvers konar rask og ógnanir og skuli þau svæði sem ekki eru á núgildandi áætlun, svo sem Sogið, höfð til hliðsjónar við endurskoðun náttúruminjaskrár. Leggja skal Náttúruvernd- aráætlun fyrir Alþingi á 5 ára Úlfljótsvatn – Náttúruverndaráætlun Reynir Þór Sigurðsson fjallar um Úlfljótsvatn og framkvæmdir OR ’Þurrkun votlendis ogbygging sumarhúsa við vatnsbakkann hlýtur að skerða verulega lífríki vatnsins og rýra þar með verndargildi þess.‘ Höfundur er húsasmíðameistari og áhugamaður um óspillta náttúru. fresti og má því ætla að umhverf- isráðherra leggi fram Nátt- úruverndaráætlun 2009-2013 í síðasta lagi 2008. Ég tel að það sé ekki spurning um hvort, heldur hve- nær Úlfljótsvatn verð- ur lögformlega frið- lýst. Gæti það verið ein af ástæðum þess að Orkuveita Reykja- víkur/Klasi virðast vilja hraða deiliskipu- lagi og breytingu á að- alskipulagi hjá sveit- arstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps? Þurrkun votlendis og bygging sumarhúsa við vatnsbakkann hlýt- ur að skerða verulega lífríki vatns- ins og rýra þar með verndargildi þess. Reynir Þór Sigurðsson Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali HÚSAFELL - SUMARHÚS Til sölu þrjú falleg 47 fm sumarhús, rétt við sundlaugina í Húsafelli. Húsin eru öll með góðri verönd og umlukin trjágróðri. Húsin skiptast í tvö svefnherbergi, stofu, eldhús og baðherbergi. Gott svefnloft er yfir bústaðnum að hluta. Hagstætt verð. V. 8,5 m. 5315 Iðnó 14. maí kl. 23.30 Miðaverð: 2.500 Ými 15. maí kl. 11.00 f.h. Miðaverð: 2.300 Vinsælasti dansflokkur S-Ameríku dag Borgarleikhúsinu 12. og 13. kl. 20.00 og 14. maí 14.00 Miðaverð: 3.500 Nasa við Austurvöll 13. og 14. maí kl. 21.00 Miðaverð: 3.000 Uppselt 13. maí, örfá sæti 14. maí Sönglagasirkus með Sigurði Flosasyni saxófónleikara og Sólrúnu Bragadóttir sópransöngkonu Flytjendur: Miklós Dalmay og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikarar Rómantísk tónlist í sinni tærustu mynd Uppselt 12. maí, örfá sæti 13. maí www.listahatid.is Kynnir: Halldór Hauksson Efnisskrá: Davidsbündlertänze ópus 6, Carnival ópus 9 www.listahatid.is 1. hluti Stórskemmtilegt pólskt harmónikkuband

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.